Þjóðviljinn - 12.04.1951, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 12.04.1951, Blaðsíða 8
AtvigmnleYsisskrázting verka- lýðsiélaganna heist í dag Allir aívisiiiMÍ^iisÍF eéa i síopiilii visiim þitFÍa zið isiælst iil skráiilMgaFÍiiu- ar Isjá lélagi' sinu Atvinnuleysisskráningin er verkalýðsíélögin í Reykjavík ákváðu að íramkvæma á sínum eigin vegum, hefst í dag. Nauðsynlegt er að allir .sem eru atvinnulausir, eða hafa nú og undanfarið haft stopula vinnu mæti til skráningarinnar, til þess að hægt verði að kom- ast að réttri niðurstöðu um það hvernig atvinnu- ástandið raunverulega er. Þeir sem hafa nú eða hafa haft undanfarið lélega og stopula vinnu þurfa einnig að mæta til skráningarinnar. Verkamenn ættu að minnast þess, að ef þeir sitja heima eru þeir beinlínis að styrkja aftur- haldið í þeirri fullyrðingu að hér sé „ekkert veru- legt atvinnuleysi". Mætið því öll til skráningarinnar hjá félagi ykkar! DAGSBRÚN byrjar skráninguna kl. 10 f.h. í dag í skrifstofu Dagsbrúnar og stendur hún til 12, hefst aftur kl. 2 e. h. og stendur til kl. 6 síðdegis, og verður sami skráningartími hjá Dagsbrún næstu daga. FRAMSÓKN. Atvinnuleysisskráning v.k.f. Framsókn- ar hefst kl. 2 e. h. og stendur til kl. 6 síðdegis. Verður sami skráningartími daglega nema á laugardag frá kl. 10—12 fyrir hádegi. IÐJA. Atvinnuleysisskráning Iðju félags verksmiðju- lólks fer fram í skrifstofu félagsins á tímanum frá kl. 10 f. h. til kl. 6 síðdegis næstu daga. SJÓMANNAFÉLAG REYKJAVÍKUR byrjar atvinnu- Ieysisskráningu í dag kl. 3 e. h. í skrifstofu félagsins, og fer skráningin fram 12„ 13. og 14. ]>. m. frá kl. 3—6 alla dagana. ÞRÓTTUR. Atvinnuleysisskráning hefst hjá vörubíl- stjórafélaginu Þrótti í dag og mun standa næstu daga. Fiskiðjuver ríkisins gæti arsamnmga Landsfundur Vinnuveitenda- sambands Islands, haldinn 19. tál 21. þ. m. ákvað að taka upp viðræður við stjórn Alþýðu- sambandsins um heildarsamn- inga milli þessara aðila „til þess að tryggja vinnufrið í Iandinu“, eins og það er orðað, þ. e. að þessir tveir aðilar ráði kaup- og kjarasamningum allra verkalýðsfélaga í landinu. Vinnuveitendasambandið og A.S.Í. hafa nú skipað 3 menn hvor aðili til þessara viðræðna. Fyrir Vinnuveitendasamband- ið semja Kjartan Thors for- maður þess, Benedikt Gröndal verkfræðingur og Björgvin Sig- urðsson framkvæmdastjóri sam- bandsins. Fyrir Alþýðusambandsstjórn- ina semja Jón Sigurðsson fram- kvæmdastjóri þess, Ingimundur Gestsson framkvæmdastjóri og Guðmundur Sigtryggsson, sá er flýði sveitasæluna að norðan og miðstjórn Framsóknarflokks ins tilnefndi scm fulltrúa Dags- brúnah í stjórn Alþýðusam- bandsins — áður en Dagsbrún- armenn höfðu fengið tækifæri til að bera kennsl á þenna á- gæta sveitamann. afkastað miklu meira Sverige-Island ef vélar ©g vizmuafl væri fulhiotðo gefur úf tímariS Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs hefur Fískiðjuver ríkisins tekið á móti rúmlega 1200 tonnum af fiski. Mestur hluti hans, eða um 14000 kassar, hefur verið hraðfryst. ÍHraðfrysti fiskurinn hefur verið verkáður nokkuð að jöfnu fyrir Ameríku- og Evrópu- markað. — Á þessum tíma hef- ur Fiskiðjuverið soðið niður um 1000 kassa af hrognum. Hrognin eru eftirsótt vara, en nokkrum erfiðleikum hefur ver- ið bundið að fá gott hráefni til þeirrar fram’leiðslu. Þegar unnið er bæði að nið- ursuðu og frystingu, vinna um Banaslys á togar- anum Isborg Banaslys varð um borð í togaranum ísborg í fyrramorg- ‘un. Skipið var að veiðum úti fyrir Vesífjörðum, í'ékk á sig broltsjó með þeim afleiðingum að einn af skipverjum, Jón Valgeir Magnússon beið bana. Hann skolaðist aftur eftir þil- farinu og mun hafa lent á tog- spilinu. ísborg hélt strax til Patreksfjarðar til að fá lækn- ishjálp, en er þangað kom var maðurinn látinn. Jón V. Magn- ússon var kvæntur og átti þrjú börn. 70 manns í Fiskiðjuverinu, en mikið vantar á að unnið hafi verið með fullum afköstum í vetur. Dr. Jakob Sigurðsson fram- kvæmdastjóri er nú staddur vestanhafs, og vinnur hann að markaðsöflun o. fl. fyrir Fisk- iðjuverið. Á síðastliðnu hausti fékk Fiskiðjuverið lán að upphæð 1 mi'llj. og 200 þús. krónur í Englandi. Er það ætlað til véla kaupa, en sökum langs af- greiðslufrests hefur ekki enn tekizt að fá allar þær vélar sem óskað hefur verið eftir. 1562 fæðingar Hin nýja fæðingardeild Lands- spítalans hafði starfao í eitt ár um sl. áramót. Hjúkrunar- kvennablaðið skýrir frá því, að á þessu fyrsta starfsári deild- arinnar hafi fæðzt þar 1562 börn og voru 11 af fæðingun- um tvíburafæðingar. Sveinböm fæddust 840 og meybörn 722. Er þetta mun meira en á gömlu fæðingardeildinni, en þar urðu flestar fæ'ðingar á ári 619. Félagið Sverige-Island hefur hafið útgáfu tímarits er á að koma út tvisvar á ári, en fé- lagi'ð er nú 20 ára, stofnað alþingishátíðarárið 1930. I þetta fyrsta hefti skrifar forseti Islands, herra Sveinn Björnsson;:i En hálsning och ett tack frán Isiands president. Prófessor Elias Wessén skrif- ar: Ur Samfundets Sverige-Is- lands historia. Helgi P. Briem sendiherra skrifar um ísland: Uppkomsten av namnet Island, og fylgja greininni margar prýðilegar myndir frá Islandi. Sigurður Þórarinsson prófessor skrifar: Kulturglimt frán Is- land. Ennfremur er grein eftir Malte Pripp um Svensk-Islánd- ska handeln og ferð Islands- cirklen s. 1. sumar hingað til lands. Flokksskóliim Munið flokks- slcólann í kvöld að Þórsgötu 1. Einar Olgeirs- son heldur á- fram erindafl. sínum um ís- Ienzlc stjórnmál og: Ásgeir Blön- dal talar um marxismann. — Síðasta sinn. — Fimmtudagur 12. apríl 1951 — 16. árgangur — 82. tölublað því ú naínið væri slrikil út! Sundrungaragentarnir ætluðu sér að þvæla IÍRON ut í langvarandi málferli Það hefur nú komið í ljós að sundrungarpost'ularnir í KRON höfðu bundizt samtökum um að þvæla félaginu út í málaferli, og ætluðu sér að nota þáu 1—2 ár sem þau málaferli hefðu staðið til látlausra rógsherferða gegn samvinnumönnum í KRON. Með því móti hugsuðu þeir sér að ala á sundrungu innan félagsins, en það er að þeirra dómi eina leiðin til að leggja þessi hagsmunasamtök reykvískrar alþýðu í rúsíir. Þessi áform sundrungarmanna afhjúpaði Sigurður G‘uð- mundsson á Vinnumiðlunarskrifstdfunni á spaugiiegasta hátt á kjörstjórnarfundi í fyrrakvöld, ]»egar komið var í veg fyrir t'ð þau mættu takast. Málavextir eru þeir að fyrir nokkru barst kjörstjórn KRON bréf frá 15 mönnum sem „kröfðust“ þess að nöfn þeirra væru numin burt af hinum einróma tillögum hverfisstjórn- anna í KRON um fulltrúaval, Meðal þessara manna voru Seingrímur Steinþórsson for- sætisráðherra, Hannes Jónsson félagsfræðingur, Hannes Jóns- son fyrrverandi kaupmaður og Sigurður Guðmundsson á vinnu- miðlunarskrifstofunni; er kem- ur sérstaklega við sögu. Krafa þessi kom fram löngu eftir að framboðsfrestur var liðinn, og sá kjörstjórnin sér því ekki fært að verða við lienni. Þegar það svár var fengið sneri einn krefjendanna, Kristjón Kristjónsson, fulltrúi Framhald á 6. síðu. ðtsvör [ Hafnarf. Fjárhagsáætlun Ilafnarfjarð- ar var afgreidd á bæjarstjórnar fundi í fyrradag. Niðurstöðu- tölur hennar er 6 millj. 112 þús. 650 kr. Útsvör eru áætluð 5 millj. 492 þús. 650 kr., en voru í fyrra 4 millj. 797 þús. og 50 kr. og hafa því hækkað um nær 700 þús. kr., eða tæpa miljj. ■— Til verklegra framkvæmda er áætlað 1 millj. og 300 þús. kr. fiiosicl llllft helglua Athygli lesenda skal vak- in á auglýsingu frá kjör- stjórn KKON í blaðinu í dag urn kosningarnar, en þær fara fram á laugardag og sunnudag. Verður kosið í sex kjördeilduni. VegÍF tepptust I hríðarveðrinu í fyrradag spilltust flestir vegir meir og minna og Mosfellsheiðarvegur- inn og Krýsuvíkurvegurinn lok- uðust báðir, ennfremur Grinda- víkurleiðin. I fyrrinótt gistu milli 20—30 bílstjórar í Krýsuvík, vegna þess að vegurinn meðfram Kleyfarvatni var tepptur. Vegagerð ríkisins sendi snjó- ýtur sínar 'á vettvang snemma í gærmorgun og var Krýsuvík- urleiðin sæmileg í gær. Enn- fremur var Grindavíkurvegur- inn opnaður. Hvalfjarðarleiðin spilltist litið og var fær. — Austanfjalls urðu vegir ófærir um tíma vegna fannkomunnar. Norðaustanveðri er spáð fram eftir deginum í dag og jafnvel nokkurri snjókomu. Leigfftmiillun Fastelgisaeig- endafélagsiiis Eitt af því sem Leigjendafélag Reykjavíkur hefur hafið baráttu fyrir er að komið verði á fót nokkurskonar húsnæðis- miðstöð, er bæði húseigendur og leigjendur geta snúið sér til, þannig að húseigendur tilkynsi skrifstofunni laust húsnæði og leigjendur Ieiti þangað um húsnæði til leigu, og verði ]>ar einnig gerðir leigusamningar. Að því er segir í frétt frá Fasteignaeigendafélaginu var á síðasta fundi í félaginu „sam- þykkt að gera tilraun með að koma á fót leigumiðlun í því skyni að létta undir með fólki um öflun húsnæðis og spara bæði húseigendum og leigjend- um kostnað og fyrirhöfn, eftir því sem unnt væri.... Leigumiðlunin verður starf- rækt þannig, að fólk sem vant- ar húsnæði, getur gefiö sig fram í skrifstofu Fasteignaeig- endafélagsins og látið skrá sig þar. Þess er vænzt, að þeir húseigendur sem hafa íbúðir til leigu, snúi sér til skrifstof- unnar og kynni sér það, hvort þar séu ekki skráðir menn sem þeir gjarna vildu fá sem leigj- Framhald á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.