Þjóðviljinn - 12.04.1951, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.04.1951, Blaðsíða 1
Ritstjéri Verka- mannsiits !ans Fimmtudas'ur 12. aprO 1951 — 16. árgangur — 82. tölublað Friðarvilji almeimmgs knýr Truman aðgerða gegn siríðsæsingamanninum Douglas MacArthur hershöíðingi heíur verið sviptur hernámsstjórn í Japan, yfirstjórn herja Vesturveldanna í Kóreu og yfirstjórn alls Banda- ríkjahers í Austur-Asíu. Hershöfðinginn, sem í fyrradag var einn. af voldugustu mönnum í heimi, hefur í dag ekki yfir nokkurri hræðu að segja. Steína MacArthurs að hefja sem fyrst stór- styrjöld gegn Kína vakti svo eindregna andstöðu allra friðelskandi manna hvarvetna í heiminum, að Truman forseti sá þann kost vænstan, að sparka stríðsæsingamanninum úr öllum ábyrgðarstöðum. Uppá síðkastið hefur hver yfirlýsingin rekið aðra frá Mac Arthur og aðalefni þeirra hafa verið kröfur um að fá að gera flug- eða flota'árásir á Kína og að nota her Sjang Kaiséks á Taivan til árása á meginland Kína. Blaðamenn vaktir um miðnætti Um miðnætti í fyrrinótt vakti blaðafulltrúi Trumans forseta blaðamenn í Washington og boðaði þá til Hvíta hússins. Á mínútunni klukkan eitt var þeim lesin yfir’lýsing frá Tru- man, þar sem liann lýsir yfir, að hann hafi 'ákveðið að svipta MacArthur þá þegar allri her- stjórn og skipa í hans stað Matthew B. Ridgway yfirhers- höfðingja landhers Vesturveld- anna í Kóreu. Við yfirstjórn þess liðs tekur James van Fieet hershöfðingi, sem stjórnaði bandarísku íhiutuninni í borg- arstyrjöldinni í Grikklandi. Truman lýsti yfir, að hann hefði komizt að þeirri niður- Repubíikanar hóta Trum- an að fá hann settan af Brottviking M&c&rthurs tildm mestu stjórnmála- átaka í USA síðan á dögum þrælastríðsins Stjórnmálamenn í Washington spá því, að brott- viking MacArthurs muni hafa í för með sér hörðustu stjórnmálaátök, sem átt hafa sér stað í Bandaríkjunum i áttatíu ár. Republikanar ætla að nota sér herfrægð MacArthurs til að gera hann að pislarvotti og telja sér það vænlegt til sig- urs í forsetakosningunum á næsta ári. Ávarpi þingið. í báðum þingdeildum báru republikanar í gær fram tillögur um að MacArthur yrði boðið að ávarpa sameinað þing til að gera grein fyrir tildrögum þess, aö honum var vikið frá. Wherry formaður þingflokks republik- ana í öldungadeildinni, lýsti yfir, að hann hefði talað viö hershöfðingjann í síma og hefði hann fallizt á að þekkjast ^líkt boð. Republikanar breiða það út, að MacArthur ætli áð halda inní Washington sem sigursæll hershöfðingi og taka forystu í herferð gegn utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar. hjóðin klofin. Bandarískir stjórnmálamenn játa, að þjóðin sé nú klofin i íjandsamlegar fylkingar. Há- værar raddir eru uppi um það i republikanaflokknum, að gera beri tilraun til að fá settan landsdóm yfir Truman forseta og helztu mönnum úr stjórn hans einsog Acheson til að fá þá setta af. Hafa öldungadeild- armennirnir Jenner og Bridges borið fram kröfur um það. Til þess að setja landsdóm þarf tvo þriðju atkvæða í fulltrúa- deildinni og til sakfellingar þarf tvo þriðju atkvæða í öld- ungadeildinni. Landsdómur hef- ur aðeins verið settur yfir ein- um Bandarikjaforseta, eftir- manni Lincolns á árunum eftir þrælastríðið. Meðal þeirra republikana, er ráðizt hafa á Truman fyr:r brottvikningu MacArthurs er Dewey, frambjóðandi þeirra í siðustu forsetakosningum, sem til þessa hefur stutt utanríkis- stefnu stjórnarinnar. Þrír öld- ungadeiidarmenn republikana hafa fallizt á aðgerðir Tru- mans. Forsetinn ætlaði aö ávarpa þjóðina í útvarpi 5 gærkvöld. McArthur stöðu, að MacArthur væri ekki fær um að styðja af einlægni stefnu Bandarikjastjórnar og SÞ í Kóreu. Jafnframt sagði hann, að sig tæki sárt að þurfa að gripa til þessara ráða gagn- vart jafn ágætum hershöfð- ingja og MacArthur. Leyniskjöl birt Skömmu eftir tilkynninguna frá Hvíta húsinu birti banda- ríska herráðið nokkur leyni- skjöl, fyrirskipanir, sem það hafði sent MacArthur en hann virt að vettugi. Var þar á meðal skipun frá því í desember, þar íjem hershöfðingjanum var bannað að gefa nokkrar opin- berar yfirlýsingar um mjlli- ríkjamálefni án þess að hafa fyrst fengið þær samþykktar af bandaríska utanríldsráðu- neytinu. Einnig var birtur boð- skapur, sem herráðið sendi uin síðustu mánaðamót. Þar er MacArthur tilkynnt, að með töku mestallrar Suður-Kóreu álíti Bandaríkjastjórn tímabært að leita fyrir sér um friðsam- leg málalok í Kóreu. Meðal stuðningsríkja Bandaríkjanna í SÞ sé það eindregin skoðun, kaupfiélSum Brottvikning MacArthurs hafði þau áhrif á kauphöll- um í London og New York, að verðbréf féllu ört í verði í gær. Orsökin er að brask- ararnir telja nú auknar horfur á friði í Kóreu. 1 London féllu hlutabróf í gullnáimini mest en í New York hlutabréf í fyrirtækj- um, sem vlnna að fram- leiðslu vegna hervæðingar- innar. Yerðfallið þar nam milljarð dollara. r•**■*■*•**•*■*•*•*•*-*■*•*•***■»*■•*■*■*-*■*■*■*+* j að ekki beri að sækja'með mikl um liðsafla yfir 38. breiddar- baug fyrren reynt hafi verið að koma á friði. „Hans stærsta stund“ Brottvikning MacArthurs kom einsog reiðarslag yfir sam- starfsmenn hans í Tokyo, sem flestir hafa verið með honum árum saman og dýrka hann einsog goð. Einn þeirra, Court Whitney, var með hérshöfð- ingjanum er hann fékk skeyt- ið frá Truman, og lýsir hann viðbrögðum hans á þessa leið’: „Það hreyfðist ekki eitt hár á hershöfðingjanum. Alrei hefur hann verið hermannlegri. Þetta var hans stærsta stund“. -— Fréttaritarar sögðu, að Mac Arthur hafi dvaliö á heimili sínu í gær og unnið að samn- ingu yfirlýsingar, þar sem hann ætlar að réttlæta afstöðu sína. Anda léttara I höfuðborgum Vestur-Evrópu og aðalstöðvum SÞ í New York draga menn að sögn fréttarit- ara andann léttara eftir brott- vikningu MacArthurs. I Lake Success er rætt um að Vestur- veldin gefi út yfirlýsingu um að með töku allrar Suður-Kór- eu sé hernaðarlegu markmiði þeirra í Kóreu náð. Þórir Daníelsson, ritstjóri Verkamannsins á Akureyri kom í gær úr því 15 daga fang- elsi er Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra lét dæma hann í fyrir meiðyrði um hinn landskunna sáttasemjara í vinnudeilunum 1947, Þorstein M. Jónsson, o. fl. mektarmenn á Akureyri. Álíka ummæli og þau er Þórir var dæmdur fyrir m'á svo að segja lesa daglega í öll- um dagblöðum höfuðborgarinn- ar. Verði framhald á slíkum dómum er ekki ólíkiegt að ritstjóra landsins verði flesta að finna innan veggja á Skóla- vörðustíg 9 1 Reykjavík. —■ Máske halda þeir innan þeirra veggja áfram umræðunum og mótmælunum gegn meiðyrða- löggjöfinni, sem Bláðamanna- félag Islands hóf fyrir mörgum árum og ritstjóri Morgunblaðs- ins var málshefjandi að. Krýningarsteinninei sagður kominn í skozka kirkiu Þrír óþekktir menn skildu í gær eftir stein í kirkju- rústum á Skotlandi, og bendir allt til að’ þar sé kominn krýningarsteinninn, sem hvarf. úr Westminster Abbey á íólanótt í vetur. Mennirnir komu í bíl og tóku úr skottinu á honum stein, sem þeir- báru að háaltarinu í kirkj- unni, sem er að mestu í rúst- um. Kirkjuvörðinn báðu þeir að taka við síeininum og tveim nafnlausum bréfum. Annað þeirra er til Georgs konungs, og segir þar, að steinn inn hafi ekki verið tekinn til að gera konungi eða f jölskyldu hans miska heldur tif að draga athygli að réttmætri kröfu Skota um sjálfstjórn. í hinu bréfinu er heitið á stjórn skozku kirkjunnar að sjá um. að steininn verði ekki fluttur á brott úr Skotlandi. Kirkju- rústirnar, sem steinninn var fluttur til, eru á þeim stað, þar sem Skotar lýstu yfir sjálf- stæði sínu 1320. Steinninn var í gær fluttur til næstu lögreglustöðvar og tveir sérfræðingar Scotland Yard, sem hefur leitað hans árangurslaust, voru á leið þangað til að ganga úr skugga um, hvort hann væri sá rétti. Botviiiník Wz BronsteÍR Wz 1 kcppninni um heimsmeist- aratitilinn í skák er nú búið að tefla 12 skákir af 24 og vann Botvinnik þá seinustu. Hefur hann nú 61/2 vinning en Bron- stein 5Yíí BANDARÍSKA herstjórnin í Kóreu tilkynnti í gær, að al- þýðuherinn hefði víða gert harðar gagnárásir í gær Þá taldi hún sig hafa fengið vitn- eskju um að alþýðuhernum heíði nýlega borizt um 100.000 manna liðsauki og teldi hann nú um 650.000 menn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.