Þjóðviljinn - 29.04.1951, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.04.1951, Blaðsíða 4
4:) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 29. apríl 1951 Útgefandl: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.). Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi ólafsson, Jónas Árnason. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7500 (þrjár línur). Áakrlftarverð: kr. 15.00 á mánuðl. — Lausasöluverð 75. aur. elnt. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. Verkalýðseining 1. maí Ein meginaöferðin sem Bandaríkin beita til að ná sem öruggustum yfirráðum í fylgiríkjum sínum er sú að reyna að tvístra verkalýðssamtökunum og einangra þann hluta verkalýðsins sem fylgir að málum róttækum sós- íalistum og kommúnistum. Þessi áætlun hefur tekizt all- vel hvað' forustumennina áhrærir, hægrisósíaldemókrat- ar um allan heim hafa frá upphafi verið þægustu hand- bendi heimsvaldasinnanna í Vesturheimi. Hins vegar mótar hugsjónin um einingu alþýðunnar enn verkalýð- inn, einnig á yfirráðasvæði bandaríska auðvaldsins, en þó sést sundrungin glöggt á því að afturhaldinu hefur tekizt aö tryggja að 1. maí mun um allan hinn vestræna heim verða haldinn hátíðlegur í tvennum fylkingum — nema hér á íslandi! Það skortir þó ekki að Bandaríkin hafi beitt áhrifum sínum dnnig hér á landi í skjóli mútukerfis síns. Þær til- raunir speglast einnig í .sögu fyrsta maí undanfarin ár. Árið 1948 — fyrsta marsjallárið — gerðu þríflokkarn ir allir tilraun til að sundra einingu verkalýðsins. Al- þýðuflokksbroddamir efndu til klofningssamkomu á Arn- arhóli og atvinnurekendaflokkurinn hélt aðra á Aust urvelli. Enn er mönnum í fersku minni háðung klofnings agentanna þann dag. Á Arnarhóli söfnuðust nokkrar bitlingahræður kringum Alþýðuflokksbroddana á sama tíma og kröfuganga verkalýðsins var voldugri en nokkru sinni fyrr og Lækjartorg rúmaði ekki alþýðu Reykjavíkur undir merki einingarmanna. Atvinnurekendasamkoman á Austurvdli leystist upp. Árið 1949 vom dollaramúturnar byrjaðar að streyma til íslands. Þeim stórfellda árangri hafði þá verið náð að Alþýðusambandiö var komið í hendur afturhaldsins með svikum og lögbrotum. Nú skyldi því klofið svo um mun- aði. Alþýðusambandsstjórnin kallaði til klofningsfundar á Lækjartorgi 1. maí; nú skyldu þríflokkarnir sameinaðir sýna hversu vel hefði tekizt að sundra alþýðunni. En háðung afturhaldsflokkanna var söm og árið áður. Á Lækjartorg safnaðist álíka hópur og venjulega hlustar á karlinn á kassanum á sunnudögum, en kröfuganga reykvísks verkalýðs rann framhjá eins og straumþung elfur. Árið 1950 höfðu marsjallmúturnar enn margfaldazt og eftirlit Bandaríkjanna var orðið harðvítugra en nokkru sinni fyrr. Þá skyldi reynd ný aðferð til að kljúfa og sundra. Afturhaldsblöðin, með Alþýðublaðið í broddi fylkingar, hrópuðu tii manna: mætið ekki í kröfugöngu kommúnista, en komið á útifundinn á eftir, þar sem Helgi Hannesson á að halda ræðu! Svar reykvískrar al- þýðu var það að gera kröfugönguna þá langstærstu sem sézt hefur á íslandi, og sjaldan munu Alþýðuflokksbrodd arnir hafa gert sig seka um fráleitari sálfræðilega skekkju en þegar Helgi Hannesson var látinn þylja bandarískan dollaraáróður yfir þúsundunum á Lækjartorgi á þeim degi. í ár eru marsjallmúturnar komnar upp í 400 milljón ir, og Bandaríkin telja sig eiga ísland og íslendinga. En einmitt nú þegar verkið ætti að vera fullkomnað hafa sundrungarpostularnir gefizt upp, að því er bezt verður séð, á baráttudegi verkalýðsins. Einingarmenn í verkalýðs hreyfingunni hafa undanfarið unnið að því með glæsi- legasta árangri að tengja öll helztu verkalýðsfélög lands- ins saman til ómótstæðilegrar sóknar fyrir bættum kjör- um. Allar tilraunir sundrungarmanna til að rjúfa þessa einingu með einangruðum verkföllum og öðru slíku hafa misheppnazt á eftirminnilegasta hátt. Og upp ur þessu samstarfi um kjarabaráttuna hefur sprottið alger eining 1. maí, svo sjáífsögð og eðlileg að Stefán Pétursson og hans nótar hafa hvergi þorað að láta á sér kræla. Al- þýðublaðið þegir að vísu um 1. maí, en enginn harmar það. — ísland mun vera eina land mársjalisvæðisins þar sem alger eining er 1. maí í ár. Þetta er svar íslenzkrar alþýðu við sundrungartilraunum bandaríska auövaldsins °g þjónustusemi leppa þess hér. Það svar mun svo verða undirstrikað á þriðjudag, með því áð 1. maí veröur gerð- ur öflugri baráttudagur en nokkru sinni fyrr. Ástaiidið í Gunnars- borg. Stk. skrifar: „Ég efast um að fólk geri sér álmennt grein fyrir því, hvílíkt ómenningar- ástand ríkir hér sumsstaðar í höfuðborg landsins, undir st jórn „S j’álf stæðisf lokksins“. Tökum t. d. hverfið hér inni- frá, þar sem ég bý, Herskóla- camp eða Gunnarsborg eins og nú er algengara að kalla það með sérstöku tilliti til þess hve mikið íbúamir eiga að þakka okkar ágæta borgarstjóra! Það yrði reyndar of langt upp að telja allt það sem miður fer hverfinu, enda þyrfti til þess dugmeiri penna en minn. En tvö, þrjú dæmi ættu að nægja til að gefa mönnum sæmilega Ijósa mynd af ástandinu. beina þeirri spumingu til íhalds ins, hvað það hyggist fyrir í þessum málum, hvort það ætl- ar sér að gleyma okkur alveg þangað til kannske við næstu bæjarstjórnarkosningar ? — Stk“. Engin skolpræsi, engar vatnsleiðslnr. „Hér em engin skolpræsi, ekkert byrgt frárennsli fyrir skolp og annað þess háttar. Það er því í rauninni ekki um annað að gera fyrir húsmæðurn ar- en að skvetta skolpinu út um dyrnar, þó að margir reyni að vísu að gera rotþrær eða útvega sér aðgang að rotþróm, þar sem hægt er að losa sig við skólpið og annan úrgang. En þess ber að gæta, að þrær þessar eru, af skiljanlegum á- stæðum, nærri húsunum, og stunda blessuð börnin leiki sína í kringum þær. — Væri vissu- lega fróðlegt að vita, hvað háttvirt heilbrigðisyfirvöldin segja um þetta atriði. □ Á að bíða næstu kosninga? „Hér er yfirleitt ekki heldur nein vatnsleiðsla í húsin, held- ur mega húsmæðumar, eða við karlmennirnir, þegar við erum heima, leggja á sig erfiðan vatnsburð, langar leiðir stund- um, hvernig sem viðrar, jafnt í brunagaddi sem beljandi rign ingum ........ Hér eru engar götur sem heitið geti, aðeins ruðningar sem liggja óskipu- lega innan um óskipulega byggð (því að hér hefur verið leyft að byggja án nokkurs eftirlits um skipulag, að því er virðist), og þessir ruðningar eru orðnir eitt forarsvað óðara sem vætutíð og hláku gerir -— Læt ég sem sagt þessi fáu dæmi nægja. En gjarnan máttu Eimskip Brúarfoss er í Hull; fer þaðan væntanlega 1, maí til Rvíkur. Dettifoss kom til Haifa í Palestínu 21. þm. Fjallfoss fór frá Rvík 26. þm. til vestur og norðurlandsins; var á Þingeyri í gær. Goðafoss er í Rvík. Lagarfoss fór frá Vest- mannaeyjum í gær til Keflavíkur og Akraness. Selfoss kom til R- víkur í gær frá Gautaborg. Trölla- foss kom til New York 24. þm. frá Rvík. Tovelil fór frá Rotterdam 25. þm. til Rvíkur. Barjama fór frá Leith 25. þm. tij Rvikur. Dux fermir í Rotterdam og Hamborg um þessar mundir til Rvíkur. Hilde fermir í Rotterdam og Leith um þessar mundir. Hans Boye fermir í Álaborg og Odda í Nor- egi í byrjun maí til Rvíkur. Katla fór frá Rvík 25. þm. til New York. Liibeck fermir í Antwerpen og Huii 2.—6. maí til Rvíkur. Teddy fermir í Khöfn um 30. þm. til Rvíkur. 11.00 Almennur bænadagur: Messa í Dómkirkjunni (Sigurgeir Sigurðs- son bislcup; séra Jón Auðuns þjón- ar fyrir altari). 14.00 Útvarp frá Gamla bíói: Hljómleikar Karla- kórs Reykjavíkur. Söngstjóri: Sig- urður Þórðarson. Einsöngva og tvísöngva syngja: Frú Svava E. Storr, Guðmundur Jónsson, Guð- mundur Halldór Jónsson og Hei> mann Guðmundsson. Við h]jóð- færið: Fritz Weisshappel. .15.30 Miðdegistónleikar (plötur): „Svana vatnið", ballettmúsik op. 20 eftir Tschaikowsky (Philharm.hljómsv. x London leikur; Antal Dorati stj.) 17.00 Almennur bænadagur: Messa í Dömkirkjunni (Sigurbjörn Ein- arsson prófessor prédikar; séra Garðar Þorsteinss. prestur í Hafn- arfirði þjónar fyrir altari). 18.30 Barnatimi (Baldur Pálmason): a) Söngur skólabarna á Akranesi. b) Leikþáttur: „Láki í ljótri kþpu" (Skólabörn á Akranesi leika). c) Framhaldssagan: „Tveggja daga ævintýri" (Gunnar M. Magnúss). 19.30 Tónleikar: Casals leikur á cello (pl.) 20.20 Samleikur á flautu og orgel (Ernnst Normann og dr. Páll Isójfsson): a) Sónata í G-dúr eftir Hándel. b) Sónata í C-dúr eftir Bach. 20.40 Erindi: Hugleið- ingar útlendings um Island; XI.: Nielsen á Eyrarbakka (Martin Aðalfundur Hiismæðrafélag Reykjavíkiir verður haldinn mánudaginn 30. apríl kl. 8,30 í Borgartúni 7. Venjuleg aðalfundarstörf. — Lagabreytingar. — FerSaþáttur (Gauta-kanal!) — Upplestur. — KAFFI — Konur fjölmennið. — STJÓRNIN, Larsen lektor). 21.00 Tónleikar (pl.): a) Erna Sack syngur. b) „Dánte-sónatan“ fyrir píanó og hljómsveit eftir Liszt (Louis Kent- ner og hljómsv.; Lambert stj.) 21.30 Upplestur: „Vond ertu ver- öld“, smásaga eftir Guðm. G. Hagalín (höf. ]es). 22.05 Danslög: a) Dánslagakeppni skemmtiklúbbs templara (útv. frá Góðtemplara- húsinu). b) Ýmis danslög af plöt- um til klukkan 01.00. Útvarpið á morgun 18.20 Framburðarkennsla í ésp- erantó, 18.30 íslenzkukennsla; II. fl. 19.00 Þýzkukennsla; I. fl. 19.30 Tón]eikar: Lög úr kvíkmyndum (pl.) 20.30 Útvarp frá Þjóðleik- húsinu: Minnzt aldarafmælis Ind- riða Einarssonar rithöfundar: a) Sinfóníuhljómsveitin leikur hátíð- arforleik eftir dr. Pál Isólfsson; höf. stjórnar. b) Ræða: Vilhjálm- ur Þ. Gíslason form. þjóðleikhús- ráðs. c) Einsöngur: Einar Sturlu- son syngur lög úr sjón]eiknum „Skipið sekkur", við hljóðfærið dr. P. 1. d) Upplestur úr sjálfsævi- sögu Indriða Einarssonar „Séð og lifað": Arndís Björnsdóttir, Bryn- jólfur Jóhannesson og Herdís Þor- valdsdóttir lesa. e) Einsöngur: Guðmunda Elíasdóttir syngur lög úr sjónleikiium „Nýársnóttin"; við hljóðfærið dr. P. 1. f) Upp- lestur úr ritgerðinni „Fójkorust- an á Clontarf"; Gestur Pálsson les. g) Meðlimir Sinfóníuhljóm- sveitarinnar leik forleik eftir Sig- valda Ka]dalóns að sjónleiknum „Dansinn í Hruna"; dr. Páll Is- óifsson stjórnar. h) Lokaatriði sjónleiksins „Dansinn í Hruna“. Leikstjóri: Indriði Waage. Dans- stjóri: Ásta Norðmann. 22.35 Dag- skrárlok. Bólusetning gegn barnaveikl. — Pöntunum veitt móttaka þriðju- daginn 1. maí kl. 10—12 f. h. í síma 2781. — . Hjónunmn Auði Pálsdóttur og Á- gústi Guðmunds- fji \ syni, Grettisgötu /t 53, fæddist 12 marka sonur 26. apríl. — Hjónunum Laufeyju Ste- fánsdóttur og Jóni Þórðarsyni, Fálkagötu 9a, fæddist 16 marka sonur nú í vikunni. Næturvörður er í Lyfjabúðinni Iðunn, sími 7911. Húsmæðrafélag Reykjavíkur heldur a'ðalfund sinn annað kvöld kl. 8.30 í Borgartúni 7. Auk aðalfundarstarfa verða ýmis skemmtiatriði. Messur á morgun. Laugarneskirkja. Messa kl. 2 e. h. (Bænadagurinh) —- Sr. Garðar Svav- arsson. — Foss- vogskirkja. Messa kl. 5 e. h. (Bænadagurinn) — Sr. Garðar Svavarsson. — Óliáði fríkirkju- söfnuðurinn. Messa í Aðventkirkj- unni kl. 2 e. h. (Bænadagurinn) —- Sr. Emil Björnsson. — Fríkirkj an. Messa kl. 2 e. h. (Bænadag- urinn) — Barnaguðsþjónusta kl. 11. — Sr. Þorsteinn Björnsson. — Nesprestakali. Messað í kapellu Háskólans kl. 2 e.h. — Sr. Jón Thórarensen. — Hallgrímskii-kja. Messa kl. 11 f. h. Sr. Sigurjón Þ. Árnason. Messa kl. 2 e. h. Sr. Jakob Jónsson. (Engin messa kl. 5, en kirkjan verður opin til bæna- gjörðar kþ 10—22). Á sumardaginn fyrsta opinberuðu trúlofun sína ung- frú Dagbjört Bjarnadóttir, Bar- ónsstíg 63 og Pét- ur Einarsson, skrifstofumaður hjá S.l.S. — Helgidagslæknir: Stefán Ólafsson, Laugaveg 144. — Sími 81211. Flugfélag Islands I dag eru íáðgerðar flugferðir til Akureyrar og Vestmannaeyja. Á morgxm er áætlað að fijúga til sömu staða. Gullfaxi er vænt- anlegur til Rvíkur frá Khöfn kl. 18.15 í dag. Flugvélin fer til London kl. 8,00 á þriðjudagsmorg- un. —

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.