Þjóðviljinn - 22.08.1951, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 22.08.1951, Blaðsíða 8
VinnubrögS AlþýBusambandssfjórnar: Gleymdi Ú segja lipp áldvei^^ ií»ra«imnin«fniini! Algjör óvissa rikjandi um hvort síldveiðisjémenn fá dýrtiiarsspphót greidáa á kauptrygginguna Nú þegar síldveiðunum fyrir Norðurlandi er að Ijúka og sjómenn halda heim vonsviknir einu sinni enn el't- ir misheppnaða síldarvertíð, er afkomuvon þeirra flestra bundin við kauptrygginguna, sem er kr. 1830,00 í grunn á mánuði. Sú ótrúlega staðreynd blasir nú við sjómönnum, að allt er enn í óvissu um hvort þeir fá greidda dýrtíðar- uppbót á kauptryggingu sína. á sama hátt og landverka- fólk fékk með samningum Dagsbrúnar og fleiri verka- lýðsíelaga í voi. Stjórn svörtu samfylkingarinnar í Al- þýðusambandinu gleymdi að tryggja síldveíðisjómönnum þessa sjálfsögðu kjarabót í vor með því að segja upp sHdveiðikjarasamningnum, sem A.S.Í. hefur við L.Í.Ú., en um það leyti sem þurfti aö segja samningnum upp voru forsprakkar sambandsstjórnar í óða önn að búa sig til hinnar frægu Bandaríkjaferöar. synlegar 'ráðstafanir strax í vor til þess að tryggja sjó- mönnum dýrtíðaruppbót á kauptrygginguna. Framhald á 7. síðu. fengu góðan afla í fyrrinótt Frá fréttaritara Þjóðv. í Njar'ávíkum. llátar frá Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn fengu ágætan afla í reknet á austursvæðinu í fyrrinótt. Aflahæstu bátarnir fengu upp undir 200 tunnur. Lítil veiði var hinsvegar í Mið- nessjó og vestur af Reykjanesi. Söltun er ekki hafin ennþá, en þrjár stöðvar eru tilbúnar að hefja söltun strax og leyfi fæst. I-Iákarl gerði mikinn usla á miðum reknetabátanna um dag- inn, en virðist nú vera horfinn, a.m.k. í bili. Um helmingiir sOdveiðiílotans lítir veið Siglufirði í gærkvöld. Frá fréttaritara Þjóðv. Fjöldi skipa, sennilega um eða yfir helmlngur síldveiði- flotans. hefur hætt veiðum eða er í þann veginn að hætta og mörg lögð af stað suður. Verði engin veiði næstu daga, er líklegt að flest skipin hætti um helg- ina. Ólafur Magnússon kom í morgun til Þórshafnar með 100 tunnur síldar, sem hann fékk fyrir austan í gærkvöld. Er þetta eina síldin sem bor- i/.t Ivefiir á land undanfarna daga. Ufsaveiði eða engin verið. hefur lítil Áiþjóðaþing um fjarskiptamál Um þessar mundir stendur yfir i Genf í Sviss alþjóðaráð- stefna um fjarskiptamál. Guð- mundur Hlíðdal, póst- og síma- málastjóri og Gunnl. Briem, yf- irverkfræðingur Landssímans, sækja 'ráðstefnu þessa af ís- lands hálfu. Þar verður rætt um f jarskiptaþjónustu og ákveð in tíðni útvarpsstöðva. Eitthvað lítilsháttar mun hafa orðið vart við síhl á austursvæðinu í dag, en eng- ar veiðifregnir hafa borizt liingað. þlÓÐUILJIHN Miðvikudagur 22. ágúst 1951 — 16. árgangur — 189. tölublað Miklar framkvæmdir í Sandgerði Urrnið að húsabyggmgum og hafnarbótum þar í sumar — Sandgerðisbátar íá góðan afla í reknet Sandgerði í gær. Frá fréttaritara, Þjóðviljans. Reknetabátar, sem síldveiðar stunda héðan, hafa yfirleitt fengið ágætan afla að iindaii- förnu. Er nú beðið eftir þ\ í með mikilli óþreyju að söltun hefj- ist á Suðurnesjum, en ekki feng in vitneskja um það enn hvenær það verður. Finun söltunarstöðv ar munu taka til starfa hér í Sandgerði þegar söltunarleyfið er fengið. Allír Sandgerðisbátar, er sfldveiðar stunduðu fyrir Norðurlandi í surnar, eru nú komnir lieim. Miklar byggingafram- livæmdir í sumar. I sumar hefur verið mjög líf- legt með atvinnu hér á staðn- um. Allmörg hús eru í smíðum, eða upp undir 10 alls. ,,Hrönn“ er að bvggja hér stórt fislcverk- unarhús og er hluti af því kom- inn undir þak. Byrjað var á húsbyggingunni í vor og á verk inu að vera lokið fyrir vetrar- vertíðina. Byggingarfélag verka manna hóf byggingu fjögurra íbúðarhúsa í fyrra, og var flutt í tvö þeirra í vetur. Þau tvö scm enn eru i smíðum, eiga að Ferð í Lanámannalaugar um næsiu helgi:s Ferðerfélagið tekur í nofkun nýff sœluhús í Laugum Hjá sæluhúsinu er lengsta sundlaug hér á landi gerð aí náitúmnnar hendi Fcrðafélag íslands fer 2*4 dags ferð austur í Landmanna- laugar n.k. laugardag 25. ágúst. Þar er nýreist sæluhús Ferða- félagsins við lieitar laugar, og verður það í fyrsta sinni tekið í notkim um n.k. helgi. Rétt við skálann er sundlaug, gerð af náttúrunni, sú lang lengsta á íslandi, cða á annað liundrað metra, með um 40 stiga heitu vatni. Náttúrufegurð umhverfis Laugar er, með afbrigðum og sérkcnnileg, Liparítfjöllin með alla vega litum, úfin hraun, heitir hverir og stöðuvötn, og af ýmsum fjöllum þarna er ó- gleymanleg útsýn inn um nær öll súðuröræfin. Lagt verður af stað laugar- dag 25.8. upp úr hádeginu og ekið alla leið austur í Land- mannalaugar, ef dagur vinnst til, annars gist í tjöldum \úð Landmannahelli. Á sunnudag verður umhverfi lauganna skoðað, ef til vill far- ið austur í Kýlinga, inn í Jökul- gil og nálæg fjöll. Þeir sem vilja heldur, geta skoðað næsta umhverfi, t.d. gengið inn í Brandsgil, sem erafar einkenni- legt. Á heimleið mánudaginn 27.8. verður ef bjart véður verður gengið á Tjörvafell, en það er einn bezti útsýnisstaður á allri leiðinni. Fellið er 842 m. á hæð og gróið til efstu brúna og því afar gott að ganga á það. Komið verður heim á mánu- dagskvöld. Nánari upplýsingar á skrifstofu Ferðafélagsins, Tún götu 5. Síldarsöltun leyfð sunnanlands stuðrar tiibúnar að Hafnarfirði, finnn í Sand Kauptryggingin sem síld- veiðisjómenn búa við er enn sú sama og samið var um undir forustu sameiningannanna i árs byrjun 1947 fyrir sjómenn í Vestmannaeyjum. Síðan hefur allt kaupgjald hækkað og dýr- tíð stórlega vaxið sem kunnugt er. Mega sjómenn illa við því, eftir misheppnaðar síldarver- tiðir síðustu ára og alla þá margháttuðu erfiðleika sem ver ið hafa, á því fyrir þá að fá káup sitt greitt, að eiga að sitja við lakari hlut en flestir eða allir aðrir -launþegar. Verður ekki annað sagt en afturhalds- stjórninni í Alþýðusamband- inu séu hrapalega mislagðar hendur í flestu sem hún kem- ur nærri, og vissulega er það með öllu óverjandi að sambands stjórn skyldi ekki gera nauð- Landspítaíinii fær bráðlega ný röntgentæki 1 Fréttabréfi um heilbrigðis- mál, sem er nýútkomið, er frá því skýrt að ekki muni langt að bíða að röntgenlækningatæki þau er Krabbameinsfélag Rvík- ur hefur ákveðið að gefa Land- spítalanum verði tekin i notk- un. Vinna er hafin viö viðbótar byggingu þá, sem reisa þurfti við Landspítalann til þess að unnt væri að koma tækjunum fyrir. en tækin sjálf eru tilbúin til uppsetningar. Stefán Lunnars- son setur nvtt met í 10 km lilaupi Stefán Gunnarsson Á. sigr- aði í 10 km hlaupinu á meistara mótinu í gærkvölfl á nýjum mettíma, 33 mín 05,6 sek. — Gamla nietið, sem var 33:57,6 sek., setti Vietor Muneh í fyrra, Annar i 10 km hlaupi varð Kristján Jóhannsson UMSE, 33:18,4 sek., og þriðji Sófus Bertelsen, Haukar, á 40:39,2 sek. — 1 fimmtarþraut urðu þessi úrslit': 1. Þorsteinn Löve ÍR 2803 stig, 2. Sigurður Frið- fmnsson FH 2780 stig, 3. Ingi Þorsteinsson KR 2671 stig Síldarútvegsnefnd heí'- ur nú loks leyft söltun Faxaflóasíldar frá og með deginum í dag að telja. Hefur neí'ndin þeg- ar afgreitt allmargar um sóknir um söltunarleyfi. en margar söltnnarstöðv- ar voru tilbúnar aö hcf ja vinnu þegar leyfi l'engist, t.d. sex söítunarstöðvar í gerði og þrjár í Njarðvík Verð á Faxasíld liefur verið ákveðin kr. 155,00 pr. tunnu, uppmælda. Mikil óánægja var rikj- arnli yfir þeim furðulfiga drætti sem varð á því að leyfá síldarsöltun sunnan lands. Töldu sjómenn og útgerðarmenn að mikil hetja söltun eftirsjá væri að rekneta- aflanum í bræðslu og að dráttur síldarútvegs- nefndar að veita leyi'i til söltunar ylli stórtjónt. Margir bátar frá ver- stöðvunum sunnanlands, sem fóru norður í sumar til síldvejöa. munu vera hættir velðum þar og ým- ist komnir suður aft- ur eða á leiðinni. verða tilbúin í september eða október í haust, Þá eru hluta- fé'ögin Miðnes og Garður a'ð hygg'ja verzlunarhús í sumar. Unnið að hafnarbótum. Unnið hefur verið að hafnar- framkvæmdum í sumar, og er nú lokið við að steypa ca. 50 metra langan hafnargarð milli tveggja bryggja, sem hér voru fyrir. vInnan við garðinn verður áð gera töluvert mikla uppfyll- ingu og cr í ráði að hreinsa sand úr hafnarbotninum og nota hann í uppfyllinguna. Vinna við hafnarbætur þessar hófst í júlí mánuði. Stefán Þorvarðs- son sendiherra látinn Stef'án Þprðvarðsson, sencli- herra íslands í Kaupmannahöfn, lézt í fyrrakvöld. Hanu var ný- kominn hingað til Reykjavíkur frá Danmörku. Stefán Þorvarðsson var fæddur 26. nóv. 1900 að Keld- hólum á Völlum. Hann lauk stúdentsprófi 1920 og lögfræði- prófi 1924, var i þjónustu danska utanríkisráðuneytisins næstu fjögur ár, en var settur fulltrúi forsætisráðlierra í utan- rikismálum frá 1930 og til 1938 er hann varð skrifstofustjóri i utanríkisráðuneytinu. Um nokk- urra ára skeið var Stefán sendi- herra Islands, fyrst í London og nú síðast í Kaupmannahöfn, en því em'bætti gegndi hann er hann lézt. 300 ára minning Hallgríms . Péturssonar Næstkomandi sunnudag kl. 2 verður lialdin minningarguðs- þjónusta í Saurbæ á Hvalfjarð- arströnd í tilefni af þvi að á þiessu sumri eru 300 ár liðin frá því er sr. Hallgrímur Péturs son varð prestur í Saurbæ. Bisk upinn hr. Sigurgeir Sigurðsson þjónar fyrir altari og flýtur á- varp. Sóknarpresturinn, Sigur- jón Guðjónsson prófastur pré- dikar. Að lokinni guðsþjónustu flytur Sigurður Nordal prófes- sor erindi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.