Þjóðviljinn - 29.07.1951, Blaðsíða 3
Suimudagur 29. júlí 1951 — ÞJÓÐVILJINN — (3
Menedihtssmi frá Hofteigi
Austan að kirkjugarðinum i
Skálholti liggur rúst af göml-
ium grjótvegg. Fáeinar spýtur
hafa verið reknar niður í rúst-
ina með nokkru millibili, og
burðast við að halda á lofti
einum slökum ryðvirsstreng
sem hver kind gæti yfirstig-
ið án þess að vita af honum.
Þegar kemur fyrir suðaustur-
horn garðsins verður gadda-
streng þessum Ijóst sitt eigið
fánýti. Hann beygir út af vegg-
rústinni, hlykkjast niður í
brekkuna og hverfur í grasi.
En hinir dauðu sofa í þögn sinni
og gleymsku undir týndum leið-
um.
Norðanvindurinn andaði
köldu um Skálholtsstað á
sunnudaginn var. Er við ókum
þar í hlað laust upp úr hádeg-
inu var þar fyrir mikil fjöld
bifreiða um hlað og stéttir, en
aðeins fátt manna á útiferli.
Flestir bílamir virtust hálfsetn-
ir eða vel það, en afgangurinn
af fólkinu fyllti veitingatjaldið
með rauðamalargólfinu, og sat
þar að snæðingi, Og það kom
síðar í ljós að þar var á boð-
stólum bezta kaffi sem fram-
reitt hefun verið í stórfram-
leiðslu á Islandi. En við sem
komum þar með bifreiðinni R-
796 ur'ðum fyrst um sinn að
leita annars hælis fvrir norð-
ansveljandanum. Sumir stigu
þegar aftur upp í bíl sinn og
hófu brauð- og laxaát. En tvær
heiðnustu manneskjurnar í
þessum nrestabíl sneru hug
sínum frá öllum veraldar-
innar munaði. og gengu til
kirkju. — Skálholtskirkja á
vorri öld er að vísu ekki vand-
að hús, en hún skýlir manni
þó fyrir efstn vindstigunum.
En það var íshúslogn — eins
og allri heliu tímanna væri
safnað þar saman á einn stað
í tilefni sumardagsins. Má vera
að loftslagið hafi valdið því að
við þóttumst ekki hafa komi'ð í
ÖIlu óvistlegra guðshús. Prédik-
unarstól] Jóns, Vídalíns stendur
raunar enn á þtessum stað. En
það vantar bæði fótinn undir
hann og himininn yfir hann. Og
kannski vantar andann í hann
þar að auki. Liósahiálmur Brvn-
jólfs biskups hangir bar i kór-
loftinu, en hann er kaldur og
myrkur á svin og Iit. Altarisgrát
urnar eru skekktar, og ég hugsa
að hjörurnar á grindinni séu
þeim mun sælli sem varlegar
er gengið um þær dyr. Þú
spyrð um altaristöfluna — staf-
ar hún ekki kristilegum varma
út í þetta frystihús? Það er
engin altaristafla í Skálholts-
kirkju. Og sá maður sem hef-
ur náð hundrað og fimmtíu
sentimetra hæ'ð gengur ekki
framar uppréttur um dyr henn-
ar. A bitana er neglt einfalt
f jalaloft, en unpi yfir auð kytra
undir súð. 1 kjallara undir gólfi
er legsteinageymsla, og ber það
svo að skilia: í grunni Skál-
holtsdómkí rkju voru grafnir
he'ztu öndvegismenn staðarins
á ýmsum tímum. en kirkjan var
fyrrum margfalt stærri en hún
er nú. Er kirkja sú sem Bryn-
jólfur biskup reisti var rifin,
upp úr aldamótunum 1800, og
viðir hcnnar seldir á uppboði,
stóðu legsteinarnir hálfmunað-
arlausir á opnu svæði í kirkju-
garðinum. Unz séra Jóhann
Briem, prestur í Hruna árin
1845—1883, safnaði þeim sam-
an og kom þeim í var fyrir
veðrum og vindum loftsins á
áðurgreindan stað Til eru ein-
hverjar heimildir um það hvar
steinarnir stóðu. En við sem
komum nú í Skálholt farandi
fólk vitum gröf óþekkta her-
mannsins í hverju leiði.
Framan við kirkjudyrnar,
vinstra megin þegar út er kom-
ið, liggur flöt grafhella yfir
Sigfuso Theodorico, Sigfúsi
Þórðarsyni, grafin langri áletr-
un á latínu. Við reyndum nokk-
uð til að komast fram úr henni,
en uppgötvuðum þann sannleik
helztan að maður þessi hafði
starfað í Skálholti og verið
prudens et fidelis, mætur maður
pg trúverðugur. Er engu líkara
en meitlað hafi verið upp úr
hellunni, en þó mun hitt held-
ur að regn og frost aldanna hafi
unnið henni þann skaða sem nú
blasir við áhorfendum henn-
ar. Nokkrir rómverskir tölustaf-
ir sjást þar, en ekki máttum
við henda fullar reiður á þeim
ártölum. Þannig glatast saga
vor fyrir augum vorum.
Umhverfis kirkjuna er sýnis-
horn af dauðra manna reit eins
og hann verður einna sorgleg-
astur. Nokkrir legsteinar eru
þar yfir látið fólk á þessari
öld. En norðaustur af kirkjunni
stendur allhár steinn. Á hann
eru grafin nöfn Brvnjólfs bisk-
ups, konu hans og sonar; enn-
fremur fæðingarár og dánar-
dægur. En á bakhlið steinsins er
svofelld áletrun: Kærleikur
Krists er eilífur Ragnheiður
Brynjólfsdóttir F. 8 9. 1641 D.
23. 3. 1663 Hún var hrein sem
morgunroðinn Þórður Daðason
1662—1676. Ofan á stallanum
sem aðalstöpullinn gengur upp
úr liggur bibliulikneski. Á hlið
þess stendur: Eiðurinn 11. maí
1661. Okkur var sagt að frú
Jóhanna nokkur Sigurðsson
hafi látið reisa stein þennan, og
hefur hún einnig ritað bók um
Ragnheiði Brynjólfsdóttur. Mun
mikill yfirnáttúrlegur kunnings-
skapur með þessum konum,
enda hefur frú Jóhanna ein
kvenna á vorri jörð örugga
vitneskju um gröf og legstað
Brynjólfs biskups og þeirra
feðgina. Svo þar hefur spírit-
isminn enn einu sinni sannað
yfirburði sína yfir efnishyggju
vora. Það sést ekkert til leið-
is undir þessum steini, en út-
undan honum til vinstri rís
hin fegursta þúfa eins og ekk-
ert sé. Suður af kirkjunni lágu
for'ðum daga jarðgöng til bæj-
ar. Nú eru þau ofanjarðar, og
var í lautinni gott skjól fyrir
norðankólgunni, Fátt er svo
með öllu illt. ... Vallhumall og
gulmura og kúmen og smári
ráða nú þessum hvilustað ó-
kenndra frægðarmanna úr Is
landssögu. Og skarifífill og
fjalldalafífill heilsuðust á yfir
rústina af veggnum, komnir i
beinan fifillegg af þeim sem
kinkuðu hér kollum sínum við
Snæfríði Islandssól endur fyrir
löngu Hver er þá að tala um
að einhver muni fífil sinn fegri ?
Nú dreif fólkið til kirkju, en
við gengum til tjalds. Hispurs-
laus yngismær úr Biskupstung-
um bar okkur rjúkandi kaffi á
samri stund. Á undraskömmum
tíma stungum við út úr samtals
átta bollum. Þá kom stúlkan á
vettvang og spurði hvort okkur
vantaði ekki meira kaffi. En það
var a. m. k. pottur eftir í 'könn-
unni — og öryndi okkar þrotið.
Slík var sú rausn. Og það
•mr
kostar ekkert að halda henni á
loft, enda á hún það skilið. Eln
eftir drykkjuna hófust enn
göngur um þennan nídda stað
ríkra minninga.
Bæjar- og útihús í Skálholti
eru varla miklu verri en hlið-
stæð hús á öðrum fátækum og
vanhirtum bæjum á íslandi. Og
verður ekki farið út í þá sálma
hér. Við reikuðum þar um hóla
og brekkur í kuldastrekkingn-
um, og það, eru margar minjar
um mannvirki og dáið líf á
þessum slóðmn: garðbrot og
Dómkirkjan
Skálholti, sú er Brynjólfur biskup lét reisa 1650.
__: _________________________________ ,—_______________
þústir og grunnar. Og á einum
stað rís ös'kuhaugur biskup-
anna, grænn að lit, ávalur í
sniðum, vænn að fegurð.
Kyndluhóll nefnist hann veg-
legra nafni, og um brekkuna
fyrir ofan hann teygist stór
garður þar sem heimulunjóli
ræktar nú sjálfan sig af mikilli
dyggð. Skammt norður þaðan
gerðist jörð ískyggilega vot-
lend og mejT. Er við gættum á
kortið stóð þar Varðabrunnur
cg Fjósakelda, og einhvern veg-
inn slömpuðumst við yfir for-
aðið.
Eftir þetta Iá leiðin um
Biskupstraðir að Minnisvarða
Jóns Arasonar. Hann stendur
í um það bil 300 metra fjarlægð
frá bænum, í norðausturátt,
girtur jámhlekkjum eins og
minning vor um þann atburð
sem gerðist hér, grafinn svo-
felldri áletrun:
Jón Arason
biskup
Ljet hjer lífið ' 1
fyrir trú sína
og ættjörð
7 nóv 1550
En efst á steininn er greypt
mynd af biskupsmítri. Hér
felldu þrælar og ræflar sterk-
asta mann íslands um margar
aldír. En það var okkur nógu
skemmtileg tilviljun að við
fundum á stígnum sem hann
gekk hinztu spor sín, blóm það
sem nefnist æruprís. Eða
kannski var það engin tilviljun.
En var það misheyrn að vindur-
inn fl\,tti okkur á þessum stað
að eyrum nöfn nýrra þræla á
íslandi, leppa sem vilja ísland
feigt? — Frá Minnisvarðanum
sér til Söðulhóis, en þar voru
liðsmenn Diðriks frá Mynden
dysjaðir — drepnir. Er það
vissulega of fagur reitur slíku
fólki. En hvar sem Jón Arasoa
verður myrtur í framtíð skal
þó alls staðar sjást til handa-
verka þeirra er framganga í
Framhald á 6. síðu.
SKÁK
Ritstjóri: Guðmundur Arnlau
gsson
Einvígið hei heimsmeistajaSágnina
Margir telja 22. skákina í
einvígi þeirra Botvinniks og
Bronsteins fallegustu skák ein-
vígisins, og víst er það, að
hún hefur upp á sitthvað
skemmtilegt að bjóða, og lokin
eru falleg, eins og lesendur
geta sjálfir gengið úr skugga
um með því að líta á hana.
I
Hollenzk vörn
15. f3xg4 Kf6xg4
Botvinnik drepur ekki með peð-
inu, vegna þess að eftir 15.
fxg4 16. e4 Rxe4 17. Hxf8f
og síðan Bxe4 væri staðan geig-
vænlega opin og hvitur á undan.
16. Bg2—h3!
Kemur í veg fyrir Rg4—f6—e4.
Bronstein —
1. d2—d4
2. c2—c4
3. g2—g3
4. Bfl—g2
5. Rbl—c3
6. e2—e3
7. Bgl—e2
8. b2—b3
9. 0—0
10. Bel—b2
11. Ddl—d3
12. c4xd5
13. f2—f3
14. Bb2xc3
Botvinnik
e"—e6
f7—f5
Rg8—f6
BfS—c7
0—0
d7—d5
c7—c6
Rf6—e4
Rb8—d7
Rd7—f6
g7—«5
efixdS
Re4xcB
gð—S4
Heimsmeistarinn ætlar sér að
ná reitnum e4 handa riddar-
anum, en það tekst ekki, svo
a’ð líklega hefði verið betra að
bíða.
16. —
17. Re2—f4
18. b3—b4
19. a2—a4
20. Hal—bl
Rg4—b6
Bé7—d6
a"—a6
Dd8—e7
b7—b5
Botvinnik festir peðið á b4 í
þeirri von að eiga nokkurt mót-
vægi í því og peðinu á e3 fyrir
sinn vesaling á c6.
21. Bh3—g2 Rh6—g4
22 Bc3—d2 Rg4—f6
23. Hbl—b2 Bc8—d7
24. Hfl—al Rf6—e4
25. Bd2—el IifS—e8
26. Dd3—fc3
Ætlunin er þe33i: axb5, axb5,
HxaS, HxaS, Rxd5,.og ef cxd5,
þá Dxdðf og Dxa8.
26. ---- KgS—b8
27. Hb2—a2 De7—f8
28. Rf4—d3 Ha8—b8
Botvinnik hefur verið gagn-
rýndur fyrir að láta a-línuna
af hendi bardagalaust. Stungið
hefur verið upp á 28. — Dh6
29. Re5 Bxe5 30. dxe5 Be6, og
svartur hótar nú d4. Mér virð-
ist þetta aðeins sýna að Re5 sé
ekki góður leikur, hvítur léki
sennilega bezt Rf4 aftur og
næði síðan a-línunni með Ha3
og Da2.
29. a4xb3 a6xb5 '
30. Ha2—a7 HeS—e7 \
31. Rd3—e5 Bd7—e8 '
Yfirburðir hvíts eru orðnir all-
greinilegir, og Bronstein neytir
þeirra á óvæntan og glæsileg-
an hátt. *
32. g3—g4!! f5xg4 ,
33. Bg2xe4 döxe4
34. Bel—h4 He7xe5
Hvað á svartur að gera? HxaT
35. Hxa7 Df5 (til þess að koma
í veg fyrir De6) 36. Hf7! Bxf7
37. Rxf7f Kg7 38. Rxd6 er ekki
glæsilegt heldur.
35. d4xe5 Bd6xe5 1
36. Hal—fl Df8—g8
37. Bh4—g3!
Fállégur leikur! Nú mundi DxD
Hf8f Dg8 leiðá til máts í næsta
leik, og Bxg3, Dc3f þýðir mát í
öðrum leik.
37. — Be5—g7
38. Db3xg8t Gefst upp. J