Þjóðviljinn - 22.04.1951, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.04.1951, Blaðsíða 5
Srainudagur 22. apríl 1951 — ÞJÖÐVILJINN (5 Er dómsdagur í nánd? Að loknum fréttum í fyrrakvöld liljómaði móð og áköf rödd í eyrum Islend- inga. Það var fréttamaður íslenzka útvarpsins hjá sam- einuðu þjóðunum sem flutti þau tíðindi að MacArthur fyrrverandi hershöfðingi hefði haldið ræðu á Banda- ríkjaþingi og fimm milljónir Bandaríkjamanna hefðu hyllt hann og vottað lotn- ingu sína. Fréttamaðurinn hefur eflaust sjálfur verið í þeim hópi, svo innileg sem frásögn hans var um hug- rekki, kjark og djörfung hershöfðingjans, enda var boðskapurinn einstaklega hjartfólginn: Nú hafa verið hæfð flest skotmörk í Kóreu og því er mál að byrja á Kína. Ræðan hafði verið haldin daginn áður, og Morg unblaðið hafði fyrr skírt þann dag — sumardaginn fyrsta, barnadaginn —- dag MacArthurs, eflaust með til- liti til myrtra Kóreubarna, sem svo mjög hafa glatt gömul augu hershöfðingjans. ■—v— Móður fréttamannsins hef ur eflaust fundið hljóm- grunn hjá ritstjórum ís- lenzku borgarablaðanna. Þeg ar Þjóðviljinn kallaði Eisen hower MacArthur Evrópu .með skírskotun til þess að honum væri ætlað að breyta Evrppulöndum í nýja Kóreu- vígvelli komst Stefán Péturs son svo að orði að meiri sóma væri ekki hægt að sýna fyrrverandi rektor Columbia-háskólans en að bínefna hann þannig. Daginn sem MacArthur var rekinn skrifaði Valtýr Stefánsson forustugrein í Morgunblaðið og lýsti yfir því að þetta þóf i Kóreu gengi ekki leng- ur, nú þyrftu íslendingar og aðrir styrjaldaraðilar þar eystra að hefja árás á Kína. Og daginn eftir veitti Krist- ján Guðlaugsson Truman Bandaríkjaforseta harðar á- Jkúrur fyrir að víkja Mac- Arthur Úr embætti. Var hon- um svo mikið niðri fyrir að hann sá ekkert framundan nema hinn efsta dag sam- kvæmt spásögn heilagrar ritningar. Eina huggun hans var sú að MacArthur myndi þá koma aftur, þótt hins væri ekki getið hvort hann ætti heldur að aðstoða drott- in við að velja sauði frá höfrum eða láta húsbóndan- um úr neðra í té þekkingu sína og hæfileika. Ritstjórar borgarablað- anna hafa þannig orðið mjög uppnæmir af brottrekstri MacArthurs og eru þeir þó ekki hörundsárir, enda eru þetta óneitanlega furðulegar aðfarir. Mánuðum saman hefur MacArthur verið lýst sem fremsta merkisbera frelsisins, vammlausasta ridd ara lýðræðisins og holdguð- um hugsjónum sameinuðu þjóðanna. Árásir austrænna manna á þennan vestræna hálfguð voru aðeins sönnun þess af hvílíkum siðgæðis- þrótti hann léiti brenna böm, eyða borgir og skjóta konur eða gamalmenni. En nú var því allt í einu lýst yfir í sjálfum bækistöðvum lýðræð isins að þessi ágæti maður væri stórhættulegur og væri að því kominn að leiða nýja heimsstyrjöld yfir mannkyn ið. Hvað áttu vesælir íslenzk- ir ritstjórar að halda þegar slík ósköp dundu yfir, hvert áttu þeir að líta þegar sjálf- ur leið.toginn var fallinn? Var nokkuð að undra þótt þeir minntust á hinn efsta dag ? Islenzku ritstjórunum skal sagt það til huggunar að það er ástæðulaust að ör- vænta. MacArthur er að vísu farinn, en það kom ann- ar hershöfðingi í hans stað sem einnig kann sérgrein sína til hlítar. Það dveljast enn bandarískir hermemi á annarlegri strönd fjarri heimalandi sinu og halda á- fram að drepa, brenna og skjóta. Það er enn haldið áfram að kasta yfir varnar- laust fólk napalm-sprengjum sem eru álíka gagnvirkar og kjamorkusprengjur og Þór- arixin Þórarinsson kallaði um daginn „nýjasta vopn lýð- ræðisins“ í blaði sínu í hjart anlegri aðdáun. Og þótt eitt- hvað kunni að dragast um sinn að íslenzka ríkisstjórnin segi Kínverjum stríð á hend- ur er Taívan enn bandarískt hernámssvæði og þar bíður Sjang Kaísék þess með 600. 000 manna lið að fá að leggja undir sig 475 milljónir Kinverja að sögn MacArth- urs og Daða HjÓrvars. Það er sem sé ekki alveg víst að drottinn telji það tilefni til að kveða upp lokadóm sinn þótt MacArthur sé Íeýstur frá herþjónustu. Og i Bandaríkjunum hafa fimm milljónir manna hyllt MacArthur og vottað honum hrifningu sina. Þess er ekki getið hvort í þeim hópi lxafi sézt margar' grátnar rnæður sem eiga syni sína á f jarlæg- um vígvöllum, en hins vegnr hafa eflaust verið í brodái fylkingar ýmsir mikilsvirt- ustu menn andans vestur þar, sem gætu orðið íslenzk- um ritstjórum til hugnreyst- ingar. T. d. skal þeim í dag bent á einn ágætasta mennta mann Bandaríkjanna Elwood C. Nance prófessor, í’ektor Tampa-háskólans, en hann hlaut þetta virðulegn em- bætti eftir langa og trúa þjónustu sem herprestur MacArthurs. Rektor þessi lýsti yfir því fyiir skömmu að það hefði haldið fyrir sér vöku, hversu óhneygðir marg ir Bandai’ikjamena væru fyr ir hrvðjuverk, en þessi and- legi misbrestur ham.laði því að þeir næðu nægilega góð- um árangri í styrjöldum. Niðurstaðan af andvókum hans var kennsluáætlún um sálrænan undirDÚning undir ofbeldisverk. Fyrsti liður áætlunai’innar var „skotnám skeið“ sem átti að „vrnja nemendur við meðferð skol - vopna og kúlnaþyt í lofti“. Ýmsum kanrx að virða.st ,að þetta sé lítið nýstáxleg nið- urstaða af löngum andvök'- um, en þess ber þá að geta að kennsluáætlunin er miðuð . við presta og kennimehn sem eru hvattir til að „þjálfa söfnuði sína mjð skotæfingum og herrxaðar- kennslu“. Nance rektor sýn- ir fram á að „ekkert annað exi vopnavald geti. stöðvað kommúnismann“ og boðorð þau sem hann innrætir prestastéttinni eru þessi: —v— „Ég er þejrrar skpðunar að við eigum að vígbúast í samræmi við lögmál frum- skógarins og að sérhver ein- staklingur verði að læra þá list og þá vísindagrein að drepa menn. Sjálfur er ég ekki þeirra skoðunar að hern aðaraðgerðir eigi að tak- marka við heri, flota og flugvélar eða nokkrar höml- ur eigi að lieggja á notkun tortímingarvopna eða bar- áttuaðferða. Ég fyrir mitt leyti mæli með sýklahernaði, kjarnorkusprengjum og vetn issprengjum, hálqíftssprengj- um og öllu öðru sem tök eru á. Ég vil ekki að neitt tiljit sé tekið til sjúkrahúsa, kirkna, skóla eða að ein- hverjum sérstökum hópum sé hlíft.“ Þannig mælti séra Elwood C. Nance pri^essor, rektor Tampa-háskólans, fyrrver- andi herprestur MacArthurs, og ummæli hans voru birt með tilhlýðilegri virðingu og velþóknun í blöðum vest- aixhafs. Ýms blöðin birtu forustugreinar á eftir, þar sem skorað var á „banda- ríska æsku að læra lögmál frumskógarins“ í samræmi við kennsluáætlun hins á- gæta vísindamanns og æsku lýðsleiðtoga. Það er þannig ærna hugg- un að fá fyrir ritstjórana íslenzku. Andi MacArthurs lifir bezta lífi, list morðsins og vísindi tortímingarinnar eru enn í mestu hávegum í heimalandi lýðræðisins. Og þó veit ég að hversu vel sem ég reyni að hugga hina hrjáðu menn, fæ ég ekki losað þá við sárasta geig. Það kom þrátt fyrir allt ekki til af góðu að MacArthur, leiðtoginn mikli, var rekinn frá iðju sinni. Ástæðan var hræðsla við samtök frið- samrar alþýðu um allan lieim, vissan um yfirburði alþýðuríkjanna ef hafin væri árás á Kína. Kristján Guð- laugsson er raunar spámann lega vaxinn og brottrekstur MacArthurs fyi’irboði um dómsdag yfir þeim leiðtog- um sem í orði og verki pré- dika „þá list og þá vísinda- grein að drepa menn“. Mðiður hveríur Framhald af 8. síðu. verið um borð fyrri kafla ferð- arinnar, eða þangað til lagt var af stað frá Sandi á ximrædd- um tíma, þá sást hann seinast. Ekki liafði hann keypt farseðil. — -Skipið kom við í mörgum liöfnum, en hvergi varð þess vart að Svavar stigi á land. Veður var fremur gott á leiðinni og lítill sjór. Sveinn Sæmundsson, yfirlög- regluþjónn skýrði blaðamönn- um frá þessu í gær. Er það ósk hans, að þeir, sem einhverjar frekari upplýsingar kynnu að geta gefið um Svavar í sam- bandi við hvarfið, láti rann- sóknarlögregluna, vita. LÍÚ mn Ijárreiður imikaopa- Þjóðviljanum heí'ur borizt eftirfarandi greinargerð frá framkvæmdastjóra Lands- sambands íslenzkra útvegs- manna um fjárreiður Inn- kaupadeildarinnar: S. 1. laugardag birtist í dag- blaðinu Tímanum grein undir fyrirsögninni „Stórfellt fjárþrot hjá Innkaupadeild L.LÚ.“. Sagt var ennfremur að í því tilefni hafi útgerðarmaður sent kæru á hendur Innkaupadeildimii til Dómsmálaráðuneytisins. Skrifstofa Landssambandsins sneri sér þegar til Dómsmála- rláðuneytisins, og fékk þar þær upplýsingar, að því hafi borizt bréf samhljóða bréfi því, sem birtist í Tímanum, og sé það frá Helga Benediktssyni út- ger'ðarmanni, Vestmannaeyjum, 'en honum hafði Innkaupadeild- in stefnt vegna skuldar hans. Efni bréfs þessa er í stuttu máli þetta,: He]gi Benediktsson telur, að stofnfé Innkaupadeildar L.I.Ú. sé tapað, að tapið Jiafi orðið með annarjegum hætti og hann hafi ekki getað fengið upplýs- ingar hjá fyrirtækinu um þetta, þrátt fyrir að hann hafi lagt til 'Stofnfé. Helgi Benediktsson hefur ekki leitað til skrifstofu L.I.Ú. eftir upplýsingum um fjárhag Innkaupadeildarinnar, en eðli- legasta leiðin, til a'ð fá þess- ar upplýsingar, hefði að sjálf- sögðu verið sú, að skoða árs- reikninga fyrirtækisins, sem voru til sýnis fyrir meðlimi á skrifstofu sambandsins i 14 daga fyrir aðalfundinn, sem haldinn var í nóvember s. I. eða mæta á aðalfundi sambandsins. Reikningarnir voru endurskoð- aðir af löggiltum endurskoðend- um og endurskoðanda sam- bandsins og fylgdi skýrsla þeirra, en hvorttveggja reikn- ingarnir og skýrsla endurskoð- endanna var lesið upp og rætt á aðalfundinum og reikningarn- ir samþykktir saxnhljóða. Af þessu má sjá, að öllum með- limunx L.I.Ú. og Innkaupadeild- arinnar var samkv. logum sam- bandsins gefinn kostur á að kynna sér rekstur og afkomu. stofnunarinnar. Mikil gagnrýni kom fram á. s. 1. ári á störfum fyrxrverandi fx’amkvæmdastjóra Innkaopa- deildarinnar og Landssambandsi ins hjá stjórn sambandsins, sem leiddi til þess að fram- kvæmdastjórarnir sögðu af sér störfum í ágúst mánuði s 1. Hjá stjórninni og eins hjá aðalfundinum kom fram, að framkvæmdastjórarnir voru m. a. gagnrýndir fyrir óvarkárni í útlánum og töp, sem af því leiddu, M. a. m'á geta þess, að félagið á eins og á'ður seg- ir i málaferlum við Helga Bene diktsson útaf vangreiddri skuld hans við Innkaupadeildina. Framlag Helga til stofnsjóðs Innkaupadeildarinnar var kr. 5.000.00. Helgi Benediktsson hefur einn meðlima Landssarnbands- ins sagt sig úr samtökunum. Aðrir meðlimir samtakanna hafa hins vegar snúist þannig við aðsteðjandi örðugleikum að skipa sér þéttar í fylking en áður um samtökin og hefur þáð aldrei komið betur fram en á síðasta aðalfundi. Reykjavík, 21. apríl 1951 Stjórn Landssanxbaijds ísL útvegsnxaniia. ■ WWWVVSVWWtfWVWWWW 1 !• # f^§ hggur í&ioin Orðsettding tiE almennings AS gefnu tilefni þykir ástæöa til aö taka fram eftirfarandi í sambandi viö starfsemi verðgæzl- unnar: 1. Þær vörur, sem fluttar eru inn fyrir báta- gjaldcyri, eru ekki háöar verölagsákvæðum. AÍIar aðrar innfluttar vörur heyra enn undir verölagseftirlitið. 2. Sérstök ástæða er til áð benda neytendum á, aö kynna sér rækilega hvaða vörur eru undanþegnar verölagseftirlitinu skv. frílista . bátaútvegsmanna. 3. Staðfestingu heildsöiuverös á allar innlend- ar framleiösluvörur ber að fá hjá VeröJags- skrifstofu Fjárhagsráös, nema sérstakar reglv.r gildi þar um. 4. Það eru vinsamleg tilmæli til almennings, aö láta skrifstofu minni tafarlaust 1 té upp- lýsingar, ef grunur leikur á, aö verölag ein- hverra vörutegunda sé óeðlilega hátt. Því aöeins getur oröiö árangur af verölagseft- irlitinu, aö náin samvinna almennings og vierögæziunar sé jafnan fyrir hendi. Reykjavík, 21. apríl 1951. Vexigæzlustjóiiim. *vvvw>vvv>vvvvvvvvvvvv>ri0Jvvwvvvvvvvvvvvvvvvvvvvv.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.