Þjóðviljinn - 29.04.1951, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 29.04.1951, Blaðsíða 5
Sunnudagur 29. apríl 1951 — ÞJÓÐVILJINN (5 Klondæk heildsalanna Menn kannast við frásagn- irnar af því þegar gullið fannst í Klondæk skömmu fyrir síðustu aldamót. Menn þyrptust þangað í stjórn- lausum tryllingi þúsundum og tugþúsundum saman í von um að hönala mola af þess- um málmi sem er öllu öðru mikilvifegari í heimi kapítal- ismans en Lenín vildi láta reisa úr mígildi í heimi komm únismans, þannig að eitt- hvert gaga yrði þó að öllum þeim kynstrum sem falin hafa verið í dimmum 'kjöll- urum þjóðbankanna. Klon- dæk-æðið hefur síðan verið -notað til samjc<fnunar þegar lýst hefur verið trylltri eftir- sókn í fjármuni. —v— HeildSalastéttin íslenzka hefur fimdið sitt Klondæk. Það er Spánn. Einn elzti og virtasti maður stéttarinnar, Magnús Kjaran, lýsti gull- æði þessu í viðtali við Valtý Stefánsson í Morgunblaðinu 5. desember s.l., og hin fagnaðarríka lýsing hans var á þessa leið: „Viðskipti eru að hefjast við Spán að nýju. Fjöldi íslenzkra kaupsýslu- manna eru því nýkomnir frá Spáni, eða á förum þangað. Þetta eru yfirleitt ungir menn, sem eru fljótir að átta sig, og þurfa því ekki langa viðdvöl. Með mér í flugvélinni suður var heill hópur. Þeir fóru allir til Barcelóna. Hún er höftuð- borg Katalóníu, eins og allir vita, og þar er mestur iðn- aður Spánar. Þetta vita þess- ir menn, og því er kapp- hlaup um að vera fyrstur þangað. Þetta minnir ofur- lítið á kapphlaup gullgraf- aranna til Klondyke hérna um árið.“ Það var sem sagt í desember sem gull æðið hófst og nókkrir flug- farmar heildsala voru flutt- ir út til Spánar; í desember þegar vísitalan komst upp í 123 stig, atvinnuleysið í Reykjavík náði til á annað þúsund einstaklinga og verka mannafjölskyldur í Bíldudal urðu að lifa af 98 krónum. Því miður eru ekki skráð- ar frásagnir um árangur gullleitarmannanna á Spáni, en Magnús Kjaran segir þó örlítið af sínum högum í við- talinu. Honum fannst ,,stór- glæsilegt“ á Spáni, enda ekki að undra í einu helzta fyrir- myndarríki vestræns lýðræð- is, og „fólkið frjálsmann- legt“. Og valdhöfunum leizt sem betur fór vel á heild- salann. Stærsta blað Madríd- ar, fasistamálgagnið Arriba, sem Magnús Kjaran nefnir af elskulegri einlægni Morg- trnblað Spánar, átti við hann viðtal „með þriggja dálka fyrirsögn og mynd.“ Viðtal þetta samsvaraði hvorki meira né minna en 100.000 peseta auglýsingu að sögn stórkaupmannsins, enda fór það svo að hann stofnaði í Madríd sérstaikt fyrirtæki á- samt einum innbornum, Kjar an & Monteliu, „í hjarta borg arinnar, á fyrstu hæð, við aðalgötu Madrídar.“ Þeir menn voru ofaná í Klondæk sem stofnuðu fyrirtæki, en þó skal þess getið að heild- salinn tekur sérstaklega fram að hann „hafi ef til vill ekkert upp úr þessu.“ Þarna er sem sé fyrst og fremst um þjóðþrifafyrirtæki að ræða í almenningsþágu, líkt og hið ágæta og alkunna firma Bjarnason & Mara- botti í Italíu. Afstöðu sinni til fyrirtækisins lýsir Magn- ús Kjaran með þessum tákn- rænu orðum: „fáir njóta eld- anna sem fyrstir kveikja þá.“ Menn muna að þessar vel völdu ljóðlínur eru tekn- ar úr Ikvæði skáldsins um konuna sem kynti ofninn hans: „Ég veit að hún á sorgir, en segir aldrei neitt, þó sé hún dauðaþreytt, hendur hennar sótugar og hárið illa greitt. Ég veit að þessi kona er vinafá og snauð af veraldlegum auð, að launin sem hún fær eru last og daglegt brauð“. Heildsalaútflutningurinn til Spánar í vetur var að sjálfsögðu framkvæmdur með sérstakri blessun stjórn- arvaldanna. Þarna var þó loksins stjórn sem Bjarni Benediktsson gat átt við- skipti við, þarna fundust loks verzlunarsambönd sem hann áleit blessunarrík. Ár- um saman hefur verið reynt að brýna fyrir honum nauð- syn þess að selja íslenzkan fisk til Sovétríkjanna og al- þýðuríkja Austurevrópu, en heldur hefur hann látið fisk- inn morkna og frystihúsin stððvast, enda er ekki kunn- ugt að heildsalarnir hafi ósk að eftir hópsendingum á sér til þessara. landa. En um hið nýja Klondæk var öðru máli að gegna. Og þegar einhver vandkvæði urðu á saltfisksendingu til Spánar, slóst sjálfur atvinnumálaráð- herrann, formaður Sjálfstæð isflokksins, í heildsalahópinn til að leysa vandann. Annar eins sómi hefur fáum öðrum viðskiptaþjóðum íslendinga Verið sýndur. Og ráðherr- ann virðist una sér vel í Klondæk heildsalanna, enda hefur hann ekki komið heim þaðan í nærfellt þrjá mán- uði. Væntanlega skýrir hann frá því í viðtali við Valtý Stefánsson hvort hann hafi einnig stofnað þjóðþrifafyrir tæki á Spáni, t. d. Thors & Franco. -—v— ■ " Þótt ekki séu skráðar aðr- ar frásagnir um Klondæk- farir heildsalanna en viðtal Magnúsar Kjarans við Morg- unblaðið er almenningur nú að kynnast afleiðingum þéirra af eigin raun. Eitt fyrsta dæmið var að nælon- sokkar fengust aftur í búð- um á íslandi, þar sem þeir höfðu varla sézt árum sam- an, utan í Kron. Kostuðu þessu nýju sokkar 96 krónur parið, en Sokkar frá Tékkó- slóvakíu voru 70 krónum ó- dýrari, og þarf því ekki að undra þótt heildsölunum finnist munur á löndum. Segja viðskiptafróðir menn að af verðinu séu 20 kr. framleiðslukostnaður en 40 kr. mútur til fyrírtækisins sem annaðist útflutninginn. Að sjálfsögðu hefur það ekki verið Kjaran & Monteliu, en væntanlega hefur þó einhver heildsalinn fengið sinn mola af gullinu. Og það var ein- mitt í því skyni að menn þyrptust til Klondæk. —v— Önnur blessunarrík áhrif eru þau að til landsins hafa komið 30 tegundir af spönsk um dúkum. Að sögn heild- salablaðsins Vísis eru dúkar þessir „alveg gallalausir“. Hins vegar hafa þeir þá eig- inleika að þeir rifna sundur sé togað lauslega í þá, eru sem sé einna líkastir lopa- flóka að styrkleika og end- ingin í öfugu hlutfalli við verð. Eínhver kann að láta scr detta í hug að þá hefði verið kveðið og sungið í heild salablöðunum ef slík vara hefði verið flutt inn frá austantjaldslöndum, en það eru ástæðulausar getsakir. Hinir vörufróðu heildsaiar hafa auðvitað valið þessa dúka sérstáklega úr eða lát- ið framleiða þá handa sér, til að tryggja sem örasta umsetningu. Enda hvikaði ráðherra Klondækmanna hvergi þótt smávægis olíu- sprenging yrði í verðgæzlu- stjóranum. —v— Það gengur sem sé allt að óskum í hinu nýja Klon- dæk. Heildsalarnir fljúga á milli í hópum og íslenzikar búðir fyllast af vörum sem eru í bezta samræmi við þarfir og hagsmuni heild- salastéttarinnar. En það eru ekki aðeins joidislégir verzl- unarhættir og vörugæði sem til fyrirmyndar má telja I landi Francós. Væntanlega líður ekki á löngu þar til reynt verður að móta einnig þetta land í æ ríkara mæli af stjómarháttum þeim sem tíðkast á Spáni og daglega eru lofsungnir í Morgunblaði Madrídar, en Spánn er sem kunnugt er einn traustasti hornsteinn vestræns lýðræðis að sögn bandarískra stjórn- málamanna. Að vísu hefur bólað nokkuð á austrænum verkföllum síðustu vikurnar, en þeir kunna ráð við slíku í Klondæk heildsalanna, og það eru ráð sem gaman væri að ( * flytja inn /} r og beita. fl >5 Ritstjóri: Guðmundur Arnlaugsson EinvigicS um heimsmeisfaratignina Enn er eins tvísýnt um úr- slit og nokkur getur óskað sér. Eins og menn muna vann Bot- vinnik 12. skákina og átti þá einn vinning yfir, og raskaðist sú staða eigi fyrr en í þeirri 17. Þá skák vann Bronstein. Ekki hefur frétzt nákvæmlega, með hvaða hætti það gerðist, en svo virðist sem Botvinnik hafi yfirsézt eitthvað, þegar komn- ir voru, rúmlega 30 leikir. Missti hann mann og gafst upp þegar í stað. Stóðu þá báðir jafnt að vinningum, og hefur eigi frétzt af einvíginu síðan svo ég viti til. Hér á eftir koma þrjár skák- úr einvíginu, sú fyrsta, átt- unda og tólfta. 1. SIÍÁKIN. Botvinnik Bronstein 1. d2—d4 e7—«6 2. c2—c4 f7—f5 3. g2—g3 Rg8—f6 4. Bfl—e2 Bf8—e7 5. Rbl—c3 0—0 6. e2—e3 d7—d6 7. Rgl—e2 c7—c6 8. 0—0 e6—e5 9. d4—d5 Dd8—e8 10. e3—e4 De8—h5 11. e4xf5 Bc8xf5 12. f2—f3 Dh5—g6 13. Bcl—e3 RbS—d7 14. Ddl—d2 c6xd5 15. c4xd5 Be7—d8 16. Hal—cl Bd8-—a5 17. g3—g4 Bf5—d3 18. Hfl—dl Bd3—c4 19. Dd2—c2 Dg6xc2 20. Hclxc2 Rd7—b6 21. Hc2—d2 Bc4—a6 22. Be3—f2 Rb6—c4 23. Hd2—c2 Ba5—b6 24. Bf2xb6 a7xb6 25. Hdl—el Rc4—e3 26. Hc2—d2 Re3—c4 27. Hd2—c2 Rc4—e3 28. Hc2—d2 Re3—c4 29. Hd2—c2 — Jafntefli. 8. SKÁKIN. Var tefld 1. apríl og varð fljótt flókin og fjörug. Stór- meistaramir völdu sér eina flóknustu taflbyrjun, sem lcunn er, Meranvörnina við drottning arbragði. Þótt meira en aldar- fjórðungur sé liðinn síðan af- brigði þetta kom fyrst fram á sjónarsviðið, kemur mönnum enn ekki saman um gildi þess. Sumir taflmeistarar telja hyít- an ná betra tafli en aðrir halda fram hlut svarts. Botvinnik og Bronstein eru báðir þaulkunn- ugir þessu afbrigði og eyddu litlum umhugsunartíma í sjálfa byrjunina. Eftir talsverðar sveiflur í fyrri hluta miðtafls- ins urðu drottningarkaup, og þá hófst ný barátta, ekki síður tvísýn, milli tveggja frípeða Bronsteins á drottningarvæng og peðfylkingar Botvinniks á miðborðinu. Báðir tefldu vel og veitti livorugum verr, svo að skákinni lauk í jafntefli í'41. leik. Ameríska stórblaðið New York Times telur þessa skák dæmi um „exact timing“ — hnitmiðaðan 'leik. Hér kemur skákin: Bronstein Botvinnik 1. d2—d4 d7—<15 2, c2—c4 c7—c6 3. Rbl—c3 Rg'8—f6 4. Rgl—f3 e7—e6 5. e2—e3 Rb8—<17 6. Bfl—d3 d5xc4 7. Bd3xc4 b7—b5 8. Bc4—<13 9. e3—e4 a7—a6 Hér hefst hin eiginlega Mer- anvöm. Hvítur býr sig undir að ná góðri sóknarstöðu með 10. e5 9....... c6—c5 Önnur svör koma ekki til greina. 10. e4—e5 c5xd4 11. Rc3xb5 Rússneski taflmeistarinn Freymann mælti með 11. Re4, er Bogoljuboff telur leiða til jafnrar stöðu; 11. Re4 Rd5 12. 0—0 Be7 13. a4 b4 14. Hel h6 15. Bc4 Bb7 16. Dxd.4 Db6 o. s. frv. 11. . . . Rd7xe5 Þessi leikur er sennilega sá bezti sem völ er á. Sosin stakk upp á honum 1925 og rannsak- aði framhaldið gaumgæfilega. 12. Rf3xe5 a6xb5 13. Ddl—f3 Kurteisi við hinn sænska dómara: leikur Stáhlbergs. 13....... Bf8—b4 14. Kel—e2 Ha8—b8 15. Re5—c6! ? I hinu mikla riti Euwes um taflbyrjanir er þetta talinn slæmur leikur vegna 15. — Bb7 16. Bxb5 Db6 17. Rxb8 Dxb5 18. Dd3 Dxd8 19. Kxd3 Bd6 og svartur á að vinna. Bronstein virðist vera annarrar skoðunar. 15....... Bc8—b7 16. Bcl—f4 Bb4—d6 17. Rc6xd8 Bb7xf3 18. Ke2xf3 Hb8xd8 19. Bd3xb5 Ke8—e7 20. B14—d2 Hd8—b8 Báðum er mikill vandi á hönd um. Hvítur verður áð freista þess að sækja fram með peð- um sínum á drottningarvæng, en svartur andæfir og reynir hð neyta liðsmunar á miðborð- inu. 21. a2—a4 22. b2—b3 23. Hlil—cl 24. Kf3—e2 25. Hcl—c6 26. Hal—cl 27. Hclxc6 28. Hc6xb6 29. a4—a5 30. a5—a6 31. b3—b4 Rf6—d5 f7—f5 e6—e5 e5—e4 Hh8—c8 Hc8xc6 Hb8—b6 Rd5xb6 Rb6—d5 Bd6—c5 Bc5—a7 Vitaskuld mátti svartur ekki drepa péðið. 32. Bb5—c6 33. Bc6—b7 34. h2—h4 35. h4xg5 36. Btl2xg5 37. Bb7—cS 38. Bgo—d2 39. Bc8—b7 40. Bd2xc3 41. g2—g3 Hér fór skákin í bið, Botvinn ik cyddi miklum tíma í biðleik- inn. Þeir sömdu síðar um jafn- tefli án þess að tefla frekar, Ke7—d6 h7—h6 g7—g5 h6xg5 Rd5xb4 Kd6—e5 Rb4—d5 Rd5—c3 d4xc3 enda virðist niðurstaðan ekki geta orðið önnur. (Skýringarúar eru að mestu teknar að láni frá Tornerup í Land og Folk). 12. SKÁKIN. Hér kemur svo 12. skákin. Bronstein reynir nýja leið gegn Hollendingnum, en hún gefst ekki vel. Botvinnik er fljótur að finna snöggu blettina, og Framhald á 6. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.