Þjóðviljinn - 29.04.1951, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 29.04.1951, Blaðsíða 1
SuKmidagur 29. apríl 1951 — 16. árgangur — 95. tölublað Botvirmik 10, Bronsfein 9 Nítjánda skákin í einvíginu um heimsmeistaratitilinn var tefld til úrslita í gær og vann Botvinnik hana. Hefur hann þá 10 vinninga en Bronstein 9. Fimm skákir eru eftir. Frá leyni- fundum þing i mannanna: ■r\ IslencSingar biðji um nýtt hernám! 3—4000 iiiaiiiia Iser koitti síðari Iiluia mai Danir og Norðmenn neita að taka við erlendum herjum Eins og Þjóðviljinn skýrði írá fyrir nokkrum dögum hefur þingmönnum afturhaldsflokkanna ver- ið smalað í bæinn undanfarið og leynifundir þeirra eru nú að hefjast. Tilefni þessa leynilega þinghalds afturhalds- flokkanna er nýtt hernám íslands. Ríkisstjórnin hefur staðið í samningum við Bandaríkin um slíkt hernám um langt skeið, eins og Bjarni Benedikts- son játaði opinberlega í útvarpsræðu fyrir skömmu. Lýsti Bjarni þá yfir því að hernámið yrði fram- kvæmt þegar er ástæða þætti til, og nú er komið að þeirri stund. Málið er þannig lagt fyrir, að íslendingum er ætlað að biðja um hernámið, og deildir úr Evrópu- her Eisenhowers eiga að taka það að sér. Herinn á að koma eftir miðjan maí, og fjöldi hans á að vera 3—4000 manns úr öllum hergreinum. Jafn- framt er talað um ráðstafanir til að fjölga hernum fljótlega upp í eina herdeild (ca 20 þús. manns). Bækistöðvar hersins eiga að vera á Keflavíkur- flugvelli, í Hvalfirði og væntanlega einnig í Skerja- firði, sömu stöðvunum sem Bandaríkin vildu íá til 99 ára 1945. Búast má við að ákvarðanir þessar verði ekki lagðar fyrir Alþingi, heldur láti stjórnin sér nægja að tryggja meirihluta þingmanna án þess. Þing- mönnum afturhaldsflokkanna er sagt á leynifund- unum að engin ákvörðun hafi verið tekin enn um þessar aðgerðir, en engu að síður er það staðreynd að Bandaríkjaher hefur nú þegar fengið yfirráð yfir geymum í Hvalfirði, og hafa þeir nú verið fylltir til að undirbúa herkomuna. Serið t. Etisí að glæsiEegum degi einhuga reykvískrar alþýðu Fyrirkomulag kröfugöngu verkalýðssamtakanna 1. maí verður með sama sr.iði og undaníarin ár. Safnazt verður til kröfugöngunnar við Iðnó og farnar þaðan sömu götur og und- anfarin ár og staðnæmzt á Lækjartorgi, en þar verður útifund- tvrinn. Ræðumenn útifundarins eru þessir: Sæmundur Ólafsson, formaður Fulltrúaráðs verka- lýðsfél., Arngrímur Kristjáns- son varaform. BSRB, Eðvarð Sigurðsson ritari Dagsbrúnar, Tryggvi Sveinbjörnsson for- maður Iðnnemasambands Is- lands og Sigurjón Jónsson for- ma'ður Félags járniðnaðar- manna. Seljið merki dagsins Merki dagsins verða seld á götunum og á útifundinum. — Verða þau afhent til sölu í skrifstofu Fulltrúaráðs verka- lýðsfélaganna að Hverfisgötu Eins og áður er sagt er ætl- unin að Islendingar eigi að biðja um hernámið. Ilafa sam- svarandi samningar staðið yf- ir við Norðmenn og Dani en þeir hafa báðir neitað að biðja um slíkt hernám. I viðræðunum við Bandarík- in hafa herfræoingar Banda- ríkjanna sagt eins og jafnan fyrr að Islendingar þyrftu ekki að óttast árás frá- Sovétríkjun- um, en í umræðunum innan rikisstjórnarinnar hefur Bjarni Bandarískift herskipiit Svo einkennilega viidi til að um leið og leynlfundir þingmahnanna hófust komu tvö bandarísk herskip til Reykjavíkur, tundurspillar. Þjóðviljinn sneri sér í gær til Bjarna Guðmundssonar blaðafulitrúa ríkisstjórnar- innar, og spurðist fyrir um skip þessi og vissi hann þá engin deili á þeim. Síðar skýrði hann biaðinu hins vegar svo frá að umsókn fyrir komu þessara skipa hefðl verið send fyrir löngu og leyfi veitt. Benediktsson lýst yfir því að eklti væri vert að leggja of mik ið upp úr slíkum staðhæfingum. Reynslan hefði sýnt að leyni- þjónusta Bandaríkjanna væri léleg, eins og t.d. hefði bezt komið í ljós aftur og aftur 1 sambandi við Kóreustyrjöldina: Hefur Bjarni haldið því fram á ráðuneytisfundum að í samn- ingum Kína og Sovétríkjanna væru ákvæði um það, að ef ráð- izt yrði á Kína væru Sovétrík- Framhald af 1. síðu. 21 á morgun kl. 10—12 f.h. og frá kl. 9 á þriðjudagsmorg- uninn. Félagsmenn verkalýðs- félaganna eru eindregið livattir til að taka merki dagsins til sölu. sver a Áhlaups I €S Alþýðuherinn hélt áfram sókn í Kóreu í gær og tók borg irnar Uijongbu og Chunchon norður og norðaustur af Seoul. I gær voru fremstu sóknararm- arnir sagðir 8 km frá Seoul og búizt við áhlaupi á borgina á hverri stundu. Votta Bevan tr aifst Aneurin Bevan skýrði Verka- mannaflokknum í kjördæmi sínu, Tredegar í Wales, frá því í gær, hversvegna hann sagði af sér ráðherradómi. Fundar- menn samþykktu einróma á- kvörðun hans og lýstu trausti á honum. Gaitskell fjármáia- ráðherra reyndi að réttlæta hervæðingarfjárlög sín, sem Be- van gerði að fráfararatriði, fyr- ir þingi Alþýðusambands Skot- lands í gær, en varð minna en ekkert ágengt, því að fulitrú- arnir samþykktu með miklum meirihluta að krefjast þess af honum, að hann hætti við að krefjast borgunar af fólki fyr- ir gleraugu og gervitenur. 22. apr. 1949 komst Bjarni Benediktsson þannig að orði i Morgunblaðinu um þátttöku íslands í Atl- anzhafsbandalaginu undir fyrirsögninni „Sérstaða okk- ar tekin fyllilega til greina": ,.Við skýrðum rækiléga sérstöðu okkail sem lá- mennrár og vopnlausrar þjóðar, sem hvorki gæti né vildi hahla uppi lier sjálf. Og mundum aldrel samþykkja, að erlendur her né herstöðvar væru í landi okkar á friðartímum. I)ean Acheson utanríkisráðheira og starfsmenn hans skyldu fyllilega þessa afstöðu okk- ar. Er því allur ótti um það að fram á slíkt verði farið við okkur, ef við göngum í bandaiagið, gersamlega á- stæðuiaus“. Svo afdráttarlausir voru svardagar Bjarna Behedikts sonar þegar hann var að flækja Isiand inn í árásar- kerfi Bandaríkjanna. Þann- ig er hvert skref á land- láðabrautinni varðað mein- særum. Ihaidið hélt velli i ístralíu Þingkosningar til beggja deilda fóru fram í Ástralíu í gær. Eftir því sem búið var að telja í gærkvöld þótti lík- legt að, íhaldsflokkarnir myndu tapa þingsætum í néðri deiid- inni en halda þar þó meirihluta en að Verkamannaflokkurinn myndi halda meirihluta í efri deildinni. Enska klrkinréðið hvetur til fimmveldcs friðarfundar samþyhhí [>jéðnvtingdifQrsprakk- inn forsætisráðherra Fulltrúadeild Iransþings sam þykkti í gair einróma þjóðnýt- ingu eigna brezka olíufélagsins Anglo Iraniían og alls annars olíuiðnaðar í fandinu. Fyrr um daginn hafði full- trúadeildin falio foringja þjóð- ernissinnaflokksins, Mohamed Mossadegh, að mynda nýja stjórn. Mossadegh er formaður olíunefndar þingsins og hc-fund- ur þjóðnýtingarlaganna. Forystumenn 17 helztu trúfélaga mótmælenda í Bretlandi hafa skorað á fylgismenn sína að leggja lið hugmyndinni um samningaviðræður við Kína og Sovétríkin, er hafi það markmið að „finna rétt- láta og framkvæmanlega lausn þeirra óleystu vandamála, sem heimsfriðnum stafar hætta aí". Á- skorunin er send út á vegum enska kirkjuráðsins, sem er æðsta stofnun mótmælendakirkjanna í land- mu. Á fundi í London í næstsíð- ústu viku var áskorunin sam- þykkt einróma. I umræðunum, sem á undan gengu, tóku með- al annarra þátt dr. Garbett erkibiskup af York og biskup- inn af Chichester. Kirkjuráðið skorar á alla aðila að því, að starfa samkvæmt þessari stefnu yfirlýsingu og kveðst vilja taka fyrir hönd allra kirkju- félaganna forystu fyrir sameig- inlegum aðgerðum með eftirfar andi markmið fyrir augum,: 1. Að varðveita og efla sam- bönd við forystumenn og safn- aðarfólk í kirkjufélögum í Austur-Evrópu og Kína ,,í við- leitni til að koma í veg fyrir hinn alvarlega misskiining á báða bóga“. 2. Að styðja ríkisstjórnina og SÞ ,,í ötulum tilraunum, um áraskeið ef þörf gerizt, til að semja við Sovétrítin og Al- þýðu-Kína um rcttláta og framkvæmanlega lausn þeirra óleýstu vandamála, sem heims- friðnum stafar hætta af“. 3. Að vinna gegn kynþátta- ofsóknum „hvar sem þær eiga sér stað, hvort heldur er heima fyrir eða erlendis“. Nýft kosninga- lagafronvarp Stjórn Queuille í Frakklandi hefur lagt fram nokkuð breytt frumvarp að kosningalögum í stað þess, sem ekki fckk til- skilda atkvæðatölu á þingi. Bú- izt var við að atkvæði yrðu greidd snemma í morgun.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.