Þjóðviljinn - 22.09.1951, Side 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 22. sept. 1951
pIÓÐVILIINN
Útgefandl: Samelningarflokkur alþýðu — SÓBÍalistaflokkurinn.
Rltstjórar: Magnús Kjartansson, SigurOur Guðmundsson (áb.)
Fréttarltstjóri: Jón Bjarnason.
Blaðam.: Arl Kárason, Magnús Torfi Ólaísson, Guðm. Vlgfússon.
Áuglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Rltstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg
19. — Simi 7500 (þrjár línur).
jLskrlftarverð kr. 16 á mánuðl. — Lausasöluverð 75 aur. eint.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
Ný skálkaskjól
Sjálfstæffisflokkurinn er seinheppinn í tilraunum sín-
um að fela hlutdeild íhaldsins í því einokunarkerfi, sem
þjakað hefur íslendinga undanfarandi ár og þjakar enn.
Verkaskipting íhaldsins í bæjarstjórn og íhaldsins í
fjárhagsráði er orðin svo áberandi að hún er löngu hætt
aö svara kostnaði. Það var beinlínis ekki hægt að leika
þann leik lengur að láta Gunnar Thoroddsen setja upp
helgisvip á bæjarstjómarfundum og lýsa yfir brennandi
vilja Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn til að bæta úr hús-
næðisleysinu en það strandaði allt á skuggalegri stofnun
sem héti fjárhagsráð. Því þegar betur var að gáð hafði
reyndar flokkur Gunnars Thoroddsen alltaf haft forust-
una í þeirri skuggalegu istofnun og ráðið mestu um það
einokunar- og haftakerfi sem í hug almennings hefur
tengzt fjárhagsráði. Sjálfstæðisflokkurinn varð að sitja
nauðugur viljugur með skömmina af þessu hafta- og ein-
okunarkerfi, fólk sá í gegnum þann loddaraleik að full-
trúar flokksins í einni stofnun kenndu fulltrúum hans í
annarri stofnun allar vammir og skammir. Og það var
Sjálfstæðisflokkurinn sem lét bandarísku húsbændurna
skipa sér að afgreiða ekki frumvarpið um smáíbúðirnar á
síðasta þingi, enda þótt búið væri að guma af því í
Morgunblaðinu sem dæmi um dæmalaust frjálslyndi
Sj álfstæðisflokksins.
Nú er aftur hafinn af krafti sami söngur í Morgun-
blaðinu, enda þótt tilefnið sé það eitt að þungi þess al-
menningsálits gegn einokunarkerfi íhalds og Framsóknar.
isem ekki sízt hefur skapazt fyrir baráttu Sósíalistaflokks-
ins, hafi neytt íhaldið í bæjarstjórn og fjárhagsráði til
nokkurs undanhalds í smáíbúðamálinu. En ekki virðist
sá lofsöngur um frjálslyndi Sjálfstæðisflokksins ætla að
verða varanlegri en hinn fyrri, ef dæma má eftir undir-
tektum íhaldsins við tillögu Guðmundar Vigfússonar um
ráðstafanir til að tryggja þeim mönnum nauðsynleg lán
með viðráðanlegum kjörum, sem reynt hafa að notfæra
sér þessa smugu í haftakerfi fhalds og Framsóknar.
Viröast þarna vera að hefjast nýr þáttur í hráskinns-
leik Sjálfstæðisflokksins með mál húsnæðisleysingjanna.
Fjáx'hagsráð íhalds og Framsóknar veitir leyfi, bæjarstjórn
lætur lóð, en síðan neitar afturhald íhalds og Framsóknar
í bönkunum um lán til bygginganna. Andstaða Sjálf-
stæðisflokksins í bæjarstjórn gegn jafn sjálfsagðri tillögu
sýnir að það hyggst einungis taka upp nýja aðferð en
hefur ekki bi'eytt um stefnu í þessum málum.
Fólkið sem vantar húsnæðið á einskis góðs að vænta
af íhaldinu. Þar sem íhaldið er knúið til undanhalds ein-
kennast aðgerðir þess af einkunnarorðunum: Of seint,
of lítið. í því máli sem öðrum hlýtur fólkið að læra að
hagsmunaflokkur auðbi'askara og afturhalds tekur ekk-
ert tillit til hagsmuna alþýðunnar.
v«;.- •• TV*.r»y"V
Siðferlisvettorð
Maður er nefndur Jón Axel Pétursson. Var áður fyrr
lóðs og talinn sæmilega öruggur á strikinu. Hann er Al-
þýðuflokksmaður. Hann er bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins.
í kosningum skammar hann íhaldið og lofar heiðarlegum
Alþýðuflokksmönnum að berjast gegn bui'geisunum þar
til yfir lýkur. Svo tóku ótætis burgeisarnir upp á því að
fá Jóni þessum Axel Pétui'ssyni feitt embætti. Og þá brá
svo við að húsbændur hans, bæjái'stjórnai’íhaldið, breytti
um svip og innræti, alveg urn sama leyti. Og það sem
undarlegast var. Enginn annar en Jón Axel sá nokkra
breytingu á því. Því er þaö að öllum kemur það svo kynd-
uglega fyrir sjónir þegar þessi „alþýðuforingi“ rís upp á
bæjarstjórnarfundum og gefur flokki í’nalds og auðvalds
hin sælustu siðferðisvottorð. Meira að segja ófeimnir Al-
þýðuflokksmenn íara svolítið hjá sér. En ritstjórar Morg-
unblaðsims í'eyna að halda glottinu í skefjum meðan þeir
skrifa siðfei'ðisvottorðin vandlega upp og setja þau í
ramma. Sjáið til, segja þeir, svona erum viö góðir! Hann
Jcn Axel segir það!
Ódýr húsgögn hjá
K R O N
KRON-félagi skrifar: „Mig
langar til að biðja þig, Bæj-
arpóstur góður, að koma á
framfæri fyrir mig þakklæti til
KRON fyrir þá framtakssemi
að gefa almenningi kost á
húsgögnum á mjög lágu verði.
Ég keypti eitt sett af þessum
húsgögnum, borð og 4 stóla.
Borðið kostaði kr. 950,00, stóll-
inn kr. 227,00, samtals 1858.
Mér skilst að þetta verð sé
langt fyrir neðan það sem við-
gengzt í húsgagnaverzlunum al
mennt hér í bæ og það svo áð
skipti mörgum hundruðum kr.
á einu setti. Þetta er ekki sízt
athyglisvert þegar þess er gætt
að efni og smíði mun vera í
bezta lagi eftir því sem fag-
lærður maður, sem skoðaði mitt
sett, hefur tjáð mér.
•
Á skilið stuðning og
viðurkenningu.
,,Ég vil hvetja alla þá, sem
þurfa að kaupa svona húsgögn,
og sem ekki láta sér á sama
standa hvernig peningunum er
varið, að kynna sér þetta mál,
skoða húsgögnin í KRON og
athuga síðan sambærileg hús-
gögn og verð þeirra annars-
staðar, Hygg ég þá að málið
verði augljóst fyrir hverjum
sem er. Ég vil að síðustu end-
urtaka þakkir til KRON. Með
þessu hefur félagið ennþá sýnt
að það leitast við á sem flest-
um sviðum að berjast gegn hin-
um gífurlegu verðhækkunum,
sem eru að sliga allan almenn-
ing. Slík viðleitni, á erfiðum
tímum fyrir alþýðu manna, er
sannarlega athyglisverð og á
skilið að hljóta fyllsta stuðn-
ing og viðurkenningu. KRON-
félagi“,
Spárnaður sem ekbi
borgar sig
„Ásólfur“ skrifar: „Eins og
allir vita fer útlit íbúðarhús-
anna í bænum mikið eftir því
hvernig eigendurnir hirða þau,
hvernig þeim er haldið við o. s.
frv. Auk útlitsins ræður þetta
og miklu um endingu húsanna
og skyldu menn því sízt spara
þá skildinga sem til þess er
varið að halda við húsum sín-
um sem bezt, því slíkt hefnir
sín fljótlega í stórfelldri nicur-
níðslu sem innan tíðar kostar
mikið fé að bæta úr svo að
viðunandi sé. I sumar hefur
verið óvenjulega mikið um það
að fólk hefur notað góða veðr-
ið í tómstundum sínum til
þess að mála hús sín, þök
þeirra og glugga, enda hafa
mörg ibúðarhús í bænum tekið
eftirtektarverðum breytingum
til bóta í útliti á þessu sumri.
Algjör stabkaskipti
„Eitt hverfi bæjarins, sem ég
er vel kunnugur í, hefur t. d.
alveg verið „tekið í gegn“ , í
sumar hvað þetta snertir. Þáð
eru verkamannabústaðirnir í
Rauðarárholtinu. Af, flest-
um þeirra var málning að
méstu horfin, bæði af þök-
um og gluggum og þvi full
þörf endurbóta. Þessar* endur-
bætur hafa nú farið fram á
verkamannabústöðunum og
verður ekki annað sagt en þeir
hafi tekið algjörum stakka-
skiptum í útliti. Veit ég að
allir íbúar þeirra eru bygging-
arfélaginu þakklátir fyrir að
hafa notað þetta góðviðrasan;a
sumar til þess að tryggja end-
ingu húsanna og prýða útlit
þeirra.
Skiljið garðana ekki
eftir
„En úr því ég fór að hripa
þessar línur um verkamannabú-
staðina og þær umbætur sem
gerðar voru í sumar á útliti
Framhald á 6. síðu.
Elmskip
Brúarfoss er I Reykjavík. Detti-
foss er í Hull; fer þaðan til Lon-
don, Bou'ogne, Antwerpen, Ham-
borgar og Rotterdam. Goðafoss
fór frá Gautaborg 18.9., væntan-
legur til Reykjavíkur í dag.
Gulifoss fer frá Kaupmannahöfn
á hádegi í dag 22.9. til Leith og
Reykjavikur. Lagarfoss er í N.Y.
fer þaðan væntanlega 26.9. tii R-
víkur. Reykjafoss fór frá Séte í
Suður-Frakklandi 20.9. til Dord-
recht í Hollandi. Selfoss er í R-
vik. Tröl'afoss kom til Reykjavík-
ur 18.9. frá Halifax.
Ríkisskip
Hekla var á Akureyri í gær-
kvöld á vesturieið. Esja er í R-
vílc og fer þaðan á mánudag aust
ur um land í hringferð. Herðu-
breið fer frá Reykjavík í kvöld
til Vestfjarða. Skjaldbreið er á
Skagafirði á leið til Akureyrar.
Þyrill var í Hva’firði í gærkvöld.
Ármann fór frá Reykjavík i gær-
kvöld til Vestmannaeyja.
Skipadeild SIS
Hvassafell er væntanlegt til
Reykjavíkur í kvöld, frá Borgar-
nesi. Arnarfell lestar saltfisk fyrir
■suð-vestur'andi. Jökulfell . er í
Guayaquil,
Loftleiðir h.f.
1 dag er ráðgert að fljúga tii
Isafjarðar og Akureyrar.
Nýíega hafa opin-
berað trúlofun sína
uhgfru Sigurveig
Kristjánsd. (Friðt-
rikssonar, forstj.
Ú’tíma) og Axel
Schiöth (sonur Aage Schiöth, bak
arameistará á Siglufirði).
^ 8,00—9,00 Morgun-
útvarp.' 10,10 Veð-
urfr. 15,30 Miðdeg-
isútvarp. 16,25 Veð
urfr. 19,25 Veðurfr.
19,30 Tónleikar:
Samsöngur (pl.) 19,45 Auglýsing-
ar. 20,00 Fréttir. 20,30 Útvarps-
tríóið: Einleikur og tríó. 20,45
leikrit: „Brúðkaupssjcðurinn",
gamanleikur eftir Peter Egge.
Leikstjóri: Brynjólfur Jóhannes-
son. .22,00 Fréttir og veðurfregnir.
22,10 Danslög (pl.) til kl. 24.00.
MESSSUR Á MORGUN:
,, Nesprestakaíl.
i Messa í Fossvogs-
kapellu kl. 2 e.
h. — Séra Jón
Thórarensen. Dóm-
kirkjan. Messa kl.
11 f. h. — Séra Óslcar J. Þorláks-
son. LauEarneskirkja. Messað kl.
11 f.h. — Séra Garðar Svavarsson.
Öháði fríkirkjusöfnuðurinn. Messa
k'. 2 e. h. — Séra Emil Björnsson.
Flufélag íslands:
1 dag er áætlað að fljúga til
Akureyrar (2 ferðir), Vestmanna-
eyja, B'önduóss, Sauðárkróks, ísa-
fjarðar, Egilsstaða og Siglufjarð-
ar. — Á morgun eru ráðgerðar
flugferðir til Akureyrar og Vest-
mannaeyja. — Guilfaxi fór í morg-
un til Kaupmannahafnar og er
væntanlegur aftur til Reykjavík-
ur kl. 18,15 á morgun.
Nýlega voru
gefin saman í
hjónaband ung-
frú Aðalbjörg
Jóhannsd. og.
Bjarne Krogh,
lögregluþjónn í Osló. Heimili brúð
hjónanjna verður að Grue Solör í
Noregi. — Nýlega voru gefin
saman í hjónaband af sr. Friðrik
J. Rafnar Anna María Guðmunds
dóttir, Eskifirði og Pétur Sigur-
jón Kristjánsson, Eyri í Glerár-
þorpi. Ennfremur Björg G. Krist-
jánsdóttir og Bjarni E. Bjarnason,
Hrísey. 1 dag verða gefin saman
í hjónaband af séra Emil Björns-
syni, ungfrú Hal’fríður K.H. Stef-
ánsdóttir og Helgi K. Sessilíusson,
prentari. —- Heimili þeirra er í
Stórholti 43. 1 dag verða gefin
saman í hjónaband af séra Emil
Björnssyni Sigríður Þórunn Jóns-
dóttir og Guðmundur Böðvarsson,
sjómaður. — Heimili þeirra verð-
ur að Urðarstíg 11.
Hjónunum Guð-
, \ jo ' rúnu Helgu Högna
3 M dóttur og Ríkharði
jfV, \ Val Magnúss., rak-
W i ara, Barmahlíð 25,
fæddist 12 marka
sonur hinn 20. september.
Orðsending frá kaffistofunni Mið-
garði, Þórsgötu 1. Eftirleiðis verð-
ur kvöldverður framreiddur í
kaffistofunni alla daga kl. 6 til
9 e.h.
Leiðrétting. í grein Þjóðvi'jáns
í gær um mjólkurgjafirnar féll
niður eitt núll, skólabörnin eru
um 5500. Tillögu Katrinar Thor-
oddsen var vísað til fræðsluráðs
með 8 atkv. gegn 5.
Málverkasýning Alfreds Jensens
í Þjóöminjasafnshúsinu verður
opin fram á n. k. fimmtudag. 1
dag og á morgun er hún opin kl.
13—22, en aðrá daga kl, 13—19.
Iíomið með
k j ó 1 i n n
Gretíisqötu 3
Hverfisgötu 78