Þjóðviljinn - 21.06.1951, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 21.06.1951, Qupperneq 6
6) _ ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 21. júni 1951 Undir eilífðarstjörnum Eftir A. J. Cronin 186. DAGUR yrðir eins heppin og ég. Kær kveðja til mömmu, Clarice, Phyllis og pabba og auðvitað til sjálfr- ar þín líka. Ef þú hittir Davíð, þá skaltu segja honum, að ég hugsi stundum um hann, Það er enginn annar karlmaður í lífi mínu núna, Sallý. Það geturðu líka sagt honum. Mér finnst karlmenn óþjóðalýður. En hann var nú samt góður við mig. Nú verð ég að hætta; ég þarf að fara að skipta um föt fyrir kvöldverðinn. Ég er nýbúin að fá nýjan svartan kjól með pallíettum. Hann er sannkallaður draumur, Sallý. Vertu sæl og guð veri með þér. Þín einlæg systir Jenný". Þögn. Svo stundi Davíð þungan. Hann ein- blíndi á þessa undarlegu ritsmíð og hver ein- asta lína vakti kveljandi og þó kærar minningar hjá honum. „Hvers vegna hefurðu ekki sagt mér frá þessu fyrr?“ spurði hann loks. ,,Hvað hefði það stoðað?“ sagði Sallý lágri röddu. Svo hikaði hún andartak. ,,Ég fór strax til Cheltenham á hótel Excelsior. Það var satt að Jenny hafði verið þar í nokkra daga meðan á veðreiðunum stóð, en hún var ekki í fylgd með neinni roskinni konu“ . „Nei, því trúi ég vel“, sagði hann. „Þú mátt ekki taka þetta of nærri þér, Davíð“. Hún hallaði sér fram á borðið og tók um hönd hans „Hertu þig upp, Dabbi minn. Það er þó alltaf gott að vita að hún lifir og líður vel“. „Já, það er sjálfsagt gott“. „Var það ef til vill rangt af mér að sýna þér bréfið?" spurði hún kvíðandi. Hann lagði bréfið aftur í umslagið og stakk því í vasa sinn. „Ég er feginn því Sallý“, sagði hann. „Mér finnst að ég eigi öðrum fremur að fá að fylgj- ast með henni“. „Já, það fannst mér líka“. Aftur varð þögn og hún hafði ekki verið rofin, þegar Alf kom aftur. Hann leit sem snöggvast á þau bæði, en spurði einskis. Þögn Alfreðs var oft innihalds- meiri en mörg orð. Hálftíma seinna fóru þau af hótelinu, og Davíð fylgdi Alfreð og Sallý að sporvagninum. Hann reyndi að láta sem ekkert hefði í skor- izt. Honum tókst meira að segja að brosa. Sallý var hamingjusöm — og hann vildi ekki eyði- leggja hamingju hennar með einkaáhyggjum sínum eða láta hana halda að hún hefði rifið upp gamalt sár með því að sýna honum bréfið. Bréfið var ruddalegt og auðvirðilegt og ein lygaþvæla frá upphafi til enda. f huga sínum gat hann séð hina sönnu mynd: Jenný var ein stundarkorn á ódýru hótelherbergi, meðan lagsmaður hennar var við veðreiðarnar eða niðri á drykkjustofunni. Allt í einu hafði henni dottið í hug að skrifa heim —> sumpart til að stytta sér stundir og sumpart til að nota sér heimsóknina á þennan fína stað til að miklast af við fjölskyldu sína. Hann andvarpaði. Ilm- urinn af hinum ósmekklega pappír var kæfandi. Segðu Davíð að ég liugsi stundum um hann. Hvers vegna hafði þetta þýðingu fyrir hann? Og skyldi hún nokkurn tíma hugsa um hann? Jú, ef til vill gerði hún það. Hann hugsaði lika um hana. Þrátt fyrir allt gat ha-nn ekki gleymt henni. Honum þótti ennþá vænt um Jenný og minningin um hana bjó enn í huga hans og lá eins og skuggi yfir lífi hans. Hann vissi að hann hafði aðeins ástæðu til að fyrirlíta hana, hata hana, en hann gat aldrei sígrast á þess- um skugga, þessari leyndu ást. Um kvöldið sat hann við arininn og hugsaði og skýrslan lá óhreyfð á borðinu. Hann gat með engu móti byrjað á henni. Hann var svo undarlega eirðarlaus. Seint um nóttina gekk hann út og gekk lengi um auðar, tómar göt- urnar. Þetta eirðarleysi stóð yfir í marga daga og í meðan gerði hann enga tilraun til að vinna. Hann fór í langar gönguferðir. Og hann kom enn einu sinni á Tate listaverkasafnið og þar stóð hann lengi fyrir framan litlu myndina eftir Degas, Leeture de la Lettre, sem hann hafði alltaf haft mætur á. Hann leitaði upp- örvunar og huggunar með því að lesa Tolstoi. Hann las Önnu Kareninu, Upprisu og Mátt myrkursins hvað á eftir öðru. Loks tókst honum að einbeita huganum að starfi sínu. Nú var komið fram í maí og hver atburðurinn rak annan. Það kom æ skýrara í Ijós að stjórnin var dauðadæmd. Davíð varð önnum kafinn við undirbúninginn að hinni miklu kosningabaráttu og hann gaf sér ekki tíma til að hugsa um eigin áhyggjur. Hann gaf sér tíma til að fara í skyndiheimsókn til Tyne- castle til að vera við brúðkaup Sallýar, ann- ars eyddi hann engum tíma í sjálfan sig. Hinn 10. maí var þingið rofið og 30. maí fóru kosningarnar fram. Þjóðnýtingin var aðal- málið 'á stefnuskrá jafnaðarmanna. Flokkurinn snéri sér til þjóðarinnar með kosningaávarpi sínu. Ástandið í kolanámuiðnaðinum er svo hörmu- legt, að þegar í stað verða gerðar ráðstafanir til úrbóta í kolahéruðunum, iðnaðinum verður gerbreytt' bæði hvað vinnslu og dreifingu snert- ir og vinnudagurinn styttur. Jafnaðarmanna- meirihluti þjóðnýtir námurnar, því að það er eini möguleikinn til virkra úrbóta á vinnuskyl- yrðunum. Auk þess vill flokkurinn efla vísinda- lega nýtingu kolanna og fylgiefna þeirra, sem nú fara að miklu leyti til spillis. Ávarpið var undirritað J. Ramsay MacDonald. J. R. Clynes Herb.ert Morrison Arthur Henderson Með þessu ávarpi og stefnu þess sigruðu jafnacarmenn, Davíð jók meirihluta sinn um næstum tvó þúsund atkvæði. Nugent, Bebbing- ton, Dudgeon, Chelmers og Cleghorn fengu fleiri atkvæði en nokkru sinni fyrr. Davíð var gagn- tekinn fagnandi eft.irvæntingu þegar hann hélt aftur til London. Hann sá í anda námufrum- varpið, sem flokkurinn hafði svo lengi unnið að, vera lagt fram í þinginu og samþykkt þrátt fyrir alla mótspyrnuna. Hann svimaði við til- hugsunina. Loksins, hugsaði hann, loksins. 2. júlí 1929 var þingið sett opinberlega. 5» Rigningarkvöld eitt í haustbyrjun 1929 komu Davíð og Harrý Nugent út úr þinghúsinu og stóðu um stund fyrir neðan þrepin og töluðu saman. Fyrir rúmum tveim mánuðum hafði konungurinn haldið hásætisræðu sína og ráð1- herrar jafnaðarmanna höfðu kysst hönd hans. Jim Dudgeon í stuttbuxum og með gullbryddað- an, þrístrendan hatt hafði sett sig i stellingar með bros á vör fyrir framan ótal ljósmyndara. Forsætisráðherrann hafði farið í skyndiheimsókn Uppeldismálaþing Framhald af 5. siðu. fræðaskóla, á þess lcost að fá menntun sína við Háskóla ís- lands. Samhliða námi kennslu- greinanna mundi slíkt nám, sem reglugerð háskólans gerir ráð fyrir, koina að verulegu gagni. 2. Því leyfir þingið sér að skora' á fræðslumálastjórnina og rektor háskólans, að komið verði upp hið bráðasta kennslu- stofnun i uppeldisvísindum við Háskóla Islands, svo sem á- kveðið er í lögum frá 5. marz 1947. Telur þingið, að fram- kvæmd þessara ákvæða fræðslu laganna hafi dregizt um of og ótækt sé að fresta. henni leng- ur. 3. Kennslustofnun þessi veiti fræðslu í sem flestum þeiro greinum, sem kenndar eru á gagnfræðastiginu, svo sem ís- lenzku og sögu, ensku og dönsku og í ýmsum greinum náttúrufræði. Leyfir þingið sér að benda á það, að við há- skólann starfa þegar einn eða fleiri kennarar í mörgum vegamestu greinum, svo sem ís- lenzku, sögu og ensku, en við Atvinnudeild háskólans starfa ýmsir færustu sérfræðingar þjóðarinnar i náttúrufræðileg- um greinum. Hér eru því nær- tækir hinir ákjósanlegustu kennarar, en þess eru mörg dæmi erlendis, að rann- sóknar- cg kennslustörf eru þannig sameinuð. Þingið lítur svo á, að með samvinnu og góðu skipulagi mætti hrinda hér í framkvæmd, án mikils kostnað- ar, einu brýnasta nauðsynja- máli kennarastéttarinnar. 4. Uppeldismálaþingið vill benda á það, að þessi stofnun mundi greiða stúdentum leið að stuttu, liagnýtu námi, en fjöldi stúdenta vex með ári hverju. Starfssvið hennar yrði æski- leg rýmkun á starfssviði B.A.- deildar háskólans, svo að starfs- kraftar þeirrar deildar nýttust í þágu kennaramenntunarinnar. 5. Róttindi til náms í um- ræddri kennaradeild eru ákveð- in í 14. gr. laga um kennara- menntun. Uppeldismálaþingið vill þó leggja áherzlu á, að kennarar, sem þegar eru í starfi eigi kost á að ljúka námi í deild inni, enda þótt þeir hafi ekki þreytt tilskilin próf. 6. Þingið vill enn fremur leggja áherzlu á nauðsyn þess, að þeir kennarar gagnfræða- stigsins, sem numið hafa er- lend mál hér á landi, stundi framhaldsnám í sömu grein á heimalandi málsins, hið minnsta 6 mánuði, svo að þeir nái leikni í að tala málið. Telur þingið, að þetta mundi leiða til hag- nýtari tungumálakennslu. láíuðu á sig allmarga innbrotsþjólnaði Maður sá er lögreglan hafði grunaðan um að hafa f'ramið innbrot í veitingastofun „Skeif- an“ aðfaranótt 13. þ. m., og hafði í gæ/Juvarðhaldi, hefur nú játað á sig verknaðinn. Játaði maður þessi einnig að hafa framið innbrot á þessum stað 29. jan. s. 1., ásamt öðr- um manni, sem einnig hefur meðgengið. Stálu þeir miklu af tóbaki og sælgæti. Þá hafa þessir sömu menn játað að þeir hafi, ýmist annar eða báðir, stolið úr 4.. vélbátum er lágu hér í höfninn^,, Iran Framhald af 1.- síðu. ástandið í olíudeilunni væri nú orðið ískyggilegt. Grady sendi- herra Bandaríkjanna í Iran, kom í gær að rúmstokk Mossa- degh forsætisráðherra, sem er veikur og sárbændi hann að hefia aftur samninga við Anglo Iranian. Fréttaritarar i Teheran telja, að Mossadegh ætli ekki að láta sig heldur biðja þingið um nýja traustsyfirlýsingu. Hann kall- aði ríkisstjórnina saman á auka fund í gærkvöld til að ákveða einstök atriði við framkvæmd þjóðnýtingarinnar. Fréttaritar- ar segja, áð í Teheran sé talið, að útflutningur olíu frá Iran muni stöðvast, því ,að afgreiðslu mönnum í Abadan verði skipað að ferma engin olíuskip, nema ekipstiórar þeirra gefi kvittun fyrir að þeir hafi tekið við olí- unni frá yfirstjórn hins þjóð- nýtta olíuiðnaðar. Gullíajsi SlySur visfis Framhald af 8. síðu. uðust Grænlandsflug í sumar og á grundvelli þeirra hafa nú verið farnar nokkrar ferðir með varning héðan, en Loftleiðir hafa í því skyni leigt bandarísk- ar flugvélar. Væntanlegir samningar um Grænlandsflug og raunar ýmis- legt annað, svipaðs eðlis, olli því áð Loftleiðir ákváðu að leita fyrir sér í Bandaríkjun- um um leigij á Skymasterflug- vél í sumar. Samningar stóðu alllengi um þetta og leit svo út um tíma að þeir myndu tak- ast. Ófyrirsjáanleg atvik ollu- því að nýlega slitnaði upp úr samningum þessum og varð þá ljóst að Loftleiðir myndu ekki fá umráð yfir fjögurra hreyfla flugvél fyrr en „Hekla" kem- ur heim eftir að leigusamning- urinn um hana rennur út, en það er í lok næst komandi sept- embermánaðar. Loftleiðum höfðu borizt mjög hagstæð tilboð frá bandarísku flugfélagi, sem vildi annast Grænlandsflutninga fyrir Vict- or í sumar í umboði Loftleiða og fara þær 10 ferðir. sem enn eru ófamar yfir jökulinn. — Stjórn Loftleiða taldi hins veg- ar óeðlilegt að gengið væri fram hjá íslenzku félagi, sein möguleika hefði til þess að ann- ast hetta og höfðu Loftleiðir því milligöngu um að Flugfé- lag Islands taki þetta að sér fvrir Poul Emile Victor. Er þvi í ráði að Flugfélag Islands fari þessar ferðir og mun „Gullfaxi" verða notaður til þeirra. Ú? heimi sósíalismans Framhald af 3. síðu. FINS OG áður er sagt ligg- ur Tbilisi í dalverpi, en kringum borgin eru hæðadrög sem nú ey verið að klæða skógi. Á einni þessari hæð fyrir ofan borgina í 700 metra hæð stendur mikil og glæsileg menningarhöll, einna líkust höll úr Þúsund og einni nótt. Þarna eru lestrar- salir, taflherbergi, musíksalir, veitingasalir. Hingað streyma Tbilisíbúar í frístundum sínum allan ársins hring. Rafmagns- braut gengur þarna upp mest- allan sólarhringinn og flytur fólkið á þægilegan og ódýran hátt. Kringum þe§sa höll ligg- ur fallegasti garðurinn, sem við sáum á ,ölju ferðalaginu, og er ' þaðan fegursta útsýni yfir borg ina og umhverfið. gVÖLDIÐ ÁÐUR en við fór- um var okkur haldin skilnað- arveizla í menningarhöllinni og komu þangað ágætir listamenn og dönsuðu og sungu fyrir okk- ur. Grúsíumenn eru gleðimenn og vilja hafa mikinn söng í veizlum sínum, eins og Islending ar. Við sátum þarna í mikl- um fagnaði fram eftir nóttu, og næsta morgun kvöddum við hina sólfögru Grúsíu, Þ. V. Aðalfundur S.Í.S. Framhald af 5. siðu. ir Samvinnutrygginga, líftrygg- ingafélagsins Andvöku, Fast- eignalánafélags samvinnumanna og stofnfundur Vinnumálasam- bands samvinnumanna. Aðalfund SÍS munu sækja. 100 fulltrúar frá 54 samvinnu- féiögum víðs vegar um land, en félagatal sambandsfélaganna um siðustu áramót var 30 680 og á framfæri þejrra tæplega 94:000 manns. Fjórveidaíimchir Framhald af 1. síðu. Sovétstjórnin bendir á, að Gromiko hafi fallizt á að taka á dagskrá fjórveldafundar öll bau atriði, sem Vesturveldafull- trúarnir hafi stungið uppá. — Með því að neita að taka á dagskrána atriði, sem Sovét- ríkin leggja áherzlu á, sé verið að reyna að skipa þeim skör lægra en hinum rókjunum þrem, og slikt geti sovétstjórnin ekkt sætt sig við.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.