Þjóðviljinn - 21.06.1951, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 21.06.1951, Qupperneq 7
iFimmtudagur 21. júní 1951 — ÞJÖÐVILJINN — (7 Dragt (lítið númer) til sölu, ódýrt. Kárastíg 1 (Frakkastígs- megin). Seljum allskonar húsgögn o.fl. undir hálfvirði. PAKKHÚSSALAN, Ingólfsstræti 11. Sími 4663. Samúðarkort Slysavarnafélags Isl. kaupa flestir. Fást hjá slysavarna- deildum um allt land. I Reykjavík afgreidd í síma 4897. Gólfteppi keypt og tekið í umboðsölu. sími 6682. Fornsalan Lauga- veg 47. Kaupum — Seljum allskonar verkfæri. Vöruvelt^ an Ilverfisgötu 59, sími 6922 Almenna Fasteignasalan, Ingólfsstræti 3. Sími 81320. Kaup — Sala Umboðssala: Útvarpsfónar, útvarpstæki, gólfteppi, karlmannafatnað- ur, gamlar bækur og fleira. Verzlunin Grettisgötu 31, Sími 3562. Daglega ný egg, soðin og hrá. — Kaffisalan, Hafnarstræti 16. orot Herraföt — Húsgögnj Kaupum og seljum ný og notuð húsgögn, karlmanna- föt o. m. fl. — Sækjum — Sendum. — Söluskálinn, Klappai’stíg 11, sími 2926. Munið kaffisöluna í Hafnarstræti 16. Ferðaskrifstofan efnir tii eftirtaldra ferða um næstu, helgi: Þórsmer'kurferð 1 Vi dagur. Lagt af stað á laugai dag kl. 13,30. Komið heim á surinudagskvöld. Hin ferðin er 4ra daga ferð austur í Skaftafellssýslu. Lagt af stað lcí. 14- á laugardag Komið heim á þriðjudags- kvöld. Nýja efnalaugin, Höfðatúni 2, Laugaveg 20B, - sími 7264. Sendibílastöðin h. f., | Ingólfsstræti 11. Sími 5113.! Húsgagnaviðgerðir ; Tökum að okkur viðgerðir; á allskonar bólstruðum hús-; gögnum. Bólstraraverkstæð-' ið Áfram, Laugaveg 55,; (ba'khús) sími 3919. Togarasamningarnir og Sjómanna- félagsstjórnin Lögfræðingar: Áki Jakobsson og Kristján;; Eiríksson, Laugaveg 27, 1.; hæð. -— Sími 1453. Viðgerðir á allskonar stoppuðum hús-! gögnum. — Húsgagnaverk-; smiðjan Bergþórugötu 11. Ragnar Ólafsson hæstaréttarlögmaður og lög- giltur endurskoðandi: — Lögfræðistörf, endurskoðun! og fasteignasala. — Vonar-{ stræti 12. Sími 5999. Gúmmíviðgerðir Stórholti 27. Móttaka einnig í Kamp Knox; G-9. Útvarpsviðgerðir Radíóvinnustofan, Laugaveg 166. Nýja sendibílastöðin Aðalstræti 16. Sími 1395 Hekla fer frá Reykjavík ítl. 20 í kvöld til Glasgow. Farþegar þurfa að vera kornnir i tollskýlið á hafn- arbakkanum , kl.. 19. v , ■ Hornafjarðarvertíð Framhald af 8. síðu. Raufarhöfn, 4 frá Neskaupstað, 1 frá Eskifirði og 1 frá Fá- -skrúesfirði. Fyrstu 6 bátarnir hófu róðra í janúarmánuði og fóru ails 19 róðra, var áflinn mjög tregur, en gæftir sæmi- legar. Almennir róðrar hófust í febrúar, var aflinn enn tregur, þó gæftir væru með betra móti, slæmar gæftir voru í marz og svo til fiskilaust, sama er að segja um apríl og maí, gæftir yfirleitt slæmar og tregur fisk- ur. Mikil loðna’ var á fiskimið- um en gekk ekki inní fjörðinn á þessari vertíð. Síðasti bátur hætti veiðum 25. maí, var það m.b. Aucbjörg frá Neskaupstað, en flesta róðra á vertíðinni fór m.b. Guð- björg frá Neskaupstað, eCa 54 róðra, sem skiptust þannig: I. janúar 7 róðra, í febrúar 13, í marz 11, í apríl 10 og í maí 13 róðra. Meðalróðrafjöldi á vertíðinni voru 32 róðrar. Síld, er bá.tarnir notuðu t.il beitu, varð 89 tonn. Af gotu voru hirtir um 20 þús. litrar og seldu bátarnir Kaupfélagi Aust- ur-Skaftfellinga og Einari Ei- ríkSsyni gotuna, en hún verkað- ist þannig: Kaupfélag Austur- Skaftfellinga sykursaltaði 90 tunnur, grófsaltaði 56 tunnur, en Einar Eiríksson grófsaltaði um 40 tunnur. Lifrar- og gotu-y verð var áætlað og greitt út á lifrarlítir kr. 1.50, en á gotu- lítir, kr. 1.00. Frarah. af 5. síðu marks enda eindæma klaufa- legar. Vissulega eru gjörðir stjórnarinnar þær sömu þótt svo færi að sjómenn felldu samkomulagið. — Skilja það allir, sem eitthvað þekkja til samninga og verkalýðs- samtaka yfirleitt, að öll að- staða verkalýðsins er önnur og verri þegar þeir sem forustu eiga að hafa fyrir samtökun- um bregðast og ganga erinda atvinnurekenda. Eru sjómanna- samtökin hér engin undantekn- ing frá reglunni, enda hafa sjó- menn fengið af því marga erfiða og dýrkeypta reynslu, hvern- ig er að standa í verföllum og réttindabaráttu við útgerð- arauðvaldið, með stjórn síns eigin félags sem bandamenn þeirra sem hún átti að sjórna baráttunni við. Minnast reyk- vískir sjómenn þess ekki sízt frá síðustu togaradeilu, þegar þeir urðu að standa jöfnum höndum í hörðum slag við stjórn síns eigin félags og tog- araeigendur, og voru að lok- um neyddir til að ganga að stórgölluðum samningum vegna þess að þeir sem forustu áttu að veita höfðu gjörsamlega gengið yfir til andstæðinganna, og ráku erindi þeirra leynt og ljóst. I. júní og 15. nóvember. Allir togarasjómenn eru sam- mála um, að vart geti óheppi- legri uppsagnartíma fyrir þá en hásumarið. Þá er afli óvissast- ur og yfirleitt tregur. Um há- sumarið er varla um isfisk- markáð að ræða erlendis. Út- gerðarmenn voru rólegir í fyrrasumar þótt togaranir stöðvuðust um margra mánaða skeið. Þessi er reynsla sjómanna af þeim tíma sem G. J. óg félagar hans vilja nú skammta sjómönnum. En Garðar kann ráð við þessu. Hann segir í grein sinni í Alþbl. að togara- sjómenn geti farið á síld eða í verksmiðjuvinnu ef til stöv- unar komi að sumri og þykir sá tími ólíkt álitlegri en 15. nóv. Sjálfsagt hefur formaður S. R. hér í huga þau „glæsi- Iegu“ kjör sem sjómenn búa við á sfldveiðum eftir að „fyrsta stjórn Alþýðuflokksins“ vann það afrek að eyðileggja sjó- veðsrétt síldveiðisjómanna. Þyk ir G. J. hlutur síldveiðisjó- manna svo eftirsóknarverður nú síðustu árin, að hann sé beinlinis lokkandi fyrir togara- sjómenn? Og veit G. J. ekki neitt um þá miklu og vaxandi eftirspurn sem orðiii' er eftir atvinnu við síldarverksmiðjurn- ar að sumrinu?' Sá maður sem beitir svona rökum vonlausum málstað sér til framdráttar, er annaðlivort of ókunnugur at- vinnulífinu nú og kjörum verkalýðsins til þess að vera 'lilutgengur til þess starfs sem liann á að gegna, eða þá hitt, að hann gengur vitandi vits og að yfirlögðu ráði erinda þeirra atvinnurekenda. sem sjómenn þurfa að sækja rétt sinn und- ir. Verður hver að gera það upp við sjálfan sig hvort held- ur mnni ganga G. J. til þeklc- ingarleysið eða þjónslundin við stórútgerðarauðvaldið. En í sambandi við þá feikna áherzlu, sem G. J. leggur á það, að vinna sjómenn til fylg- is við 1. júní sem uppsagnar- dag, verður ekiki hjá því komizt að spyrja formann S.R. eftirfar- andi spurningar: Hver er ástæðan til þess, að G. J. og stjórn S. R. leggur svona fast að sjómönnum að velja 1. júní, eir.mitt þann tíma ársins, sem reynslan hefur ó- véfengjanlega sannað, að er tog araeigendum hagstæðastur? Vonandi stendur ekki á skil- merkilegu og ótvíræðu svari hjá formanni Sjómannafélags Reykjavíkur og enginn vafi er á, að eftir því svari mun verða tekið af togarasjómönnum. Sjálfir munu togarasjómenn i engum vafa um, að uppsagnar- tíminn fyrir þá er allt annar og sigurstranglegri 15. nóv. heldur en 1. júní. Þá er yfir fftandandi eða framundan bezti ísfiskmarkaður ársins. Þeir þekkja vel hugsunarhátt tog- araeigendanna og vita gerzt að gróðann af ísfisksölunni vilja þeir sízt missa. Og þótt G. J. virðist halda að sjómenn stofni til uppsagnar samninga til þess ,,að taka sér frí“ og leggi ekki mikið uppúr því hvort stöðvun stendur lengur eða skemur þá er það mikill og háskalegur misskilningur. Enn búa íslenzk- ir togarasjómenn ekki við það kaupgjald að löng stöðvun flotans sé þeim nokkurt skemmtiefni eða gamanmál. Af- koma þeirra og hagsmunir kref jast þess vissulega, eins og annarra vinnandi stétta, að ekki sé gerður leikur að því, að verkfall standi lengur en brýnasta þörf er á. Þetta ætti stjórn S. R. að vita, þótt starf hennar beri vðtt um hið gagn- stæða. Hún' virðist hins' vegar ekki telja það neinu skipta þótt sjómenn standi mánuðum sam- an í verkfalli vegna klaufa- skapar hennar og glópsku. Sýn- ir þetta enn hve mikið djúp er staðfest milli landherranna í stjórn Sjómannafélagsins og hinna starfandi sjómanna sjálfra, og þeirra hagsmuna. S. R. vantar dugandi forustu. Grein sinni lýkur G. J. með neyðarópi til sjómanna um að þjappa sér fastar um stjórn S. R. Ekki mun henni af veita og hrekkur þó óp G. J. áreið- anlega skammt í því efni. Starfandi sjómcnn þekkja vel starfshætti landherranna í S. R., bæði þeirra sem setið hafa að undanförnu í stjórninni og þeirra, sem dubbaðir voru upp í vetur eftir að Sæmundur & Co. höfðu gengið sér til húðar. Sár reynsla sjómanna hefur kennt þeim að í hverri vinnu- deilu þurfa þeir ekki síður að standa á verði um hagsmuni sína gagnvart- sinni eigin stjórn en gagnvart hinum opinbera andstæðingi'. Þetta er sú raun, sem reykvísk sjómannastétt, bæði togarasjómenn og aðrir, hafa orðið að búa við um langa hríð. Á þessu eru sjómenn orðnir langþreyttir sem von er tií. Þeir kjósa ekkert fremur en að sameinast um rétt sinn og hagsmuni og geta treyst félagsstjórn sinni og forustu. En með hverju árinu sem líður sannfærast sífellt fleiri og fleiri stapfandi sjómenn ‘um það, að starf og stefna félags þeirra í brýnustu kjaramálum stétt- arinnar verður ekki með þessum nauðsynlega og æskilega hætti, fyrr en þeir hafa hrifið félag sitt úr höndum landherranna og skapað því dugandi forustu úr hópi starfandi sjómanna sjálfra. Atburðir eins og leyni- makkið við togaraeigendur nú og framlenging samninga sem sjómenn telja stórgallaða, væru óhugsandi eftir slíka breytingu á forustunni. Og áreiðanlega verður þessi nýjasta frammi- staða Sjómannafélagsstjórnar- innar í kjaramálum stéttarinn- ar til þess að flýta fyrir þeirri þróun. Draumur allra sjó- manna, sem vilja veg og gengi stéttar sinnar sem mest, er að sjá stéttarfélag sitt fremst í flokki þeirra verkalýðssamtaka sem lengst eru komin í að bæta kjör meðlima sinna og skapa þeim mannsæmandi lífskjör, þeirra verkalýðssamtaka sem vaka á verði í hagsmunabar- áttunni og er stjómað í sam- ræmi við vilja og brýnustu hags- muni meðlimanna sem byggt hafa upp félagsskapinn og bera hann uppi. Þessa óska sjó- menn sínum samtökum til handa og að þessu marki eru þeir staðráðnir að keppa af vaxandi þunga í nánustu fram- tíð, hvort sem G. J. og fé- lögum hans í liði landherranna líkar betur eða ver. Saltfiskurinn Framhald af 8. síðu. farið hálft ár að það geti ekki selt birgðir þær sem nú liggja undir skemmdum. Engu að síður er framleiðendum sjáli'um harð bannað að sel.ia fiskinn, þar sem það myndi rjúfa einokunina. Ef hagsmunir thorsaraklík- unnar eru í húfi, skiptir hitt auðsjáanlega engu máli. þótt milljónaverðmæti fari forgörð- um. Það er þetta sem afturhalds- stjórnin kallar viðskiptafrelsi. Páll hiason Framhald af 8, síðu. um kunnugri á þeim slóðum. 1 sumar ætlar Páll heldur ekki að bregða út af vananum og áætlar 13 daga ferð á þessar slóðir. Ferðin hefst um miðjan júlí. Verður e'kið norður yfir Kjöl til Akureyrar. Þaðan um Mývatnssveit yfir Ódáðahraun og dvalið tvo daga'í Öskju. Úr Öskju verður farið í Herðu- breiðarlindir og haldið þar kyrru fyrir í aðra tvo d-aga. Úr lindunum verður ekið suður að Vatnajökli og dvalið við jökul- inn í tvo daga, en farnar þaðan göngufeiðir á Bárðarbungu og Trölladyngju. Komið verður tii byggða í Bárðardál og þaðan farin hin vénjulega leið um Akureyri til Reykjavíkur.. KerUngafjcll — Nauthagi. Þriðja öræfaferðin hefst í byrjun ágúst, en það er viku- dvöl í Kcrlingafjöllum, og við suðurjaðar I-Iofsjökuls. Fyrst verður ekið í Kerlingafjöll og dvalið þar í tvo daga. Úr Kerl- ingafjöllum verður ekið nð Nauthaga og dvalið í 3 daga sunnanundir Hofsjckli. Þaðan verður gengið á Arnarfell. Frá Hofsjökli verður ekið niður meö Þjórsá og ofan í Þjórsárdal, en þaðan til Reykjavíkur.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.