Þjóðviljinn - 12.09.1951, Side 8

Þjóðviljinn - 12.09.1951, Side 8
fanna jatar loks slnna við Kaesong Eftir þriggja vikna hlé á vopnahlésviðræð- unum í Kóreu vena griðrofa Bandaríkjamanna, hef- ur bandaríska herstjórnin nú loks játað eina af árásum flugmanna sinna á friðlýsta svæðið við samningastaðinn Kaesong. Joy aðmíráll, yfirmaður bandarísku samninganefndar- innar við vopnahlésviðræðurn- ar, viðurkenndi í gær í bréfi til Nam II hersht'Cðingja, sem er fyrir samninganefnd alþýðu- hersins og Kínverja, að í fyrri- nótt hefði verið skotið af byss- um bandarískrar sprengjuflug- vélar á Kaesong. Lofar refsingu Joy segir, að flugstjórinn beri að hann hafi villzt af leið, haldið sig vera langt frá Kae- song og skotið á Ijós, sem hann sá. Joy lætur í ljós hryggð bandarísku herstjórnarinnar vegna þessa atburðar og lýsir yfir, að ráðstafanir hafi verið gerðar til að refsa flugmann- inum, sem þarna var að verki. Hingað til hefur bandaríska herstjórnin alltaf neitað að rann saka griðrof við Kaesong eða haldið því fram, að þau væru tilbúningur norðanmanna. Ridgway svarað Frá Peking var í gær útvarp- að svari við tillögu bandaríska yfirhershöfðingjans Ridgway, að viðræður um vopnahlé verði fluttar frá Kaesong. Segja yf- irhershöfðingjar alþýðuhersins og kínversku sjálfboðaliðanna, að Kaesong sé tilvalinn fundar staður og viðræður geti hafizt þar á ný strax og bandaríska herstjórnin lofi að sjá um að frekari griðrof verði ekki fram- in þar. Ef hún sé hinsvegar ó- fáanleg til að gefa slíkt lof- orð, sé það engin trygging fj rir að nýjar ögranir verði ekki framdar, að fundarstaðurinn sé fluttur. 34 nemsndur voru á kjötiðnaðarnám- skeiði Framleiðsluráðs og Sláturfélagsins Eins og skýrt var frá hér í blaðinu í gær er nýlokið þriggja vikna námskeiði fyrir kjötiðnaðarmenn, sem haldið var á vegum Framleiðsluráðs landbúnaðarins og Sláturfélags Suður- lands. Kennarar voru tveir danskir sérfræðingar, þeir K. G. Mickelsen, ráðunautur Dana í kjötiðnaði, sem kenndi allt faglegt í þeirri grein, og Henry Hansen, slátrarameistari, sem kenndi slátrun. 22 nemendur voru á kjötiðnaðarnámskeiðinu, en 12 lærðu slátrun. Sláturfélag Suðurlands lagði til húsnæði fyrir námskeiðið og hráefnið sem unnið var úr. — Alls voru framleiddar 44 vöru- tegundir og seldar jafnóðum í búðum Sláturfélagsins, Þar voru t. d. búin til eftirlíking af ávöxtum (eplum og per- um) úr lifrarpylsu og máluð með matarlit. Ennfremur gerð- ur blóðmör á danska vísu, og er hann allfrábrugðinn þeim sem við eigum að venjast. Á sláturiðnaðarnámskeiðinu var aðallega kennd slátrun stórgripa og höfuðáherzla lögð á hreinlæti án þess þó að nota mikið vatn til þvotta. Hinn dauski slátrarameistari brýndi það fyrir nemendum sínum að geymsluþol kjötsins væri meira ef skepnan væri hvíld vel fyrir slátrunina. Frambald á 6. síðu. Úvenju mikið um árekstra Talsvert mikil brögð hafa ver- ið að bifreiðaárekstrum síð- ustu daga. Er ástæðan vafalaust sú, að vegir hafa verið mjög blautir og bifreiðastjórar oft séð illa til vegarins fvrir úr- komu. Virðíst fyllsta ástæða til að brýna það fyrir bifreiðastjór- unum að þeir gæti meiri var- úðar í akstri en venjulega með- an veður breytist ekki til batn- aðar. > Maður slasast í bifreiðaárekstri Rétt fyrir kl. 11 í fyrra- morgun varð árekstur milli tveggja bifrei'ða á gatnamót- lun Engjavegar og Múlaveg- ar. Önnur bifreiðin, vörubif- reiðin R-694, valt á hliðina við áreksturinn, og bifreiðastjórinn, Þórður Þórðarson, Sogavegi 140 hlaut talsverð meiðsli og ligg- ur nú rúmfastur. Báðar bicreið- amar skemmdust mikið. Bílstjórarnir voru báðir ein- ir í bifreiðum sínum og slapp hinn ómeiddur. Þór'ður var fyrst fluttur í Landsspítalann, en síðan heim til sín. Rannsóknarlögreglan beinir þeim tilmælum til þeirra, sem kynnu að hafa verið sjónar- vottar að árekstri þessnm, að þeir gefi cig fram við hana hið fyrsta. 1100 mairns sóttu Berlínar- sýninguna Sýningu Berlínarfaranna á hinum glæsilegu munum er þeim voru gefnir á Berlínarmótinu lauk á sunnudagskvöldið kl. 11,30. og höfðu þá 1100 manns sótt sýninguna. , Allir sem á sýninguna komu voru mjög hrifnir af gjtlfunum til íslenzku þátttakendanna, en þær báru greinilegan vott um hagleik þeirra er gert höfðu og vináttuþel gefendanna í garð islenzku sendinefndarinnar. Stjérnarblað Eýsir domsmálaráð- herra Framsóknar A 1 blaði Steingríms fór- sætisráðherra, Hermanns Iand- búnaðarráðherra og Eysteins fjármálaráðherra Var sam- starfsmanni þeirra og dóms- málaráðherra af Framisóknar náð sent skeyti nú fyrir nokkr- um dögum. Þar er það harð- lega átalið að Bjarni Ben. hafi tekið að elta ritstjóra með innheimtu meiðyrðasekta. Seg- ir orðrétt í blaðí forsætisráð- herrans: ★ „Hitt er alvörumál, að dómsmálaráðherra er hér að brjóta niður hefð, sem hefur skapað ritfrelsinu verulega vernd. Það er líka alvörumál, hvernig ráðherrann beitir eða misbeitir hefðarréttinum eftir persónulegum geðþótta. í um- ræddu tilfelli afneitar hann hefðarréttinum og telur lögin hafa ríkara gildi. Þegar*hann er hins vegar að láta veita Sjálfstæðishúsinu vínveitinga- leyfi telur hann hcfðarréttinn æðri lagaréttinum, því að þá lætur hann þverbrjóta skýr lagafyrirmæli með jjeirri rök- semd, að það sé orðin hefð að brjóta þau! Þetta sýnir glöggt, hve núv. dómsmálaráðherra er ósýnt um að breyta réttvísi og rökvísi, heldur fer hann eftir persónulegum duttlunum og flokkshagsmunum. Fleiri enn augljósari dæmi má þó nefna þess. að áhættusamt er að hafa dómsmálastjórnina í höndum slíks manns“. ★ Skyldi ekki hafa farið um einhvern heiðarlegan Fram- sóknarmann vnð lestur þessar- ar opinskáu lýsingar á manni beim sem falið hefur ver'ð æðsta vrahl dómsmá'- landsins — og bað einmitt af Framsókn- arflokknum. Undir maiini. sem annað aðalblað ríkisst.iórnar- innar lýsir á þessá leið, eiga Islendingar réttaröryggi sitt! Og Framsókn lætur bióða sér að bera ábyrgð á honum. þlÓÐVIUIMM Miðvikudagur 12. september 1951 —« 16. árgangUr — 206. tcílubl. Allsherjaratkvæðagreiðsla um upp- sögn togarasamninga Sjómanna- félags Reykjavíkur hefst í dag Samkvæmt fundarsam- þykkt S.R. frá 24. ágúst s. 1. hefst allsherjaratkvæða- greiðsla um uppsögn gildandi samninga á togurunum frá 6. nóv. í fyrra, í dag á skrif- stofu félagsins Hvg. 8—10. Eru tvær spurningar lagðar fyrir sjómenn, annars vegar hvort þeir vilji segja upp fyrrnefndum samningum og hins vegar hvenær þeir vilji segja þeim upp. Stendur at- kvæðagreiðslan fram til 12. okt. n. k. en segja þarf upp samningunum með mánaðar fyrirvara e'ða fyrir 15 okt. n. k. ef hugsað er að segja þeim upp við fyrsta tæki- færi. Annars framlengjast þeir um mánuð í senn, með sama uppsagnarfresti. S. 1. haust er samningar stóðu yfir milli sjómannafél. Reykjavíkur og útgerðar- manna bentu sjómenn þrá- sinnis hér í blaðinu á ýmsa vankanta af hálfu þeirra, er telja sig vera kjörna til að stjórna þeim. Er ekki tími til kominn fyrir sjó- menn að velja sér menn úr eigin hópi til þass að stjórna málefnum sínum? Menn sem þekkja kjör og hagi sjó- manna eru færir um að tala máli sjómanna við samnings- borðið og er treystandi til þess. Stjórn S.R. hefur sjálf viðurkennt vanmátt sinn með bréfi sínu og viðurkenning- um á réttmæti aðfinnslna starfandi sjómanna hér í blaðinu, við fyrrnefnd sátta- tilboð. Sjómenn verða að tryggja algeran sigur sinn í hönd- Rússneskt síldvsiðiskip dæmt i 8 þús. kr. sekt fyrir sð salta innan landhelgi í fyrradag tók varðbáturinn Blátindur eitt hinna rússnesku síldveiðiskipa í landhelgi úti af Sandgerði. I gær var skipstjóri hins rússneska skips dæmdur í 8 þús. kr. sekt. Skip þetta var 2,7 sjómílur eða 50 daga varðhald hafi hann innan landhelgislínu úti af Sandgerði, en rússnesku síld- veiðiskipin leituðu þar land- vars um helgina. Lá skip þetta næst landi og annað skip fast við það, lágu bæði fyrir akk- erum. Voru skipverjar að salta síld á þilfari skips þess er næst lá landi. Kvaðst skipstjór- inn hafa verið að flytja síldina yfir í annað skip, hefði hann tekið hana úr biluðu skipi, en ekki haft pláss fyrir hana leng- ur, og hefði sér því verið sagt að færa hana yfir í annað skip og hefði hann talið nauð- synlegt að láta í hana meira salt er hún var færð úr köss- um i tunnur. Skipstjórinn var sem fyrr segir dæmdur í 8 þús. kr. sekt ekki greitt sektina innan fjög- urra vikna. Honum var og gert að greiða sakarkostnað. Skip- stjórinn hafði ekki ákveðið í gærkvöld hvort hann áfrýjaði dóminum, en setti tryggingu fyrir greiðslu sektarinnar og var því heimilt að fara sína leið. ★ Ekki létu verndaramir á sér standa að bægja frá Reykvík- ingum þeirri ægilegu hættu sem stafaði af rússneska síldveiði- skipinu þar sem það iá á ytri höfninni. Óðara voru komnir tveir bandarískir tundurspillari og lagstir sinn hvoru megin við það. t gær var þvi ekki aðeins hlegið á Suðurnesjum heldur einnig í Reykjavík! Svona van- þakklát þjóð eru Islendingar. farandi baráttu. Fjölmennið við atkvæðagreiðsluna og hvetjið félaga ykkar til þess að greiða atkvæði. Sænsk skip stunda enn síldveiðar út af Kolbeinsey Siglufirði í gærkvöld. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Hingað komu í dag (11. sept- ember) þrjú sænsk síldarskip og hafði fréttaritari Þjóðviljans tal af skipverjum á einu þeirra. S. 1. laugardag voru þeir stadd- ir 15—16 mílur norðaustur af Kolbeinsey, en þar óð töluvert mikil síld. Þá nótt fékk þetta skip 50 tunnur í 40 net, en það er yfirleitt sjaldgæft að síld fáist í reknct þegar liún veður. Þessi þrjú skip eru eklci hætt veiðum og ætla aftur út að Kolbeinsey. Telja að þar sé mikla síld að fá ef veður leyfir. Hér á Siglufirði liefur ekki verið veiðiveður í 18 daga. íslenzku síldveiðiskipin eru öll hætt veiðum, en mörg liggja hér ennþá vegna óveðurs. Flest sænsku síldveiðiskipanna eru farin heim og mörg með full- fermi, en hjá sænska flotanum var yfirleitt sæmileg veiði. Fengu sænsku skipin mest af veiðinni djúpt út af Austur- landi. Norsku síldveiðiskipin hafa yfirleitt fengið ágætan afla í reknet og mörg af norsku herpi nótaskipunum fengu einnig góða veiði í sumar. Hjá þeim hefur veiðin líka yfirleitt verið fyrir austan, en þó fengu mörg góða veiði vestur frá, út af Isafjarð- ardjúpi, fyrri hluta sumars. Gjöf til Þjóðleikhússins: Málverk af Soffíu Guðlaugsdóttur leikkonu Þjóðleikhúsinu barst í gær að gjöf málver.k af frú Soffíu Guðlaugsdóttur, leikkonu. — Myndina hefur gert Sigríður Sigurðardóttir lislmálari. Mynd þessi er gjöf frá nánustu ætt- ingjum og vinum leikkonunnar. Ujn leið og málverkið var afhent mælti sr. Jón Auðuns dómkirkjuprestur nokkur orð fyrir hönd gefendanna, en Guðlaugur Rósinkrans þjóðleik- hússtjóri, þakkaði gjöfina með stuttri ræðu. Málver’únu hefur verið komið fyrir i salarkynnum Þjóðleik- hússins.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.