Þjóðviljinn - 20.07.1951, Page 5

Þjóðviljinn - 20.07.1951, Page 5
Föstudagur 20. júlí 1951 ÞJÓÐVILJINN (5 ÞARASLATTUR Það var furðulegur farkost- ur sem lét úr Reykjavíkurhöfn að morgni 23. september s.l. Kyrr morgunn þar sem haust- sólin ríkti. Fremur fáir á ferli. Höfnin letileg og sljó eins og sjúklingur í móki. ALveg í sam ræmi við áætlun eysteinskunnar um „jafnvægi“ í efnahagslíf- inu. Sláturvöllur í Austfjarða- þorpi háværari staður en Rvík- urhöfn þennan morgun — enda ekki komið í framkvæmd að breyta fiskiðjuverinu á granda- garðinum í kjötgeymslu handa bandarískum stofuhundum. Og fyrmefndur farkostur silaðist stirðlega frá bátaleg- unni undan Fiskiðjuverinu. Það var enginn yfirbygging á þessu skipi. Vélstjórinn fór niður um lok á einhverju sem líktist gam alli búmistu í sveit og þá var byrjað að hósta einhverstaðar niðri í þessúm undarlega, fljót- andi kassa. Ferðin var hafin. Fyrst hóstaði kassinn lágt og varlega, eins og vildi hann hlíf- ast við að vekja sofandi höfn- ina. Svo þegar stefnið (því á farkostinum var stefni með skipslagi) sneri út í hafnar- mynnið leyfði kassinn sér að hósta í hálfum hljóðum. Ég veit ekki enn í dag hvað skip þetta hét — hafi nafnið ekki fyrir Idbgu verið dottið af því og gleymt. Enn furðulegri áhöfn. Þetta var sannarlega furðu- legt farartæki. Áhöfnin var þó enn furðulegri. Vélamaðurinn virtist tilheyra skipinu. Allir aðrir höfðu verið teknir á það til þessarar sérstöku ferðar. Það var einn kjamorkufræðing- ingur, einn doktor í þekkingu á sálinni, þriðji var sagnfræð- ingur, fjórði verkfræðingur, fimmti, ja, líklega aðeins ung- ur maður með lífsbók sína ó- skrifaða framundan, og loks var svo undirritaður landkrabbi og blaðasnápur. 1 Svarti sauðurinn. Svarti sauðurinn í þessari undarlega samansettu áhöfn var ég. Það var fyrir einskæra tilviljun að ég frétti af þess- ari ferð. Og þegar ég var kom- inn á staðinn, ja, þá vom hin- ir of mikil góðmenni til þess að henda mér í land. Ég vona samt að þeir verði ekki kærð- ir fyrir óamerískan hugsunar- hátt vegna þess að ég flaut með. Þeir myndu tafarlaust sýknaðir ef einhver vitni hefðu verið að því hvað þeir litu mig illu auga. Þetta var merkileg ferð, og þeir kváðust enga blaðamenn vilja hafa. Ég lof- aði hátíðlega að halda kj.... Þeir drógu í efa að nokkur blaðamaður gæti unnið slíkt af- rek. Þeir eru ekki einir um þann mjsskilning. Þjóðsagan um lausmælgi blaðamanna er miklu meinlegri en allar úti- legumannaþjóðsögurnar sem hafa farið í taugarnar á Kiljan. Sannleikurinn er að engir kunna eins vel listina að þegja eins og einmitt blaðamenn. Verður reist þaraverksmiðja á Breiðafirði — er gæti framleitt fyrir milljónir króna í erlendum gjaldeyri á ári Eða hvort hefur ncikkur séð ... ? Að vísu er tvennskonar þögn í blaðamennskunni. I fyrsta lagi hin hefðbundna þögn: að þegja yfir trúnaðarmáli og þeg- ar frásögn gerir engum gagn en gæti gert ógagn Svo er hin nýrri tegund þagnar — sem fer vaxandi. Hin „þöglu svik að þegja við öllu röngu“, — og þegja um sannleikann. Það hafa orðið miklar framfarir í hinni síðarnefndu þagnarteg- und eftir að marshallhjálpin kom til sögunnar, — eða hvort hefur nokkur séð Valtý fipast í þögninni um finnsku kosn- ingamar ? Framsóknarmaðuríinn í þaranum. FjTÍrgefið þið. Ég ætlaði ekki að ræða um blaðamennsku Raunar hélt ég mitt loforð. Það var ekki fyrr en Tíminn, blað forsætisráðherrans, kjaftaði frá um þarann, að ég var leyst ur undan þagnarheitinu. Já, Tíminn fór allt í einu að skrifa um þara. Flestir kannast við tímabil eysteinskunnar hið fyrra, tímabil ríkisskuldanna, og klakahöggsins, tímabilið þeg ar ekki matti stofna svo súkku- laðiverksmiðju né brjóstsykur- gerð að ekki væri „Framsókn- armaðurinn í fyrirtækinu“. Þróunin hélt áfram, Framsókn fór að kukla við útgerð. Það kom „Framsóknarmaðurinn í útgerðinni". Og duflið jókst við hina fjarskyldustu hluti bú- skap og samvinnu, unz „bænda- flokkurinn* var kominn á syngj andi brasktúr sem endaði með hlutafélagsstofnun um olíu og landsfrægum hagnaði eftir lclg- málum erðafjandans; frjálsrar samkeppni. Og nú er mér ekki grunlaust um að foringjaráðið við Skuggasund hafi komizt að þeirri niðurstöðu að það þyrfti endilega að vera „Framsóknar- maðurinn í þaranum“! Sumir sjá í þessu langsýni Eysteins, þetta eigi að vera líf- trygging mannanna við Skugga sundið svo þeir flosni ebki upp í þjóðfélaginu þegar armur braskaranna hefur að fullu og öllu lagt Framsókn undir aftur- haldið og síðasti heiðarlegi samvinnumaðurinn hefur yfir- gefið flokkinn. Véln dularfulla. Þetta voru aðeins bollalegg- ingar um hvers vegna ég var leystur undan þagnarheitinu, en nú er grín landsins að baki, alvara sjómennskunnar fram- undan. Kassinn er kominn út fyrir Örfirisey og kjarnorkufr.- ingurinn farinn að skipa fyrir eins og kapteinn sem hefur ver ið hálfa ævi á höfum úti. Þess á milli var hann ásamt verk- fræðingnum, önnum kafinn við vél eina dularfulla sem lá á þilfarinu. Þetta var ný vél er nú skyldi ganga undir sitt fyrsta hæfnipróf. Hún var fyrst til orðin í hugum verkfræðings ins og kjarnorkufræðingsins, síðan var hún smiðuð úr málmi í einhverri vélsmiðju: Hún sam einar eiginleika sláttuvélarinn- ar, sleðans og botnvörpunnar. Þetta var ný gerð sláttuvélar, hin eina sinnar tegundar, og nú var stefnt til hafs — til að slá! Fleira er gróður en gras. Það hefur sem sé ikomið í ljós að fleiri gróður sé arðgæfur hér en engjastör og vallgresi. „Vísindin efla alla dáð, orkuna styrkja viljann hvessa“, kvað Jónas Hallgrimsson. Sennilega vita flestir íslendingar að til er stofnun sem heitir rannsókn- arráð ríkisins. Því er það hlut- verk ætlað m.a. að taka vís- indin í þágu íslenzkra atvinnu- vega. Hvernig búið er að því til að leysa það verkefni af höndum bar kassinn sem við vorum staddir á nokkurt vitni. Á undanfömum árum hefur rannsóknarráð safnað , upplýs- ingum um þaragróður við strendur landsins. Þarinn er gagnleg jurt, sé hann nytjað- ur á réttan hátt. Ný auðsuppspretta. Áður fyrr var unnið joð úr þara, ennfremur kalíum til púð urgerðar, edikssýra o. fl„ en þykir ekki lengur borga sig. Nú eru aðallega unnin úr þara agar, carrageen og algin. Þetta Þetta eru hlaupefni. sem notuð eru við bakteríurannsóknir, matartilbúning, í ýmiskonar krem og áburð, í lökk og máln- ingu og margt fleira“. (Úr gamalli frértt frá rannsóknar- Þegar fremsti hluti þaravélarinnar var kominn upp úr sjó varð að toga hana með handafli upp á borðstokldnn svo hægt væri að Iosa úr pokanum en erflðið glejTndist af fögnuð- inum yfir því að vélin hafði reynzt nothæf ráði, sem lesendur hafa kann- ske gleymt). Norðmenn vinna mjög að rannsókniyn á þara og í frétt frá Noregi s.l. vetur greindi frá að þar væru uppi hugmyndir um að vinna gervi- silki úr þara. Þaraengjarnar á Breiða- firði nægja stórri verksmiðju. Á sumrinu 1950 lét rann- sóknarráð athuga og mæla þara- gróður í Breiðafirði. Stjómaði Marteinn Bjömsson verkfræð- ingur þeim rannsóknum. Alls var athugað þar 60 ferkíló- metra svæði og reyndust 25 ferkm heppilegir til þaraskurð- ar og áætlað að á því svæði mætti árlega fá 10 þús. tonn af þara á ári. Á svæði þessu em aðallega hrossaþari og belt- isþari, sem notaðir em til algin- vinnslu. 1 hverju tonni af þara eru á milli 30 og 40 kg. af algin- sýrii, sem fuilunnin mun vera um 1000 kr. vVði. Má eða má ekki? Á s.l. vetri fullyrti rannsókn- arráð eftirfarandi: „Það er því auðsætt, að hrá efnamagn það . sem þarna (á Breiðafirði) er f jTÍr hendi, næg- ir til þess að standa undir stórri verksmiðju, sem æíti að geta skilað árlega nokkrum milijónum króna í erleudum gjaldejri, ef nægur markaður er fyrir hendL“ Hún hafði sleg- ið! Spenntir menn horfa ánægðir á sláttuvélina sína koma uppúr sjón- um. Varpan er liálffull af þara. Hin nj'ja sláttu- vél, sem þarna var rejnd í fjTrsta sinn lief- ur uppfyllt þær vonir sem gerðar höfðu verið til hennar. Þarna hillir undir nýja gjald eyrislind. Spurningin er líklega fyrst og fremst hvort Islend- ingar mega nytja sinn eiginn þara. Nú er að vísu aflagt að ganga á fund Rentukammers- ins í Kaupmannahöfn. Nú er það „maðurinn sem situr við íslandsborðið“ í allt annaiTÍ borg, sem spurður er hvort Is- lendingar megi byggja áburð- arverksmiðju og framleiða sement í hús. Viltu slátur? Kassinn með skipsstefninu hefur nú skriðið nokkurn spöl til hafs og beygir svo hliðhallt með ströndinn. Verkfræðingur- inn hefur haldið áfram að búa járnbam .sitt til prófs. Sagn- fræðingurinn stendur rið stýr- ið og hlýðir bendingurii kjam- orkufræðingsins, sem kominn er fram í stafn. Ég húki eins og illa gerður hlutur miðskips og reyni að njóta septembersólar- innar. Þegar ég sé teknar upp nestisskrínur framá minnist ég þess að ég aulaðist morgunkaffi islaus í þessa glæfraför. Vafa- laust hafa þeir séð á mér eymd arsvipinn þar sem ég húkti og rakti í huganum hungurraunir mínar, því allt í einu var kall- að: Viltu slátur ? Hvort ég vildí. Og sálfræðingurinn gaf mér rófu úr urtagarði sínum. Þetta vom góðir menn. Skyldi hún slá? Kjarnorkufræðingurinn, en svo hef ég hér nefnt Þorbjörn Sigurðsson frarakvstj rannsókn arráðs, gaf sér ekki langan tíma til snæðings. Með sláturs- sneiðina í annarri hendinni stendur hann í stafni og horf- ir fránurn augiun og hvass- brýndur yfir sjóinn framundan, eins og gamall suðurnesjafor- maður. Mér sýndist vélamaður- inn brosa í laumi. En þar kom að Þorbjöm skipaði að stöðva vélina. s Nú varð uppi fótur og fit. Allar hendur voru á lofti í und irbúningi þess að „kasta“. Allt er gert með handafli. á þessu „rannsóknarskipi“ var ekkj vél tækninni fyrir að fara. Loks óg sláttuvélin salt á borðstokkn um. Svo var slakað hægt og eftir augnablik var hún horfin í djúpið. Þorbjörn skipaði að setja vél ina í gang. Sérfræcingurinn í sálinni og annar til þrifu taum- Framhald á 6. siðu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.