Þjóðviljinn - 29.07.1951, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 29.07.1951, Blaðsíða 7
Suruiudagnr 29. júlí 1951 — ÞJÓÐVILJINN — (7 „Jig Sög" til sölu. Upplýsingar Berg- staðastræti 45, kjallara, milli kl. 5 og 7. 1 rojfl h.f. Lækjarg. 10. Úrval af smekklegum brúð- argjöfum. Skermagerðin Iðja, Lækjargötu 10. Gólfteppi keypt og tekið í umboðsölu. sími 6682. Fornsaian Lauga- veg 47. Seljum allskonar húsgögn o.fl. undir hálfvirði. PAKIvHtSSALAN, Ingólfsstræti 11. Sími 4663. Minningarspjöld Krabbameinsfélags Reykjavíkur fást í verzl. Remedía, Aust- urstræti 7 og skrifstofu Elli- og hjúkrunarheimilisins GRUNDAR.' Myndir og málverk til tækifærisgjafa. Verzlun G. SigUrðssonar, Skólavörðusííg 2S. Almenna Fasteignasalan, Ingólfsstræti 3. Sími 81320. Kaup — Sala Umboossala: Verzlunin Grettisgötu 31, Sími 3562. Daglega ný egg, soðin og hrá. — Kaffisalan, Hafnarstræti 16. Herraföt — Húsgögn Kaupum og seljum ný og mtuð húsgögn, karlmanna- föt o. m. fl. — Sækjum — Sendum. — Söluskálinn, Klapparstíg 11, sími 2926. Munið kaffisöluna í Ilafnarstræti 16. Sigmundur M. Jénsson. 1 læknir, gegnir sjúkrasamlags 'störfum fyrir mig næstu 2 'vikur. Viðtalstími hans er í j Lækjargötu 6 B, kl. 2,30— [3,30, laugardaga kl. 12,30— 1,30. Símj 1368. Heimasími 9717. Friðrik Einarsson, læknir. Amper h.f., raftækjavinnustofa, Þingholtsstræti 21 sími 81556 J Sendibílastöðin h. f., \ ^ Ingólfsstræti 11. Sími 5113. Gúmmíviðgeiðir Stórholti 27. Móttaka eianig í Kamp Knox G-9. Lögfræðingar: Áki Jakohsson og Kristján Eiríksson, Laugaveg 27, 1. hæð. — Sími 1453. Viðgerðir á allskonar stoppuðum hús- gögnum. — Húsgagnaverk- smiðjan Bergþórugötu 11. Ragnar Ölafsson hæstaréttarlögmaður og lög- giltur endurskoðandi: — ^Lögfræðistörf, endurskoðun !;og fasteignasala. — Vonar- stræti 12. Sími 5999. Utvarpsviðgeiðir Radíóvinnustofan. Laugaveg 166. Nýja sendibíIastöSin Aðalstræti 16. Sími 1395 iVaxmynda- ; safnið er opið í Þjóðminja- safninu alla daga kl. 1—7 og sunnudaga kl. 8—10. Sófasett og einstakir stólar, margar gerðir. Húsgsgnabélstmn Erlings Jónsscmar Sölubúð Baldursg. 30, opin kl. 2—6. Vinnustofa Hofteig 30, sími 4166. Mréf og mthugasemd liggur leiðin Auglýsið í ÞJÓÐVILJANUM Þjóðviljanum hefur borizt þetta skrýtna bréf frá Þór- halli Pálssyni: Herra ritstjóri. í grein, er birtist í blaðinu 25. þ. m. um útburð er framkvæmd- ur var á Freyjugötu 4, liér í bænum 23. þ. m. er mín getið persónuiega á mjög óviður- kvæmilegan hátt. M. a. er því haldið fram að lesendum, að ég hafi sagt konu þeirri er þoldi útburðinn, að til hans myndi aldrei koma. Ef þetta væri rétt hermt, fólst í því lof- orð henni til handa um svo langa vist i íbúðinni, sem hún óskaði eða til lífstíðar, ef hún kærði sig ekki um að skipta um dvalarstað fyrr. Þegar af þessari ástæðu mátti hverjum þolanlega . greindum manni verða ljóst að tilvera slíkrar ýfirlýsingar hlaut að vera hreinn uppspuni, nema gert væri ráð fyrir því að ég væri óvenjulega mikið flón eða ó- þokki, þar sem slíkt framfer'ði hefði bakað ófjárráða skjól- stæðingi mínum gífurlegt tjón. Vegna þess að ofangreind um- mæli eru til þess fallin að koma ógreindara fólki, sem litla þekk- ingu hefur á réttarlegum sam- skiptum manna, til að trúa því að ég hafi beitt svikum við um- rædda konu, verða önnur um- mæli blaðsins um atburðinn einnig meiðandi fyrir mig, því a'ð þau verða að sjálfsögðu skil- in af lesendum sam frásögn af atferli ,,svikarans“ eða sem bein afleiðing þess. ) Ég vil leyfa mér að átelja harðlega slíka blaðamennsku, sem birtist í grein þessai’i og benda yður í fullri vinsemd á, að það er almennt miður skyn- samlegt að ausa æru manna auri að tilefnislausu; Blöðin eiga a'ð sjálfsögðu ekki að vera athvarf rógbera í iðju þeirra a.m.k. verður að gera þá kröfu til þeirra, að frásagnir slikra manna, sem þau ætla til birting- ar, feii ekki sjálfar í sér a,ð um hreinan uppspuna sé að ræða eins og sýnt er um ofan- greind ummæli um mig. Ég taldi mig geta vænzt þess, að mér yrði sýnd sú vinsemd, að blaðið sýndi mér umrædda grein áður en hún væri birt, en einhver leyndur ótti við það, að athugasemdir mínar mundu varpa um koll lygum rógber- anna, sem ætlunin virðist hafa verið að þjóna dyggilega, sýn- ist hafa komið í veg fyrir þá sjálfsögðu kurteisi, Ég hefi í höndum yfirlýsingu sjálfrar sögusmettunnar, undirritara fyrir 11 mánuðum, þar sem hún lofar að rýma umrætt hús- næ'ði á ákveðnum degi að við- lögðum útburði. Yfirlýsing þessi er full sönnun þess, að frásögn hennar er vísvitandi ósannindi, sem ekki verða afsökuð með því að hún hafi misskilið orð mín. Því jafnvel þó að ég hafi á annað ár, eða allt frá þvi hún var'ð vegalaus innlyksa í íbúð' inni við það að þáverandi leigu- taki sagði leigunni upp, sýnt henni óvenjulega linkind, þráti fyrir taumlausa óreglu og lög- regluheimsóknir, sem gerði hin- ar íbúðir hússins næstum ó- byggilegar venjulegu fólki, gat hún ekki skoðað þó hlífð sem neitt loforð um endalausa dvöl þarna, enda hafði ég þvert á móti sagt henni æ ofan í æ að að húsinu. nema hún flytti ejálf, til útburðar myndi eflaust koma þegar eigendaskipti yr'ðu og um væntanlega sölu hússins vissi hún þegar hún greiddi leigu eftir íbúðina í fyrsta sinn, en þá gerði ég ráð fyrir við hana að salan mundi ekki drag- ast lengur en fram í september 1950. Ég hefi verið svo margorð- ur um þetta vegna þess að ég vildi gera yður ljóst hversu vel hefur verið vandað til heim- ilda að umræddri grein og þætti mér vissulega ánægjulegt a'ð heyra frá ábyrgum aðila að hér væri um eindæmi að ræða. Að sjálfsögðu gæti ég svar- að margnefndri grein opinber- lega og auk þess fengið ábyrgð- armann blaðsins dæmdan fyrir hin staðlausu meiðyrði. Þetta hefi ' ég þó ekki í hyggju a'ð gera, a.m.k. ekki að svo stöddu, Hins v'egar vildi ég mega vænta þess að sú tegund málflutn- ings, sem ég hefi rætt um, verði hér eftir útlæg ger af síð-‘ um blaðsins. Hinar tilefnislausu j ærumeiðingar urn mig eru mér, að sjálfsögðu enginn ánægju-' auki, hitt svíður þó sárar að blaðið skuli leggja sig í það að útbreiða slúður mannorðsþjófa, sem þannig eru settir, að bók- staflega enginn, sem til þekkir mundi taka mark á, ef nöfn þeirra sjálfra stæðu undir vitn- isburðinum. Ég hefi í dag tilkynnt af- greiðslu blaðsins, að ég muni í mótmælaskyni framvegis ekki styrkja blaðið umfram venju- lega áskrftendur þess. Virðingarfyllst Þórhallur Pálsson. -rjm-., --- Ef Þórhallur Pálsson hefði lesið fregn Þjóoviljans af um- ræddum útburði og hann hefði ^ ekki sjálfur átt h'ut að málinu, hefð'i hann væntaniega scð að atburður þessi er tekinn sem dæmi um það vandræðaástand j feem húsnæ'ðispólitík Sjálfstæð- isflokksins og Framsóknar hef- ur skapað Reykvíkingum. Hann hefði væntanlega ekki verið það flón að sýnast Þórhallur Pálsson neitt meginatriði í greininni, sem í engu er frá- brugðin öðrum þeim greinum blaðsins þar sem s.tungið er vægðarlaust á kýlum aftur- haldsins í landinu. En nú var minnzt á Þórhall Pálsson og hann skrifar þessa. furðulegu grein, til að kenna. ritstjórn Þjóðviljans hvernig fara eigi með þjóðfélagsádeilu, til að hneykslast á „ærumeið- ingum“ og hóta meiðyrðamál- sókn. En svo óhöndugega tekst til að grein lögfræðingsins mor- ar af orðum eins og „sögu- smetta“, ,.rógberi“ „mannorðs- þjófur“ að ógleymdri þessari getsök til ritstjórnar Þjóðv.: , einhver leyndur ótti við það að athugasemdir mínar mundu varpa um koll lygum rógber- anna, sem ætlunin virðist hafa verið að þjóna dyggiléga“, o. s. frv. (leturbreyting Þjóðv.). — Heldur Þórhallur Pálsson að meiðirðalöggjöfin nái ekki til lögfræðinga ? Ef að er gáð þá er í þessarl vandræ'ðaíegu grein Þórhalls aðeins véfengt eitt atriði, og um það bera aðilar sinn hvað. Sem lögfræðingur hlýtur Þórhallur að vita, að oft er nær ómögu- legt eða alveg ómögulegt að vita í slíkum tilfellum hvor fer með rétt mál. Hann hefði átt að spara sér þessa kyndugu ritsmi'ð, og at- liuga heldur í næði hvort hann er þess umkominn að kenna ritstjórn Þjóðviljans hvernig á- deiluaðferðir skuli viðhafðar í baráttunni við rotnun þjóðfé- lagsins. Þjóðviljinn heldur að sjálfsögðu áfram að vekja at- hygli á hinni hneykslanlegu husnæ'ðispólitík íhalds bg Fram- sóknar, alveg án tillits til þess þó það komi við kaun lítilla karla, og alveg án tillits til þess þó einhver þeirra hafi styrkt Þjóðviljann og hefnir sín með því að spara þá skild- inga. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS Gullfoss fer frá Reykjavík laugardaginn 13. ágúst kl. 12 á hádegi til Leitli og Kaupmannahafnar. Pantaðir farseölar skulu sóttir eigi síöar en þriðjudag 7. ágúst. Þaö skal tekiö fram, að farþegar veröa aö sýna full- gild vegabréf þegar farseölar eru sóttir. Skráning nemenda sem sækja eiga 1. og 2. bekk gagnfræöaskóla (gagnfræðadeilda) í Reykjavík næsta vetur, fer fram dagana 30. og 31. júlí og 1. ágúst (mánu- dag, þriöjudag og miövikudag) kl. 10—12 f. h. og 2—5 e. h. í Hafnarstræti 20 (Hótel Heklu) uppi, gengið inn frá Lækjartorgi. FRÆÐSLUF'ULLTRÚINN.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.