Þjóðviljinn - 29.04.1951, Blaðsíða 3
Sunnudagur 29. apríl 1951 — ÞJÖÐVILJINN
(3
Manndráp og mannbjörg
Aldarafmæhs Indriða
Einarssonar minnzt
á morgun
Á morgun, 30. ayríl 1951, er öld liðin frá fæðingu Indríða
Einarssonar. Verður afniælis lians minnzt með virðulegri at-
höfn í Þjóðleikhúsinu og verður henni útvarpað.
,,Við skulum nú um stund
beina augunum í huganum að
kvikmyndatjaldi. Það líða fyrir
augu og eyru nokkrar myndir
og hljómar og hljóð, sem eru
órjúfanlega tengd sögu heims-
ins og einstaklingsins síðustu
árin.
Við ■ sjáum fyrst púka fé-
græðginnar og eitursnák valda-
fíkninnar læðast, teygjast og
smjúga inn í mannssálina og
breiðast úr eins og blek í þerri-
pappír eða eld í grárri sinu, og
kreppast saman eins og skugga
hönd á hvítu tjaldinu. Og við
sjáum liina rauðu elfi gullsins,
rauðagullsins, fara að renna
örar og örar og boða þann
straum, sem er ennþá rauðari en
gull. Við sjáum gullelfina renna
í gegnum hergagnavei'ksmiðj-
urnar vítt um heim, við sjáum
skyggð og stálgrá hergögnin
renna á færiböndum út úr verk-
smiðjunum svo ört að vart
festir auga á þeim, flugvélar
allt frá rennilegustu orustu-
flugvélum upp í voldugustu
sprengjuflugvélar, skriðdreka,
fallbyssur, vélbyssur, ' riffla,
skammbyssur, byssustingi,
sprengjur, allt frá ikjarnorku-
sprengjum niður í handsprengj
ur, kafbáta, herskip af öllum
gerðum, allt til eyðingar og
tortímingar mannslífum í lofti,
á jörðu og í sjó, allt er lmit-
miðað í þá átt. Og að baki þess
arar framleiðslu sjáum við grá-
í dag er almennur bæna- J
dagur íslenzku kirkjunn- j
ar, helgaður friðarhug- 2
sjón mannkynsins. í til- J
efni af þessu birtir Þjóð- 5
viljinn eftirfarandi kafla J
úr ræðu, sem séra Emil s
Björnsson flutti á s. 1. ári '
Ræðan birtist í bókinni J
„Mormunræður í Stjörnu- J
bíó“. í
ar lieilafrumur starfa af viti
firrtum ákafa að útreikningi
tortímingarinnar, dýrmætasta
hugvitið í þjónustu dauðans,
sjón-, heyrnarlaust og rétt
steindautt hugvit, gersneytt allri
tilfinningu. Og við sjáum blind
augu, dauf eyru, og hendur og
fætur, sem hlýða í blindni, við
sjáum manninn í álögúm, dá-
leiddan af þeirri iðju að drepa,
drepa , allar mannlegar taugar
í eigin brjósti fyrir fé eða
falska frægð, fyrir ímyndaða
nauðsyn, fyrir lygaáróður og
blekkingar. Og ennfremur drepa
aðra menn í dáleiðsluástandinu,
gegn hinum raunverulega vilja
sínum, gegn Guðs og manna lög
um, gegn heilbrigðri skynsemi,
gegn öllu, sem heitir mannlegar
tilfinningar. Og við sjáum flug-
vélarnar spegilfögru fara með
eldingarhraða, sjáum menn
stjórna þeim, skjóta aðrar flug-
vélar til jarðar, hönd styðja á
hnapp og lieilar borgir springa
í loft upp fyrir það eitt að
fingurinn þrýsti á hnappinn.
Við sjáum herskipin fögru og
tígulegu síga sundurskotin í
hafið, heilar lestir með hinum
dýru stálgráu hergögnum
springa í loft upp, þyrlast upp
eins og ösku, flugvélarnar falla
í logum til jarðar. Við sjáum
reykjarsúlur stíga til himins,
elatungur bera við ský, við
sjáum sjóinn blóði litan og þak-
inn sundurtættu braki, við sjá-
um borgir, sem áður þöktu sjö
hæðir með hlýlegum húsum og
glæsilegum steinbyggingum.
sem áttu að standa um aldur
og ævi, við sjáum þær í rústum,
svo gereyddar, að ekki stendur
steinn yfir steini. Við sjáum
brýr og mannvirki, sem áratugi
tók að reisa og reist var til
blessunar og hagsbóta þjóðum
og mannkyni, við sjáum það
tætast í sundur á einu andar-
taki, og ekkert er eftir af því.
Og hvað sjáum við meira,
við getum ekki sagt það, sund-
urtætta menn, líkamlega og
andlega, særða, deyjandi, við
sjáum blóðið renna og hjörtun
brenna í myrkri örvæntingar-
innar. Og við heyrum dauða-
hryglu, skerandi angistar- og
sársaukaóp helsærðra manna,
sem eru að brenna lifandi.
kafna í reyk og sjó, nístast
undir helfargi í húsarústum.
eða engjast á píningarbekkjum
Framhald á 6. síðu.
Indriði er fæddur 30. apríl
1851 að Húsabakka í Skaga-
firði og ólst upp hjá foreldr-
um sínum til fermingaraldurs.
Fjórtán ára var hann sendur
til Reykjavíkur að læra undir
skóla, og vaknaði þegar á skóla
árum áhugi lians á leiklist og
leikritagerð. ,,Nýársnóttina“
hóf liann að semja 1869 en lauk
vrð hana tveimur árum síðar.
Var hún leikin í fyrsta sinni
af skólapiltum Latínuskólans
28. desember 1871-. Næsta leik-
rit hans var ,,Hellismenn“, og
önnur síðari „Skipið sekkur“,
„Sverð og bagall“, „Dansinn í
Hruna“, og „Síðasti víkingur-
inn“. „Séð og Lifað“, endur-
minningar komu út 1936. —
Hann þýddi fjórtán af leik-
ritum Shakespeares og nokkur
leikrit eftir Norðurlandahöf-
unda. Indriði átti mikinn þátt
í liugmyndinni um íslenzkt Þjóð
leikhús og auðnaðist að sjá því
máli komið nokkuð á veg.
Indriði nam stjórnfræði við
Hafnarháskóla og tók embættis
próf 1877. Heimkominn vann
hann á skrifstofu Iandfógeta,
varð endurskoðandi landsreikn-
inganna 1880, fulltrúi í fjár-
málaskrifstofu stjórnarráðsins
1904 og skrifstofustjóri 1909-
1918, en fékk þá lausn frá
störfum til að geta lielgað sig
áhugamálum sínum á bók-
menntasviði. Indriði var einn
af fremstu mönnum Góðtempl-
arareg’lunnár á íslandi um sína.
daga. Hann andaðist 31. marz
1939.
1. MAÍ HATIÐ
Fullirúaráð verkalýðsfélagauna, Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og
Iðnnemasambands íslands
\
Satnazt veröur saman viö IÐNÓ kl. 1.15 e, h. — Kl. 2 veröur lagt af staö í kröfugöngu undir fánum samtakanna. — Gengiö verður:
Vonarstræti, Suöurgötu, AÖalstræti, Hafnarstræti, Hverfisgötu, upp Frakkastíg og niður Skólavöröustig, Bankastræti á Læk]artorg, þar
hefst útifundur.
/?œður flytja:
Sæmundur Ólafsson, formaöur Fulltrúaráös verklýösfélaganna.
Arngrímur Kristjánsson, varafcrmaöur Bandalags starfsmanna ríkis og bæja.
Eðvarð Sigurösson, ritari Verkamannafélagsins Dagsbrúnar.
Tryggvi Sveinbjörnsson, formaöur Iönnemasambands íslands.
Sigurjón Jónsson, formaður Félags jávniönaöarmanna.
Lúðrasveit Reykjavíkur leikur í göngunni og á útifundinum. - Merki dagsins veröa seld á götunum og á útifundinum.
OANSmiUR
Go o
0
m i ti ctansartiir: Nýjn d a n s a r n i r:
Iðnó — Breiðfirðingabúð
Verö aögöngumiöa kr. 20.00.
Ingólfs Caíé — Þórskaffi
Verö aögöngumiða kr. 25.00.
Aögöngumiöar aö öllum dansleikjunum veröa seldir í skrifstofu Dagsbrúnar, Alþýöuhúsinu, frá kl. 10—12 f. h. 1. maí og frá kl. 8
e. h. í anddyri húsanna.
Merki dagsins veiöa afhent í skrifstofu Fulltrúaráðsins, Hverfisgötu 21 á morgun, mánudag, frá kl. 5—10 e. h. og frá kl. 9 f. h.
á þriðjudag, 1. maí.
Sölubörn komi meö leyfi foreldra sinna. — Sérstaklega er skoraö á meölimi verklýösfélaganna aö taka. merki til sölu.
Takið þátt í hátíðahöldunum! Sæk'ð skemmtanir dagsins!
KAUPIÐ MERKI DAGSINS!
1. maí — nefndin.