Þjóðviljinn - 24.10.1951, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 24.10.1951, Blaðsíða 8
0, V k a g f n r n komasf liefir mátt hjá O Samkvæmt athugun, sem Samvinnutryggingar hafa nýlega gert, greiddu tryggingafálögin hér á landi um 25 milljónir króna í bætur £-yrir tjón á bifreiðum í árekstrum síðastliðin fimm ár. Athugunin leiddi ennfremur í ljós, að 75% þessara árekstra varð e£ ýmsum orsökum, sem ástæða er til að ætla, að komast hefði xnátt hjá með meiri varúð cg gætni við alkstur Hafa því verið greiddar 18 500 000 krónur á fimm árum vegna óvarkárni og kæruleysis ckumanna, en auk þess' er m:'k- ið tjón á bifreiðum, sem aldrei kexnur til kasta tryggingafélag- anna. Væri hægt að draga úr þessum árek'trum, mundu ekki aðeins mikil verðmæti, gjald- eyrir og fyrirliöfn sparast, held- ■ur mundu iðgjöld bifreiðatrygg- inganna þá geta lækkað veru- lega. Frá þessari athyglisverðu at- hugun er skýrt í ritinu „TRYGGING", sem Samvinnu- tryggingar hafa gefið út, en það fjallar um öryggis- og tryggingamál Er það tilgangur ritsins, sem dreift verður í stóru upplagi, að opna augu manna fyrir auknu öryggi, og sýna fram á, hvaða hlutverki trygg- ingastarfsemi gegnir í nútíma- þjóðfélagi. Samvinnutryggingar eru nú orðnar annað stærsta trygginga- félagið hér á landi og hið eina isam starfsr á samvinnugrund- velli. Greiddi það 532 905 kr. í arð til hinna tryggðu tvö und- anfarin ár. — Ritsins Trygging nánar getið síðar. 105 nemnedur eru í skólanum og kennslunni skipt jafnt milli verknáms og bóknáms Gagnfræðaskóli verknámsins var settur kl. 2 í gær í bíósal Austurbæjarskólans. Skólastjórinn, Magnús Jónsson, setti skól- anna að viðstöddum nemendum og allmörgum gestum, m. a. borgarstjóra, fræðslumálastjóra, skólastjórum gagnfræðaskól- anria, formanni fræðsluráðs, fræðslufulltrúa og skólastjóra Austurbæjarskólans. Við þetta tækifæri fluttu stutt ávörp Helgi Hermann Ei- riksson, formaður fræðsluráðs, Togariim Akurey Botnvörpungurinn Akurey, cign samnefnds fiskveiðihluta- félags, hefuv nú verið seldur til Akraness, Er það Bæjarút- gerð Akraness sem Iiaupir slsip- ið og mun það verða afhent henni strax og það kemur hing- að til hafnar, en skipið er á leið heim frá Þýzkaíandi. Akurey er einn af nýsköpun- artogurunum en aðaleigandi írkipsins og framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins, er 'átti skip- ið, er Oddur Helgason útgerð- armaour. — Samningum um £Ölu skipsins mun vera nýiok- ið en eftir að ganga frá ríkis- ábyrgð fyrir kaupunum. Kaup- verð togarans er sagt 5,8 millj. króna og þarf Bæjarútgerð Akraness að greiða 800 þús. kr. strax við móttöku skipsins. Akurey er annar togarinn sem Bæjarútg. Akraness eign- nst, hinn er Bjarni Öiafsson. Ekki mun enn ákveðið hvort skipt verður um nafn á tog- e ranum þegar hann flyzt til Akraness. Gunnar Thóroddsen, borgarstj., Helgi Elíasson, fræðslumálastj. og Arnfinnur Jónsson, skóla- stjóri Austurbæjarskólans. — Röktu þeir í stuttu máli til- drög og undirbúning þessarar merkilegu nýjungar í skóla- starfi bæjarins sem byggist á skólalöggjöfinni frá 1946 og árnuðu nemendum hans og kennurum allra heiila í námi og starfi. Tveggja vetra gagnfræðaskóli I skólasetningarræðu sinni gat skólastjóri þess að ástæðan til þess að verknámsskólinn hóf ekki kennslu á sama tíma og hinir skólarnir væri sú, að hús- næði skólans hefði ekki verið tilbúið fyrr en nú. — Lýsti hann síðan tilhögun skólanáms- ins. Skólinn er tveggja vetra, gagnfræðaskóli og til þess að fá inngöngu í hann þurfa nem- endur að hafa verið áður tvo vetur í venjulegum unglinga- skóla og hafa lokið unglinga- prófi. Innritast nemendur skól- uns í 4. bekk að ári og Ijúka há sínu gagnfræðaprófi. Kennslunni skipt jafnt miili bóknáms og verknáms Kennslutíma skólans er þann- ig skipt að 50 prósent hans fer til bóknáms og 50 prósent til verknáms. Hvað bóknámið snertir er aðaiáherzlan lögð á íslenzku, stærðfræði og erlend mál. Enginn er skyldur til að ’æra nema eitt erlent mál en Framhá’d á 7. siffu.- gustsson heldur fyrirlestra um málaralisf Hörður Ágústsson listmálari hélt fyrri fyrirlestur sinn u.m málaralist í gærkvöld í Lista- mannaskálanum í sambandi við málverkasýningu sína þar. — Fjallaði fyrirlesturinn um mál- aralist almennt. 1 kvöld held- ur Hörður annan fyrirlestur 'á sama stáð og ræðir þá um nú- tímalist sérstaklega. Jafnframt sýnir Hörður skuggamyndir til skýringar fyrirlestrunum. Fyr- irlesturinn í kvöld hefst kl. 9. Ágæt aðsókn hefur verið að sýningu Harðar og hafa þegar seizt 20 málverk og 8 teikning- ar. Hafa fáir ungir listamenn hlotið jafn góðar undirtektir. FYRSTÍFUNDUR gsiiis á þsssu hausSi @r í kvöid Fyrsti fundur Ferðafélags Is- lands á þessu hausti er í kvöld kl. 9 í Oddfellovvhúsinu. Er fundur þessi helgaður ininningu Kristjáns Ó. Skagfjörðs, íram- kvæmdastjóra félagsins. Forseti F. I. Geir G. Zoega vegamálastjóri flytur í upphafi fundarins minningarorð um Kristján Sgakfjörð og síðan segir Jóhannes Áskelsson jarð- fræðingur frá ferð sinni og Skagfjörðs um Vatnajökul fyrir nokkrum árum. Þá flytur Hall- grímur Jónasson yfirkennari Ijóð og að lokum flytur Helgi Hjörvar erindi um Snæfellsnes og sýndar verða litskuggamynd- ir þaðan. MÍR hefur vefrar- sfarfiS MÍR hóf vetrarstarf sitt s. I. sunnudag með fundi í Gamla bíó og var húsið nær fullskipað. I upphafi fundarins hélt Kristinn E. Andrésson ræðu, kvað félagið hafa orðið að ieggja niður starf í Reykjavík í surnar, eins og flest önnur fé- lög, en hins vegar hefðu deild- irnar úti um land víða haldið uppi mikilli starfsemi í sumar. Gaf hann fyrirheit um að MÍR myndi í vetur starfa af ekki minna þrótti en í fyrra, þegar það mótaði menningarlíf bæjar- ins vikum saman í samhandi við heimsókn sovétgestanna. Félag- ið mun gangast fyrir liátíð 7. nóv. Því næst flutti Jón Múli Árnason frásögu um rússneska tónskáldið Mússorgskí eftir Guðmund Matthíasson, en að lokum var sýnd ný sovétkvik- mynd um tónskáldið, mjög vel leikin og listræn. o- Ö Reykjavíkiir Mmælisíundur í kvöM Skógræktarfélag Reykjavíkur minnist 5 ára afmælis síns á fundi í Tjarnaikaffi luppi í kvöld kl. 8,30. Flutt verður stutt erindi og Hákon Bjarnason skógræktar- stjóri segir ferðasöguþátt. Að því loknu verða umræður og kaffidrykkja. Miðvikudagur 24. október 1951 — 16. árgangur — 240. tölublað Einsíætt bílslys að Brekkuvelli á Barðaströnd ooa síey Það slys varð s.l. laugardag að Brekkuvelli á Barðaströnd að þriggja tonna yörubifreið raiui íram af 5—7 metra háu bergi þar í túnjaðrinum og brotnaði mikið, en sjöiug kona sem var í bílrium slapp lifandi en allmikið mcidd og var hún flutt í sjúkrahúsið á Patreksfírði. Slysið vildi til með þeim hætti, að Búi Einarsson á Brekkuvelli var að keyra 3ja tonna Chevrolet vörubifreið heim að bænum og voru hjá honum í framsætinu móðir hans, Guðríður Ásgeirsdcttir, og systir, Ólafía S. Einarsdótt- ir. Við túnið ’á Brekkuvelli þurfti bílstjórinn að stöðva bíl- inn og fara út úr honum til þess að opna hlið, en þær mæðgur sátu inni í bílnum á meðan. Skipti það nú engum Cf-Er ’’ - togum að um leið og bílstjór- inn opnar hlifiið rennur billinn af stað gegnum hliðið og niður hallandi túnið og tókst Búa ekki að komast inn í bifreiðina Framhald á 5. síðu. lagsios hafið Iiaustmót Taflfélags Reykja- víkur hófst í gærkvöld kl. 8 i Grófinni 1 (húsi Veriz. Björns Kristjánssonar). Það keppnisfyrirkömulag verður viðhaft að þessu sinni að allir þátttakendur tefla í einum flokki 10 umferðir eftir Monradkerfi. Mjög léleg síldveiði Keflavík. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Síldveiðibátarnir fóru á sjó aðfaranótt mánudagsins cn fengu lélegan afla. Einn sem kom til Keflavíkur fékk 70 tunnur, annar 50, nokkrir 10 til 20, ílestir ekki ncitt. Síldin smá og fór í bræðslu. Mavgir bátar misstu allmikið ef netnm. Aðkomubátarnir hafa flestir legið hér aðgerðalausir og út- koman hjá þeim sem komu seint suður því mjög léleg. — Um helgina tók Dettifrss hér frosinn fisk og Drottningin síid og fiskimjöl. efitii Tómas Kallgsímssoi, finnnsýndui amiað kvöld Annað kvöld verður frumsýning á gamanleiknum Dóra, (undirtitill: Litla táin) eftir Tómas Hallgrímsson, og cr það fyrsta ísl. gamanleikurinn sem frumsýndur er í Þjóðleikhúsinu. — Leikstjóri er Indriði Waage. Camanleikurinn Dóri er í 4 þáttum og gerist hér í bæ og í London. Fyrsti þáttur 'gerist í Reykjavík 1948, annar þátt- ur ári síðar, þriðji þáttur í dag eða á morgun og síðasti á því herrans ári 195 ? Aðalpersónan er Jakob Johnson skáld, og et hann leikinn af Haraldi Björns- syni. Uppistaðan í leiknum er sú að skáldið gerir vísindalega uppgötvun: finnur nýja iist- grein er byggist á þefnæminu. Hugmyndina að leiknum fékk höfundurinn 1945, en í nýút- komnum þýzkum blöðurn er fr'á því skýrt að þar í landi hafi verið fundið upp tæki til að framleiða 30 mismunandi lykt- artegundir mannkindinni til yndisauka! Höfundur leiksins, Tómas Hallgrimsson, er Reykvíkingum gamalkúnnur sem leikari, en Framhald á 5. síYj. Félag róttækra stúdenta skorar á aiþmgi að samþykkja tiliögn Jónasar Arnasonar nm æsknlýðsliöll „Fundur í Félagí róttækra stúdenta 22. októ- ber 1951 telur brýna nauðsyn á að upp rísi æsku- lýðshöll í Rcykjavík og skorar á Alþingi að sam- þykkja þingsályktunartillögu Jónasar Árnasonar um að ríkisstjórnin hlutist til um að hafizt verði handa unt byggingu æskulýðshallarinnar hið fyrsta.“ Tómas Hallgrímsson Skíðaskáli ÆFR Iieísr veíraislarfseml sma Á laugardaginn kemur (1. vetrardag) verður vetrar- fagiiaður haldinn í skíða- skála ÆFR. Þar verður að vanda margt til sbemmtunar svo sem: upplestur, spurninga- þáítur, látbragðsleikur og að síðustu dans. Farið verður frá Þórsgötu 1 á laugardag kl. 6 og þeim einum verður hægt að tryggja ferð sem skrifa sig á lista er liggur frammi í skrifstofu fclagsins, sem er opin daglega frá kl. 17,30 til 19,00. — Sími 7511. Skemmtinefndin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.