Þjóðviljinn - 29.07.1951, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 29.07.1951, Blaðsíða 8
Skilyrði til brennistemsframleiðslu yið Námafjall rannsökuð í sumar ÁœtlacS framlelBslumdgn 10 jbús, tonn á ári Þeir Baldur Líndal, eínafræðingur, og Þorsteinn Thorsteinsson, jarðfræðingur, vinna um þessar mundir að hagnýtum jarðfræðirannsóknum á jarðhitasvæðinu hjá Reykjahlíð í Mývatnssveit. Rannsóknir þessar, sem gerðar eru á vegum Jarðborána ríkisins, eru einkum framkvæmdar til að leíða í ljós brennisteinsinnihald jarð- gufunnar á þessu svæði, en vegna skorts á auðunnum brennisteini fev áhugj vaxandi fyrir því að hefja að nýju brennisteinsvinrsslu hér á Iandi. Verðmætar lofttegundir finnast i Námafjaili Sunnudagur 29. júlí 1951 — 16. árgangur — 170. tölublað Björn Pálsson fær nýja sjiikraflugvél Myndin hér að ofan er af nýrri sjúkraflugvél sem Björn Pálsson fær innan skamms. Var liún flutt um borð í Goðafoss í Hull í gær. — Flugvél þessi tekur sjúkling í lý.irfu og einn mann, áuk flugmanns. Það e.' líka liægt að útbúa hana með sætura og tekur liún þá 3 favþega. Flugvélin hcfur e'rnnig sérstakan útbúnað til þess að taka Ijósmyndir úr lofti og mun það áreið- anlega gleðja sltipulagsstarfsmennina sem vinna aft kortagerð ýmissa staða eftir myndum teknum úr lofti. — Bjiirn Pálsson flugmaður er fyrir löngu landdskunnur fyrir sjúkraflug sín. Hefur hann undanfarin ár flogið til staða víðsvegar á iandinu til þess e ð sækja sjúklinga og tekJzt vel og giftusamlega, en oft er IiT sjúklinga undir því komið að þeir komist til viðeigandí aðgerÖar í tæka tíð. Ekki man Björn hve mörg sjúkrafiug hann hefur farið, en hann hefur lent á 85 stöðum víðsvegar á. iandinu og hafa þeir flestir verið tún, melar eða frosnar tjarnir. Hin nýja vél hans getur lent á 100 metra löngu sléttu svæði, ef a&fiug er að öðru leyti gotí. Örn og Helnrislc reyna með sér í 110 m grindalilaupl á EMmótinu í fyrra Tugþraiitareinvígið hefst í dag í dag hefst tugþrautareinvági ]>eirri Heinrieh hins franska og Arnar Clausen, — atburður scm vekja mun almenna athygli ekki einungis hér á landdi helddur og um alla Evrópu. Enginn efast um að þetta verður afarhörð og skemnitileg keppni ekki síður en á Evrópumeistaramótinu í Brúsáft í fyrrasumar, en þar sigraði Heinrlch Örn með aðeins 68 stiga mun eins og kunnugt er. Síðastliðið sumar vann 'Baldur Líndal að rannsóknum í Náma- fjalli við Mývatn til að komast að raun um hvort hugsanlegt væri að nýta lofttegundir í jarð- guíum þar til iðnaðar. Leiddu þær rannsóknir í Ijós, að jarð- gufan þarna inniheldur allmikið af brennisteinsvetni og vetni, sem eru verðmætar loftteg- undir. í sumar er svo unnið að jarðborun í Námafjalli til að kanna hvort ekki megi auka uppstreymi þessara verðmætu lofttegunda. Beri jarðborun þessi þann árangur sem ætlast er til, má fullvíst telja, að þarna séu fyrir hendi mögu- leikar til framleiðslu geysimik- illa verðmæta úr jarðgufunni. Brennisteinsvetnið mætti nota til framleiðslu á hreinum brennisteini og til efnaiðnaðar, en vetnið er hugsanlegt að nota ■til framleiðslu köfnunarefnis- áhurðar, lýsisherzlu o. fl. Jarðborun og jarðlaga- rannsóknir í framhaldi af þeim rann- sóknum, sem hér hefur verið drepið á var jarðborun hafin á aðalhverasvæðinu austan Námafjalls um miðjan júní í sumar og er það fýrsta rann- eóknarborunin, sem framkvæmd er á því jarðhitasvæði. Borunin er framkvæmd af tveimur mönnum, sem unnið hafa að jarðborunum undanfarin ár, m. a. í Hveragerði, á vegum Jarð- borana ríkisins. Stjórn verksins hefur Baldur Líndal, efnaverk- fræðingur, á hendi og tekur hann sýnishorn af jarðgufunni til rannsóknar. Sýnishorn þessi hafa ekki verið rannsökuð enn, tæki til þess ekki fyrir hendi á staðnum, og fer efnagreining þeirra því fram síðar hér í Reykjavík. Þorsteinn Thorsteinsson, jarð- fræðingur, vinnur í sumar að landmælingum og jarðlaga- rannsóknum á hverasvæðinu í Námafjalli, m. a. til að athuga hvort bora þurfi víðar eftir gufu. Borunin reynist torveld Fré.ttamaður Þjóðviljans var staddur í Reykjahlíð hinn 17. þ. m. Hitti hann þá Baldur Lindal að máli og fékk að skreppa með honum austur á hverasvæðið í Námufjalli. Borunin reyndist torveldari en vonir stóðu til, sagði Baldur. 1 fyrstu 10 metrunum var þó ekki nema eitt hraunlag, en nú er borað gegnum samsoðinn leir og sækist seint. I byrjun Jarcborinn, sem notaður er við Námaf jall. var steypt í kringum borholuna og hún fóðruð jafnóðum, en nú þarf þess ekki lengur með. Gufumagnir 3 tonn pr. klst. Þriðjudaginh 17. þ. m. var stöðugt gufugos úr borholunni og hafði svo verið síðustu dag- ana. Holan var þá orðin 28 metra djúp og gufumagnið 3 tonn á klukkustund. Er það að vísu lítið gufumagn borið saman við aðra staði þar sem borun eftir gufu hef'ur verið framkvæmd, t. d. Hveragerði. Samkvæmt fræðilegum athug- unum ætti að vera mögulegt að leiða upp á þessu svæði með jarðborunum 500—1000 tonn af gufu pr. klst. Gufugosið úr borholunni hófst fyrr en áætlað hafði verið og taldi Baldur að svo gæti farið, að frekari borun yrði hætt á þessum stað mjög bráð- lega af þeim sökum. Gufan mundi spýta bornum upp þegar holan væri orðin 30—40 metra djúp. Mun þá verða reynt að bora á öðrum stað, ef vænlegra þykir til árangurs og fjármagn til áframhaldandi rannsókna verður fyrir hendi. Var upp- haflega gert ráð fyrir að grafa þarna allt að 200 metra djúpa holu. Meðan vatn var í borholunni gat Baldur fj’lgzt með því hvernig hitinn óx eftir því sem dýpra var borað, og varð hann þá mestur 128°. Síðan gufugos- ið varð samfellt er ógerlegt að mæla hitann neðst í borhotunni, en gufan við holuopið helzt alltaf um 100° heit. 10 þúsund tonn af brenni- steini á ári Eins og fyrr segir eru þessar rannsóknir á jarðhitasvæðinu í Námaf jalli einkum framkvæmd- ar til að kanna brennisteins- innihald gufunnar og mögu- leika til að auka uppstreymi hennar með horunum. Er til- gangurinn sá að fá úr því skor- ið hvort það svarar kostnaði að vinna brennistein beint úr jarðgufunni þar á staðnum. Hefur Baldur Líndal áætl- að að hægt væri að vinna úr gufunni iim 10 þús. tonli af brennisteini á ári, en teiur þó ofsnemmt að fullyrða hvort um svo mikið magn gæti verið að ræða. Y f irborðsbrennisteinninn Jafníramt þeim rannsóknum sem þegar liafa verið nefndar, hefur þeim Baldri Líndal og Þorsteini Thorsteinssyni verið fengið það verkefni að kanna hve mikið magn af yfirborðs- brennisteini er á þessu svæði. Ekki er enn fengið yfirlit yfir hve hann er mikill, en Baldur telur að þarna séu um 3—5 þús. tonn af yfirborðsbrenni- steini sem inniheldur 30% af hreinum brennisteini, en auk þess er mikið af 1—10% brennisteini á yfirborðinu. Yfirborðsbrennisteinninn myndast úr jarðgufunni og er myndun hans seinvirk. Til þess að brennisteinn myndist á yfir- borðinu þurfa viss skilyrði að vera til staðar frá náttúrunnar hendi og þess vegna nýtist ekki nema sáralítill hluti af þeim brennisteini sem er í gufunni. Útflutning-svara á 18. og 19. öld Á 18. og 19. öld var fluttur út brennisteinn frá íslandi og telur Baldur Líndal að sú brennisteinsvinnsia hafi verið tiltölulega mikil, en hún lagð- ist niður fyrir um 100 árum siðan þegar brennisteinsnámur fundust á Italíu og brennisteinn hríðféll í verði á mörkuðum heimsins. Skortur á auðunnum brenni- steini er nú orðinn mjög til- finnanlegur, en af því leiðir að menn hafa að nýju fengið á- huga fyrir að vinna hann liér á landi. Bandarísku námurnar á þrotum Brennisteinn er nú aðallega umimn úr jarðlcjgum við Mexi- co-flóa í Bandaríkjunum og á Italíu. Magn það sem vitað er um í auðunnum námum í Bandaríkjunum er nú að verða þrotið og hefur Bandaríkja- stjórn þess vegna minnkað út- flutning brennisteins til Bret- lands og fleiri Evrópulanda um helming. Flest lönd í Evrópu flytja inn mikið magn af brennisteini og er hann því örugg verzlun- arvara, ef hægt er að fram- leiða hann á samkeppnisfæru verði. Verð brennisteins hefur ný- lega stórhækkað á Evrcpu- Tugþrautarkeppni þessi er lið- ur i meistaramóti Islands og verða 4—5 keppendur auk þeirra Heinrich og Arnar. I dag verður keppt í 100 m hlaupi, langstökki. kúliívarpi, hástökki og 400 m hlaupi, eða sömu greinum og keppt var í fyrri daginn á Brussel-mótinu, en áð honum loknum hafði Örn 4104 stig og Heinrich 3792. Á morgun verður svo keppt í 110 m grindahlaupi, kringlu- kasti, stangarstökki, spjótkasti og 1500 m hlaupi, en í þeim greinum flestum náði Heinrich betri árangri en Örn í fyrra- sumar. Keppnin hefst kl. 8,15 báða. dagana. markaði vegna útflutningstak- markana Bandarikjanna. Hafa afköst við námurnar á Italíu verið stóraukin, en þær voru til skamms tíma ekki taldar sam- keppnisfærar við þær banda- Framhald á 6. gíðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.