Þjóðviljinn - 18.11.1951, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 18.11.1951, Blaðsíða 1
Flóðunum að Iinna Flóðunum í Pódalnum í ítal- íu er nú að linna og er borgin Rovigo ekki lengur talin í hættu og varð ekki af brottflutningi íbúa þaðan. Flóðahættan er nú mest í strandhéruðunum, og er óttast um afskekkt bændabýli og ýmsa mannabústaði sem ein- angrazt hafa. Enn ný skilYrði innráseirhers- ins iyrir vopnahléi í Kóreu FULLTRÚAR ALÞÝÐUHERSINS í UNDIRNEFND VOPNAHLÉSNEFNDARINNAR SVARA ÞEIM í DAG Enda þótt fulltrúar alþýöuhersins hafi hvaö eftir annaö falliö frá tillögum sínum í vopnahlésnefndinni og jafnvel taliö sig reiöubúna aö ganga langt til móts viö kröfur innrásarhersins, viröast Bandaríkjamenn ekki þreytast á aö setja ný og ný skilyröi fyrir því aö vopnahlé veröi gert. í gær tilkynntu fulltrúar innrásarhersins aö þsir gætu „fallizt á“ aö núverandi vígiína yrði markalínan í vopnahléinu (en það var upphaflega tillaga Bandaríkja- manna sjálfra!) gegn því skilyröi aö vopnahlé yröi kom- iö á áður en 30 dagar væru liönir. Fulltrúar alþýöuherjanna í undirnefnd vopnahlés- nefndanna munu svara þessum tillögum í dag. N Á N A R íilgrelnt felst það í hinum nýju „skilyrðum" innrásarhersins að bardagar megi halda áfram þar til fulilokið sá samningunum um vopnahléð, en lakist samningar áður en 30 dagar eru liðnir flytji herirnir sig að víglínunni euis og hún er nú og verði þar markalína. « Takist ekki samningarnir á þessum tilskilda tíma eigi herirnir hins vegar að halda því landi seni þeir hafi riáð! Á fundi undirnefndarinnar í gær tóku fulltrúar alþýðuherj- anna fram að þeir gætu ekki gefið bindandi svör við þessum tiliögum, en myndu liafa um þær samráð við ýfirherstjóm kóreska alþýíuhersins og kin- versku sjálfboðaliðanna fyrir næsta fund undirnefndarinnar, en hann á að halda í dag. Sprengingatilraimir. Ridgvray hershöfðingi innrás- arherjanna í Kóreu fann sig knúinn til að lýsa yfir í dag að ásakanir hernáðaryfirva'da í Kóreu um morð á föngum standi ekki í neinu sambandi við vopnahlésumræðurnar! Það hef ur vakið athygli að hvenær sem einhver líkindi þykja til að saman dragi í vopnahlésviðræð ununi, hefur einhver meiri háttar áróðursfregn verið blás- in upp, hryllilegar morðárásir verið gerðar á borgir Norður- Kóreu eöa aðrir þeir tilburðir hafðir sem sizt eru líklegir til að bæta samkomulagshorfurn- ar. Lítið var barizt á Kóreuvíg- stöðvunum sl. sólarhring, og var helzt um hernaðaraðgerðir að ræða á miðvígstöðvunum, en ,þar rkiptust á áhlaup og gagn- áhlaup'. Yfirgangur USA þjéðanna Stjórnmálanefnd allsherjar- þingsins samþykkti í gær röð dagskrármála sinna, og tók sem fyrsta mál „afvopnunar“- tillögur Vesturveldanna. Með venjulegri bandarískri handjárn un var það samþykkt með 45 atkv. gegn 5, en 5 sátu hjá. Breytingartillaga fulltrúa Sovétríkjanna að afvopnunar- tillögur þeirra yrðu þriðja mál á dagskránni, cn ekki fimmta, var felld með 31 atkv. gegn 6, en 10 sátu hjá. Yfirráð landgrunnsins snar þáttur sjálfstæðis- Undan!átss!©ÍRa ríkisstjórRarinnar í IaKáhelgismálinu vítt 8. þing Sameiningarflokks alþýðu — Sósíal- istaflókksÍTis lýsir yfir því, að barátta Islendinga fyrir yfirráðum yfir öllu landgrunninu sé snar þáttur í sjájfstæðisbaráttrtimi. Flokksþingið telur að þjóðin þurfi að sameinast um þá skoðun, að landgrunnið sé yfirráðasvæði íslendinga einna, sem engar erlendar ríkisstjórnir eða alþóðlegir dóm- stólar hafi rétt til að skipta sér af. Þingið vítir þá iindansláttarstefnu gagnvart Bretuni, sem ríkisstjórnin hefur sýnt, eftir að brezki samningurinn rann út á s. I. hausti, sem hefur orðið til þess, að þau skref, sem stigin hafa verið í landhelgisniálunum, hafa því nær eingöngu bitnað á fiskveiðum Isfendinga sjálfra. H. K. LAXNESS Tillaga Egypta um þjóðaratkvæði í Sudan vekur athygli Allur erlenclur her verði á brott áður en atkvæðagreiðslan íer íram Tillaga Egypta um þjóðaratkvæðagreiðslu í Súdan er góð og raunsæ og þess verð að henni sé tafarlaust gefinn gaum- ur, að dómi aðalritara Sameinuðu þjóðanna, Tryggve Lie. Það var utanríkisráðherra Egypta, Salah el Din pasja, sem kom með þessa uppástungu á fundi allsherjarþingsins í gær. Lagði ráðherrann til að Súdanbúar skæru úr því með þjóðaratkvæðagreiðsfu hvort þeir vildu að landið sameinað- ist Egyptalandi eða yrði sjálf- stætt ríki undir brezkri vernd. Áður en slók atkvæðagreiðsla færi fram yrði að flytja allt erlent hcrlið á brott úr Súdan, og væru Egyptar fúsir til þess ef Bretar gerðu slíkt hið sama. Brezkir embættismenn sem látið hafa í ljós álit á þessari uppástungu finna henni rnargt SALKA VALKA komin út Fyrir nokkrum árum ákvað bókaútgáfan Helgafell að „koma út nýrri, fagurri útgáfu af verkum H. K. Laxness“. Af eldri verkum Kiljans hafa þrjú þegar komið út í þessari útgáfu: Vefarinn mikli frá Kasmír, Alþýðubókin og Kvæðakver- ið, og á föstudaginn bættist Salka Valka í hópinn. Hún kom fyrst út árið 1931—1932, í tveim bindum: Þú vínviður hreiiii, og Fuglinn í fjörunr.i. til foráttu og benda ummæli þeirra til þess að Bretar hygg- ist ekki flytja her sinn frá Súdan nema tilneyddir. Nokkrir árekstrar urðu á Súessvæðinu í gær. Segja Bret- ar að Egyptar hafi ráðizt að brezkum hermönnum á ýmsum stöðum, en ekki komið til meiriháttar átaka. Orðsending til Bretlands, Frakk- lands og USA Gromiko, varautanríkisráð- herra Sovétríkjanna, kvaddi í gær á fund sinn sendiherra Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í Moskva, og af- henti þeim orðsendingu til ríkis stjórna þeirra frá sovétstjórn- inni. Efni orðsendingarinnar hefur enn ekki verið birt. Þessi útgáfa er í einu bindi, skipt í fyrri og síðari hluta og gömlu nöfnunum haldið þar, en nafn skáldsögunnar í heild er sem sagt Salka Valka, eins og hún hefur raunar löng- um heitið í munni alþýðu. Sagan er í þessari útgáfu tæp- lega 500 bls. að lengd, í sama broti og önnur verk Laxness að undanförnu. í Eftirmála segir höfundur m. a.: „Söguna um Sölku Völku bjó ég fyrst til á ensku í Kaliforníu 1928, sem kjarna í filmu handa kvikmyndamönn- um nokkrum í Hollywood“ ... „Bókin var tilbúin í huga mér þegar ég kom til íslands um áramótin 1929—1930, og ég var ekki nema tæplega tvö ár að skrifa hana“. Síðan lýsir höf. því hve lítið hann hafi kunnað í íslenzku á þessum ár- um, og segir því næst: ,,í þess- ari útgáfu hefur málið að nokkru verið leyst úr þeim viðjum sem einkcr.i !du hina fyrri útgáfu, og reync hefur verið eftir því sem efni stóðu til að dytta að þeim stöðum ýmsum þar sem frásögnin reis ekki yfir stíl frumdráttanna. Sömuleiðis hafa verið dregin út á ýmsum stöðum útlensku- leg orðatiltæki sem sóttu í pennann hjá mér sakir van- kunnáttu á túngunni. Á stöku stað hefur verið breytt um orð frá því er var i fyrri útgáfu. Líka hafa verið dregnar út fá- einar setningar eða setnínga- hlutar þar sem kjarni máls- ins var óljós. Ein setníng sem út var dregin í samráði við kostnaðarmenn hinnar fyrri út- gáfu hefur verið sett inn aftur í embætti sitt í þessari. . .“ Sjálfsagt. þarf ekki að hvetja menn til að eigna.st þessa sögu þar sem hæfileikar mesta rit- höfundar okkar opinberuðust fyrst í sterkri list, Samþykkt 8. ílokksbingsins: 12 stnnda hvíEd togaraháseta á öElum veiðum brýn nauðsyn Skorar á Alþingi að samþykkja tillögu Steingríms Aðalsteinssonar um togaraslysin 8. þing Sósíalistaflokksins fagnar þeim árangri, sem togarasjómenn hala náð í baráttunni fyrir 12 stunda hvíld, og vekur athygli á því, að sú reynsla sem fengin er, hefur með öllú kveðið niður mót- bárur útgerðarmanna gcgn þessu réttlætismáli, og þeirra alþingismanna, sem barizt hafa gegn því eða tafið það. 8. þing Sósíalistaflokksins skorar mjög ein- dregið á Alþingi, þaiT, sem nú situr, að samþykkja án tafar frumvarp þeirra Sigurðar Guðnasonar og Einars Olgeirssonar um 12 st'unda hvíld togarahá- seta á öllum veiðum togaranna. Ennfremur skorar þingið á Alþingi að sam- þykkja þingsályktunartillögu Steingríms Aðalsteins sonar um rannsókn á orsökum togaraslysanna og ráðstafanir til að draga úr þeim. Innflutníngur garðávaxta bannaður frá Danmörk og Svíþjóð Landbúnaðarráffuneytið til- kynnti í gær að „samkvæmt heimild í 3. gr. laga nr. 11 frá 23. apríl 1928, um varnir gegn því, áð gin- og klaufaveiki og aðrir alidýrasjúkdómar berist til landsins, hefur ráðuneytið ákveðið að banna fyrst um sinn þar til annað verður tilkynnt allan innflutning frá Danmörku ig Svíþjóð á lifandi jurtum, hlómlaukum, grænmeti og hvers konar garðávöxtum“, Áður hafi ráffuneytið gefið fyrirmæli um áð fylgja strang- ’ega fyrirmælum laga um varn- ’r gegn gin- og klaufaveiki og innfiutning ýmissa vara, svo sem hálms, notaðra poka, fið- urs o. fl.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.