Þjóðviljinn - 18.11.1951, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 18.11.1951, Blaðsíða 3
Suiinudagur 18. nóvember 1951 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Kvæðl Péturs frá Grcifardal I Grafardal á Botns- heiði sést aðallega upp [ himininn. Þsss vegna er íbúum hans nauð- synlegt að hafa víða innri sýn. Pétur Bein- teinsson rækti þá nauð- syn af mikilli trú- mennsku. Ég sá nafn hans fyrst uppi í Hofteigs- flóa sumarið 1937. Við vorum að. slá, og það kom nýtt hefti af Dvöl með eftirmiðdagskaff- inu. Þar átti Pétur Beinteinsson kvæði. — Vegnaþess er mér dag- urinn minnisstæður. Ég sá enn nokkar kvæði eftir hann í tímaritum, og mér fannst mikið koma til þessa heita skálds. Síðan hvarf hann mér sjónum. Löngu seinna frétti ég að hann hefði dáið sumarið 1942. Níu árum síðar eru Kvæði hans komin á bók. Útgefafidi er ísafoldarprent- smiðja, en systir höfundarins hefur búið þau til prentunar. Þetta er stór kvæðabók, röskar 200 síður, iþéttletraðar. Þó er þetta aðeins um það bil þriðj- ungur af kvæðum höfundar. Hann lézt 35 ára að aldri, svo hann hefur ekki verið neinn gaufari við kveðskapinn. Pétur Beinteinsson var bóndasonur; ólst upp í heiðar- dal við heyskap og fjárgæzlu. stundaði búnaðarnám, kynnti sér kornrækt, var nátengdur mold sinni og jörð, og gerði stórhuga búskaparáætlanir. Hann byrjaði raunar að yr'kja. um svipað leyti og hann fór að tala, orti hringhendur innan við tíu ára aldur, og það var ein skemmtun þeirra Grafar- dalssystkina að k veðast á frum- ortum vísum. Samt sem áður dreymdi lrann ríkari drauma um búskap sinn en skáldskap, enda er meiri hluti kvæða hans ortur í sjúkdómi hans — er hinir draumarnir höfðu beðið skipbrot. Pétur Beinteinsson hefur ver- ið gæddur kímnigáfu, eins og öll karlmenni. En flest kvæði hans eru ,þó :kveðin í alvar- legum tóni, og það gætir meira að segja í þeim mikils þungr lyndis. Hann þekkti sem sé heiminn — án þess að skilja hann til hlítar. Það var morð á morð ofan, stríð af stríði: heimsstyrjöld að baki, Abessín- íustríð á eina hlið.' Spánar- stríð á hina, síðan önnur heimsstyrjöld yfir og allt um kring. ÖII þessi síendurteknu morð sóttu að sál daladrengs- ins íslenzka. Og í þessum svarta heimi gisti hvítidauðinn hann sjálfan að lokum, cg lagði persóunlega drauma hans í eyði. Bjarni Thorarensen bað engan ámæla Oddí Hjaltalín að hann æpti ekki eftir nótnm. IPétur Beinteinsson var líka rnciri hugsjónamaður og skap- maður en iistföndrari. Hann fágaði lítt ikvæði sín. Víða er einkar auðvelt að bæta um orðalag í vfsum hans. Hann var hamhleypa við kveðskapinn. Vandvirkni hans hafði ekki við tilfinningum hans né skaphita. Honum er alltaf heitt, honum liggur ævinlega mikið á hjarta. Kæði hans fjalla um margvís- legustu efni, ekki aðeins um granna hans og búskapinn, heldur um söguna og heiminn — og gátu lífsirrs. 1 sjúkdómi sínum hneigðist hann að heim- spekilegri dulhyggju, og orð hans verða þá stundum nokkuð óhlutstæð. Hann orti auðveld- lega um hluti sezn fáir hefðu fundið yrkisefni í. En hann braut sér ekki nýjar leiðir í formi. Þar stendur hann á herðum skálda okkar á 19. öld. En marga hluti hugsaði hann sjálfstætt — og sagði vel. Hann gat ekki arniað, því hann var svo mikilli gáfu gæddur. Nokk- ur kvæði hans verða tímanum seig undir tönn. Það koma ekki fieiri kvæða- bækur eftir Pétur Beinteinsson. Hann er einn þeirra manna sem íslenzkri menningu er ástæða að sakna. Hann er svipsterkur fulltrúi þeirra íslendinga í þús- und ár sem dreymdi hamingju- samt líf að auðuga. mennt yfir önn sinni og áhyggju, sömdu sögu og ortu kvæði bak við heimsins glaiun og harm. En að hinu leytinu var hann heims- borgari, lostinn kvöl veraldar- innar í brjóstið. Hann féll fyrir Framhald á 6. sWa. Þe gar við vöknuðum Það er sælt að va'kna útsof- inn eftir. langa nótt og finna sólskinið flæða inn um glugg- ann. Maður á ekki annars völ en fara á fætur cg taka til starfa. Svarið við ákalli fegurð- arinnar heitir afhöfn í anda liennar. Baldvin Einarsson var dáinn. Sól hafði brugðið sumri Bjarna Thcrarensens. Torfa kyssti ná Jónasar Hallgrímssonar. Fjöln- ir var liðinn undir lok. Svein- ’ojörn Egilsson andaður. Hin þungu ár frumherjanna voru að baki. Hrím morgunsársins var þiðnað í dögg og glóperlur. Því Alþingi hið nýja var risið, hinn hvíti ás íslenzkrnr sögu á öldinni fylkti og samfylkti þjóðinni til frelsisstríðs og sjálfstæðisbaráttu, við höfðum „allir mótmselt“ erlendri lög- leysu og kúgun. Það var vakn- ing í landi. Þegar allir eru haldnir nú- tímanum, í þágu framtíðar, er nauðsynlegL að einhver rif ji upp fortíðina. I grannlöndum okk- ar 'var söfnun og útgáfa þjóð- sagna og ævintýra einn þáttur rómantízkunnar. Fyrstir brugðu við Grimmbræðurnir í Þýzka- iandi er gáfu út Kinder- und Hausmárche:í*1812—1815. Næst komu Dahske Folkesagn, síðan Svenska folksagor; cg Norske folkaeventyr, eftir Asbjörnsen og Moe, 1842—1843. Þannig yar þjóðsagiiasöfimn í tízkti um þetta leyti, tízku sem grund- vallaðist á sögulegum rökum: á byltingatímum er óhjákvæmi- legt a.ð einhver gæti arfsins. Jón Árnason var alveg á rétt- um stað í íslenzku tímatali. Söguleg nauðsyn vakti hann til starfa. Svörtu aldirnar olckar vcru þó ekki rúnar öllum auði. Það vrrð að gæta samhengis- ins í lífi okkar cg sögu. í þessu var engin rcmantik fólgin, enda hefur sagan jafnan verið Is- lendingum nytsamari en öðrunf bjóðum. Jóni Sigurðssyni varð hún í einu röksemdir og vopna- búr. Þjóðsagnasöfnun Jóns Árna- sonar hefur verið nefnd merk- asta bókmenntaafrek Islend- inga á nítjándu öld. Það er að vísu orðum aukið, einkum vegna þess að þjóðsögur eru ekki fyrst og fremst bókxnenntir, heldur þjóðmenningarsaga, þjóðlífs- lýsing. Hins vegar má rita þjóð- sögur þannig að bókmenntun- um sé það mikill fengur. En hvað sem því líður öllu saman, þá er það öruggt mál að Jón Árnason er öndvegismaður í íslenzkri mennta- og menning- arsögu. Veit nokkur hve miklu fátækari við værum ef hann hefði ekki farið á fætur þennan morgun og tekið til starfa. En Jón Árnason átti fleira í fórum sínum en þjóðsögurnar, gáturnar, leikina og þulurnar. Hann skrifaðist á við fjölda manna sem við þekkjum nú öll úr sögu okkar, einnig útlend- inga, og þegna íslenzkrar þagn- ar. Nokkuð af þessum bréfum hefur nú verið gefið út í tveim- ur allstónim bindum, undir nofninu ,.Úr fórum Jóns Árna- sonar“. Útgefandi er Hlaðbúð, en Finnur Sigmundsíson, lands- bókavörður, ,,bjó til prentunar“. Er verk hans allt þannig af höndum leyst að ekki er hægt að ljúka á þa$ nerna einu orði: lofsorði. Aðeins hefðu ýmsar sögulegar skýringar lians mátt vera fyllri. Frágangur bókar- innar er með þeim ágætum sem hæfir þvilíku afbragðsverki. Nú mætti hefja langt mál um þessi bréf, en því verður ekki við komið. 1 báðum bind- unum eru samtals 256 bréf, ef ég hef talið rétt. Af þeim eru 113 frá Jóni sjálfum, með sama fororði. Þar af eru 43 bréf til Jóns forseta, . og ritar Jón Árnason ekki öðrum mönnum fleiri bréf. Frá Jcni forseta eru 25 bréf, þar af 19 í seinna bindinu sem hefst árið 1862, og virðast þeir nafnar hafa fengið því meiri áhuga hvor á öðrum sem tímar liðu. Hér verða ekki taldir aðrir frægðar- menn sem Jón Árnason átti bréfaskipti við, enda er engu Framha’d á 7. siðu. Sigríður Sigurhiartardóttir Minningarorð EINN morgunn í vikunni sem leið sá ég það út um gluggann minn að Ásgeir gekk til sjáv- ar í fylgd eldri drengjanna sinna. Hann leiddi þann yngri og bar lítinn bát í hendi sér, búinn seglum. — Við erum Vestfirðingar báðir og vitum hvílíkt yndi það er ungum mönnum að draga bát með landi. En ekki vissi ég þá livaða farmi þessi farkqstur átti að valda. Þá voru umskiptin orðin. Sigríður var látin. Við Ásgeir erum nágrannar. Hann á leið framhjá, þegar hann kemur síðdegis frá vinnu Hann gengur alltaf hratt og horfir fram, og það er varla að hann. megi vera að því að kasta kveðju á þi, sem á leið hans verða. 'Og hversu oft höf- um við ekki séð Sigríði standa brosandi á hlaðinu við húsið þeirra og augu hennar fylgja litlum dreng, sem hleypur á móti pabba sínum, og fagna síð- an eiginmanni og syni. Fyrir nokki’um mánuðum kom ég sem oftar í búðina okkar og mætti Sigráði í dyrun um. Hún heilsaði mér brosandi, eins og hennar var vandi. Af- greiðslustúlkan var ókunnug. Hún sagðis „En hvað þetta er vndisleg kona“. -—- „Þetta er konan hans Ásgéirs Blöndals", svaraði ég. Oft gerum við okkur fyrst Ijóst, þegar samferðamennirn- ir eru gengnir hjá, hvers virði þeir eru okkur. En þetta á þó ekki við um mat okkar ná- býlishjónanna á Sigríði. Þegar við fyrstu kynni hrifumst við af þessari björtu, sviphreinu, glöðu og tígulegu konu, og fundum, að við áttum þar strax góðan vin, sem allt vildi fyrir okkur gera, og að hún var ein þeirra, sem jafnvel hinn hlé- drægasti gat ætíð leitað til. Aldrei getum við hjónin full- þakkað hve. hún hefur verið okkur og drengjimum okkar hjálpsöm og góð. Enginn skyidi þó halda að Sigríður hafi verið allra við- hlæjandi. Hún var virðuleg kona, fríð sýnum og svipmikil, einörð í máli og enginn veifi- skati, og ég hygg að hún hafi verið mikil skapkona. En mild- in. og umhyggjusemin var svo ríkur þáttur í eðli hennar, að öllum hlaut að líða vel í návist hennar. — Hús hennar var bú- staður hamingjunnar. Gagnvart dauða eru öll orð fátækleg og því máttlausari sem þau eru fleiri. Ég á enga mynt til að gjalda ástvinum þessar- ar látnu konu þá skuld, sem við vandalausir komumst í við hana, og þó er ég að vona að við verðum betri menn eftir en áður og trúaðri á lífið og menn- ina, Gjg við munum, ásamt þeim sem húir elskaði, blessa minningu hennar. Hún var mik- il kona. — Og hefði hún verið svona falleg og góð, ef hún hefði ekki verið hamingjusöm ? Sigríður var fædd á Siglufirði 17. febr. 1917. Foreldrar henn- ar voru Sigurhjörtur Bergs- son rafstöðvarstjóri og kona hans Sigríðiír Signrðardóttir, og var hún næstyngst af níu systkinum. Faðir hennar er lát- inn en móðir hennar er á lífi, öldruð kona. Sigríður var gagn- fræðingur frá Ákureyrarskóla. Hún giftist Ásgeiri Blöndal Framha’.d á 7, síðu. AUKIÐ ORÐAFORÐANN! lslendiugum er ínikil nauðsyn að ráða yfir mikium orðaforða til að liaida tun;u slnni fjölbreyttri og vera í lífrænum tengsl- um við bókmenntir sínar frá fyrstu tíð. I>ó mun óhætt að full- yrða að orðaforði almennings sé að dragast saman, og er fuil ástæða til að gefa þeirri þróun gætur. Þjóðviljlnn hefur nú fengið Helga J. HáUdórsson kennara tii að taka sainan nokkra lista um sjaldgæf og tvíræð orS handa iesendum að spreyta sig á og til þess að hvetja fólk til þeirr- ar skemmtiiegu tómstundaiðju að auka orðaforða sinn, Eru gefnar fjórar merkingar í hverju orði, þrjár rangar og eiu létt. Lausn keimir í næsta blaði ,og geta menn þá borið hana saman við sviir sín. DRÖMI: A) sverð, B) hjálmur, C) hennaður, D) fjötur. SVÁS: A) blíður, B) harður, C) kaldur, D) mjúkur. NÁR: A) bleikur, B) mjöll, C) lík, D) kaldur. SKÖR: A) óhreinindi, B) hökutoppur, C) karlmannshár. D) kveuhár. HADDUR: A) hökutoppur, B) kvenhár, C) karlmanushár, D) sól'. BLÓÐUGHADDA: A) alda, B) sól, C) skjöldur, D) sverð. HIMINGLÆVA: A) sól, B) stjarna, C) alda, D) skýjarof. SKELKUR: A) sverð, B) spjót, C) ör, D) ótti. HÚFUR: A) hnjúUur, B) hestur, C) skip, D) liætta. BRIMILL: A) úfinn sær, B) fressköttur, C) karlselur, D) blindsker.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.