Þjóðviljinn - 29.04.1951, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 29.04.1951, Blaðsíða 8
Spænskir og ísienzkir heildsaiar sammála: Uppskeran frá í hitteðíyrra skal í Islendinginn! Félag matvörukaupmanna birti í gær orðsentlingu- í Morgunblaðinu, þar sem þeir skýra frá því að þegar fé- laginu varð kunnugt um það, 12. des. sJ., að Innflytj- eridasambandið hefði fengið aprikósur frá Spáni af lipp- skeru ársins 1949 í stað uppskeru s.l. árs, hafi félagið, 14. des., mótmæít þessuin innflutningi með eftirfarandi bréfi: „Stjórnin hafnar því, að þessi vara verði tekin til dreifingar, og leggur eindregið til að hún verði endursend og fyrsta flokks vara flutt til landsins í staðinn." Þetta bréf stjórnar Félags matvörukaupmanna var að engu haft og hin gamla uppskera fl'utt inn engu að síður. Stjórn Félags matvörukaupmanna ítrekaði hins- vegar í gær að þetta væri ekki fyrsta flokks vara, og vildi félagið engan þátt eiga að sölu hennar. Þótt hér muni vera um nothæfa vöru að ræða, er auðséð að hér er'u Spánverjar að troða inn á Isiendinga leginni vöru sem þeir geta ekki selt annarsstaðar. Og heildsalarnir gína við því og flytja hana inn þrátt fyrir eindregin mótmæli matvörukaupmanna. Uppskeran frá því í hittcðfyrra skal í Islendinginn! er sameiginlegt álit hinna spönsku og íslenzku heildsala. Útburður finnst á Keflavíkurflug- velli S. 1. fimmtudagsmorgun fannst á Keflavíkurflugvelli fóstur vafið innan í umbúða- pappír í skafli við bragga. Læknar er til voru kvaddir töldu það liafa verið á 4. eða 5. mánuði og komið úr móðurkviði fyrir einum til hálfum öðrum sólarhring. Seint í gærkvöld liringdi Björn íngvarsson, fulltrúi sýslumannsins í Gullbringu- og Kjósarsýslu, til Þjóðvilj- ans og skýrði frá því að mál þetta væri nú upplýst, og yrði blöðunum send greinar- gerð um það eftir helgina. Sunnuda'gur 29. apríl 1951 — 16. árgangur — 95. tölublað Mennia- og listamannasendinefndin til Moskva fór með Gulifaxa Mennta- og listamannasendinefndin er fer til Moskva í boði rússneska menningarfélagsins VOKS, fór í gærmorgun með Gullfaxa til Kaupmannahafnar, en þaðan mun hún halda áfram austur um Stokkhólm. Formaður sendinefndarinnar er Kristinn Andrésson, en alls eru 7 manns í förinni. Auk Kristins Andréssonar eru í sendinefndinni frú Þóra Vigfúsdóttir ritstjóri, dr. Her- mann Einarsson fiskifræðing- ur, Þorsteinn Ö. Stephensen leikari, Guðgeir Jónsson bók- bindari, Jón Hj. Gunnlaugsson Nýtt varðskip I gær var sett á flot í Álaborg í Danmörku nýtt varð skip fyrir íslenzka ríkið. Mun Guðrún kona Stefáns Þoírvarð- arsonar sendiherra gefa skip- inu nefnið Þór. Þór verður væntanlega tilbú- inn til heimsiglingar síðast í ágúst. læknir á Siglufirði og Guð- mundur Helgason prestur í Neskaupstað. Tveir hinir síð- astnefndu eru báðir formenn MÍR-deildanna á sínum stað. Þjéðviljinn Enn bættust 10 áskrifendur við i gær i Reykjavik, og er þá heildartalan orðin 59 alls, þar af 55 í Reykjavík. — Hér birtum við fyrsta yfirlitið um samkeppni Reykjavikurdeildanna: 1. Vogadeild 90 % 2. Njarðardeild .... 60 — 3. Þingholtsdeild.... 40 — 4. Túnadeild 30 — 5. Hlíðadeiid 30 — 6. Skóladeild 30 — 7. Vesturdeild 27 — 8. Laugarnesdeild .. 20 — 9. Sunnuhvolsdeild.. 20 — 10. Bolladeild 20 — 11. Nesdeild 20 — 12. Meladeild 10 — 13. Valladeild 10 — 14. Skerjafjarðardeild 10 — 15. Skuggahverfisdeild 10 — 16. Barónsdeild 10 — 17. Langholtsdeild .. 10 — 18. Kleppsholtsdeild . 10 — rn A.S.I. til Bandaríkjanna Vinnan ag verkalýðurinn 3.— hefti nýkomið út -4. VIN'NAN og verkalýður inn, 3.—4. hefti 1951, er nýkomið út. Stefán Ögmundsson skrif- ar þar: Húsbændur og þjón ar, Björn Sigfússcin um bæj- arbókasöfn. Kunóifur Björns son: Úr Reykjavíkurlífinu fyrir 80 árum, grein er um Sjómannafélag Keykjavíkur sem stéttarfélag, Uppsögn samninga og kriifur um sam eiginlegar aðgerðir verka- lýðsfélaganna. I heftiiiu eru að vanda hin ir föstu þættir: Af alþjóða- vettvangi, Skákdálkur, Bridge, Gagn og gaman, Heimilið o. fl. Nokkrar smá- sögur og fjöldi kvæða og mynda er í heftinu, sem er hið fjölbreyttasta. Bænadags- messurnar Þessi sunnudagur er almenn- ur bænadagur hinnar íslenzku kirkju; í öllum kirkjum lands- ins, þar sem því verður við komið, verður komið saman til bænagjörðar. Síðasta presta- stefna kaus nefnd til þess að semja leiðbeiningu um tíðafiutn ing, er styðjast mætti við um land allt. Hið einfalda form, Framhald á 7. síðu. Leiðangar náði flugvélinni upp í gær Vatnajökulsleiðangri Loft leiða, undir forustu Egils Krist- björnssonar, tókst að ná f!ug vélinni upp úr jöktinum laust eftir hádegi í gær. Höfðu leið- angursmenn þá unnið a'ð upp- greftri vélarinnar í nær 3 dæg- ur. Er þetta mjög mikilvæg- ur áfangi, en næst er að búa vélina til flutnings niður af jöklinum. Málverkasýnsng Péfurs Friðriks Aðsókn að málverkasýningu Péturs Friðriks í Listamannaskál- anum hefur verið góð og hafa 20 myndir selzt. — Sýningunni lýkur á morgun (mánudag). — Myndin liér að ofan er máluð í Hafnarfirði Herðum nú enn áskrifenda- söfnunina þá 33 daga sem eftir eru. — ÞjóðvHjann inn á livert heimili! Stjórn AIþýð'usambands Islands hefur fyrir nokkru verið boðið til Bandaríkjanna, en ýmsar stjórnir verkalýðssambanda Marshalllandanna liafa áður þegið slík boið. Alþýðusambandsstjórn mun hafa tekið boði þessu og að því er Þjóðviljinn bezt hefur frétt munu Helgi Hannesson, Sæmundur Ólafsson, Sigurrós Sveinsdóttir, Ingimundur Gests son, Hálfdán Sveinsson og Guð mundur Sigtryggsson fara til Bandaríkjanna. — Heyrzt. hef- ur að Gylfi Þ. Gíslason eigi að vera fylgdarmaður hópsins. Söngfélag verkalýðssamialanna keldur samsöng 1. maí Söngskráin helguð sögu verkalýðs- hrevfingarinnar Söngfélag verkalýðssamtakaniia í Reykjavík heldur opin- berau samsöng í A'usturbæjarbíói kl. 6 e.h. þriðjudaginn 1. maí Á söngskránni eru aðallega síéttarsöngvar, sem sör.gstjóri kórs ins, Sigursveinn D. Kristinsson tónskáld, hefur ýmist samið cða raddsetfc fyrir fjöklasöng, og eru sum lögin áður ókunn. Einsöngvari með kórnum verður Hanna Bjarnadóttir frá Akur- eyri, 'ung en efnileg söngkona. Söngvar þeir, sem kórinn flytur nú 1. maí eru sérstak- lega valdir með tilliti ti! þes3’ að vera fluttir á hátíðisdegi verkalýðsins, og er þeim ætlað að gefa nokkra liugmynd um þróun verkalýðshreyfingarinn- ar á íslandi frá upphafi. Mun Bjarni Benediktsson frá Hof- teigi kynna með fáum orðum texta stéttarsöngvanna, sem verður röskur helmingur söng- skrárinnar. Þann stutta tíma, sem kórinn hefur haft til æfinga í vetur (ca. 3 mánuði) hafa söngstjóri og kórfólkið lagt fram mikla vinnu til að gera söngskrá sína Verkalýðsfélögin á Akureyri sai- einast í kauM ialdsbaráttunni Eftirfarandi var samþykkt samhljóða á sam- eiginlegum fundi trúnaðarmannaráða Verkamannaíélags Akureyrarkaupstaðar og Bílstjórafélags Akureyrar: „Sameiginlegur fundur tvúnaðarmannaráða Bíl- stjórafélags Akureyrar og Verkamannafélags Akúreyr- arkaupstaðar haldiitn 25. apríl 1951 samþykkir að boða til sameiginlegs fundar stjórnir allra verkalýðsfélaga í bænum, þar sem ræddar verði sameiginlegar aðgerð- ir og samstarf félaganna í væntanLegri kjarabaráttu. Ennfremur samþykkir fundurinn, að skrifa öllum fé- lögun'um og óska eftir því ,að þau segi upp samrJngum sínum frá og með 1. júní.“ fyrsta maí sem bezt úr garði. Hvaða árangur hefur náðst, og hvers alþýða Reýkjavíkur met- ur þetta starf, kernur væntan- lega í ljós á þriðjudaginn kem- ur. — Aðgöngumiðar að sam- söngnum verða seldir á morg- un í bókabúð KRON og af- greiðslu Þjóðviljans, og í Aust- urbæjarbíói eftir kl. 13 á þriðju daginn. Lenti iiiidir vél- skofín — cn sakaði lítið S.l. fimmtudag varð sjö ára drer.gur undir vélskóflu í grjót Inámi bæjarins, en sakaði furðu lítið, slapp með hruílur og mar. Dreng'ur þessi lieitir Pétur Guð mundsstín og á heima að Sig- túni 27. Þegar slysið vildi til var vél- skóflan að flytja mö'l frá muln- ingsvél og leyfði stjórnandi hennar drengnum að sitja hjá sér í sætinu. Ók hann þá of framarlega á bynginn, sem var 5—6 mannhæða hár, og valt skóflan ofan af byngnum. Stjórnanda vélskólfunnar tókst að forða sér í tíma, en dreng- urinn fór með skóflunni alla leið niður og Iá undir henni þegar að var komið, en þó ekki fastur. Má það teljast einstök heppni að hann sky!di ekki stór slasast.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.