Þjóðviljinn - 29.07.1951, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.07.1951, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVIUINN — Suanudagur 29. júlí 1951 þlÓÐVIUINN Útgefandl: Sameinlngarflokkur alþýSu — Sóaíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Slgurður Guðmundsson (áb.) Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfl Ólafsson, Guðm. Vigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7500 (þrjár línur). Askriftarverð kr. 16 á mánuði. — Lausasöluverð 75 aur. elnt Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Fínir menn — og fyrirliinir ÞaS kom fyrir t'/o daga í fyrrasumar að AlþýðublaðiS tók allt í oinu að tala tungum og hóta ríkisstjóm aftur- haldsins á íslandi talsvert hörðu, hóta að beitt skyldi verkalýðssamtökunuin til áð knýja fram rétt verka- manna. Sú dýrð stóð í tvo daga. Vísir birti ieiðara. Morgunblaðið birti leiðara. Efnis- innihald þeirra var hér um bil þetta: Til hvers fjandans höfum við hellt bitlingum í Alþýðuflokksbroddana svo að þeir standa á blístri ef þeir svo ætla að voga sér að rífa kjaft við ríkisstjórn okkar? Það er bezt að taka bitlingana af skepnunum! Og það er bezt að minna Finn Jónsson á með hvaða kjörum hann varð forstjóri Innkaupastofn- unar ríkisins. Og það er bezt að minna Jón Axel á með hvaða kjörum hann varð forstjóri Bæjarútgerðar Reykja- víkur! Það er bezt að minna Stefán Jóhann á að eiginlega er óþarft að hafa sérstakan forstjóra fyrir Brunabótafélag íslands. Og það er réfct að rifja upp að allt virtist ganga sæmilega á vitamálaskrifstofunni, en að allt í einu þurfti að bæta við nýjum manni þegar Emil Jónsson vált úr ráðherrastólnum. Hvað vilja þessir menn og blað þeirra vera að steyta görn? Og sjá! Eftir tveggja daga blossa slokknuðu baráttu- kyndlar Alþýðublaðsins, tekið var upp léttara hjal og svo gekk ósköp greiðlega fyrir afturhald landsins að ná sam- komulagi við bitlingaforingja Alþýðuflokksins um launa- mál, togaradeilu, samfylkingu í verkalýðsfélögunum og Alþýðusambandinu — og síðan hefur ekki gengið hnífur- inn milli bitlingaveitenda afturhaldsins og bitlingaþiggj- enda Alþýðuflokksms eins og kunnugt er. Það hitti í kviku á Alþýðublaðinu að minnzt var á það sem athyglisvert tímanna tákn að 6 Alþýðuflokksþing rnenn hefðu slíkar hátekjur að þeir borguðu í skatta áiíka upphæð hver og Dagsbrúnarmáður hefur til að lifa af allt árið, ef hann hefur stöðuga atvinnu. Því aðeins var á þetta minnzt að þetta atriði er ómiss- andi til skilnings á þróun Alþýðufl., svikum foringja- nefnanna við fólkið sem hefur látið blekkjast til að hafa þær að leiöíogum. Enginn sem þekkir til stjómarfars íhalds og Fram- sóknar lætur sér til hugar koma að þessir flokkar hafi iyft þessum Alþýðuflokksmiðlungsmönnum (eða tæp- lega þáð) í mörg æðstu embætti landsins án þess að fá eitthvað fyrir snúð sinn. Og það hefur ísl. afturhaldið fengið: skriðflata þjór ustu Alþýðuflokksins við hin verstu níoingsverk gegn þjóðinni, gegn verkalýðssamtökunum, gegn verkfallsmönnum, Alþýðublaðið eins og útspýtt hundsskinn fyrir hráan bandarískan auðvaldsáróður. Og ætli þessir rammflæktu bitlingamenn að hreyfa sig, þó ekki sé nema dusta svolítiö af sér _rykiÖ í áróðursskyni, þá flengja húsbændurnir, veitendur bitlinganna, þá opin- berlega, láta fólkiö sjá hvernig þeir lyppast niður að fót- um afturhaldsins, sleikjandi höndina sem hirti þá. Fólkið í landinu er farið að þekkja þessa menn, fyrir þeirra tilveknað hrynur fylgið af Alþýðuflokknum í hverj- um kosningum. Og iíklega eru engir stjórnmálamenn í landinu eins einlægiega fyrirlitnir, jafnt af þeim sem nota þá og öörum, líklega ér ekkert blað á landinu jafn einlæglega fyrinitiö og Alþýðublaðið undir stjórn Stefáns Péturssonar. Það er algert vanmat á dýpi þeirrar fyrir- litnmgar sem umiykur það blað ef Stefán Pétursson heldur að Þjóðviljinn fari að láta hann hlýða sér yfir um eitt eða annað. Þjóðviljinn hefur talið sér skylt að verja talsvcrðu rúmi til að sýna alþýðu manna hið sanna andlit bitlingalijarðarinnar í forystu Alþýðuflokksins, sýna alþýðu ásýnd Alþýðuflokksins grímulausa, en jafn- framt harmað að þurfa að eyða rúmi að jafn smáskít- legum andstæöingum. Þeir hafa kosið sér hlut. Og þeir auka ekki álit sifct með því að reyna að leggja sinn manngildismælikvarða á þá menn sem verja allri ævi og starfsorku til að vinna þeim málstað sem Alþýðu- flokknum var ætlað að þjóna; málstað sem bitlinga- hjöiðin ófrægir og svikur hvern dag. Lifi jagið, húrra! Hinn eiginlegi Bæjarpóstur er forfallaður í dag, á frí og ég var beðinn að hlaupa í skarðið. Máske iðrast biðjandinn þiess begar hanr les þetta í dag því ég ætla að nota tækifærið og jagast örlítið við vinkonu hans, „sveitakonuna", sena fékk bréf sitt birt s. 1. föstudag. Raun- r dett ég ekki ,,út af línunni“ þótt ég jagist ofurlítið því allir þossir ágætu menn, hvert held- ur rithöfundarnafn þeirra er Bæjarpóstur, Hannes eða Vík- verji tog jafnvel Starkaður gamli þegar hann hvílir sig frá elrhnoðinu) virðast telja það köllun sín3 og lífstilgang að jagast, og því betur standi þeir í stykkinu sem jagbragðið af réttum þeirra sé stækara. • Mikið vandamál komið á daginn „í sveitinni“ Svo æt!a ég ekki að jagast mtira við kollegana í bili held- ur snúa mér að „sveitakon- unni“ Mikið vandamál er kom- ið á daginn í sveitinni: Reykja- víkurbörnin koma „ekki meo annað en ræfla“ til að klæðast r sveitinni Já, þungar eru s< rg- r þínar kona góð. Og ekki sky’di. mig undra þótt þær væn beiskju blandnar ef það skv!di nú hafa hvarflað að þér að Reykvíkingar gerðu þetta ein ungis af þeim rótgróna fjand- skap og fyrirlitningu sem Tím- i.nn kenndi þér í .æsku að Reyk- víkingar bæru til allra sve’ta- manna. ÖIl þurfum við að læra. Nú veit r<g að „sveitakona" vill- ir ekki á sér heimildir. Hún er sveitakona. Hún myndi ve’’ðd bað áfram þótt hún ætti sftir- 'eiðis að dvelja til dauðadags i London, Moskva eða New York og segi ég henni þetta ekki til lasts, heldur hróss. Ég veit líka að þetta er ágætiskona sem öli- um vill vel (það vilja flesti- sveitamenn áður en þeir blekkj- ast af eysteinskunni, svo þetta er ekki sagt henni til hróss). Og „sveitakona“ þessi þekkir líka Reykjavík, þ. e. hún ratar um göturnar o. s. frv. en samt þekkir hún ckki Reykjavíb. Það er sannarlega <?kki börn frá „efnuðum heimilum“ komi í sveitina með „eintóma ræfla“, en um þáð ætla ég ekki að ræða nú. Við vitum hv^rt sem er að þeir Reykvíkingar eru ekki mestir vinir sveite- fólksins sem leiða það í fínu stofurnar, rétta því snafs í kristalsglasi — og hlæja sDan að því þegar það er farið. m Loksins skrifa ég þér biðilsbréf Það eru fleiri en þú og ég sem hafa áhyggjur af fötum barnaima. Það er örstutt síðan ég var vitni að áhyggjum konu sem er fædd og uppalin lengst noiður í landi (þó ekki alveg norður við heimsskautsbaug), út af því hvernig hún ætti að búa bömin í sveit svo ræi’an- ir v lu blessaðri sveitakon’inni sera minnstri fyrirhöfn til haustsins. Og nú ætla ég að biðja þig að ræða ofurntið við grannkonur þínar, næst þeg ar þtð fáið ykkur „viðreisn ir’ • kaffisopa, hvaða vandamál það muni vera fyrir alþýðukonu:’ r Reykjavík, eins og verðlagj er nú h>'ttað á hinum síöustu dög- jm eyste’nskunnar, aö klæða bcrn sín í haldgóð föc s m h/orki hún né þau þiuTa að skammast sín fyrir. Áður en ... Ræddu við þær stundai'korn h'ut verkamannskona ? Rejkja- vík hefur afgangs fyrir föt- um á börnin sín þegar g/eitt hefur verið fyrir fæði, húsa- leigu, greiddir skattar og annað sem greiða þarf. Ef þú ve’.rt ekki um kaup Dagsbrúnar- manns — þegar hann hefur vinnu — húsaleigu og verðlag hér, þá skal ég segja þér það. Einmitt sveitakonurnar, að ég ekki tali um ,,reiða“ bóndann, þurfa að hugsa um orsakir þess að benzínið hækkar á farmalinn að kaífið er orðið ókaupandi nema fyrir „efnuð heimili“ — og að Reykjavíkurbörnin koma „með eintóma ræfla í svel'i/.a ‘. Grannkonur þínar og, bamdur þeirra þurfa að skilia hvert ey- steinskan leiðir — áðúr en lnin verður þeim að bana. Vertu svo ævinlega blessuð og feginn vildi ég eiga þig að. •J. B ★ > ★ að ástæðulausu Mér dettur ekki í hue að halda að ba'ð sé að ástæðulausu að blessuð „sveitakonan" sezr niður um hábjargræðistíroann dauðbreytt af plaggabashnu1, heyskapnum, bölvuðu ekkisens áhaldalevsinu og vinnufólksekl- unni, tekur fram fjaðrapenn- ann og blekbvttuna sína því sveitakona eyðir ekki í svoleið- ’s nrjál eins og gullhettusjáif- blekung) og sendir Bæjarpóst- tnum bréf. Og við erum inm- iega sammála um að klæ'ðnáður Revkjavíkurbarnanna cé vanda- rnál, mikið vandamál. m Við eruni sammála um fleira • Það mun vera fleiia sem við erum sammála um, „sveitn- kona“ góð, (nú ætla ég ekki lengur að tala um þig, heldur við þig). Það má vel vera að Skipadeild S.f.S. Hvassafeli er í Pernovik, í Finn landi. Arnarfell er í Geno\ra. Jök- ulfell fór frá Valparaiso i Chile ,26. þm., áleiðis til Ecuador. EIMSKIP: Brúarfoss væntanlegur til Isa- fjarðar um hádegi í gær frá Húsa- vik. Dettifoss kom til Reykjavík- ur 27.7. frá N.Y. Goðafoss fór frá Hull í gær 28.7. til Reykjavíkur. Gullfoss fór frá Kaupmannahöfn í gær 28.7. til Leith og Reykjavík- ur. Lagarfoss er á" Isafirði. Sel- foss er í Reykjavík. Tröllafoss fór væntanlega frá Lysekil í gærkv. 28.7. til Siglufjarðar. Hesnes fer væntanlega frá Antverpen 30.7. til Hull og Reykjavíkur. Ríkisskip Hekla fer frá Reykjavík annað kvöld til Giasgow. Esja er á leið frá Austfj. til Akurevrar. Herðu- breið er í Rvík. Skjaldbreið er á Húnaflóa. Þyrill er á leið til Norð urlandsins. Ármann fór frá Rvik í gærkvöld til Vestmannaeyja. Hannes Kjartansson, aðairæðis- maður Islands í New York, verður til viðtals í utanríkisráðuneytinu, fyrir þá er þess kynnu að óska, n.k. þriðjudag kl. 11—12 f.h. Stúlkan sem týndi úrinu sínu úti í skógi á laugardagskvöldið á Jóns- messumóti sósialista á Þingvöllum í sumar, er beðin að snúa sér til skrifstofu Sósíalistafélags R,- víkur, Þórsgötu 1 (sími 7510). Nýlega voru gefin saman í hjónaband af sóknarprestin- um í Grundan- þingum ungfrú Jakobína Sigur- geirsdóttir, Völlum, Saurbæjar- hreppi og Gestur Kristinsson, bóndi sama stað. — 1 gær voru gefin saman í hjónaband af séra Pétri Oddssyni ungfrú Sigurbjörg Jóhanna Þórðardóttir, bankarit- ari og Gísli Kristjánsson, skrif- stofustjóri í prentsmiðjunni Eddu. Fastir liðir eins og venjulega. — Kl. 11,00 Messa í Dóm- kirkjunni (sr. Ósk- ar J. Þorláksson messar. — Dóm- prófastur, sr. Jón Auðuns, setur hann inn í prestsembætti við Dóm- kirkjuna). 15,15 Miðdegistónleik- ar (pl.): N.B.C.-sinfóníuhljómsveit- in leikur; Milton Katims stj.: a) .Donna Diana” forleikur eftir Rez- nicek. b) Sinfónia nr. 2 í d<-molI eftir Dvorák. c) Negrasálmar fyr- ir strengjasveit eftir Gouid. 16,15 Fréttaútvarp til ísler.dinga erlend- is. 18,30 Barnatimi (Baldur Pálma- son): a) Hendrik Ottósson segir dýrasögur. b) Tveir drengir, Við- ar Alfreðsson og Kristján K. Guð- jónsson, leika á píanó og gítar. c) Baldur Pálmason les úr Æsku- minningum smaladrengs” eftir Árna Ólafsson frá Blönduósi. 19,30 Tónleikar: Fiðlulög eftir Paganini (pl.) 20,20 Einsöngur: Ezio Pinza syngur (pl.) 20,35 Erindi: Frá ltalíu (Eggert Stefánsson). 21,00 Fianótóneikar; Ragnar Björnsson leikur; a) Sónata í A-dúr op. 15 eftir Mozart. b) Etýða í Ges-dúr op. 10 nr. 9 eftir Chopin. c) Fanta^ sía í f-moll eftir Chopin. d) „Und- ine“ eftir Ravel. e) „La Campan- ella" eftir Liszt. 21,40 Uppléstur: „Þegar ég stal", smásaga eftir Svein Auðun Sveinsson (höf. les). 22,05 Danslög (pl.) til 23,30. Útvarpið á morgun Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 13,00—13,30 Óskalög sjúklinga (Björn R. Einárssón). 15,30 Mið- degisútvarp. 16,25 Veðurfr. 19,30 Tónleikar: Lög úr kvikmyridum (pl.) 20,20 Tónleikar (pl.): Celló- sónata eftir Schubert (Emanuel Feuermann og Gerhard Moore leika). 20,45 Um -daginn og veg- inn (Cylfi Þ. gíslason prófessor). 21.05 Einsöngur: Enrico Caruso syngur (pl.) 21,20 Þýtt og endun- sagt (Einar Magnússon mennta- skólakennari). 21,45 Tónleikar: Ge- orge Shearing kvartettinn leikur (pl.) 22,00 Fréttir og veðurfregnir. Síldveiðiskýrsla Fiskifél. Islands. 22,20 Búnaðarþáttur: Súgþurrkun (Einar Eyfells ráðunautur). 22,35 Dagslcrárlok. Skrifstofa ÆF verður framvegis opin alla virka daga frá kl. 8—10 e.h. nema á laugardögum. dóttir 26 júlí Hjónunum Mar- gréti Lárusdóttur og Þráin Þórissyni, kennara Reykja- hlíð Mývatnssveit, fæddist 19 marka síðast liðinn. Ungbarnavernd Líknar, Templ- arasundi 3, er opin þriðjudaga kl. 3.15 til 4 og fimmtudaga kl. 1.30 til 2.30.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.