Þjóðviljinn - 24.10.1951, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 24.10.1951, Blaðsíða 6
’6) — ÞJÖÐVILJINN — Miðvikudagur 24. október 1951 20. DAGUR Og svo var það Doyle — Eddie — sem Clyde hafði litizt afar vel á frá byrjun og cfundað töluvert líka, því að hann var svo glæsilegur, snjrtilegur, vel klæddur og liðugur og hafði svo mjúka og hrífandi rödd. Fas hans var svo heillandi að hann sigraði alla sem 'hann hafði nokkur afskipti af — bæði starfs- menn og gesti. Skórnir hans voru svo gljáfægðir, flibbinn svo hvítur og skínandi, hárið svo vel greitt og burstað að hver kvik- myndaleikari hefði getað verið hreykinn af. Frá upphafi hafði Clyde hrifizt af smekk hans og klæðaburði — fallegum brúnum fötum, höttum, bindum og sokkum öllu í stíl. Sjálfur gæti hann fengið sér brúnan frakka með belti. Og brúnan hatt. Og falleg vel sniðin fdt. Ungi maðurinn, sem fyrstur hafði leiðbeint Clyde — Hegg- lund — hafði einnig nokkur áhrif á hann en á annan hátt. Hann var elztur og reyndastur af vikapiltunum og hafði töluvert vald yfir hinum vegna gluðlyndis síns og hirðuleysis um allt á hótel- inu sem kom ekki starfi hans við. Hegglund var hvorki eins menntaður né aðlaðandi og margir hinna, en vegna fjörugrar og lifandi skapgerðar — að viðbættri rausn í öllu sem kom pening- um og skemmtunum við og dirfsku, karlmennsku og hugrekki í ríkara mæli en Doyle, Ratterer og Kinsella — hugrekki sem stappaði oft nærri fífldirfsku — hafði hann mikil áhrif á Clyde. Eins og hann sagði Clyde að nokkrum tíma liðnum, þá var hann •sonur sænsks bakara, sem hafði stungið af frá móður hans í Jersey City og látið hana um að bjarga sér. Og þess vegna höfðu hvorki Óskar né Marta systir hans fengið neina menntun að ráði. Þvert á móti hafði hann fjórtán ára að aldri farið burt úr Jersey City í fluiningsvagni og hafði upp frá því séð um -sig sjálfur eftir beztu getu Og eins og Clyde var hann ólmur í að fá að njóta alls þess sem var að gerast í kringum hann, leitaði ævintýra í öllum átturn án þess að óttast afleiðingarnar eins og Clyde gerði. Hann átti einnig vin, ungan mann að nafni Sparser, sem var eldn en hann og var bílstjóri hjá auðugum borgara í Kansas City og gat endrum og eins tekið bíl trausta- taki og farið með Hegglund í smáökuferðir; og þótt þessi vinar- greiði byggðist á undirferli og óheiðarleik, þá varð hann til þess að Hegglund fannst liann sjálfur vera mikil persóna'og í augum hinna varð hann sveipaður ævintýraljóma, sem átti lítið skylt við raunveruleikann. Hann var ekki eins aðlaðandi í útliti og Doyle og hann átti tkki eins auðvelt með að vinna hylli kvenna og þær stúlkur sem hann kom sér í mjúkinn hjá voru engan veginn eins falleg- ar eða hrífandi. Og þó var hann afar hreykinn af þesum sigrum sinum og hætti til að gorta af þeim og Clyde hlustaði á frá- sagnir hans með meiri athygli en flestir hinna, af því að reynsla hans var svo lítil. Ar' þessari ástæðu geðjaðist Hegglund vel að Clyde næstum frá upphafi, því að hann fann að þar átti hann þakklátan og auðsve pan áheyranda. Og þegar hann lenti við hlið Clydes á bekknum, hélt hann áfram fræðslu sinni. Kansas City var prýðis staður, ef maður kunni að lifa, Hann hafði unnið í öðrum borgum — Buffaló, Cleveland, Detroit, St.Louis — áður en hann kom hingað; en honum hafði ekki lióið betur þar, einkum vegna þess •— en því hafði hann sjaldnast orð á — að honum hafði ekki tekizt eins vel að koma sér áfra-n. Hann hafði fengizt við diskaþvott, bíla- þvott, aðstoðað í snuðju og ýmislegt fleira, þangað til hann komst loks í samband við hótelin í Buffaló. Og ungur maður sem hafði unnið með honum, hafði talið hann á að fara til Kansas City. En: „Drykkjupeningarnir á þessu hóteli eru ekki minni en annars staðar — það veit ég. Og það er ágætis fólk sem vinnur hér. Ef maður gerir skyldu sína þá er allt í lagi. Ég hef verið hérna í meira en ár og ég hef ekki yfir neinu að kvarta. Þessi Squires er ágætur þegar maður stendur sig. Hann er harður af sér, en ■ það er ósköp eðlilegt — hver er sjálfum sér næstur. En hann segir engum upp að ástæðulausu. Það veit ég líka. Og við hina er ekkert að athuga. Og þegar vinnutíminn er liðinn, þá áttu þig sjálfur. .Þetta eru ai't fyrii taks strákar hérna. Þeir eru engar nánasir. Þegar eitthvað er é seyði — þá mæta þeir allir — upp til hópa. Og þeir stinga ekki af þegar verst lætur. Ég veit það, því að óg hef verið með þeim. Oft og mörgum sinnum“. Clyde skildist á houum, að allir þessir piltar væru mestu mát- ar — nánir vinir — að undanskildum Doyle, sem var dálítið fáskiptinn, en þó ekki kuldalegur. „Það er of margt kvenfólk á eftir honum það er það sem er að“. Og þeir fóru saman hing- að og þangað þegar svo bar undir — á dansstaði, í samát, á spilaknæpu niður við ána, á skemmtistað — „Kate Sweeney" — með ágætum stelpum — og svo ■ framvegis og svo framvegis, og upplýsingar af þessu tagi höfðu aldrei áður borizt til eyrna Clyde og hann varð gagntekinn hugarórum, draumum, efa og kvíða, og hann spurði sjálfan sig, hvort það væri skynsamlegt að taka þátt í slíku — hvort hann hefði leyfi til þess. Hafði hann ekki einmitt verið varaður við þessu áður? Hann fylltist eftirvæntingu, en svo stóð hann ráðþrota gagnvart öllu því, sem hann hlustaði á rneí svo mikilli athygli. Og svo var Tómar Ratterer, sem við fyrstu sýn virtist ekki geta verið fjandsamlegur eða hættulegur öðrum. Hann var ekki nema fimm fet og fjórir þumlungar á hæð, feitlaginn, svart- hærður og þeldökkur og með skær, fjörleg augu. Hann var einnig af fátæku fólki kominn, eins og Ciyde komst að seinna, og hafði ekki notið neinna hlunninda. Hann og systir hans voru fædd í Wichita og voru nýlega komin til Kansas City og þau höfðu fyrir móður sinni að sjá. I æsku, meðan þau voru veik- geðja og áhrifagjörn hclfðu þau orðið.að þola ,það, að faðir þeirra barði og sparkaði í móður þeirra, sem var góðlynd og oOo— —oOc— —oOo— —oOo— —oOo— —oOo— —oOo— 1. DAGUR Sagan af Líneik ©g Laufey í íyrndinni réo kóngur og droitning fyrir einu voldugu og víoiendu ríki. Ekki er getið um nöfn þeirra, en frá hinu er sagt, að þau áttu tvö börn son og dóttur, bæði frumvaxta, þegar saga þessi gerðist. Hét kóngssonurinn Sigurður, en dóitirin Líneik; voru þau bæði vel að sér bæði til munns cg handa, svo varla fundust þeirra líkar, þó víða væri leitað. Þau unnusi svo heitt, að.hvorugt mátti aí öðru sjá, og lét kóngur byggja þeim skemmu eina, mjög vandaða og vel gjörða, og fékk þeim þiónustufólk.eftir þöríum.. Liðu svo fram tímar, að ekkert bar til' tíðinda, þangað til að því kemur, að drottning tekur sótt mikla. Lætur hún þá kalla kóng á sinn fund og segir honum ætlun sína, að þessi sótt muni leiða sig til bana. „Eru bað tvær bænir, sem ég vil biðja þig,” segir drottning, „áður en ég dey, cg vona óg, að þú munir hafa þær hugfastar; sú fyrri er, að eí þú leitar þér kvonfangs aítur, þá leita þú ekki eftir því í smábæjum eða úteyjum, heldur í stór- borgum eða þjóðlöndum; mun þér það vel gefast. Hin bænin er sú, að þú leggir allan hug á að ala önn fyrir börnum okkar. Grunar mig, að þér verði að þeim mest gleði allra manna hér eítir." Þegar <© 1267 vMl, I/!, "• I" ll Varðskipið Þór Hér fer á eftir lýsing á hinu nýja varðskipi, Þór. Skipið er byggt úr stáli í skipasmíðastöðinni í Álaborg í Danmörku. Skipið er byggt eftir ströngustu reglum B.C. sem nú er komið undir Lloyd’s sem tveggja skrúfu skip til siglinga í Norður-Atlanzhafi, og með sérstökum styrkleika fyrir siglingu i ís. Þór er um 700 br. lestir, (ca. 1100 hundruo þyngdartonn) 206 fet á lengd, Sl.fet á breidd og 17 fet á dýpt. -Skipið er allt rafsoðið, tvöfaldur botn er undir öllu skipinu. Þilförin eru úr stáli. með tré ofaná. Þiifarshús öll úr stáii nema brúarhús, sem er af aluminíum. Brúarþilfar. 1 brúarhúsinu er stýrishús, kortaherbergi, loftskeytastöð og niðurgangur til bátaþilfars- ins. Þarna eru öll nýtizku sigl- ingartæki, svo sem radar, gyrokompás, bergmálsdýptar- mælir, miðunarstöð'og ljóskast- ari og fl. Á þessu þilfari eru 2 47 mm. falibyssur. Bátaþi'far. Fremst í húsinu stb. megia er íbúð skipherrans, bb. megin er ámóta íbúð, sem er ætluð forseta landsins eða háttsett- um embættismönnum, sem ferð- ast með skipinu. Þarna er enn- fremur íbúð yfirvélstjóra, yfir- stý-rimanns og loftskeytamanns, ennfremur 1 farþegaherbergi og niðurgangur í húsið á aðal- þilfari. Á þessu þilfari eru 4 björgunarbátar, þar af 2 með mótor, ennfremur bátavinda og sterkur ljóskastari. Aðalþilfar. Fremst í húsinu er borðsal- ur og setustofa yfirmarma, snyrtiherbergi, íbúð bryta, enn fremur eldhús, búr og niður- gangur til herbergjanna undir þilfari, þarna er frystir og kæii- rúm og aftast í húsinu er borð- salur undirmanna. Á þilfarinu aftan við húsið er athafna- pláss við bjarganir. Þar er björgunarspil, sem getur tekið um 800 faðma af 4" vír Það er þannig gert, að það gefur sjálft eftir, ef óeðlilegur hnykk- ur kemur á dráttartaugina og halar sjálft inn aftur, þegar slaknar á tauginni. Þarna eru öflugar festingar fyrir drátt- arvíra og ýmislegt tilheyrandi björgunarstarfi. Fremst á skip- inu er bakki, þar undir er akk- ersspilið. Ennfremur snyrtiher- bergi fyrir háseta og viðgerð- arpláss fyrir dælur og þess- háttar. Undir bakkanum er líka niðurgangur til íbúðanna. Uppi á bakkanum er komið fyrir 57 mm. fallb\rssu. Undir þilfari. Framan við vélarúmið mið- skips eru íbúðir þeirra skip- verja, sem ekki búa í þilfars- húsunum. Eru þar 20 herbergi, 8 eins manns herbergi fyrir yfirmenn og 8 tveggja manna herbergi fyrir undirmenn, 1 sjúkraherbergi og 3 tveggja manna herbergi, sem ætluð eru fyrir nemendur. Vélar. Aðalvélarnar eru 2 Dieselvél- ar, hver þeirra framleiða 2200 IHK með 375 snúningum, sam- anlögð hestöfl beggja vélanna 4400 IHK. Þá eru og einnig tvær ljósavélar sem hvor fyrir sig drífur 80 kw. rafala, þriðja Ijósavélin drífur 22 kw. rafal, sem nota skal í höfnum. Á reynsluferðinni gekk Þór rúmar 18 mílur og rúmar 19 mílur á heimleiðinni. Skipið reyndist ágætlega á ferðinni heim, sýndi sig að vera gott sjóskip og hefur þar tekist giftusamlega að Jeysa erfitt við- Framhald á 2. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.