Þjóðviljinn - 21.06.1951, Side 3

Þjóðviljinn - 21.06.1951, Side 3
ð Fimmtudagur 21. júní 1951 — ÞJÓÐVILJINN — (3. Úr heimi sósíalismcms GATA I TBILISI þENNAN TlMA sem við dvöldum í Moskvu sáum við stofnanir af ýmsu tagi, skóla, verksmiðjur, söfn, leikhús. Við sigldum heilan dag eftir Moskvaskurðinum í yndislegu veðri, en þetta mikla mannvirki tengir Moskvu við fimm höf eftir að Don-Volguskurðurinn er fullgerður, Svartahaf, Asovs- hafið, Kaspíuhafið, Eystrasalt og Norðuríshafið. £IN AF þeim verksmiðjum sem við heimsóttum heitir „Kalibr“ og liggur í úthverfi Moskvu og eru þar framleidd allskonar mælingartæki. Kring- um verksmiðjuna var garður með fallegum trjám, blómbeð- um, gosbrunnum og bekkjum til að hvíla sig. Þarna voru einnig stórir grasfletir fyrir allskonar íþróttir. Við vorum þarna mikinn hluta dags og fór- um um allt. Eitthvað 40% af starfsfólkinu eru konur og mat- stofa, barnaheimili og vöggu- stofa í sambandi við verksmiðj- una, sömuleiðis bókasafn, tann- lækningastofa og nokkurskonar hressingarhæli fyrir verkafólk, sem er hálflasið eða ,,slen“ í eins og við köllum það, en get- ur þó stundað vinnu nokkra tima á dag. Þetta fólk er látið vera þarna mánuð í einu, það fer ekki heim til sín en sefur og borðar á hressingarheimilinu, fær nudd og ljósböð og það mataræði sem hentar bezt. Verkalýðsfélögin greiða kostnað inn, en til þeirra borgar verka- maðurinn 1% af launum sínum. Þessi verksmiðja á einnig stórt hressingarhæli við Svarta hafið og hvíldarheimili á Krím, þar sem verkamennirnir dvelja í mánaðarorlofi einu sinni á ári. yiÐ HEYRÐUM margt um þessa verksmiðju, t.d. að hún hafði framkvæmt 5 ára áætlun- ina ári á undan áætlun og að sumir verkamenn hefðu fengið þrisvar Stalínverðlaunin, þar af voru 3 konur. Við komum í einn stað í verksmiðjunni þar sem var verið að slípa gler og unnu þar 4 stúlkur. Okkur var sagt að fyrir ári síðan hefði ' þurft 12 menn við að vinna þetta verk, en ein konaiv fann upp _ aðferð eða réttara sagt nýja vél sem sparaði átta manna vinnukraft. I ríki sósíal- ismans eru vélarnar þjónar mannsins og enginn þarf að vera hræddur um að hann missi atvinnu og öryggi, þótt nýjar vólar séu látnar vinna störfin. yiNNUTÍMINN er 8 stundir en 6 tímar fyrir unglinga. Kon- ur hafa sömu laun og 77 daga frí með fullum launum þegar þær eiga von á barni. Þær geta haft börnin 10 klukkustundir á dag í vöggustofunum og þarna-. heimilunum, geta borðað í mat- stofu verksmiðjunnar fyrir mjög lágt verð og eiga rétt til að fá úr þar til mynduðum sjóði, nokkra peningaupphæð til mjófkur- og fatakaupa þeg- ar þær liggja á sæng. Eftirlaun fá þær fimmtugar, ef þær hafa unnið samfleytt 20 ár i verk- smiðju, annars eru eftirlaun um öll Sovétríkin miðuð við 55 ára aldur á ltonum og 60 ára aldur á karlmönnum. Allir fá eftir- laun hvort sem þeir halda á- fram að vinna eða ekki, en eft- irlaun eru meðallaun af tekjum viðkomanda. Eins og kunnugt er er öllum í Sovétríkjunum Seinni grein tryggður rétturinn til vinnu og náttúrlega gildir það eins fyr- ir fólk sem er komið yfir fimmt ugt eða sextugt, þessvegna er ekkert eðlilegra en að fólk haldi áfram að vinna þótt það sé komið yfir þennan aldur og þá hefur það tvöföld laun og getur því átt góða og áhyggju- lausa. daga í ellinni. Öll læknis- hjálp er ókeypis í Sovétríkjun- um, þar í innifalið tannlækning ar, nudd og ljóslækningar. JJVAR SEM við fórum um þessa verksmiðju vakti það eft- irtekt að alstaðar var blómum og grænum plöntum komið fyr- ir og gerði það allt umhverfið eitthvað svo hlýtt og vinalegt. Við sáum bókasafn verksmiðj- unnar og voru þar ýmsar bæk- ur eftir Norðurlandahöfunda, t. d. Néxö og Ibsen, og mikið af enskum bókmenntum. Hvergi í Iláskólinn í Tbilisi og tveir kvenstúdentar heiminum er eins mikið af bóka- söfnum og bókabúðum eins og í Sovétríkjunum. Fólk er alls- staðar með bækur og allstaðar lesandi. í strætisvögnum, á békkjum í görðum borgarinnar og í heðanjarðarbrautinni. En mest var ég hissa þegar gamlar konur stóðu í hinum svimandi háu rafmagnströppum sem flytja fólk upp og niður til hinna ýmsu stöðva í neðanjarð- arbrautinni með bók í hendi og niðursokknar í lestur. Eg hélt mér dauðahaldi í handriðið og var þeirri st.und fegnust þegar ég var komin niður. Grúsía.’Land suðursins JJEIMUR sósíalismans er stór. Það tekur ^jálfa sólina 10 klukkustundir að ganga yfir Sovétríkin frá austri til vesturs og fjarlægðirnar virðast óend- anlegar. fYRSTU DAGANA sem við vorum í Moskvu var okkur til- kynnt að við ættum kost á að ferðast inn í Mið-Asíu, til Sovét lýðveldisins Ubekistan, til Stal- íngrad eða austur í Kákasus til Georgíu eða Grúsíu eins og land ið heitir á máli þjóðarinnar sjálfrar. Og við kusum öll ein- um rómi Grúsíu og 6. maí lögð- um við upp í þetta ógleyman- lega ferðalag. Við fórum fljúg- andi og vorum 9 klukkustundir á leiðinni, stönzuðum lítið eitt í Rostov og Karkov og tveim- ur smábæjum við Svartahafið. Þegar leið á daginn fór að hilla undir blá fjöll með hvíta tinda. Svartahafið lá spegilslétt og himinblátt fyrir neðan okkur. Við flugum lágt meðfram ströndinni yfir unaðslegum bað stöðum og smáþorpum og inn- an um teygðu sig hvítar háar hallir upp í loftið og var okk- ur sagt að þetta væru hress- ingar- og hvíldanheimili verka- manna. Fjöllin komu nær og nær og mér fannst stundum eins og við værum að ferðast um hásumardag á Islandi. JjAÐ VAR farið að kvölda þegar við komum til Tblisi höf- uðborgar Grúsíu, elztu borgar Sovétríkjanna, en hún er 1500 ára gömul, suðræn á svip með aldagamlar eikur og pálmatré meðfram vegum og gangstétt- um. Enginn okkar vissi neitt að ráði um þessa þjóð eða þetta land sem á sér sögu þús- undir ára aftur í tímann og er eitt af elztu menningarlöndum heims, Þjóðin er rúmar 3 millj- l'ónir og borgin hefur um 800 þúsund íbúa og er í örum vexti. Hún stendur í dalverpi og renn ur fljót eitt mikið, Kúra að nafni, eftir miðri borginni hvít- leitt og skolleit á lit, enda er það jökulvatn. Meðfram fljót- inu í gamla hluta borgarinnar standa kastalar og kirkjur frá 5. og 6. öld. Þetta fagra og frjósama Jand hefur lotið Pers- um, Mongólum og Aröbum til skiptis, en aldrei hætti þjóðin að berjast fyrir sjálfstæði sínu og frelsi. Á 12. (og 13.) öld var mikið blómaskeið í land- inu, þá ríkti Tamara drottning, sem ágætust hefur verið ailra kvenna og <þá var mesta skáld Grúsíumanna uppi, Shotha Rusthveli. Hann hefur meðal annars skrifað nokkurskonar Hávamál Grúsáumanna, sem eru lærð og lesin enn þann dag í dag og hafa verið þióðinni huggun og athvarf í aldaraðir þegar þjóðin var undirokuð, síð ast af rússakeisurum, tunga og bókmenntir þjóðarinnar bann- aðar og í skólunum aðeins kennd rússneska, ■ £FTIR byltinguna og eítir að þjóðin fékk sjálfstæði sitt að fullu hafa orðið stórfengleg afrek á sviði atvinnumála og menningarlífs. Þótt fyrsta raf- orkustöðin í Grýsíu væri ekki byggð fyrr en 1926 stendur nú allskonar iðnaður með miklum blóma í landinu og geta Grúsíu menn framleitt allt handa sér sjálfir. Það er mikil vínyrkja í landinu og eru Grúsíuvínin víðfræg. Bókmenntir og listir standa með miklum blóma og fýrir utan móðurmálið er rúss- neska, franska og enska skyldu fög í skólunum. Á síðustu ár- um liafa frægustu skáld og rit- höfundar þjóðarinnar verið þýddir á enska tungu. QRÚSNESKA þjóðin er á- kaflega listræn. I Tbiíisi er fræg ópera og mörg ágæt leik- hús. Þjóðleg list, eins og hin- ir sérkennilegu fögru þjóð- dansar og þjóðlög, er í háveg- um höfð og virðist dans og músík þessari suðrænu þjóð í blóð borin. Söfn eru mörg og merkileg í borginni og sáum við dýrmæt handrit frá 9. og 10. öld og gripi frá 5. og 6. öld og síðar var Tbilisi mikil miðstöð austur og vesturlanda og er ég viss um að þarna væri efni fyrir íslenzka sagn- fræðinga að athuga hvort nor- ræn spor hefðu ekki á þessum tíma legið um þessar slóðir. QRÚSÍUMENN eru hávaxnir og tígulegir, ikonurnar margar fallegar, en allar bera þær með sér vissan yndisþokka. Maður sá það bezt þegar maður virti fyrir sér umferðina á götum og strætum borgarinnar. Og svo virtist almenningur taka lífinu með miklu meiri ró heldur en í Moskvu, það er eins og engum liggi á og þó eru hér óendan- lega mikil afköst á öllum svið- um og eins og í Moskvu eru konumar í þýðingarmiklum stöðum. Kennslumálaráðherra Grúsíu er kona. Forstjóri fyrir útgáfu skólabóka er kona. Fjölda margar konur eiga sæti í skipulagsráði borgarinnar. Fræga.sti f jallgöngumaður Sov- ótríkjanna er kona og 290 kon- ur í Grúsíu hafa hlotið titilinn- hetjur hinnar sósíalistísku upp- byggingar. yiÐ DVÖLDUM fimm daga þarna um kyrrt. Ferðuðumst út úr borginni til Gori, fæðing- arstaðar Stalíns, sem liggur eitthvað um 70 kílómetra frá Tbilisi. Við komum í samyrkju- bú og sátum þar mikla veizlu. Skoðuðum stóra nylonsokka- verksmiðju þar sem 90% af starfsfól’kinu eru konur. I sam- bandi við verksmiðjuna var bíó og leikhússalur sem rúmar 600 manns. Einnig stór leikfimis- salur með nýtízku áhöldum og' útbúnaði. Þarna var einnig stórt bókasafn og tennisvöllur. Framhald á 6. síðú. [Ritstjóri: ÞÖRA VIGFÚSDÖTTIR ) l ’ ——

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.