Þjóðviljinn - 22.04.1951, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.04.1951, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 22. apríl 1951 Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Hagnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnaaon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Simi 7500 (þrjár línur). Áskriftarverð: kr. 15.00 á mánuði. — Lausasöluverð 75. aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. Hannibal Valdimarsson skýrði frá því í eldhúsdagsumræð- unum siðustu að Bandaríkin hefðu sett það að skilyrði fyrir 100 millj ikr. aukalegum mútugjöfum að ríkisstjórnin festi kaup- gjaldsvísitöluna með þrælalögum og kæmi í veg fyrir að alþýðu- samtökin svöruðu hinni skipulögðu verðbólgu með hækkuðu kaupi. Frásögn þessari var ekki mótmælt og þarmeð var opin- berlega staðfest að marsjall,,hjálpin“ er orðinn beinn stríðs- kostnaður íslenzku auðmannaklíkunnar í átökunum við al- ,menning. 1 samræmj við þetta hafa svo Bandaríkin greitt fyrstu af- borgun af mútum þeim sem boðaðar voru um áramót. Nema þær 2,2 milljónum dollara eða um 36 milljónum króna. I tæpa 10 mánuði hefur ríikisstjórnin þá veitt viðtöku 5,4 milljónum doll- ara eða tæpum 90 milljónum króna, 9 milljónum á mánuði, 300.000 kr. á dag — eða 50.000 krónum á hvern ráðherra dag- lega. Og það er von á meiru, ef ríkisstjórnin beitir allri orku til að berja niður baráttu verklýðsfélaganna og leiðir heldur yfir þjóðina hörðustu innanlandsátök en að launþegar fai nokkra bót til að vega upp afleiðingar hinnar skipulögðu dýrtíðar. Frá því að marsjallkerfið komst á laggirnar fyrir tæpum þremur árum hafa ríkisstjórnir auðmannaklíkunnar hins vegar veitt móttöku 24,7 milljónum dollara — eða sem svarar rúmum 400 milljónum dollara miðað við núverandi gengi íslenzkrar krónu, marsjallgengið. Af þessari upphæð nema beinar „gjafir“ 16,9 milljónum dollara, eða um 276 milljónum króna, einnig miðað við marsjallgengið. Hið íslenzka andvirði þessara „gjafa“ er sem kunnugt er lagt í sérstakan sjóð sem ekki má nota nema með náðarsamlegu leyfi Bandaríkjanna. Með þessari tilhögun hafa Bandaríkin fengið yfirráð yfir svo verulegum hluta af lausafé almennings að þau hafa getað ráðið öllu sem ráðamenn . þeirra kærðu sig um í efnahagslífi íslendinga. Þeirri aðstöðu hefur óspart verið beitt, og ekki er kunnugt um að ríkisstjórnin hafi flíkað öðru en hundslegri auðmýkt sinni. En það eru ekki aðeins yfirráðin yfir mótvirðissjóðnum sem fært hafa Bandaríkjamönnum hin algerustu völd yfir efna- hagslífi íslendinga. Nú er svo komið að æ meira af nauðsynjum landsmanna er flutt inn fyrir marsjallfó. Um síðustu áramót gerði ríkisstjórnin þá ráðstöfun að láta verja 100 milljónum ■króna af gjaldeyri þeim sem Islendingar afla sjálfir til sérstaks innflutnings sem ekki má ná yfir neinar nauðsynjavörur. Nauð- synjavörurnar á fyrst og fremst að flytja inn fyrir hinar vest- rænu náðargjafir, svo að Bandaríkin fái einnig þá aðstöðu að hóta íslendingum að svipta þá hversdagslegustu nauðþurftum Æf á þarf að halda. Og hver verður aðstaða Islendinga þegar marsjalláætluninni lýkur eftir þessa sérstæðu „viðreisn"? íslenzkur almenningur þekkir orðið af sárri raun þær gjafir ,$em honum hafa verið gefnar af hinum erlendu valdamönnum. jFólkið hefur ekki orðið vart við þær 400 milljónir sem ríkis- stjórnin hefur þegið. I staðinn hefur það á ný fengið að kynn- ast framleiðslubanni og atvinnuskorti, sívaxandi verðbólgu og sílækkandi kaupgjaldi, fátækt og sáru basli. Og nú þegar svo ,er þrengt að, að engin tök eru að komast hjá kaupgjalds- þaráttu, kasta yfirmenn marsjallkerfisins 100 milljónum króna aukalega i íslenzku ríkisstjórnina með því skilyrði að hún berji niður alþýðusamtökin. 100 milljónir króna eru mikið fé og ríkis- stjórnin reiknar með að ekkert saki þótt framleiðslustarfsemin eé stöðvuð um skeið á meðan múturnar endast. Það er því vissulega ekki að ástæðulausu að félög þau sem nú hafa sameiginlega snúizt til baráttu fyrir mánaðar- legri vísitölu hafa krafizt þess af Alþýðusambandsstjórn að hún tryggi fjárframlög frá því alþjóðasambandi sem A.S.I. er meðlimur í ef deilurnar verða langvinnar. Auðmannastéttin ætlar að heyja baráttu sína með erlendu mútufé, og þá ber stjórn Alþýousambandsins að tryggja verklýðssamtökunum þá aðstöðu að ekiki takist að svelta þau til hlýðni. Er ekki að efa að hinir erlendu samherjar Alþýðusambandsstjórnar muni Skilja jþessa aðstöðu cg láta í té fyllsta stuðning. BÆJARPOSTIRINN heldur leggja dómararnir bless- un sína yfir þetta lagabrot (með varaformann F.R.I. í fylk ingarbrjósti) og veita Ármanni þá sérstöku ánægju að sigra sjálfan sig. Þetta er ekki skrif- að með neinn félagsríg í huga — þyert á móti — aðeins lang- ar mig til að fá hljóð úr horni stjórnar Frjálsíþróttasambands ins. — Það þykir nefnilega illa viðeigandi að troðið sé á lög- unum, og það á svona opinber- an hátt. — Óánægður." □ Því ekki leigja móð'urskip? Loks er stutt fyrirspurn: „Mér skilst, á umræðum um útgerðarmál okkar þessa dag- ana, að helzt muni vanta stór móðurskip til þess að við get- um gert út á hin fengsælu síld- armið við Jan Mayen. Getum við ekki fengið slík skip leigð lijá öðrum þjóðum? Eimskipa- félagið hefur löngum haft margt leiguskipa I þjónustu sinni. Ég skil ekki í öðru en að ísl. ríkið sem slíkt gæti eins vel útvegað sér til leigu nauðsynlegt skip í nefndu augnamiði. — Bj. Þór“. láaZlUIHtUútUMtXBXmiam&'-'- * ★ * Krían og hvönnin í Tjarnarhólmanum. „Skrítinn fugl“ skrifar: — „Mér er sagt, að slökkviliðs- menn hafi brugðið sér út í Tjarnarhólma með skóflui, og mun erindi þeirra aðallega hafa verið að stinga upp hvanna rætur. Er þetta vafalaust gert í þeim tilgangi að láta hólm- ann verða byggilegri fyrir krí- una, sem er sögð mjög treg til að verpa nema á berangri. — Nú er það varla meiningin að útrýma með öllu hvönn úr hólmanum. En ég vil vara þessa góðu menn við því að ganga of langt í þessu efni. Því að enda þótt hvönnin hafi ef til vilí dregið nokkuð úr áðsókn kríunnar í hólmana, þá hefur hún boðið öðrum fugl- um þar friðland fyrir egg sín, öndunum. Og hver vill verða til að flæma endurnar úr hólman- um? Enn er þó ótalin ein sterk- asta röksemdin í þessu máli. og hún er sú prýði, sem hólm- anum veitist af vexti hvannar- innar. .... Við skulum sem sagt gæta þess að dálæti okkar iá kríunni hlaupi ekki með okk- ur í gönur. Einn skrítinn fugl“. □ Illa gengur með mjóltkur flöskurnar. Kristín skrifar: „Það þótti mikil þrifnaðarbót í mjólkur- málum bæjarins, þegar aftur var farið að afgreiða mjólkina í flöskum. .. . En nú hefur málunum hinsvegar hrakað svo aftur, að flöskumjólkin fæst ekki nema rétt aðeins fyrst á morgnana, fram til hádegis þeg- ar allra bezt lætur. En þar með er þó ekki öll sagan sögð. Þeir, sem hafa verið svo óheppnir að brjóta mjólkurflöskur sínar, eða hafa ef til vill aldrei átt neinar, þeir eiga þess engan ikost að kaupa flöskumjólk, eins og nú er ástatt. Afgreiðslustúlk unum hefur nefnilega verið bannað að selja glerið! . . Ég veit ekki hvað þessu volæði veldur, en erfitt á ég með að skilja hvers vegna íbúar Reykja víkur verða, einir íbúar allra menningarborga heimsins, að fara þess á mis að fá mjólk sína afgreidda í flöskum. — Kristín.“ □ 5 manna sveitin í víðavangshlaupinu. „Óánægður" skrifar: „Ég var einn þeirra, er lögðu leið sína suður í Hljómskála- garð á sumardaginn fyrsta, til að horfa á viðavangshlaupið. I sjálfu sér fór hlaupið ósköp eðlilega fram. Ármann var vel kominn að því að sigra þriggja manna sveitarkeppnina, en um fimm manna sveitarkeppnina gildir öðru máli. Það ku nefni- lega standa einhversstaðar í lögum I.S.I. að sveitarkeppni sé því aðeins lögleg, að tvær sveitir minnst taiki þátt í hlaup inu. Hér var það aftur á móti aðeins ein 5 manna sveit, sem tók þátt í hlaupinu, svo eftir lögunum hefði 5 manna sveitar- keppnin verið úr sögunni. □ Hvað segir stjórn sambandsins? „En þó var það ekki svo, EIMSKIB: Brúarfoss kom til London 16.4. fer þaðan ca. 23.4. til Grimsby, Hull og- Reykjavíkur. Dettifoss fór frá' Neapel í ítalíu 17.4. vaentan- legur til Haifa i Palestínu 21.4. Fjalifoss er i Reykjavík. Goðafoss er i Rotterdam fer þaðan til R- víkur. Lagarfoss fer frá Gauta- borg 21.4. til Reykjavíkur. Trölla foss fór frá Reykjavík 14.4. til N. Y. Tovelil fermir í Rotterdam um 21.4. til Reykjavíkur. Barjama ermir í Leith um 25.4. til Reykja vikur. Dux fermir í Amsterdam um 26.4. til Reykjavíkur. Hilde fermir í Rotterdam um 27.4. til R- víkur. Hans Boy fermir í Álaborg og Odda í Noregi í byrjun maí til Reykjavíkur. Katla fer frá Reykjavík í næstu viku til N.Y. fermir þar vörur til Reykjavikur. SKIPADEILD S.I.S.: Hvassafell losar sement fyrir norðurlandi. Arnarfell er á leið til Blyth í Skotiandi. Jökulfell er væntanlegt til Reyðarfjarðar á morgun, frá Kbh. SKIPAÚTGERÐ RIKISINS. Hekla verður væntanlega á Akur eyri í kvöld. Esja fer frá Reykja vík kl. 24.00 í kvöld vestur um land til Akureyrar. Herðubreið fó.r frá Reykjavík í gærkvöld austur um land til Bakkafjarðar. Skjald brejð var á Akureyri í gær. Þyrill verður í Hvalfirði í dag. Ármann átti að fara frá Reykjavík í gær- kvöld til Vestmannaeyja. Rafmagnsskömmtunin 1 dag kl. 11—12 verður straum- laust frá Sogsvirkjuninni á 3. hluta orkusvæðisins, sem nær yfir Hlíðarnar, Norðurmýri, Rauðarár- holtið, Túnin, Teigana og svæðið þar norð-austur af. Næturlæknlr er í læknavarð- Btofunni. — Sími 5030. Næturvörður er í Reykjavíkur- apóteki. — Sími 1760. HVAÐ getur þú gert til að útvega Þjóðviljanum nýja á- skrifendur ? Á sumardaginn fyrsta opinberuðu trúlofun sína, ung- frú Svanhvít Ing- : varsdóttir frá Grá- síðu i Kelduhverfi *og Jónas Þórólfsson frá Hraun- koti, Aðaldal. — Á sumardaginn fyrsta opinberuðu trúlofun sína, ungfrú Jóhanna Kolbeins, Meðal- holti 19 og Árni Þór Jónsson, póst maður, Fjölnisvegi 13, Reykjavík. Á sumardaginn fyrsta voru gef- in saman í hjónaband af sr. Garðari Svavarss. ung- frú Stefanía Guðmundsdóttir og Reynír Á. Ármannsson, póstm. Heimili þeirra er á Laugateig 16. Helgidagslæknir: Bergsveinn ÓI- afsson, Ránargötu 20. Sími 4985. i I j Hjónunum Elínu Guðmundsdóttur f /jj ^ og Stefáni Ög- \ * mundssyni, Þing- f K. holtsstr. 27, fædd- jst 15 marka dóft- ir 18. april. — Hjónunum Sigríði Guðmundsdóttur og Kristni Ara- syni, Grettisgötu 75, fæddist ný- lega 15 marka sonur. - « 11.00 Morguntón- leikar a) Kvartett í B-dúr op. 76 nr. 4 (Sólaruppkom- an) eftir H.aydn (International strengjakv. leikur). b) Kvartett í a-moll op 132 eftir Beethoven (Capet kvartettinn leikur). 14.00 Messa í Aðventkirkjunni: Óháði frikirkjusöfnuðurinn í Reykjavík (séra Emil Björnsson). 15.15 Mið- degistónleikar (plötur): a) Þáttur ,um franska tónskáldið Heator Berlioz, ásamt tónleikum af plöt- um (Sigurður Sigurðsson). b) „Fordæming Fausts", hljómsveitar verk eftir Berlioz (Philharm. hljómsv. í London; Beecham stj.). 16.15 Ótvarp til Islendjnga erlend is: Fréttir. 18.30 Barnatimi (Bald- ur Pálmason): Frásaga (Theó- dór Árnason). b) Harmonikuleik- ur (Gunnar Guðmundsson). c) Framhaldssagan: „Tveggja daga ævintýri" (Gunnar M. Magnúss). 10.30 Tónleikar (plötur): Ballade i g-moll og önnur píanólög eftir Grieg (Leopold Godowsky o. fl. leika). 20.20 Tónleikar (plötur): „Dansskólinn", ballettmúsik eftir Boccherini (Philhaim. hljómsv. í London; Dorati stj.). 20.35 Erindi: Hugleiðingar útlendings um Is- land; I.: Danir og íslenzkaii (Martin Larsen lektor). 20.55 Ein- leikur á píanó; Þórunn S. Jóhanns dóttir leikur: a) Fantasía og fug- hetta í B^-dúr eftir Bach. b) Són- ata op. 79 í G-dúr eftir Beethoven. c) Prelúdía op. 11 eftir Scriabin. d) Vals í Des-dúr op. 64 nr. 1 eftir Chopin. 21.25 Upplestur: „Mona", smásaga eftir Dorothy Parker (Edda Kvaran leikkona). 21.45 Tónleikar (plötur): Ungversk fantasía fyrir flautu og píanó eftir Doppler (Marcel og Louise Moyse leika). 22.05 a) Danslaga- keppni. Skemmtifélags góðtempl- ara. b) Ýmis danslög af plötum. — 01.00 Dagskrárlok. Útvarpið á morgun: 8.30 Morgunútvarp. 9.00 Hús- mæðraþáttur. 10.10 Veðurfregnir. 12.10 Hádegisútvarp. 13.00 Óska- lög sjúklinga (B.R.E.). 15.30 Mið- degisútvarp. 16.25 Veðurfregnir. 18.20 Framburðarkennsla í esper- anto. 18.30 Islenzkukennsla; II. fT. 19.00 Þýzkukennsla; I. fl. 19.30 Tónleikar: Lög úr kvikmyndum (plötur). 20.20 Útvarpshljómsveit- in; Þórarinn Guðmundsson stjórn- ar; a) Islenzk alþýðulög. b) ,Suite L’Arlesienne" eftir Bizet. 20.45 Um daginn og veginn (Ingólfur Krist- jánsson blaðamaður). 21.05 Ein- SÖngur: Alexander Kipnis syngur (plötur). 21.20 Erindi: Sauðfjár- eign íslendinga á síðari öldum (Gísli Guðmundsson alþm.). 21.45 Tónleikar (plötur). 21.50 Frá Hæstarétti (Hákon Guðmundsson hæstaréttarritari). 22.10 Létt lög (plötur). 2.30 Dagskrárlok.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.