Þjóðviljinn - 21.06.1951, Side 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 21. júní 1951
SMÓÐVILIINM
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokkurinn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.)
Fréttaritstjóri: Jón Bjarnasort.
Blaðam.:Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Guðm. Vigfússon.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg
19. — Sími 7500 (þrjár línur).
Askriftarverð kr. 16 á mánuði. — Lausasöluverð 75 aur. eint.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
________________________________________________—^
I Sjóveðsréfturinn
Skömmu áður en Alþýðusambandsstjórnin flaug vest-
ur um haf samkvæmt boði marsjallherranna, sendi hún frá
sér enn eitt bréf, en sem kunnugt er virðist þessi stjórn
álíta að verkalýðsbarátta á íslandi eigi að vera endalaus
skriffinnska. Þetta lokabréf fjallaði um kjör'sildveiðisjó-
manna og var þar „mótmælt harðlega“ þeirri ósvinnu að
sjóveðsrétturinn hefði verið úr gildi felldur með setningu
sérstakra kúgunarlaga og því lýst yfir að með þeirri aðgerð
hefði verið „freklega gengið á rétt“ síldveiðisjómanna,
enda hefur lagasetning þessi orðið til þess að sjómenn eiga
enn vangoldið kaup frá þremur undanförnum sumrum.
Ekki getur Alþýðusambandsstjórnin þess hver staðið hafi
að þessari lagasetningu, og er það skiljanlegt. Það var
nefnilega fyrsta stjórn Alþýðuflokksins sem bar lögin fram
á þingi 1948, og þau voru samþykkt af þingmönnum þrí-
flokkanna allra gegn einbeittri andstöðu sósíalista. Síðan
hafa sqsíalistar lagt til á hverju þingi að þrælaákvæði þe'ssi
væru úr gildi felld á ný, en þær tillögur hafa engar undir-
tektir fengið. En ákvæði þessi voru sem sagt lögfest af sömu
flokkum og standa að Alþýðusambandsstjórn, og Alþýðu-
flokkurinn Hafði forustuna.
Nú er það að sjálfsögðu góðra gjalda vert að Alþýðu-
sambandsstjórn mótmæli þessum ákvæðum, þó seint sé, en
hitt skiptir þó meira máli hvernig hún hyggst að brjóta
þau á bak aftur. Bréf hennar mælti svo fyrir um það atriði:
„Þá hvetur miðstjórnin öll stéttarfélög sjómanna til
þess að beita sér fyrir því, að félagsmenn þeirra láti ekki á
komandi síldarvertíð skrá sjg, nema fyrir liggi örugg
greiðslutrygging á kaupi skipverja á vertíðinni, í samræmi
við kaup- og kjarasamninga hvers félags.“
Að svo mæltu flaug Alþýðusambandsstjórnin vestur um
haf.
Starfsaðferðimar eru því þessar: Alþýðusambands-
stjómin skorar á félögin að skora á hvem einstakan sjó-
mann að láta ekki skrá sig nema fyrir liggi greiðslutrygg-
ing!
Með þessum furðulegu fyrirmælum er verið að færa
kjarabaráttuna aftur á frumstig alþýðusamtakanna á ís-
landi. Hinni voldugu verkalýðshreyfingu er ýtt til hliðar,
en í staðinn sagt við hvern einstakan sjómann: haf þú
sjálfur gát á kjörum þínum.
Þeir menn sem þekkja upphaf alþýðusamtaka á íslandi
munu fljótt sjá hvernig slík fyrirmæli verða í framkvæmd
á tímum atvinnuskorts eins og nú. Þeir sjómenn sem standa
vilja á rétti sínum munu fá þau svör ein, að atvinnurekend-
um sé vi'nnan ekkert útföl, það séu nógir um boðið. Aðgerð
eins og sú sem Alþýðusambandsstjórn hvetuy til getur ekki
borið neinn raunhæfcr árangur. Vesturförunum hefur að
sjálfsögðu verið það fullljóst, enda hafa þeir engan áhuga
á ‘raunhæfum aðgerðum, aðeins áróðurskenndri skrif-
finnsku.
Til að rétta hlút sjómanna var að sjálfsögðu nauðsyn-
lega að fara hina leiðina, beita mætti hinna voldugu sam-
taka sem íslenzkri al]?ýðu hefur tekizt að skapa. Alþýðu-
sambandsstjórn bar að bera fram þá kröfu að ríkisstjórnin.
gæfi tafarlaust út bráðabirgðalög um að sjóveðsrétturinn
tæki fullt gildi á ný. Ríkisstjórnin hefur á undanförnum
árum verið mjög auðhvött til að gefa út bráðabirgðalög til
að skerða lífskjör alþýðunnar, og það hefði verið ágæt
tilbreytni ef hún hefði verið knúin til að bæta úr þessu
gamla og hróplega ra iglæti. Alþýðusambandsstjórnin hafði
öll tök á að beita mætti sínum til að neyða ríkisstjórnina til
undanhalds á þessu sviði því síldveiðarnar eru eina at-
vinnugreinin sem ríkisstjórnin hefur áhuga á, enda leggja
auðhringarnir á það mikla áherzlu að fá síldarlýsi til her-
væðingar sinnar.
En þótt engra aðgerða sé að vænta af hinni landflótta
Alþýðusambandsstjórn fram yfir skriffinnskuna, ber sjó-
mannafélögunum um land allt að taka málið tafarlaust
UPP og bera fram þá kröfu að ríkisstjórnin tryggi sjóveðin
á ný með bráðabirgðalögum. Þeirri kröfu verður að fylgja
eftir með virkum aðgerðum, þar til ríkisstjórnin sér sitt
óvænna.
Er Valtýr að entlur-
fæðast?
Þórbergur Þórðarson spáir
því í hinu snjalla afmæliskvæði
sínu til Kristins E. Andréssonar
að „framlár verði Valtýr fyrir
dómstóli drottins". Fáir munu
efast um að rétt sé til getið hjá
Þórbergi. Hitt virðist nú einnig
ikomið á daginn að Valtýr sé
farinn að kikna í knjáliðunum
fyrir dómi samtíðar sinnar og
venjulegra dauðlegra manna.
Er það meira en búizt hefur
verið við af Valtý en ber vott
um breytt hugarfar og nokkum
vilja til yfirbótar. Vafalaust er
viljinn þó veikur og þurfa sam-
borgarar Valtýs að gæta þess
að styðja hann fremur en hitt
á braut sjálfsbetrunarinnar.
Tilboð endurtekið.
Valtýr vill ekki lengur standa'
fast á því að 650—800 manns
hafi sótt fund Sósíalistaflokks-
ins í Lækjargötu gegn hemám-
inu. Nú vill hann fá „dóm-
kvadda menn“ til að úrskurða
f jölda fundarmanna eftir mynd-
um Þjóðviljans og Mbl. af fund
inum. Að því er snertir ófals-
aða mynd af fundinum, eins og
þá sem Þjv. birti má talning
teljast lítt hugsanleg, enda nær
sú mynd ekki yfir nema nokk-
um hluta fundarins. En Valtýr
á enn ósvarað tilboði Þjóðvilj-
ans, sem honum var gert á
sínum tíma, um að Mbl, birti
einu sinni mynd Þjóðviljans af
fundinum gegn því að Þjóðvilj-
inn birti tvisvar mynd þá er
Mbl. birti og taldi vera tekna
af fundinum meðan Einar Ol-
geirsson flutti ræðu sína. Þessu
sanngjarna og eðlilega tilboði
hefur Valtýr ekki svarað og
eitt er víst: enn hefur Mbl.
ekki birt myndina en eftir því
bíður Þjóðviljinn með birtingu
Mbl.-myndarinnar, Þetta tilboð
er hér með endurtekið í þeirri
trú að sú tilhneging til hugar-
farsbreytingar sem óneitanlega
kemur fram hjá Valtý í fyrra-
dag sé ekki aðeins stundarfyrir-
brigði heldur eigi hún sér djúp-
ar og varanlegar rætur í sálar-
lífinu. Því skal ekki trúað fyrr
en á reynir til fyllstu hlítar, að
Valtýr þori ekki að gefa lesend
um Mbl. sem á fundinum voru
kost á að bera þessar 2 mynd-
ir af hinum -umdeilda fundi sam
an. Á þennan hátt ættu þeir
vissulega kost á að sannprófa
þann áreiðanleik og sannleiks-
þjónustu sem stærsta blað
landsins viðhefur í fréttaflutn-
ingi.
að ég væri nokkurnveginn sann-
færður um, að frumkvæði Banda
ríkjanna að vopnuðum stuðn-
ingi við Suður-Kóreu væri ekki
sprottið af réttlætiskennd held
ur af heimsvaldahyggju og
hagsmunahvötum. Dró ég þessa
ályktun mína af margra ára
stuðningi þeirra við Sjang
Kaisek gegn alþýðu Kína og
forustu þeirra um myndun
hernaðarbandalags Vestur-
Evrópu gegn Sovétríkjunum.
•
Athyglisverð grein í
Tímariti Máls og
menningar.
„1 öðru hefti Tímarits Máls
og menningar 1951 er grein,
þýdd af A. H.: Kórea í stríði,
tekin úr bók Kai Moltke: Korea
kæmper. Þessi grein virðist ó-
venjulega vel rökstudd og hún
hefur fylllega sannfært mig um,
að hugboð mitt var rétt. Eg
vil hvetja alla lesendur Þjóð-
viljans til að lesa þessa grein
með athygli, því hún varpar
skýru ljósi yfir ástandið í Norð
ur- og Suður-Kóreu áður en
styrjöldin hófst, og leiðir sterk
rök að því hverjir hófu styrj-
öldina. — B. M.“
* ★ *
Styrjöldin í Kóreu.
„iB. M.“ skrifar. — „Skömmu
eftir að styrjöldin hófst í Kóreu
spurði kunningi minn hver væri
afstaða mín til Kóreustyrjaldar-
innar, hvort ég fylgdi heldur
Austri eða Vestri. Eg játaði fá-
fræði mína í heimspólitxk, var
ékki eins öruggur og ritstjórar
Morgunblaðsin.s og fylgihnettir
þeirra hér, sem strax tóku á-
kveðna fjandsamlega afstöðu
til Norður-Kóreu-Iýðveldisins.
Eg sagði þó kunningja mínum,
Elmskip
Brúarfoss er í Hamborg. Detti-
foss kom til Vestmannaeyja í gær
frá Patreksfirði. Goðafoss var
væntanlegur til Hamborgar í gær.
Gullfoss kom til Reykjavíkur í
morgun frá Khöfn og Leith. Lag-
arfoss, Selfoss og Tröllafoss eru
i Rvík. Katla er á Akranesi. Voll-
en lestar í Hull um þessar mundir.
Ríkisskip
Hekla fer frá Rvík í kvöld kl.
20 til Glasgow. Esja er á leið
frá Austfjörðum til Rvikur. Herðu
breið fór frá Rvik ií gærkvöld
austur um land til Siglufjarðar.
Skjaldbreið fer frá Rvík í kvöld
til Skagafjarðar- og Eyjafjarðar-
hafna. Þyiill er í Faxaílóa. Ár-
mann var í Vestmannaeyjum i gær.
yy' , 8.00—9.00 Morgun-
útvarp. 10.10 Veð-
urfr. 12.10—13.15
Hádegisútv. 15.30
Miðdegisútvarp. —
16.25 Veðurfregnir.,
19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tónleikar:
Danslög (pl.) 19.40 Lesin dagskrá
næstu viku. 19.45 Auglýsingar.
20.00 Fréttir. 20.30 Synoduserindi
í Dómkirkjunni: Samband angli-
könsku kirkjunnar og systurkirkn-
anna á Norðurlöndum (séra Jakob
Jónsson). 21.00 Einsöngur: Nelson
Eddy syngur (pl.) 21.15 Dagskrá
Kvenfélagasambands íslands. —
Upplestur: „Að heilsast og kveðj-
ast“, smásaga eftir Theódóru Guð-
Iaugsdóttur (frú Aðalbjörg Sig-
urðardóttir les). 21.40 Tónleikar
(pl.) 21.45 Frá útlöndum (Þórar-
inn Þórarinsson ritstjóri). 22.00
Fréttir og veðurfr. 22.10 Sinfón-
Jonsmessumót sósíalista
Jónsmessumóbsnefndin vill minna
fólk á að tryggja sér farmiða
tímanlega. Farmíðar eru seldir í
skrifstofu Sósíalistafélags Rvíkur,
Þórsgötu 1, simi 7510. Ferðir verða
éins og hér segir: Á Þingvöll laug-
ardaginn 23. júní kl. 2, 5 og 7.30
og sunnudaginn 24. júni kl. 8.30 og
11.30. . Frá Þingvöllum sunnudag-
inn 24. júní kl. 6, 9 og 11.30 e. h.
ískir tónleikar (pl.): a) Pianókon-
sert í A-dúr eftir Liszt (Egon
Petri og Philharmoniska hljóm-
sveitin í London; Leslie Heward
stjórnai’). b) Sinfónia nr. 3
(Skozká sinfónían) . eftir Mendels-
sohn (Konunglega philharmoníska
hljómsveitin í London. leikur; Fel-
ix' Weinga.rtner stjórnar). 23:00
Dagskrárlok.
Hinrt 17. júní opin-
beruðu trúlofun
sína Helga Guð-
rún Einarsdóttir
hárgreiðsludama
Réykjahlíð 10 og
Gísli Árnason, Skúlagötu 80. —
S. 1. lauýardag opinberuðu trúlof-
un sina Auðbjörg Guðbrandsdótt-
ir, stúdent, Vitastig 14. og Guð-
mundur Steinbeck, stud. polyt.
Bergþórugötu 55.
Eyfirðingafélagið fer í gróðursetn-
ingarferð í Heiðmörk fimmtudag-
inn 21. júní. Lagt verður af stað
kl. 8 síðdegis frá Búnaðarfélags-
húsinu.
Hinn 16. þ. m.
voru geíin sam-
an i hjónaband
af séra Lárusí
Arnórssyni að
Miklabæ, ung-
frú Herdís Helgadóttir og Ragnar
Fjalar, stud. theol., frá Miklabæ.
— 1 dag. verða gefin saman í
hjónaband Katríii Óíafsdóttir (H.
Sveinssonar, forstjóra) og Guðni
G'uðhaúndsson (H. Gúðnasonar,
gullsmiðs.
ívitnanaialsarinn
Framhald af 1. síðn.
stjarna í austri, þaðan liafa
nýjar hugmyndir homið, hug-
myndir um bræðraiag og jafn-
rétti meðal þjóðanna, hvort
sem þær eru smáar eða stór-
ar, þaðan ltom frelsunin frá
fasismanum sem varpaíi einn-
ig sínum brúna skugga á
skaiulinavísku löndin, þaðan
liefur friður komið til Jtjóðanna,
þaðan hafa fyrstu geislar hans
fallið, geisiar, sem ekki liata
gefað flutt hita til .Islands ein-
ungis vegna þess, að hinn
svikafulli og árásargjarni nábúi
handur: við hafið hefur vogað
sér í afdrifaríkan lcik með ör-
lög þjcðarinnar.“
★ Þjóðviljanum er ekki kunn-
ugt hvemig þau ummæli hafa
litið út upphaflega sem þannig
hijóða eftir að ívitnanafalsar-
inn hefur farið um þau hönd-
um. Hitt hafa lesendur Morg-
blaðsins fengic^að sjá svart á
hvítu hvernig Valtýr Stefáns-
son leikur sínar eigin ívitnanir.
í gær segir hann um ummæli
þáu sem að framan eru grcind:
★ „Játning Perventsevs hins
rússneska þess efnis, að Sovét-
lierinn hefði lagt urdir sig ís-
land, ef við íslendingar hefð-
um ekki gengið í Atlaiizhafs-
bandalagið ... hin alkunna
setning Perventsevs, livernig
íslenzka bjóðin hafi gengið
Sovétríkjunum úr greipum,
vcgna þess, segir hann, að ís-
Iand liafi orðið amerísk flug-
stöð.“
A Þessi samanburður talar
sínu eigin máli og er ástæða
til að þakka Valtý fyrir þá
mynd sem hann hefur sjálfur
gefið af vinnubrögðum sínum.
Spurningin er aðeins hvers
vegna Va-Ifcýr gekic eklii þannig
frá ívitnuninni í upphafi að
liann þyrfti ekki að snúa merj;-
ingunni alveg vio með nokk-
urra daga millibili. Ef til vill
er það merki þess að einhver
sómatilfinring leynist íneð
manninum þrátt f.vrir æviianga
föls'únariðju, og niá þá sfegja
að góð>r eiginleikar manca séu
furðu Jífseigir, þótt iila sé að
þeim búið.