Þjóðviljinn - 22.09.1951, Side 5

Þjóðviljinn - 22.09.1951, Side 5
Laugardagur 22. sept. 1951 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Fögur er hliSin - /. Hægt að rækta gagnviðarskóg er full- vaxinn yrði 450 millj. kr. virði með nokkurra daga sjálfboðavinnu á ári í 10 ár - segir Klemenz Kristjánsson tilraunastjóri á Sámstöðum Frá Körubúm austur að Seljalandsmúla er ósliti'ð slétt- lendi. Það er nær 80 km vega- lengd í beinni línu. Þótt ekki sé þetta mikið landflæmi er það mesta sléttlendi á okkar fjöll- ótta landi. og er af mörgum talið búsældarlegasti hluti þsss. Þótt margt túaið sé fallegt á þessari leið er það svo á stór- um svæðum að bæirnir rísa eins og klettar úr úthagahafinu, — þetta er enn að mestu leyti óræktað land, ónumið land. • MARGT FER ÖÐRUVlSI EN ÆTLAÐ ER Það var orði'ð rökkvað þeg- ar áætlunarbíllinn staðnæmd- ist á veginum þar sem korn- hlaða Klemenzar Kristjánsson- ar á Sámsjtöðum rís annars- vegar, en íbúðarhúsin uppi í hliðinni hins vegar. — Rakur haustvindur þýtur í trjánum við bæinn, fyrstu laufin eru byrjuð að sölna, en þegar inn til Klemenzar er komið ber mest á hinum græna lit gróð- urs og lífs, þar er allt þakið í blómum. I nær þrjátíu ár hefur bónd- inn hér, Klemenz Kristjánsson, ræktað þá jurt er skapa'ði ör- nefni á landnámsöld, en lands- menn týndu síðan um margar. langar aldir. Vitanlega var er- indið hingað austur að fá frétt- ir af kornrækt, — en margt fer öðruvísi en ætlað er: fyrsta umræðuefnið verður skógrækt. • BOÐAÐ TTL FUNDAR í FL J ÓTSHLÍÐINNI — Hvað er að frétta af skóg- ræktarfundinum ? spyr Sverrir, bróðir Klemenzar um leið og við erum setztir. — Ilvaða skógræktarfundi ? spyr ég, eins og álfur út úr hól. — Eg boðaði til fundar með bændum hér i hreppnum um miðjan ágúst í sumar, svarar Klemenz. Þar ræddi ég örlítið um að skógræktinni miðaði seint ’áfram og skýrði- frá því hvernig ég teidi auðveldast að hraða henni. • ÞRFNNSKONAR VERKEFNI 4 — I skógræktinni þarf að leysa þrennskonar verkefni, heldúr hann áfrarn. I fyrsta lagi þarf áð rækta gagnvið, furu, greni og læ- virkja, á stærri svæðum en gert hefur verið hingað til, og sé ekki hugsað um prýði, held- ur gagn. I öðru lagi þarf að bæta ræktunarskilyrðin. Hver jörð þyrfti að eiga sitt skýlda svæði. Til þess þarf að koma upp skjólbeltum úr birki, ösp og greni. í þriðja lagi er skógrækt til að skreyta kringum bæi, skraut- garðar. Hver liður hefur sitt ákveðna takmark, sá fyrsti gagnið, ann- ar skjól fyrir gróðurinn og þriðji heimilisprýði. • 10 HEKTARAR FULLPLANT- AÐIR Á 10 ÁRUM — Fyrsta þáttinn, gagnvið- arræktina, vil ég taka þannig að hrepparnir útvegi land, 10 til 20 ha eftir ástæðum og getu. Segjum 10 ha. Takmarkið yrði sett að setja 6—7 þús. plöntur af barrviði í hvern ha á ári, undir leiðsögn skóg- ræktarmanns. Þannig væri hægt að fullplanta gagnviði í 10 ha á 10 'árum. Hver hreppur legði fram fé til plöntukaupa, en fengi hreppsbúa til að leggja fram vinnuna endurgjaldslaust. Yrði þetta gert myndum við eftir 70—100 ár eiga þarna sjóð sem væri tvímælalaust betri en Söfnunarsjóður Ésjl lands, sagði Klemenz. • „VIÐ VERÐUM ÁÐ VITA HVAÐ VIÐ VILJUM“ — Skógræktinni mun miða á- kaflega hægt hjá okkur, held- ur Klemenz áfram, ef við setj- um okkur ekki ákveðið verk- efni, ákveðið takmark. Við verðum að vita hvað við viljum, vita hvaða takmarki við stefn- um að og miða vinnuna við það, annars komumst við ekkert á- fram, annars verður okkur ekk- ert úr verki. Slíkur skógur ætti að vera hreppseign. Það ætti að vera lög að skógurinn væri undir umsjá oddvitans, er sæi um plöntun og ræktun. Skógrækt- arfélögin ættu að leggja til fagmennina, plöntur og e. t. v. eitthvert fjármagn. Vinnan við þetta er minni en margur held- ur. Þfegar tré er komið á legg vex það af sjálfsdáðum, en til grisjunar þarf ákveðna menn og eins til að koma afrakstrin- um í verð. Það er hægt að fá tekjur af skógi áður en hann er fullvaxinn. T. d. jclntré. 9 ára tré eru fullboðleg jóatré. • 4 ÞÚS. KR. TEKJUR AF HEKTARA ÁÁRI — Hefði ég t. d. sett 6 þús. plöntur í einn hektara fyrir 15 árum þá yrði ég nú að fara að grisja. Ég hefði tekið aðra hverja plöntu, þar með hefði ég fengið 3000 jólatré. Segjum að hvert jóiatré væri selt á 20 kr., þá hefði ég fengið 60 þús. kr. tekjur eftir þessi 15 ár, það er: hektarinn hefði gef- ið af sér 4 þús. kr. á ári brúttó. • EIN BRENNIVÍNSFLASKA Á ÁRI — Hvað þarf mikla vinnu til að planta 10 hektara á 10 árum? — Miðað við Fljótshlíðina þyrfti hver bóndi að leggja fram eitt dagsverk þriðja hvert ár tií þess að planta 10 hekt- ara af gagnviði. Kostnaðurinn yrði varla nema 100 kr. árlega á hvert bú, eða svona. um það bil ein brennivínsflaska á ári, segir Klemenz og brosir við. 450 MILLJÖNIR — En tekjurnar af skógin- um? — Eftir 70—100 ár mætti sjá fullvaxinn skóg á 10 ha svæðn Miðað við núverandi gengi væri hann tveggja millj. kr. virði. — Og hvað ieru margir hreppar í landinu? — Þeir munu vera 218. — Það þýðir, að ef hver hreppur legði fram vinnu við að planta gagnvið í 1 ha í 10 ár, þá ætti landið eftir 70—100 ár skóglendi sem væri 440—450 millj. króna virði? — Já, og þetta er hægt, svar- ar Klemenz, aðeins ef menn vilja leggja á sig örlítið sjálf- boðastarf fyrir framtíðina, starf Byrjunin er örðugust, meðan ekki sést árangur, en ég er sannfærður um að eftir 3—4 ár frá því slík ræktun hefur haf- izt þarf ekki að leggja að fólki til að taka þátt í henni. • ÞEIR ERU AÐ HUGSA — Hvað var svo ákveðið á fundinum ? — Þetta var aðeins rabb- fundur, þar sem ég lýsti hug- mynd minni. Það var ekkert á- kveðið á fundinum. — Hvað verður svó gert í málinu ? — Þeir eru að hugsa, það verður fundur aftur seinna, segir Klemenz, og mér sýnist á honum að hann frábiðji sér allar getgátur frá minni hálfu Hér er skjólbelti sem Klemenz hefur plantað í túninu á Sáms- stöðum. Efst til hægri sér á annað be.ti sem kemur hornrétt á þao sem liggur upp túnbrekbuna. — Þessi skógarbelti eru enn ekki há í loftinu, en bíðið í nokkur ár og sjáið þau þá! sem ekki er tilfinnanlegt, eða 1 dag á ári í 10 ár. • ÞAÐ ÞARF FRAMSÝNI OG ÞOLINMÆÐI — Hverjir eru mestu örðug- leikarnir á því að ræktun slíkra hreppsskóga geti tekizt ? -— Þeir, að menn skiiji hvaða gagn má hafa af slíkri rækt- un, að menn vilji fórna ein- hverju fyrir eftirkomendur síno og að menn vilji leggja það á sig að bíða eftir því að’ sjá ár- angurinn. Það er augljóst að menn hirða ekki sjálfir nema lítið af arði þess furuskógar sem þeir planta, en það gera eftir- komendurnir. Menn eru óvan- ir slíkri ræktun hér á landi. Þá hafra sem ég sáði í vor upp- sker ég í haust, og þannig vilja menn hafa það; þeir hafa ekki þolinmæði til að bíða. um hvað þeir muni hugsa í Fijótshlíðinni. — Hvað mættu margir á fundinum ? — Þeir voru ll, svarar Klem enz. Búendur í Fljótshlíðinni munu vera 62, og ég hætti alveg við að spyrja Klemenz hvað hann haldi að þeir hugsi í málinu. Bændurnir í Fljóts- hlíðinni hafa hér fengið ein- stakt tækifæri til að gerast brautrýðjendur. — Það verð- ftr gaman að frétta. af því þeg- ar þeir eru búnir að liugsa. « BÝSNA NAUÐSYNLEGT — Það er líka býsna nauð- synlegt, að hver bóndi rækti skjólbelti á jörð sinni, tekur Kiemenz til máls að nýju, svo hann geti ræktað jurtir sem krefjast meira skjóls. Það þarf að taka skógræktina inn i mat vælaframleiðsluna. Með því að rækta skjólbelti er hægt að fá meiri og öruggari uppskeru. Það má bæta ræktunarskil- yrði á öllu landinu með lifandi skjóli. Þið getið komið og fund- ið þetta sjálfir hérna úti í garðinum. Nokkru seinna um kvöldið göngum við út í garðinn með Klemenz. Úti á túninu nauðar rakur, hrollkaldur haustvind- urinn, en inni í garði Klemenz- ar er logn. Það fylgir því notaleg öryggiskennd að standa í skjóli trjánna og hlusta á skrjáf laufsins og þytinn fyrir utan, • BÓNDI — VÍSINDA- MAÐUR Ég er óvanur því að ganga svo snemma til rekkju sem gert er á þessu regluheimili. Það varð því svo að ég „vakti þegar aðrir sváfu“. Hvað vissi ég um bóndann hér? Ég sá áð- an að ofan af veggnum í skrif- stofunni hans horfðu á mann þeir Jón Sigurðsson og Hall- grímur Pétursson. Og við hliöina á allskonar fræðiritum um ræktun gat að líta ýmis- legt það sem bezt hefur verið gefið út á Islandi á síðustu árum. Ég fer að hnýsast í bókaliillumar hér inni þar sem mér er ætlað að sofa. ís- lenzku skáldin eiga hér einnig sambýli við fræðirit — og gamlar guðsorðabækur. — Þá minntist ég þess að bóndinn hér e.r líkp rithöfundur. Sá eini á sínu sviði. Fyrir mörgum árum barst mér í hendur bók eftir hann. Hún er ekki skemmti- lestur heldur vísindarit: „Kora- ræktartilraunir á Sámsstöðum og víðar“. Þar segir hann frá tilraunum smum og kornyrkju í 18 ár. Þessi bók er gefin út af Atvinnudeild Háskólans, fyrsta bókin í B-flokki af rit- um Landbúnaðardeildarinnar. I formála fyrir útgáfunni segir: „... í B-flokki verða birtar endanlegar niðurstöður um við- fangsefni, sem lokið er við til fulls eða komið er með í af- markaðan áfangastað". En sú bók er hvergi sjáan- leg hér. Það virðist svo að þessi bóndi kæri sig ekki um að hampa því að hann sé einn- ig bæði vísindamaður og rit- höfundur. • ÞURFA AÐ HUGSA í LENGRI ÁFÖNGUM Það er hljótt í húsinu. Á morgun verður aftur tekið til starfa þar sem frá var horfið í kvöld. — Morgundagurinn er hlekkur í þeirri keðju ræktun- arstarfs sem ekki hefur slitn- að.í 29 ár. — Úti fyrir strönd- inni blika ljós. Nokkru vestar hangir fullur. rauður haustmáni yfir hafinu. Hér er byggð stórra Framhald 4 6. síðu. : j-íssSaví Ilér sést hluti af skjólbeltum þeim sem Klemenz á Sámsstöðum hefur plantað, niður aí þjóð- veginum og meðfram honum.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.