Þjóðviljinn - 20.07.1951, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.07.1951, Blaðsíða 6
6) — ÞJQÐVILJINN — Föstudagur 20. júlí 1951 Þarasláttur Fríimhald af 5. síðu. ana og hyrjuðu að slá ( á slíku skipi varð að slá með handafli). Húit hafði slegið! Það hófst spennandi bið. Tæk ist hann þessi fyrsti sláttur á hafsbotni við Islandsstrendur? Myndi vélin vinna eins Og höf- undar hennar ætluðust til? Enginn vissi hvað var að ger- ast niðri í sjónum, en þar átti vclin nú að slá þaraskóginn eins og hver önnur túnsláttu- vél gras. Stöðva! sagði Þorbjörn og lyfti hendinni. Svo vaggaðist kassinn hægt og letilega. All- ir gengu í |kð að hifa afiann inn. Það fannst bóma á þessu skipi, en þegar til kom var ekki hægt að nota hana nema að nokkru leyti. Allir strituðu nema ég, sem aðeins horfðj á meðan aðrir strituðu og þrútn- uðu í framan, .„Stattu ekki þarna eins og hengilmæna, skrattinn þinn!“ kallaði sagn- fræðingurinn, það rann af hon- um svitinn. „Nú er ég í þjón- ustu sagnfræðinnar og ætla að taka mynd“, svaraði ég glott- andj og fór hvergi. Lokst skaut kjafti sláttuvél- arinnar upp úr sjónum. Spennt ir menn gerðu hlé á drættinum og skyggndust yfir borðstokk- inn. Jú, það flutu breið þara- bjöð út úr gininu. Nú var dreg- ið eins hátt og unnt var með að stoð bómunnar. Svo vörpuðu stritandi menn mæðinni og litu á aflann í pokanum. — Vélín hafði slegið! Og slátturinn hélt áfram. Nú var þyngsta þrautin eft- ir: að koma vélinni upp á borð- stokkinn og tæma úr vörp unni. Það tókst. Og aftur var kastað, og togað. Sagan end- urtók sig. 1 næsta skipti var miklu meiri afli í vörpunni og höfundar vélarinnar voru á- nægðir. Rannsóknarstjórinn tók fram strigapoka og þara- magnið sem fékkst í hverjum slætti var vegið. (Verðmæti hvers þarakílós var þá ein króna). Þannig gekk fram eftir degi. Höfundar sláttuvélarinnar voru i góðu skapi. Vélin þeirra reyndist vaxin því hlutverki sinu að slá þara á hafsbctni. Við hinir, sem engan þátt höfð um átt í sköpun hennar, urð- um þátttajkendur í gleði þeirra og sigri. Safnað í þaragjölíiin. Gróður hafsins á sína feg- urð. Sum þarablö'ðin voru á að líta að gerð eins og ofinn dúk- ur. Og stundum kom allvæn- ir þarastönglar sem höfðu slitn að með rót, en ekki skorizt. Þeir vöktu fögnuð verkfræðings ins og sálfræðingsins, þvi rót- ínni fylgdu oft klasar af kræk- lingi. Kátir á svip söfnuðu þeir skeljunum og töluðu glað- klakkalega um hvernig þeir skyldu matbúa þennan feng í kvöld. Þeir voru að safna sér 1 þaragjöldin, því sennilega væri þaraslættinum lokið á sumripu. Og það voru líka ó- boðnir gestir sem fylgdu þara- rótunum, ormakvikindi sem sugu sig fasta í hendur skelja- safnaranna, en sá ófögnuður ■gleymdist við tilhlökkunina um skelfisksveizlu. Verður, þaraverksnaiðjan reist? Sólin var tekin að lækka á lofti. Það var búizt til heim- ferðar. Þetta hafði verið á- nægjulegur dagur. Tilgangi fararinnar var páð. Sláttuvélin hafði reynzt hæf. Sli'.ct verk- færi er hinn mesti nytjagripur, því seinlegt væri að slá þar- ann með orfi! Höfundar vél- arinnar, . Marteinn Björnsson verkfræðingur og Þorbjörn Sigurgeirsson hafa vafalaust verið stcltir af smíði sinni, en þeir leyndu því afburðavel. Og hvað svo ? Marteinn Bjömsson fór á s.l. hausti til Noregs til að kynna sér þara- vinnslu og undirbúa áætlanir um verksmiðju. Verður þara- verksmiðjan reist? Það er und- ir stjórnarvöldunum komið. Eða máske þeir verði að biðja um leyfi Rentukammers hins nýja, hjá „manninum sem sit- ur við íslandsborðið“ í nafn- kunnri borg í fjarlægri heims- álfu? J. B. Hvernig get ég orðið góðnr kuattspyrmi- maður? Framhald af 3. síðu. að þú skilur þetta og ert mér alveg sammála um þetta atriði og finnst það sjálfsagt, félags þíns vegna og félaga. Ef ég á nú að segja þér mín kynni í þessu efni, þá eru þau í mörgum thfelium mjög alvar- leg. Manni liggur við að detta í hug að mörgum varamönnum finnist það hálfgerð móðgun við þá að vera að boða þá sem vara menn. I mörgum tilfellum bera þeir fram tilliástæður til þess að þurfa ekki að koma eða þeir neita að mæta. Það er engu lík- ara en það sé einhver skömm að komp með búning, klæðast honum og vera viðbúinn ef til þarf að taka. Mörg félög og einstaklingar hafa lent í hálf- gerðum leiðindum og erfiði vegna varamanna í kapplið. Ég vi! því aðvara þig strax, að láta aldrei henda þig að álíta varamenn einhverja svarta sauði sem séu til einskis nýtir. Þú skalt því strax gera þér grein fyrir því að staða vara- manns er jafn nauðsynleg og þess er keppir, að þú ynnir af höndum sem varamaður, full- komið félagslegt skyldustarf eins og sá sem fer í búningnum út á völlinn. Þetta hefur mikla þýðingu fyrir öryggi liðsins. Það gefur meiri samheldni og festu í félagsstarfið. Það auð- veldar þeim sem í frítíma sínum og af áhuga hafa tekið að sér að stjórna þessu fyrir félagið. Ég vil bæta því hér við að þess munu mörg dæmi að menn hafa gefist upp og hætt knattspyrnu ef varamannstíma- bil þeirra hefur orðið lengra em þeim þótti hóf að. En ég skal segja þér að þessir menn hafa ekki haft í sér þá leikgleði og félagslund sem ég hef áður sagt þér að sé nauðsynleg til að verða góður knattspyrnumaður. Eftir A. J. Cronin 211 DAGUR vinnuveitandinn. í gorti sínu og digurbarkalát- um kom hann fram sem velgerðarmaður þeirra, maðurinn sem hafði komið Neptúnnámunni af stáá aftur og lofaði nú hverjum einasta þeirra atvinnu. Það átti allt að gerast eftir kosning- arnar. Kosningabaráttan varð æ harðari. Ramage, sem hafði á sínum tíma þegar Jói var drengur, sparkað í hanu fyrir stuld úr búðinni, skreið nú manna mest fyrir honum. Eftir skipun frá Ram- age hélt séra Lovv brennandi prédikun í Bethel Street kirkjunni, þar sem hann talaði um lög og rétt og hóf herra Jósep Gowlan til skýjanna og vísaði þeim út í yztu mvrkur sem voguðu sér að greiða Fenwick atkvæði. Connollý hafði lýst því yfir á gasstöðinni í heyranda hljóði, að þeir af starfsmönnum hans sem létu hjá líða að greiða Gowlan atkvæði, væru bölvaðir bolsar sem þyrftu ekki að búast við vihnu hjá sér framar. Tynecastle blöðin voru öll með tölu á bandi Jóa, og Jim Mawson hafði sín áhrif bakvið tjö.din. Á hverjum degi komu tvær flugvélar frá Rucford verksmiðjunum sem sveimuðu yfir Sleescale kjósendunum til heiðurs. Þegar heið- skirt var' sendu þær jafnvel frá sér reykmerki. Áhrif peninganna komu fram á mörgum sviðum. Oft mátti sjá aðkomumenn í Sleescale, sem gáfu sig á tal við verkamennina á götuhomum og veittu ríkulega á kránum. Og Jói var óspar á loforð og fagurmæli. Davíð varð var við öll þau öfl sem börðust gegn honum og hann lá e'kki á liði sinu. En vopn hans voru fá og léleg gegn ofureflinu. Har.n varð alls staðar var við andúð og mót- spyrnu, sem dró mátt úr honum og lamaði hann. Hann missti ekki kjarkinn, heldur lagði sig allan fram og notfærði sér alla þá reynslu sem hann hafði aflað sér í stjórnmálalífinu. En því ákafar sem hann barði frá sér, þeim mun út- smognari urðu brögð Jóa, Hin sifelldu köll og hróp áheyrendanna, sem allt frá byrjun höfðu truflað fundi Davíðs, urðu smám saman óvið- ráðanlegri. Venjulegar truflanir gat hann ráðið við og tókst jafnvel oft að snúa þeim sér í hag. En þessar truflanir áttu sér engin takmörk. Hópur óróaseggja frá Tynecastle birtist á öllum fundum sem Davið hélt undir forustu Pete Bannon, gamals boxara sem nú var veitinga- þjór.n og ævinlega reiðubúinn að slást. Enda kom alltaf til óeirða, já, það varð næstum föst venja að útifundir Davíðs enduðu í slagsmál- um og ringulreið. Wilson kvartaði undan þessu við lögregluna og krafðist. verndar, en það bar lítinn árangur. „Þetta kemur okkur ekki við“, sagði Roddam ósvífnislega. „Bannon er ekki úr okkar umdæmi. Þið eruð svei mér ekki of góðir til að halda sjálfir uppi reglu á fundunum" Þessi heiðarlega kosningabarátta varð æ harð- ari. Næsta þriðjudagsmorgun, þegar Davið var á leið á nefndarfund, sá hann að þvert yfir múr- inn við endann á Lamb stræti var málað stór- um stöfum: Þekkið þið konu Fenwicks? Hann fölnaði og gekk nokkur skref í áttina að múrn- um, eins og hann vildi þairrka letrið út. En það var tilgangslaust. Sama spumingin blasti við á hverjum einasta múrvegg og húsgafli, já, jafnvel á rimlagirðingunum meðfram brautar- teinunum. Örmagna af þjáningu og viðbjóði hélt harrn áfram íeiðar sinnar. Wílson og Harrý Oele yoru þegar komnir á fundinn. Þeir höfðu báðir séð ósómann. Ogle var ofsareiður. „Þetta gengur of langt Davíð“, hrópaði hann. „Þetta er svívirðilegt. Við verðum að fara til hans .... og bera fram mótmæli“. „Hann neitar bara að hann beri nokkra á- bvrgð á þessu“, svaraði Davið hljómlausri röddu. , Við gætum ekki glatt hann meira en með því að bera fram kvartanir við hann“. „Þá skal hann líka fá þetta borgað á annan hátt“, svaraði. Harrý vígreifur. Ég skal jafna um gúlann á honum, þegar ég tala fyrir þig í kvö’,d“. „Nei, Harrý“. Davíð hristi höfuðið ákveðinn á svip. „Ég vil ekki borga í sömu mynt“. Upp á síðkastið höfðu þessar skipulögðu of- sókr.ir gegn honum, hvorki fyllt hann reiði né 'natri, heldur aðeins styrkt og eflt sálarþrek hans á furðulegan hátt, Hann leit á þetta and- lega líf sem hinn eina sarina tilgang með tilveru mannsins. Það var óháð öllum trúarbrögðum og hafið yfir öll efnisleg vapdamál. Hinn hreini tilgangur var eini mælikvarðinn á sálina. Ekk- ert annað skipti máli. Og þessi háleiti, andlegi skilningur á köllun hans. skildi ekki eftir neitt rúm fyrir hatur eða beizkju. En Harrý Ogle leit öðru vísi á málin. Hann var gagntekinn réttlátri reiði og hann vildi gjalda andstæðingnum líku líkt. Þetta kvöld klukkan átta hélt Harrý Ogle útifund á gamla námusvæðinu fyrir utan bæinn, og þá gleymdi hann sér í svo ríkum mæli að hann lastaði bar- áttuaðferðir Jóa. Davíð hafði verið í Hedley Road End, nýja námumannahverfinu, og kom ekki heim fyrr en seint og síðar meir. Hvað eftir annað heyrði hann eitthvert hljóð fyrir utan dyrnar og hann leit eftirvæntingar augum til dyra í þeirri von að þetta væri Harrý til að segja fréttir af fundinum. Klukkan tíu reis hann á fqetur og ætlaði að læsa útidyrunum, en þegar hann tók í hurðina reikaði Harrý inn um gættina, náfölur og ataður blóði. Hann var næstum meðvitundarlaus og blóðið lagaði úr svöðusári fyrir ofan augað. Davíð lagði hann á legubekkinn og sendi Jack Kinch í skyndi eftir Scott lækni. Meðan Harrý lá með kaldan bakstur á opnu sárinu, sagði hann veikum rómi frá því sem gerzt hafði. „Þegar við vorum á heimleið réðust þeir á okkur, Bannon og kumpánar hans. Ég sagði um Gowlan að hann mergsygi verkamenn sína og framleiddi herflugvélar og sprengiefni. En ég hefði sjálfsagt getað bjargað mér, ef einn þeirra hefði ekki verið með blýstöng . ... “ Hann reyndi að brosa og svo leið yfir hann. Ennið á Harrý var saumað saman með tíu spor- um og svo var honum komið í rúmið Jói fylltist auðvitað mikilli vandlætingu. Að slíkt og þvílíkt skyldi geta átt sér stað á brezkri grund. Hann hélt ræðu í ráðhúsinu þar sem hann formælti þessum bölvuðum rauðliðum, bolsunum, sem réð- ust í tryllingi á sína eigin forsprakka. Hann skrifaði Harrý Ogle bréf og lýsti samúð sinni fjálglega. Samúð Jóa var hafin til skýjanna. Blöðin birtu tilkomu mestu setningar hans, og honum varð mikið gagn að þessu atviki. En þetta var mikið áfall fyrir Davíð. Nú naut hann ekki lengur virkrar aðstoðar Harrýs. Harrý var mikils metinn og hafði mikil áhrif á þá sem fóru sér hægt og vildu ekki flana að rieinu. Og nú fóru þessir rosknu menn, sem vissu ekki hverju þeir áttu að trúa og voru hálf hræddir við allar þessar óspektir, að hætta að koma á fundina hjá Davið. Og um leið náði ofsóknarbylgjan gegn verkamannaflokknum sem hafði geisað rnn landið hámarki sínu. Fólk fyllt- ist skelfingu yfir hinum æðisgengnu spádómum um fjárhagslegt hrun. Fáránlegar myndir af verkamanni, sem fékk laun sín borguð í ónýt- um pappirsmiðum, sem hann reyndi í örvænt- ingu að kaupa mat fyrir, blöstu alls staðar við. Og í stað þess að gefa núverandi stjórnskipulagi sökína, var verkamannaflokknum kennt um allt saman. Látið þá ekki ræna peningum ykkar, var hrópað. Peningarnir voru aðalatriðið. Við verðum að halda fast í peninga okkar, fyrir hvern mun halda fast í þá, þennan helgidóm, peningana okkar .... blessaða peningana. Með næstum yfirnáttúrlegu þreki varpaði Davíð sér út í síðustu bardagana„ 26. október ók hann um í bænum á gamla flutningsbílnum, sem hafði á sínum tima stuðlað að sigri hans. Hann vpr úti allan daginn og gaf sér varla tíma. til að neyta matar. Hann talaði þangað til hann kom ekki lengur upp orði. Klukkan ellefu fór hann heim í Lamb Lane eftir lokafundinn sem haldinn var fyrir utan samkomuhúsið, og fleygði sér örmagna upp i rúmið. Hann sofnaði um leið og hann lagðist út af. Daginn eftir áttu kosn- ingarnar að fara fram. Kosningaþátttakan var mjög mikil. Davíð var heima allan fyrri hluta dagsins. Hann hafði gert allt sem hann gat, lagt sig allan fram. Meira gat hann ekki. Á yfirborðinu' var hann ekki að velta fyrir sér úrslitunum eða hugsa um þann dóm sem fólkið var að fella.yfir hon- um. En í hjarta sinu var hann milli vonar og ótta. Sleescale hafði alltaf verið talin örugg, háborg námuverkamannanna. Þeir vissu að hann hafði unnið og barizt fvrir þá. Það var ekki honum a’ð kenna að það hafði mistekizt. Þeir hlutu að gefa honum annað tækifæri til að vinna og berjast fyrir þá. Hann gerði sér fylli- lega ljóst að Gowlan stóð mun betur að vigi sem eigandi nárrmnnar. Honum var Ijóst að Jói hafði einskis svjfizt til a® sundra verkamönnun- um og gera Davið tortryggilegan í augum þeirra. Hoi.-um varð þungt um hiartað þegar hann hugs- aði um dylgjurnar um Jenný, sem höfðu bakað

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.