Þjóðviljinn - 29.07.1951, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 29.07.1951, Blaðsíða 5
Sunmidagur 29. júli 1951 — ÞJÖÐVILJINN — (5 Fyrsta atborgun til U.S.A. Þeir vildu fará heim! I'NITED j NATIONS Secrntarr of State of ' 1 Staf NA TIONS■ K 'ÍVNIES Ní 161S58 i. United ofState of ^*e_, . * jgl) One HUIloa anrt no/ioi-» -i doili’-e, r_ ' L.i. iromt .col coo OAT« 27 June IV 53 CHEMICAL BANK a TRUST COMPAN' tlN1TEO NATIONS OFFICE NCW TO •M RUKCT OC UNlTkl) XATION3 atioxs rxmI 51-7346 See att'd <Firgt Inetalaent due 1 July^ll) Byron Price, staðgengíll Tryggve Lie, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, afhendir bandaríska sendiherranum Ernest A. Gross ávísun fyrir einni milljón dollara — fyrstu afborgun af 65 rnilljónum dollara láni frá Baridaríkjastjórn til byggingar aðal- stöðva bandalagsins í New York. 30000 m (hmdrunar)flug! Jean 'Picard prófessor sem frægur er orðinn fyrir loft- belgjaflug hyggst fara upp í háloftin innan skamms. Hann hefur komizt hæst 17300 m en ætlar sér nú að komast hærra með því að nota marga plast-belgi. Með þeirra hjálp ætlar hann sér upp í 30 000 m hæð. Ýmsum erfiðleikum þarf hann þó að sigrast á áður en af þessu getur orðið. Sá fyrsti er útvegun fjárupphæðar sem svarar til hálfrar þriðju millj- ónar króna! Ekki virðast bandarísku hermennirnir í Kóreu neitt hrifnir af atvinnunni sem þeim hefur verið fengin þar ef dæma má eftir atviki, sem Bandaríkjafréttaritari danska blaðsins ,,Börsen“ segii' frá. Georg Hamel, eigandi leigubílstöðvar í Massachusetts, setti nýlega þessa auglýsingu í smábæjarblað: „Segið oss hvar þér eruð og hvert þér viljið fara. Við skulum lionia með bílinn!“ Herra Hamel fékk tilboð um ikeyrslu sem hann varð þó að neita. Svarið var þannig: „Við erum 25 km norður af 38. breiddargráðu. Keyrðu oftir aðalbirgðaleiðinni, beygðu við fyrstu götu til hægri. Við erum í skotgröfunum sem þú kemur fyrst að, í miðjum rísakri, vita vatnslausir. Við viljum endilega fá leigubílinn strax.“ Bréfið var undirritað af 22 bandarískum hermönnum í Kóreu! Eignir bandarískra olíu- félaga teknar eignarnámi Kínversk yfirvöld hafa gert upptækar allar eignir banda- rísku olíufélaganna Vacum Oil og Caltex Oil í Kína og einnig eignir kínversk-bandaríska olíu- félagsins Sjúng Mei. 1 Deifilyf I / New York Nefnd sem sldpuð var af borgarstjóranum í New York fullyrðir að 90 000 unglingar í Nevv York, innaa við tvítugt, séu deifiiyfjaneytendur. Á fyrsta ársfjórðungi þessa lárs voru 1153 handteknir fyr- ir ólöglega meðhöndlun deifi- lyfja Deifiiyfjanotkuain fer gifur- 3ega í vöxt í Bandarikjunum. Allt árið 1946 voru samtals 712 unglingar handteknir í New York fyrir þess háttar brot. Þáðu ekki boðið Argentínskt skólaskip „Puer- redon“ kom nýlega til Kaup- mannahafnar og i tilefni af skipkomunni hafði argentínski sendiherrann í Danmörku boð inni í sendiheirabústaðnum í Ryvangen. Meða] þeirra sem bóðnir voru voru allmargir danskir blaða- menn og fréttaritarar erlendra blaða í Kaupmannahöfn. Enginn þeirra þáði boðið, og mótmæltu þannig kúgunarráðstöfunum ar- gentínsku fasistastjórnarinnar gegu blöðum þar í landi. Coventry feýSuff Stalin- grad besm Enski bærinn Coventry, er þýzki flugherinn jafnaði við jörðu, hefur boðið heim nefnd frá Stalingrad, er einnig var jöfnuð vi'ð jörðu af nazistum, til að kynnast endurreisninni. Framför í síldarvinnslu Nygaardsaðíerðin endurbætt I Faxaverksmiðjunni í Ör- firisey er notuð ný aðferð til Enn einn Evrópu- meistari í Berlín Fjöldi heimskunnra íþrótta- manna verður á heimsmóti sam- bands lýðræðissinnaðrar æsku og Alþjóðasambands stúdenta í Berlín. Meðal þeirra er pólski hnefa- leikamaðurinn Chychla, en hann er Evrópumeistari í léttþunga- vikt. vinnslu á síld og öðrum feitum fiski. Þegar unnið er eftir að- ferð þessari verður, eins og kunnugt er, engin töp á þurr- efni fisksins og ekki heldur í lýsi, svo að nýting hráefnisins á að geta orðið 100 prósent, ef allt vinnst eins og ætlazt er til. Úrgangsefni frá verksmiðjunni á ekki að vera annað en eimt vatn og þrær eru lokaðar svo að óþefur er enginn frá vinnsl- unni. Aðferðin hjá Faxa er þannig að vatnið er eimt burtu úr hrá- efninu í loftþynningu í sér- stökum áhöldum. Fæst þá blarida af þurrefnum og feiti, sem kallast þurrsíld. Fitan er síðan leyst úr þurrsíldinni með lóttu bensínj eða öðru hentugu upplausnarefni. Fyrri helmingur þessarar vinnsluaðferðar nefnist Ny- gaardsaðferðin eftir norska verkfræðingnum Egill Nygaard sem fann hana upp árið 1937. Þeir í Noregi hafa stöðugt verið að gera tilraunir með að- ferð þessa síðan og einkum beitt sér að því að finna upp pressu til að ná lýsinu úr þurr- síldinni og reyna þannig að komast hjá „extraksjón" með bensíni. Egill Nygaard og annar verkfræðingur með honum hafa unnið að þessum tilraunum á síldarverksmiðjunni í Knarrevik hjá Bartz-Johannesen og nú telja þeir verkefnið leyst og hægt sé að pressa þurrsíldina í einril umferð í pressu þeirri sem þeir hafa smíðað. Hráefnið sem notað var við tilraunirnar var norsk stórsild og vorsíld. 1 síldarverksmiðju á Stord Bcrlínarfréttaritariim John Peet. John Peet um Berlínar- mótið Fyrrverandi aðalfréttaritari Reuters Bureaus í Berlín, John Peet, sem nú dvelur í Austur- Þýzkalandi, fór úr hálannuðu embætti sínu vegna þess að sem Reuter-fréttaritari í Berlín var hann neyddur til að vinna hefur þó verið sett upp extra- ksjónsverksmiðja til að leysa fituna úr þurrsíldirini á sama hátt og hjá Faxa — og fá þannig fitúlaust mjöl, en fitu- laustimjöl er ekki hsgt að fá úr pressu. Með aSférðiim þeim sem nú tíðkast vfirleitt í síldarverk- smiðjunum þ. e. suðu- og vot- presstm og límvatnið frá skil- vindunum látið rer.na í sjóinn — verða mjög mikil hráefnis- töp eða ekki minna en 25% af þurrefni sildaririnar. Lýsis- töp eru einnig nokkur oftast en geta orðið mjög lítil í góðri vinnslu. — A — Það væri auðvitað hægt að koma í veg fyrir hráefnistöp við vinnslu með því að taka upp Nygaards-aðferð í öllum ver.k- smiðjum, en það mundi kosta mikið fé. Ef slík nmskipti yrðu framkvæmd þyrfti að kasta öll- um gömlu vélunum og setja Framhald á 6. síðu. að stríðsæsingum afturhalds- ins. Har.n sótti um dvalarleyfi í þýzka lýðræðislýðveldinu svo hann gæti helgað friðarbarátt- unni krafta sína. Endanlega ákvörðun tók hann eftir hið mikla hvíta- sunnumót Frjálsrar æsku, æskulýðssambands Austur- Þýzkalands, í Berlín í fyrra, ekki sízt til að mótmæla Ivga- áróðri Vesturlandablaða um mótið. Um heimsmót æskulýðs- sambandsins og Alþjóðasam- bands stúdenta sem hefst í Berlín að nokkrum dögum liðn- um skrifar Peet: „Þúsundir æskumanna frá Englandi Ameríku og öðruin Vesturlöndum, .sem hafa lesið í blöðum sínum að æska Þýzka- lands sá albúin að berjast til „vamar ’Jestrinu", munu sjá og finna að þýzk æska, bæði eystra og vestra, þráir einungis friðarframtíð. ^pN^twnMiwn-Ji m «•? »* Sem Englendingur hlakka ég til þess dags að friðaröflin í heimalandi mínu eru orðin nógu öflug til að hægt só að halda slíkt heimsmót þar, án þeés að hætta sé á að ríkisstjóm sera tekur við fyrirskipunum frá Truman, banni það eins og Shef f ield-þingið.‘ ‘

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.