Þjóðviljinn - 20.07.1951, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.07.1951, Blaðsíða 3
Föstudagur 20. júlí 1951 ÞJÓÐVILJINN — (3 Lög gegn Uálri TÍf Sú saga mnn leugi í minnum höfð, þegar Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra kærði nokkrar hafnfirzkar skátatelpur fyrir Guðmundi I. Guðmundssyni bæjar.Úgeta í Hafnarfirði. Sök telpuanna var sú að þær höfðu hlegið að ráð- herrin’<m. Höfðu þær setið aftan á vörubíl á leiðinni frá Krýsuvík til Hafnarfjarðar, en ráðherrann hafði ekið á eftir þcim og gert árangurslausar til- rauni'r til að komast framúr. Voru svipbrigði og allt fas þessa skrýtna manns á þá leið að skátatelpurnar höfðu aldrei komizt í annað eins bíó, og jeskuhlátur þeirra kvað við marga kílómetra. En ráðherr- ann hefndi sín sem sagt með því að kæra hinar æskuglöðu meyjar og krefjast þess að þær væru að minnsta kosti sekt- aðar, ef ekki tukthúsaðar — Skynsamir menn komu þj i veg fyrir að kærunni yrði fram- fylgt, en þetta tiltæki ráð- herrans varð til þess að h‘á+- ur ungmeyjanna breiddist úv ti) þjóðarinnar allrar. En það eru fleiri en Bjarni Benediktsson utanríkis- ráðherra sem viðkvæmir eru fyrir hlátri. Eins og Þjóðvilj- inn hefur skýrt frá komu hing- að nýiega tvö bandarísk herskip. Þegar það síðara ætiaði að leggjast utan á það f.vrra tókst mjög bögulega hjá sjóliðunum að koma fangalínunni í land. Þesr misstu hana aftur og aftur í sjóinn. Meðan á þessum að- förum stóð safnaðist saman hópur af fólki á hafnarbaklt- anum og hafði gaman af og var ófeimið við að láta skemmt- un sína í ljós. Að iokum gripu Bandaríkjamennirnir til þess hragðs í öngum sínum að skjóta iínunni í land með línuhvssu! Klappaði þá hópurinn í landi fyrir þessu ágæta sjómennsku- afreki „verndaranra". — En eftjrleikurinn var eins og hjá ráðherranum. Herraþióðin sendi formlega kæru tii Eimskipa- félagsine daginn eftir, þar sem kvartaS var undan því að starfsmenn félagsins hefðu haidið uppi óviðurkvæmilegum lilátrum og gleðilátum andspæn- Is hinran erlenda her! 'ér Og nú er saat að menn- Ingarvinurinn McGavv hafi gengið á fund Bjarna Bene- diktssonar utanríkisráðherra og krafizt þess að nýju landráða- iögin verði aukin oa endurbætt Verði ]íar komið fvrir nýjum kafla sem bauni íslenflingum að hiæia ef herrabjóðarmenn eru náiægir, að viðlögðum þvngstu refsimrum. Benti menningarvin- urinn á að hlátur þessi væri af rússneskum rótum runninn. tii þess ætlaöur að grafa undan Örvggi og fullveldi frjálsra þjóða og í fvlista máta óamer- áskur. Er ekki annars getið en að ráðhérrann hafi fullkom- lega fallizt á siónarmið menn- ingarvinarins, að öðru levti en því að hann vildi láta ákvæð- in ná til sjálfs sía, Má því bú- ast við bráðabirgðalögum um þetta efni einhvern næstu daga. IÞROTTIR RITSTJÓRI: FRlMANN HELGASON #»##############################. „Aðeins bezta er nógu • gott6í Brátt verður annar lands- leikur Noregs og íslands leik- inn. Knattspyrnusamband Noregs hefur ákveðið að leikurinn fari fram í Lerkendal í Þrándheimi, og er auðvelt að spá áhorfenda fjölda 26. júlí. íslenzka liðið fer síðan til Gjovik og keppir við úrval frá Opland, og að lokum fer það til Oslo og kepp ir þar við B-landsliðið (iBdslett) 2. ágúst. Fyrir þann tima hafa íslend- inga'r fengið eigin grasvöll á Sögueyjunni. Hann skal vígður af Válerengen. — Við skulum gæta okkar vel að vanmeta ekki styrk Islands í knattspyrnu. Aðeins bezta liðið er nógu gott fyrir Noreg í leikina við frændur okkar. — (Chat í Sportsmanden) Z.Ð.K.A. efsl í rússnesku knattspyrnunni Rússneska iknattspyrnukeppn in er um það bil hálfnuð og hef ur Z. D. K. A. forustuna með því -að vinna um fyrri helgi Torpido Moskva 2:1. Áður var Dynamo Tbilisi efst. Rússnesku íþróttablöðin eru óánægð með efstu félögin. — Krefjast þau meiri baráttu- vilja, meiri aga og samleiks. Frakki setur Evrépumef í 400 m sundi Franskir sundmaðurinn Jean Boiteux setti nýlega Evrópu- met í sundi 400 m þar sem á- rangur hans varð 4.33.3. Gamla metið átti landi hans Alex Jany sem var 4.35.2. Setti Jany það 3947. Enn er nokkuð eftir til að ná meti John Marshall sem hann setti 25. marz í ár og er 4.26.9 Þegar Randolpfa Turpin vann Sugar Ray Robinson í hnefaleik Það þótti einn mesti viðburð- ur sem skeð hefur um langan tíma í hnefaleikum er Sugar Ray Robinson tapaði fyrir enska hnefaleikaranum ' Rand- olph Turpin. Kappar þessir eru í milli-vigt. Robinson vann að- eins tvær lotur, fjórðu og efl- eftu en leikurinn var 15 lotur. Fyrirfram var ekki gert ráð fyrir að Turpin hefði nokkra möguleika gegn Robinson, en hann hefur að undanförnu ver- ið svo sigursæll í leikjum sín- um að einsdæmi er, og er af flestum talin snjallasti hnefa- Sheila Lervill setur heimsmet í hástökki kvenna * Enska frjálsíþróttakonan Sheila Lerwill sem Varð Evrópu meistari í hástökki í Briissel í fyrra, setti nýlega heimsmet í þessari grein fyrir konur. Hæð- in var 1,71,5. Alþjó|askautasamband'ð staðfestir 7 met rússneskra kvenna Á þingi alþjóða skautasam- bandsins sem nýlega var hald- ið í Kaupmannahöfn voru stað fest 7 heimsmet í skautahlaupi kvenna, og voru konurnar all- ar rússneskar, sem þau áttu. Árangurinn var þessi: 1000 m Sofia Kondakova 1,36,8 1500 m Runna Shvkova 2,36,5 1500 m Maria Isakova 2,29,5 3000 m Olga Akifjeva 5,22,2 5000 m Tatjana Karelina 9,10,7 Samanlagt fyrir hinar á- kveðnu f jórar vegalengdir: 210,413 st. sett 4. febr. s.l. af S. Kondakova en það er bætt 11. og 12. febr. af T. Karelina í 208,820. 6. ÞÁTTUR: Hvernig get ég orðið góður knattspyrnumaður? Svo er annað sem er skylt þessu sem ég var að segja þér áðan. Ef þú hefur náð það góð- um árangri að koma til greina í lið, þá máttu gera ráð fyrir því að þú verðir fyrst kjörinn sem varamaður til að mæta vi'ð kappleiki. Þetta varamannstíma bil getur orðið stutt eða langt eða þú fáir einn og einn leik og síðan varamaður aftur. Til að byrja með finnst þér þetta viðurkenning á hæfni þinni, og þér finnst eðíilega gaman að vera kominn þetta nærri því áð taka þátt í keppni fyrir félag þitt. Þetta varamannstímabil hefur mörgum reynzt erfitt vegna þess að þeir hafa ekki skilið það rétt. Þýðing varamannanna er jafn mikil og sjálfra kepp- endanna. Sá möguleiki er alltaf fyrir hendi að keþpendur for- fallist á síðu3tu stundu eða menn meiðist í leik, þá eru vara mennirnir orðnir beinir þátttak- endur í keppninni og um leið baköryggi liðsríis — félagsins. Þetta baköryggi má aldrei vanta og íiðið þarf og vefður álltaf að hafa áfla. varamenn tilbúna þegar keppt er. Ég veit Framhaid á 6. síðu. leikari sem nú er uppi. I byrjun leiksins kom Turpin hörðu höku höggi á Robinson. sem talið var að hann hefði liðið af all- ar loturnar. Hann vantaði allan kraft í högg sín, Turpin hafði örugglega forustuna í leiknum frá byrjun. — Áhorfendur að leiknum voru 18.000 og þess getið að það hafi verið yfirleitt betri borg- arar. Sárabætur mega þa.ð kallast fyrir. Robinson að hann fékk sem svarar 1,4 millj. ísl. króna fyrir leikinn. en Turpin fékk aðeins um 450 þús. ísl. króna sem þó er mesta upphæð sem enskur hnefaleikamaður hefur fengið í einum Ieik. Bru.ttó tekjur af leiknum voru milli 4 og 5 milljónir króna. Frá því segir að fréttir blað- anna af leiknum hafi jafnvel sett fréttirnar frá Kóreu og Tr- an í skuggann. I ár eru liðin 60 ár síðar. Breti hefur náð þess- um titli en það gerði Bob Fit/ immons 1891, og hefur það auk- ið gleði Bietanna. Búist er við að þeir keppi aft- ur irj'oð haustinu og lét Ro’oin- son orð falla eftir leikinr. að hann vildi mæta Turpin í leik brátt aftur. Mun sá leikur fara fran. í Bandaríkjunum Gert er ’-áð fyrir að áhugi fyrir þessum ’eik verði svo mikill að le;i:ur- inn E>zard Charles hverf' í skuggann fyrir honum. Hinn nýi meistari. Þessi nýi meistari er blökku- marur aðeins 23 ára gamall. Framhald á 7. síðú. Djurgárden vann sænsku atvinnumennina með 3:1 Sænska liðið Djurgárden kojn nýlega í kring knattspyrnu- kappleik milli þess og atvinnu manna þeirra frá Svíþjóð er leika á ítalíu, Frakklandi og Spáni. Var. mikill áhugi fyrir þessum leik og htífðu 40 þús. áhorfendur komið á Rásunde- leikvanginn til að sjá þessa við ureign. Áhorfendur urðu vonsviknir á „útlendmgunum“ sínum, sem Framh. á 7. síðu Var stýrið sagað sundur eða ekki? Frá því var sagt hér í blað- inu nýlega að hjólreiðakappi nokkur Allan Karlson af sænsku þjóðerni hefði kært skemmdarverk, sem hann taldi að gert hefði verið á kapp- reiðarhjóli hans eða nánar til Framhald á 7. síðu. í stuttu máli Veiziufögnuður hægri krat- anna, séin eru á fimm viltna flakki um Bandaríkin virðist nú svo takmarkalaus að þeir eigi varla nægilega sterk orð til að lýsa hrifningu sinni og aðdáun á hinum bandaríska kapítal- isma. Hefur útvarpið og marsh- allblöðin eftir Finni Jónssyni, að þeir félagar þekki ekkert þjóðfélag sem búi verkalýðnum önnur eins sældarkjör og hiö háþróaða kapítaliska þjóðskipu lag Bandaríkjanna. Ekki fylgir það sögunni hvort innkaupafor stjóri ríkisins byggir þessa um- sögn sína á persónulegum við- tölum og kynningu við þær milljónir verkamanna í Banda- ríkjunum, sem á „normaltím- um“ kapítalismans þar ganga atvinnulausar og eiga ekki fyr- ir næsta málsverði. □ Nú fer lítið fyrir öllum þjóð- félagsumbótum „bræðraflokk- anna“ á NorðurlÖndum í hug- um hinnar veizluglöðu sendi- nefndar afturhaldsfylkingarinn- ar í Alþýðusambandinu. Hingað til hefur þó Alþ.fl. burðast við að halda því fram að, sósíal- demókratar Norðurlanda hafi framkvæmt svo víðtækar þjóð- félagsumbætur, að þau lönd séu lang 'engst komin á braut ör- yggis og velmegunar. En nú bliknar gjörsamlega áratuga starf og barátta „bræðraflokk- anna“ (og dúsbræðranna) á Norðurlöndum við hlið þeirrar dýrðar og allsnægta sem kapí- talismi Bandaríkjanna hefur skapað verkalýðsstéttinni! Það var mikill skaði að Finni Jóns- syni, Helga Haiinessyni og Sæ- mimdi Ölafssyni skyldi ekki fyrr gefinn kostur á að kynnast fyrirmyndarríki heimskapítal- ismans, því sýnilegt er að öll „baráttan" fyrir hinni „lýðræðÍ3 legu jafnaðarstefnu“ hefur ver- ið byggð á mjsskilningi og al- gjöru þekkingarleysi á þetm ó- tvíræðu yfirburðum sem kapítal isminn í Bandaríkjunum hefur fram yfir önnur þjóðfélagsform. □ Eftir heimkomu þeirra félaga má vafalaust vænta gagngerðr- ar endurskoðunar á stefnuskrá. Alþýðuflokksins, sem þrátt fyr- ir allan svikaferil flokksforingj- anna byggist enn á sósíalisma. A. m. k. verður því ekki trúað fyrr en á reynir, að Alþýðu- flokkurinn geri sig beran að þeim tvískinnungi að halda hér eftir fram yfirburðum „lýðræð- islegrar jafnaðarstefnu“ eftir að einn áðalleiðtogi hans hefur uppgötvað þá paradís, sera kapí talisminn hefur búið verkalýð Bandaríkjanna. Væri það vissu- lega nokkurs virði ef vesturför Finns og félaga hans yrði til þess, að hér eftir reyndu beir ekki að fara dult með auðvalds- þjónustu sína og rótgróið hat- ur á verkalýðshrevfingu og sós- íalisma. Það er alltaf betra að átta sig á þeim sem koma til dyranna eins og þeir ern klædd- ir. □ Já, nú er liðin sú tíð þegar ungur og fátækur póstmaður norður á Akureyri, snortinn af sósialisma og verkalýðshreyf- ingu vildi engum frekar líkjast én Lenín. og undirstrikaði þessa þrá sína með því að stæla hixrn. mikla foringja rússnesku verka- Framhald á 7. síðu. J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.