Þjóðviljinn - 04.11.1951, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 04.11.1951, Blaðsíða 5
Sunnudagur 4. nóvember 1951 — ÞJÓÐVILJINN — (5 ÁTTRÆÐU AUTRYÐJANDI Mér finnst ég ekki orðinn betta gamall, segir Ottó N. Þorláksson; hann situr í tága- stól undir myndum af Marx og Dimitroff í hlýlegri stofu á Nýlendugötu 13, áttræður, en liami situr ekki kyrr, fas hans ber engin ellimörk, við- brögðin eru snögg og ung eins og mál lians og liugsun. í á- kafa viðræðunnar um gömul og ný hugðarefni er hann um- svifalaust búinn að slengja báð- um fótum yfir aðra stólbrikina og liggur í stólnum eins og strákur; og augun ljóma; fá- um áttræðum tekst að viðhalda því lífi bak við augun að þau Ijómi svona skært, en fátt er fegurra ungum augum gamals manns, {>au eru órækt vitni hugarfjörs og liamingjulífs. ★ Hann segist alltaf hafa verið heilsugóður, aldrei legið þungar legur um ævina, en í seinni tíð, síðustu 20—30 ár hafi bölvuð giktin gert sér talsvert erfitt íyrir á köflum. En a'.drei hafi það verið fróðlegra sem gerist í heiminum en einmitt nú, hann taki ekki > mál að hverfa frá bví öllu fyrr en sjáist betur hvernig úr rætist. „Og ,mér finnst ég ekki orðinn þetta gam- all“, segir Ottó; „nema helzt þegar ég hugsa til fólksins sem ég ólst upp með og varð sam- ferða einhversstaðar á ævlnni, ég finn til þess hvað fáir jafn- aldrar mínir eru að verða eft- ir. Við tókum átta saman próf úr Stýrimannaskóiianum árið 1895. en erum nú þrír eftir á lífi. Ottó sækir mynd af þessum átta vasklegu ungmennum, bendir á þremenningana sem lifa: auk hans, Halldór Þor- steinsson í Háteigi og Geir Sig- urðsson. „Mér þótti sárlega fyr- ir Þórarni Guðmundssyni, ein- um þessara áttmenninga; hann fórst í sumar" bætir Ottó við. ★ Talið berst að verkalýðs- hreyfingunni, eins og ætíð þeg- ar við Ottó hittumst. Á eftir, þegar hátt á þriðja klukku- tíma er liðinn án þess við viss- um af, er eins og allt sé eftir, ég hef fallið í freist- inguna að fá úrlausn fjö’- margra atriða í sögu hreyfing- arinnar, án þess að hafa nokkra von um að koma því í af- mælisviðtah Og sterkar en nokkru sinni fyrr finn ég til þess að í Ottó N. Þorlákssyni krystallast kjarni íslenzkirar verkalýðshreyfingar, hann hef- ur. mótað hana og lifað hana örðu gasta brautryð jandaskeið- ið, hann þekkir persónulega flesta baráttumenn hennar frá þyí Bárufélögin voru stofnuö; fallnar hetjur íslenzkrar al- þýðu rísa unp og birtast ljós- lifandi í návist hans, hann talar um þær allar sem félaga, með söknuði, gamansemi, hlýju. Yfir deilur og ágreiningsatiiði bregður mildi fjarlægðarinnar. það er eins og sagan hafi þeg- ar unn’ð úrvinnslustarf sitt ‘ huga Ottós N. Þorlákssonar 'áttræðs. eftir er minningin um fa’lna félaga í röðum verkí’iýðshreyfina'f rinnar. Hann m’nnist eins af öðrum. dvelur við minnin.gu Þorvarðar Þor- varðarsonar. mannsins sem á miklu meiri bátf í sögu ís- lenzkrnr verkalýðshrevfingar en mef'ð hefur vrrið til bessa. —- ..Hann vn» allta.f heill. og ein- lægur alþvðumaður, alltaf boð- inn og búinn að rétta öðrnm hjálparliönd, langt yfir efni fram“. Hver af öðrum: Jónína Jónatansd., þróttmikil og ósér- hlífinn brautryðjandi verka- kvennasamtakanna. Héðinn Valdimarsson menntamaðurinn sem „ekki hikaði við að koma út úr skrifstofunum“ og stjórna baráttu Dagabrú narman na. trausti hafnfirzki verkamaður- inn Sveinn Auðunsson. Af fölln- um förunautum og baráttufé- lögum fyrstu áratugi verkalýðs- hreyfingarinnar virðast þessir Ottó hugstæðastir, geróiikir menn, en hann metur þá, virðir og þykir vænt um þá sem nána baráttufélaga að sköpun íís- Icnzkrar verkalýðshreyfingar. ★ Um Pétur G. Guðmundssou, merkan brautryðjanda og sam- starfsmann Ottós segir hann að á ýmsu hafi gengið um kunningsskap þeirra. Eitt sinn voru þeir í Hafnarfirði að að- stoða við stofnun verkamannu- félagsins Hlífar, og urðu sið- búnir, tóku það ráð að fá scr rúm á hótelinu, en svo fó/ að þeir sofnuðu ekki dúr alla nóttina. Ekki voru þeir að tala um verkalýðsmái og ekki voru þeir ósáttir í það skiptið. Þeir ræddu alla nóttina um biblíuna og guð almáttugan og lögðu saman allt sem þeir höfðu fundið þeirri bók og þeirri persónu til foráttu — og það entist nóttina! Nokkur ár voru fáleikar svo miklir þeirra á milli. að þeir töluðust ekki við- ekki af neinum einliamála- ástæðum, heldur vegna sund- urþykkis í stjórnmálúm. — En rétt fyrir stofuun Sósial- istaflokksins gerði Héðinn Valdimarsson Ottó boð að finna sig upp í skrifstofu í Alþýðuliúsinu. Hann var í eng- um kærleikum við Héðinn þá, en fór samt. Þar var þá fyrir Pétur G. Guðmundsson og gekk um gólf, Ottó tók líka að ganga um gólf og yrti hvorugur á annan. Brátt kom Héðinn og var þá erindið að fá þessa tvo brautryðjendur til að ávarpa stofnfund nýja flokksins. — Ræddi hann þannig við þá að beir urðu að taka tal saman og lögðust af fáleikarnir upp frá því! ★ Ottó kemur mikið við sögu tilraunanna að skapa. víðtæk samtök verkalýðsfélaga. Skipu- lag Bárufélaganna, hinnar gagnmerku sjómannahreyfing- ar er hófst 1894, var mjög sniðið eftir Góðtemplararegl- unni, en það var eina félags- fyrirmyndin sem sjómennirnir höfðu. Þegar Bárufélögin mynd- uðu eamband. var það nefnt „StórdeiVdin“, og varð Ottó stórdeildarstjóri. En engan kostnað gat stórdeildin lagt í, varla kostað manu upp á Akra- nes sem þó var gert. Eini vott- ur að erindrekstri var geröur með því skemmtilega sam- komuiagi sem Ottó sagði frá í Þjóðviliaviðta’i á 50 ára af- mæli Bárufélagsins fyrsta. Sig- urður Eiríksson regluboði Stór- stúkunnar tók að sér ab stofna og lífga sjómannafélög, en leið- togav reykvíslcra siómanna_ beittu sér fvrir bindindishreyf- ingu meðal þeirra og stu&ningi við Góðtemplararegluna. Og Sigurður mætti á st.órdeildar- fundi sem fulltrúi Bárunnar á Eyrarbakka. Hwers ve.gnn. urfiu Bárufélög- in ekki að fé’ögum togarasió- manna. héldu áfram sem s.ió- mannafélög við brevttar að- stæður? Ottó svarar því þann- igi Bárufélögin voru yfirleitt of sein til að fylgjast með kröf- um tímans, breytingarnar á sjávarútveginum eftir aldamót- in urðu ákaflega liraðar. stór- breytingar ár frá ári. Skipulag félaganna var alltof þunglama- legt, stjórnin mátti ckkert gera án þess félagsfundur samþykkti það fyrst, ekki einu sinni greiða 25 aura reikning. Pélagsiífið mátti heita alveg miðað við skútuútgerðina, einskorðað viö vetrarmánuðina meðan sjómenn voru í landi. Fundahöld byrjuðu venjulega í október og end- úðu seinast í febrúar. Þegar menn fóru að stunda sjó allt árið eða á öðr.im límum lam- aðist félagslífið og fór úr skorð- um. Missir Báruliússins varð líka það áfall sem reið félög- unum að fuilu fjárhagslega, með þv> reistum við okkur hurðarás um öxl, það bar sig ekki og við lentum í vanskil vegna þess. Bárufélagsdeildim- ar í Reykjavík (þær voru tvær) voru formlega leystar.upp 1911, — En þá var Dagsbrún búin að starfa í 5 ár og var Ottó-þar virkur félagi frá því á fyrsta árinu •— og fjórum árum síðar er Hásetafélag Reykjavíkur, (síðar Sjómannafélag Reykja- víkur) stofnað. ★ Næst er gerð tilraun með stofnun landssambands ís- lenzkra verkalýðsfélaga með Verkamannasambandinu 1907 og var Ottó einnig lífið og sál- in í þeirri tilraun, ásamt Pétri G., Þorv. Þorvarðarsyni, Pétri Zóphóníassyni o. fl. Sambands- stofnun þessi er hin merkasta, ekki sízt vegna hinnar sósíal- ist'sku stefnuskrár er samband- ið gerði sér. Ottó tclur að miklu liafi valdið um hve skammlíft það varð, að þar völd- ust til forystu menn sem ekki tókst að starfa saman. og hafði þá einkum í huga Þorvarð Þor- varðarson og Pétur Zóphónías- son. En hugsjónin um landssam- tök ísl. verkamanna lét Ottó ekki í friði- Haustið 1915 flyt- ur hann á Dagsbrúnarfundi til- löguna um .undirbúning að stofnun slíks sambands, var kosinn í nefnd þá er gerði upp- kast að lögum fyrir Alþýðu- sambandið ásamt Ölafi Frið- rikssyni og Jónasi Jónssyni frá Hriflu, var fulltrúi Dagsbrún- ar á st.ofnþinginu og kosinn fyrsti forseti Alþýðusambands tslands. Þetta var í marz 1916. Á bingi sambandsins um haustið var Jón Baldvinsson, fulltrúi Hins íslenzka prentarafé'.ags, kosinn forseti. Þau manna- skipti voru ekki vegna ágrein- ings eða flokkadrátta. „Mér var ijóst“, segir Ottó, „að ætti sam- bandið að eiga nokkra framtíð vrði það að hafa forystumann sem gæti vinnu sinnar vegna lagt talsverðan tíma í stjórn- arstörfin. Það gat ég ekki, stundaði þá aðailega eyrarvinnu og var tímum saman á ferðalagi út um land við fiskrögun. Ég hafði kynnzt Jóni Baldvinssyni, hann hafði góða vinnu og ríf- legar tómstundir og ég treysti honum bezt til þessa starfs af þeim sem völ voru á“. - • Það var Ottó sem stakk upp á Jóni Baldvinssyni sem forseta Al- þýðusambandsins. ★ En brátt tók að skerast í odda, saltið að dofna lijá þeim sem til forystunnar völdust, óheillaáhrif Hriflu-Jónasar á forystu alþýðusamtakanna reyndust óhugnanlega sterk, er- lendir hægrikratar urðu fyrir- myndin, afsláttarleíðin, sem beint hefur Alþýðuflokknum út í ófæruna, var vaiin. Ottó N. Þorláksson kaus ekki þennan breiða veg, fremur en hann hafði áður látið tiiboð um skipstjórn lokka sig, af því það átti að kosta að hann hætti að skipta sér af Báru- félaginu. Hann kaus hina af- sláttariausu leið, varð einn þeirra er hélt hátt hugsjón al- þýðusóknar og sósíalisma, einn þeirra er mótaði vinstri arm Alþýðuflokksins. Það var ha-nn sem setti stofnþing Kommún- istaflokks ís'ands haustið 1930, og hann, ásamt Pétri G. Guð- mundssyni. rétti Sósíalista- floklcnum kyndil brautryðjanda íslenzkrar verkalýðshreyfingar á stofnfundinum í Gamla bíó 24. okt. 1938. Og enginn mun hafa fagnaö meir en hann er loks tókst að samfylkja öllum v.erkalýösfélögum Islands í Alþýðusambandið undir rót- tækri forystu, hann sat í heið- urssæti á 30. t: afmælisþingi sambandsins 1946. Og fáa mun hafa telcið sárar niðurlæging sambandsins er Alþýðuflokk- ui'inn samfylkti heiftúðugustu óvinum íslenzkrar verkalýðs- hreyfingar og þeirri svörtu samfylkingu tókst að hrifsa til sín stjórn Alþýðusambandsins. Iiþi hann veit að þannig endar ekki saga Alþýðusambandsins, — og viil lifa það að sjá al- býcuna eignast á ný stjórn samtaka sinna. A Ég hafði.orð á því, að við athugun á sögu verkalýðshreyf- ingai’innar hitti maður hann hvað eftir annað fyrir, alltaf róttækan, oft á úrslitastund- um þar sem hreyfingunni er beint í framtíðarfarveg, til meiri þroska, i sigurátt. „Blcssaður vertu, ég hef allt- af verið róttækur”, svarar hann brosandi þessari dembu, ■ég var það löngu áður er. ég fór að braska við verkalýðs- hreyfingu, Ég drakk í mig rót- tækni lengst upp til fjalia og á kirkjuloftinu í Haúkadal, um fermingu var ég orðinn svo trúlaus að cg neitaði að vera til altaris”. „En hvaða bækur lastu?“ „Það skal ég segja þér. Ég 'as Klausturpóstinn, Fjö'ni, Skírni, Ný félagsrit, Þ.jóíóif, Norðanblöíin, Stjörnufræði Or- síns (hún gerði mig trúiaus- an) og svo aúðvitað íslend- ingasögur, Fornaldarsögur. Nor egskonungasögur, og margt fleira“. ,.Oa hvar náðirðu í allar þess- ar bókmenntir?“ ,.Ég var svo heppinn að lenda á bæjum með nógum bókum. og þeir voru ekki margir í þá daga — og' lá !’ bókum hverja frjálsa stund. Ég man lítið eftir mér fyrr en á níunda ári, var með mófiur minni á hálfgerðum flækingi. En þá komst ég að Helludal í Biskupstungum og' var þar til 18 ára aldurs hjá frænda mínum Eiríki Þórðar- syni og konu lians Guðrúnu Magnúsdóttur. 1 Helludal var tvíbýli, hinn ábúandinn Iiét Guðmundur Magnússon, þjcð- hagi og snilíingur, smíðaði allt hugsanlegt, var jafnvigur á smíðar úr járni, tré> kopar og hverju sem var. Hann átti mik- ið af bókum óg ég lá í þeim hvenær sem færi gafst frá. vinnu, en hún var allströng eins og alstaðar í þá daga; þó átti ég gctt hjá frænda mínum. En svo var það Haukadalur, þangað var éCiki nema 20 nún- útna gangur. Þar bjó Sigurfiur Pálsson, afi Sigurðar Greips- sonar, og átti afasystur mína fyrir konu. I Haukadal var kirkja og þar var kirkjuloft. Og loftið var fullt af bókum! Ég held að þau hjón háfi átt flestar bækur sem til voru á íslenzku. Sigurði var sárt 'um bækurnar, og var ég eini uiigl- ingurinn sem fékk að ganga í þær. Þarna á ikirkjuloftinu var ég hvenær sem færi gafst, og- var mér gagn að vera ekld myrkfælinn! ★ Þarna las ég kynstur af bók- um, ein þeirra var stjörnufræð- in. Að loknum þeim lestri kom ég inn í bæ og var mikið mðri fyrir. Þar voru þær mamma og gamla konan afasystir min. Ég læt þær vita umsvifalaust að það sé töm vitleysa sem standi í biblíusögunum, jörðin sé ekki aðalatriðið í heiminum, hún gangi kringum sólina; jörðin sé alls ekki flöt, heldur hnöttur og snúist um möndul sinn — og sitthvað fleira af vísindum. Konurnar urðu alveg æfai’ vegna þessa guðleysis í mér. Sigurður kom að í því og skír- skotaði ég til hans, en hann eyddi málinu með þessari ráð- leggingu; „Blessaður vcrtu ekki að tala um þetta við kvenfólkið. Það skilur ekki neitt í því!“ Ég minnist spurninganna hjá. séra Magnúsi Helgasyni, segir Ottó; hann var nýkominn aust- ur, ég held það hafi verið í fyrsta sinn sem hann fermdi á Torfastc'ðum. Ein fermingar- systir mín var Sigríður í Bratt- holti. —• Séra Magnús byrjaði ekki á því að hlýða okkur yfir kverið heldur spurði hvort við værum skrifandi, og kunnu flest eitthvað að pára, næst spurði hann eftir reiknings- kunnáttu. Var víst lítið um það. en ég hafði lært samlagningu, frádrátt, margföldun og deil- ingu. Bróðir fóstra míns, lausa- maður ,og söðlasmiður, dvaJdi tíma í Helludal, gáfumaður, hanu kenndi mér að skrifa og reikna. — Við vorum viku lijá séra Magnúsi og hann lét okk- ur reikna alla dagana, cn gekk ekki eftir því að við kynnum kverið utanbókar. Það varð uppistand í sveitinni, fólki þótti óþarft að verið væri að troðn í oki'iur reikningi, nær að hugsa. um kristindóminn. Það stóð ekki lengi, séra Magnús sigraði og varð ástsæll fræðari, um- skapaði héraðið í sinni m\md. ★ Þannig sagðist honum frá. Og óg vona að lesendum Þjóð- viljans fari eins og mér: Þessí ’átlausu svör brugðu skærri birtu ýfir allt líf Ottós N. Þor- lákssonar. Hami lagði ek,ki up)n í þá vegferð nesUslaus, heldur, hafði fengið víðtækustu fræðshr í íslenzkum þjóðfélagsmálum sem nokkur kostur var að afla sér í æskusveitum hans; skýr- Framba’d á 7. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.