Þjóðviljinn - 22.08.1951, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.08.1951, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVTLsINN — Miðvikudagur 22. ágúst 1951 þlÓÐVILIINH Útgefandl: Sameiningarflokkur alþýCu — Sósíalistaflokkurinn. Rltstjórar: Magnús Kjartansson, SigurOur GuOmimdsson (áb.) Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, GuSm. Vigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7500 (þrjár línur). Áskriftarverð kr. 16 á mánuði. — LausasöluverB 75 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljana b.f. Rússlandsæðið í Morgunhlaðinu Þeim er órótt innanbrjósts, leiguþýjunum, sem fylla dálka Morgunblaðsins. Útrás sína hefur þessi óróleiki feng- ið í einu mesta Rússlandsæði, sem setzt hefur að þessu vanstillta burgeisablaði. I rauninni hefur Morgunblaðið fengið hreint og beint kast, sem er að sliga marga lesendur þess. Á sunnudaginn var mátti segja að „notuð væri hver músarholan“ eins og blaðið sjálft komst að orði. Þá er hráum Bandaríkjaáróðri um alþýöuríkin dreþ- ið í hverja smugu sem hinir æstu ritstjórar þess hafa fundið, meira að segja á næstsíðustu blaðsíðunni, sem vön er aö fyílast af dánarauglýsinkum og öðru frið- saml&gu efni, var nú höfð æsifregnauppsetning með bandarísku lostæti úr Time! Þetta Rússakast hófst í þann mund, er hið stórkost- lega æskulýðsmót var að hef jast í Berlín. Það var sem allar taugar vandamanna blaðsins færu úr lagi. Hversvegna varð Morgunblaðið svona heltekið af Ber- línarmótinu ? Vegna þess, að þetta mesta æskulýðsmót allra tíma hefur skekið allan áróðursgrundvöll hins stríðsóða auð- valds. Vegaa þess, að ,,frelsi“ æskulýðsins í Marshalllönd- unum reyndist frammi fyrir öllum heimi vera hinir römm- ustu fjötrar, reyrðir að æskulýðnum með hervaldi. Hin gífurlegu áhrif Berlínarmótsins má einmitt marka af vanstillingaröskrum Morgunblaðsins. Það er óttaslegið við áhrif mótsins á íslenzka æskulýðinn. En Berlínarmótið er aðeins eitt af mörgum tilefnum Rússakastsins. Margvíslegar áhyggjur sækja að herrum Morgun- blaðsins. Ein þyngsta sorgin er sú, að þeim hefur ekki heppnazt að vekja áhuga þjóðarinnar fyrir hinu nýja hemámi, svo sem þeir ætluðu. Islenzka þjóðin umgengst hið pantaða innrásarlið með kulda þess fólks, sem í þúsund ár hefur barizt fyrir að búa eitt að sínu landi. Og þessi kuldi leggst ekki aðeins að inn- rásarliðinu. Hann næðir einnig um þá menn, sem sviku erlendan her til langdvalar inn á þjóðina. Önnur sorgin er sú, að síðustu vikumar hefur fegurð- argrímunni verið svipt af íhaldinu í aðalvígi þess, bæjar- stjórn Reykjavíkur. Eftir hefur staðið hin Ijóta mynd af óstjóm, bruðli og gengdarlausum álögum á almenning, sem fordæmdar em jafnt af Sjálfstæðismönnum sem öðrum. í vitund land&manna er óreiða og sukk bæjarstjórnar- íhaldsins í Keykjavík spegilmynd af þeim gerspillta flokki sem tryggt hefur völd sín 1 höfuðstað landsins með innantómu lýðskrumi og blekkingum. Þriðja ástæðan fyrir hinum vanstilltu rassaköstum Morgunblaðsins er sú, að herrum þess er ljóst, að máttur sjálfrar Rússagrýlunnar fer dvínandi meðal íslenzks al- mennings. Mótsagnir Marshallááróðursins verða raunsæ- um Islendingum æ ljósari. Hin sligandi dýrtíð, erfiðleikar á atvinnu um hásumarið og hraðvaxandi fátækt alls f jöld- ans er í engu samræmi við prentsvertu Morgunblaðsins. En þá á Morgunblaðið aðeins eitt ráð: að fá ný og stöðugt verri rússaköst, nýtt og stöðugt verra Rússlands- æði. En nýtt og magnað Rússlandsæði kemur því ekki að gagni. Því meir sem það fyllir dálka sína af óhróðri um þær 800 millj. manna, sem byggja sósíalismann upp, því meir sem það reynir að dylja eigin ófarir með Rússlandsöskrum, því fleiri verða þeir Islendingar, yngri sem eldri, sem taka höndum saman um að bjarga íslandi undan oki erlendrar hersetu og firra þjóðina þeirri fátækt, sem Morgunblaðs- burgeisarnir eru að leiða yfir hana. Hvað um söluskattinn. R. E. skrifar: „Ef ég hef tekið rétt eftir um daginn þegar bæjarstjórn afgreiddi aukaút- svarsmálið, var jafnframt sam- þykkt að gera tilraun til að fá í hlut Reykjavíkur ca. 6 millj. af þessa árs söluskatti og ákveðið að falla frá auka- niðurjöfnuninni ef það tækizt. Ég skal nú játa hreinskilnis- lega að persónulega hefi ég aldrei verið trúaður á að sam- þykkt þessarar tillögu hafi ver- ið alvarlega meint af bæjar- stjórnarmeirihlutanum og framsóknarfulltrúanum. En eigi að síður virðist mér að óþarf- lega hljótt hafi verið um þetta mál, því að hvað sem öðru líður þá er þó bæjarstjórnin bundin af samþykkt sinni. Fái hún þenna umrædda hluta hins óvinsæla skatts er hún skuld- bundin til að láta óreiðuniður- jöfnunina niður falla. • • Hefur ekkert vcrið gert? „Sú spurning, sem ég vildi biðja bæjarpóstinn að koma á framfæri er þessi: Hvað hefur bæjarráðið gert í málinu? Hef- ur það gengið á fund ríkis- stjórnarinnar og flutt henni samþykkt bæjarst jórnar ? Og ef svo er, hverjar voru þá und- irtektir Eysteins & Co. ? Svar ríkisstjórnarinnar við þessari áskorun bæjarstjórnar er ekki svo þýðingarlítið fyrir Reyk- víkinga eins og nú er komið. Á því virðist nú velta hvort hinar nýju óreiðuálögur íhalds- ins skella á almenningi eða ekki, eftir þá vesaldarlegu upp- gjöf Steingríms Steinþórssonar fyrir íhaldinu sem öllum er nú kunn. Já, þar lágðist lítið fyrir kappann eins og vænta mátti. Það er dýrt aö sam- rekkja með svartasta íhaldi landsins. Það liggur við að maður vorkenni Tímanum og Þórði, eftir það ofaníát, sem ráðherrar Framsóknar hafa nú fyrirskipað. Eða var þetta kannski eftir allt loddaraleik- ur frá upphafi til enda? Margt væri ólíklegra en það. • • Þeirra er valdið álagning söluskattsins er með öllu óverjandi. Þetta er iilraun til féflettingar á almenningi og atvnnufyrirtækjum. Allar for- sendur fyrir álagningu skatts- ins eru úr sögunni. Samt á- kvað samstjórn afturhalds- flokkanna að framlengja hann, Svo er íhaldið að hræsna fyrir almenningi og segist vera and- vígt hinum drepþungu skatta- álögum. En mér er spurn: Hver samþykkti þennan óvinsælasta og ranglátasta skatt með Fram- sókn á síðasta þingi? Allir vita að það var íhaldið, Sjálf- stæðisflokkurinn. Þessi skattur hefur stóraukið dýrtíðina og hann er beinlínis að setja smærri fyrirtæki á höfuðið. Það á að afnema hann tafarlaust á næsta þingi. En þar sem hann hefur, illu heilli, verið inn- heimtur í ár, ætti ekki að vera nein göðgá að örlítill hluti hans gangi til Reýkjavíkur. Ekki mun upphæðin frá Reykjavík sem rimnið hefur til ríkisins í þessum skatti vera svo lítil- fjörleg að slíkt geti talizt ó- sanngjamt. — R. E.“ ★ -V ★ RIKISSKIP: Hekla er í Reykjavík. Esja er væntanleg til Reykjavíkur í kvöld að austan og norðan. Herðubreið fer frá Reykjavík kl. 13,00 í dag austur um land til Siglufj. Skjald breið var væntanieg til Reykjavík ur í morgun að vestan og norðan. Þyrill er norðanlands. Ármann fór frá Reykjavík í gærkvöld til Vest mannaeyja. Skipadeild S.I.S.: Hvassafell er á Húsavík. Arnar- fell átti að fara frá Stettin í gær áleiðis til Kaupmannahafnar. Jök- ulfell kom til Guayaquil 21. þm., frá Valparaiso, með viðkomu í Talara. FLUGFÉLAG ISLANDS: Innanlandsflug: I dag er ráðgert að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Vestmannaeyja, Egilsstaða, Hellis- sands, lsafjarðar, Hólmavíkur og Siglufjarðar. — Á morgun eru áætlaðar flugferðir til Akureyrar (2 ferðir), Vestmannaeyja, Ólafs- „En svo ég víki aftur að söluskattinum, þá er öllum Ijóst að um framkvæmd þeirrar sarn- þykktar veltur allt á samstjóm íhalds og Framsóknar. Ráð- herrar þessara flökka komast ekki undan að taka afstöðu só eftir því gengið. Og vissu- lega ætti Ihaldinu í bæjarráði að vera það áhugamál að losa bæjarbúa undan þeirri „illu nauðsyn" sem aukaútsvörin eru, meira að segja að dómi þess sjálfs. Það verður því á- reiðanlega eftir því tekið hvað gert verður í málinu af hálfu forráðamanna bæjarins. Og enginn efast um að stjórnar- flokkanna beggja er valdið í þessu efni, þeir geta lagt fram af söluskattinum þá upphæð, sem nægir til að leysa Reyk- víkinga undan milljónaálögun- um. fjarðar, Reyðarfjarðar, Fáskrúðs- fjarðar, Blönduóss, Sauðárkróks, Siglufjarðar og Kópaskers. — Millilandaflug: GuIIfaxi kom frá London í gærkvöld. , 19,30 Tónleikar: 1 Óperulög. 20,30 Út- varpssagan „Upp ^ við Fossa“ eftir Þorgils gjallanda; IV. (Helgi Hjörr var). 21,00 Tónleikar: Sönglög eftir Helga Helgason og Isólf Pálsson. 21,20 Frásöguþáttur: Landnám Is- lendinga i Alberta-héraði (Lárus H. Blöndal bókavörður flytur). 21,50 Tónleikar: Eob Chester og hljómsveit hans leika. 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 2210 Danslög. 22,30 Dagskrárlok. I gær voru gef>- in saman í hjónaband ung- frú Lalla Gríma Svéinbjörnsdótt ir frá Patreks- firði og Harald- ur Jónsson frá sama stað. Hcimili þeirra verður að Vesturgötu 24. Álagning skatísins Loftlelðir h. i óverjandi. 1 dag verður fl°Sið fiI Vesf- . mannaeyja, Isafjarðar, Akureyr- Hitt er svo annað mál, að ar, Sigiufjarðar, Sauðárkróks og Keflavikur (2 ferðir). — Á morg- un er áætlað að fljúiga til Vest- mannaeyja (2 ferðir), Isafjarðar, Akureyrar og Keflavíkur (2 ferð- ir). —Frá Vestmannaeyjum verð- ur flogið til Hellu. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfr. Kristín Frið bjarnard., Hauks- stpðum í Vopna- firði og Sigurður B. Haraldsson, Njarðargötu 49 Reykjavik. Guðjón Bjarnason Fæddur 28. ágúst 1888 dáinn 16. ágúst 1951 I dag er til moidar borinn Guðjón Ðjarnason frá Bjarna- stöðum á Grímsstaðaholti. Guðjón var fæddur 28. ágúst 1888 og lézt í sjúkrahúsi Hvítabandsins 16. þ.m. og var því tæpra 63 ára. Guðjón heitinn var fæddur í Grimsstaðakoti, en svo hét bærinn þar sem nú eru Bjama- staðir, sem foreldrar Guðjóns byggðu upp, og á Bjarnastöð- um átti hann heima allan sinn aldur að undanskildum nokkr- um' árum, sem unglingur, er hann var á Grímsstöðum, sem eru í næsta nágrenni við Bjarna staðina. For. Guðjóns voru þau Bjarni Grímsson frá Nesja- völlum og Þorbjörg Jónsdótt- ir, Þorleifssonar prests að Öl- afsvöllum. Guðjón var einn þeirra gt'cnlu Reykvíkinga, sem nú eru óð- um að tína tölunni, er höfðu að aðalatvinnu sjómennsku á opn- um bátum ásamt nokkrum bú- skap. Allt frá æskuárum stundaði Guðjón sjómennsku á opnum bátum, fyrst og lengi fram eft- ir á árabátum og síðan á trillu- bátum, var ýmist sótt til fiskjar vestur á svið eða stunduð hrogn kelsveiði í Skerjafirði. Lengst af seldi Guðjón sjálfur afla sinn á götum bæjarins úr vagni sínum og munu ,margir Reyk- víkingar minnast hans frá þeim viðskiptum. Hin síðari ár vann Guðjón algenga verkamanna- vinnu ásamt sjómennskunni. Guðjón heitinn var ekki í hópi þeirra manna, sem mikið láta á sér bera, hann var hæg- látur og prúður maður, en glað- ur og skemmtinn í kunningja- hóp, hann var fastur fyrir í skoðunum, réttsýnn í öllum við skiptum og góður nágranni. 1920 kvæntist Guðjón heit- inn Guðrúnu Valgerði Guðjóns- dóttur, sem lifir mann sinn á- samt fjórum börnum þeirra. Ástvinir, vinir og nágrannar Guðjóns á Bjarnastöðum kveðja hann í dag hinztu kveðju, en eftir eru hugljúfar minningar um góðan samferðarmann. E. S.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.