Þjóðviljinn - 22.08.1951, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 22.08.1951, Blaðsíða 1
 Miðvikudagur 22. ágúst 1951 — 16. árgangur — 189. tölublað Indónesíska ríkisstjórnin hef- ur látið handtaka 200 menn á Austur-Java. Flestir hinna hand teknu eru Kínverjar. Handtök- urnar eru áframliald á þeim aðgerðum, sem stjórnin hóf dag inn fyrir þjóðhátíðardag Indó- nesa með handtöku 16 þing- manna og tugs óbreyttra borg- ara í höfuðborginni Jakarta. 3 Stokes sefur Mossadegh úrslitakosti helmfar svar fyrir liádegf í dag 7a//ð er vist að samningar um oliudeilu Breta og Iransmanna fari ut um þúfur Fréttaritarar í Teheran söaðu í gærkvöld, að þar væri talið víst að samningar stjórna Bretlands og Irans um oliudeiluna væru farnir út um þúfur Brezki ráðherrann Stokes tilkynnti í gær, að ef Mossadegh íorsætisráðherra Irans, gengi ekki að úrslitakostum hans fyrir hádegi í dag, hefði hann ekki meira í Teheran að gera og færi þegar í stað heim til London. Áður í gær tilkynnti brezka sendiráðið i Teheran, að Stokes hefði tekið aftur tillögur þær í átta liðum, sem hann bar fram um lausn olíudeilunnar. Hefði Mossadegh hafnað þrem- ur af liðunum í tillögum Stokes, þeim sem vörðuðu skiptingu á- góðans af sölu iranskrar olíu og yfirstjórn olíusölunnar; Skömmu eftir að þessi tilkynn ing var birt sagði Stokes blaða- mönnum, að úrslitakostir sínir til Iransstjórnar væru þeir, að hún samþykkti að brezkir starfs menn við olíuhreinsunarstöðina í Abadan störfuðu undir stjórn brezks forstjóra. Bætti hann því við, að liann hefði — þótt sér þætti leitt — komizt að þeirri niðurstöðu, að iranska stjórnin myndi ekki samþykkja neitt það fyrirkomulag, sem gerði brezk- um sérfræðingum fært að starfa áfram í Abadan, enda þótt Mossadegh forsætisráðherra hefði lagt mikla áherzlu á að stjórn sín vildi að þeir störf uðu áfram við olíuvinnsluna. Marizt hart í Austur-Kóreu Bandaríska herstjórnin játaði í “gær, að hersveitir hennar mættu öflugri mótspyrnu í hinni „takmörkuðu sókn“, sem til- kynnt var í fyrradag áð þær hefðu hafið á 40 km kafla á austurvígstciðvunum. Alþýðuher inn hefur gert hörð gagnáhlaup og játa Bandaríkjamenn, að hann hafi tekið tvær mikilvægar hæðir af kóreskum lepphersveit um. Bandariskir flugmenn skýra frá miklum liðsflutning- iim til alþýðuhersins á þessum slóffum. Gromiko á Isið til San Francisco Sovétsendinefndin á friðarráð stefnuna við Japan í San Franc- isco kom til Parísar í gær. 1 nefndinni eru 33 menn undir forystu Andrei Gromiko, áð- stoðarutanrikisráðherra. Nefnd in fer frá Cherbourg áleiðis til Bandaríkjanna í dag á brezka hafskipinu Queen Elizabeth. Brottflutningi brezkra olíusér- fræðinga frá Suður-Iran er nú hraðað sem mest. Fréttaritarar í London segja, að horfurnar á að engir samn- ingar takist í Teheran hafi sett brezku stjórnina í mikinn vanda. Attlee kom frá sveita- setri sínu til London í gær til að halda stjfund um olíudeil- una. Fundinn sátu auk ráðherr- anna Slessor yfirmaður brezka flughersins og Sir William Frazer, forstjóri Anglo Iranian. brezka olíufélagsins, sem haft hefur með höndum olíuvinnsl- una í Iran. Hugðflst myrða alla Hashemíta Opinberi ákærandinn í réttar- höldunum yfir þeim tíu mönn- um, sem ákærðir eru fyrir að hafa staðið að morðinu á Abdullah Jórdanskonungi, las í réttinum í Amman í gær játn- ingu eins sakborninganna. Skýr ir hann frá því, að morð Abdulla hafi átt að vera upp- haf á útrýmingu konungsætt- ar Hashemita, sem situr við völd í Jórdan og Irak. Næst á eftir Abdullah var ætlunin að kála ríkisstjóranum og for- sætisráðherranum í Irak. Azz- am Pasha, hinn egypzki aðal- ritari Arababandalagsins, var einnig á aftökulista hermdar- verkasamtaka þessara. Truman undirbýr hernað- arbandalag við Franco Bandaríkjastjórn tilkynnti í gær, að tvær sendinefnd- ir frá henni væru á leiö til viðræðna viö fasistastjórn Francos á Spáni. Landvarnaráðuneytið til- kynnir, að sjö manna sendi- nefnd frá bandarísku yfirher- stjórninni sé á leið til Spán- ar. I nefndinni, sem ráðuneytið segir að eig að „litast um“ á Spáni, eru foringjar úr landher, flota og flugher. Fyrir nefnd- inni er flughershöfðinginn Spry. Ráðuneytið lýsir yfir, að för nefndarinnar sé árangur af þeim viðræðum, scm Sherman, yfirforingi Bandaríkjaflota, átti við Franco í sumar. Bandarísk blöð skýrðu frá því, að erindi Shermans hefði verið að semja við fasistastjórn ina spönsku um afnot Banda- ríkjunum til handa af flug- völlum og flotastöðvum á Spáni. I staðinn vildi Franco fá efnahagslega og hernaðarlega aðstoð og hernaðarbandalag við Bandaríkin. Samtímis og þessi hernaðar- sendinefnd verður á Spáni op- inber nefnd bandarískra efna- hagssérfræðinga. Eiga þeir að kynna sér þarfir spansks at- vinnulífs, einkum þó járnbraut- anna, fyrir bandaríska aðstoð. Þegar Sherman flotaforingi hóf viðræður sínar við Franco mót- mæltu stjómir Bretlands og Frakklands því af ótta við al- menningsálitið í löndum sín- um, að Franco yrði gerður að aðila að hernaðarsamvinnu Vesturveldanna. Augljóst er, að Bandarikja stjórn ætlar sér að láta þau mótmæli, sem vind um eyru þjóta. í gær hófst í Nairobi í brezku nýlendunni Kenya í Austur- Afriku ráðstefna um hernaðar- samvinnu í Afriku. Sitja ráð- stefnuna fulltrúar frá Bretlandi, Frcikklandi, Belgiu, Portúgal, S-Afriku og Etíópíu. Þetta eru frönsku ráðherrahjónin Yvonne og Pierre Chevallier. Þegar Pierre kom heim daginn eftir að hann var skipaður að- stoðarráðherra i nýmyndaðri stjórn Plevens, skaut Yvonne hann til bana, hringdi til Iögreglunnar og tilkynnti, að hún væri að enda við að myrða bónda sinn. Hún kvaðst hafa gert þetta vegna þess að hann hefði Iátið mðtorð sín ganga fyrir öllu öðru og ekki komið heim nema endrum og eins Almenn lífskjaraskerðing af- leiðing hervœðingarinnar Hægri foringjar brezka Alþýousambandsins þora ekki íengur að siyðia kaupferadingarsiefnu ríkissijórnarinnar Stjórn brezká alþýöusambandsins segir í ársskýrslu sinni, að hervæöingin muni hafa í för meö sér almenna skeröingu á líískjörum fólks í Bretlanöi. Hægri kratarnir í .sambands- stjórninni segja í skýrslu sinni, sem lögð verður fyrir þing Al- þýðusambandsins í Blackpool í haust, að vegna ört hækkandi verðlags sé það í alla staði eðli legt að verkalýðsfélögin krefj- ist hærra kaups fyrir meðlimi sína. Er þetta í fyrsta skipti eftir strí'ð, sem Alþýðusam- bandsstjórnin víkur frá þeirri stefnu brezku ríkisstjórnarinn- ar, að halda kaupgjaldi bundnu. Er andstaða verkamanna gegn þeirri stefnu orðin svo öflug, að sambandsstjórnin hefur ekki þorað annað en breyta um af- stöðu. Gróði vaxið helmingi meira en Iaun. 1 skýrslunni er rakin i stór- Eldur í mótorskipinu „Birkir'1 Skipshöfnin bjargaðist um borð í enskan togara Siglufirði í gærkvöld. Frá fréttar. Þjóðv. 1 morgun, milli kl. 8—9, heyrðist hingað neyðarkall frá mótorskipinu „Birki“ Re 74. Hafði komið upp eldur í skipinu, sem var þá statt á Skagagrunni á leið suður. Varðskipið fEgir er var statt á Siglufirði, lagði þegar af stað „Birki“ tii aðstoðar. Nokkru semna fréttist að skipshöfnin væri öll kom in úr skipinu og hel'ði bjargast um borð í enskan togara, sem var skimmt frá. Greinilegar fregnir hafa ekki enn borizt liingað um þennan atburð, en í kvöld fréttist að skipshöfnin væri komin til Skagastrandar og að Ægir væri á Ieið þangað með ,3>rki“ í togi. um dráttum þróunin í brezkunl efnahagsmálum frá því í júní í fyrra til jafnlengdar í ár. Seg- ir þar, að heildsöluverð hafi á því tímabili hækkað um 24%., smásöluverð um 10%, gróði fyrirtækja um 24% en kaup- gjald áðeins um 12%. Sambandsstjórn leggur til að ríkisstjórnin herði verðlagseftir lit, auki niðurgreiðslur á verðl neyzluvarnings og setji laga- hömlur við úthlutun gróða til hluthafa í einkafvrirtækjum. Ályktunarorðin í skýrslu sam bandsstjórnarinnar eru, að Bret ar eigi framundan tímabil efna- hagslegra og félagslegra erfið- leika. 5. fixndur uudirnefud- ariiiiiar Undirnefnd vopnahlésnefnd- arinnar í Kóreu, sem ræðir vopnahléslínu þverf yfir landið, íkom saman á fimmta fund sinn í Kaesong i gær. Fundur- inn stóð i tvo klukkutima. Enn: er öllvi haldið vandlega leyndu um störf nefndarinnar. Joy flotaforingi, formaður banda- rísku vopnahlósnefndarinnar, kom til Tokyo í gær og ræddi við bandaríska yfirhershöfð- ingjann Ridgway. Að fundinum loknum fór Joy aftur til Kóreu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.