Þjóðviljinn - 18.11.1951, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 18.11.1951, Blaðsíða 5
Sunnudagur 18. nóvember 1951 — ÞJÓÐVTLJINN — (5 400 fereikfr r' Láta einskis óíreistað til að hindra nýja styrjöld Á annað hundraS brezkra rithöfunda komu saman til fundar í London nýlega til að ræða friðarmálin. Var fundurinn boöaður af mönnum er áttu frum- kvæði að heimsfriðarávarpi rithöfunda, er þegar hefur verið undirritað af 400 brezkum rithöfundum, þeirra á meðal hinn heimskunni leikritahöfundur og ljóðaskáld Sean O’Casey, leikritaskáldið Cristopher Fry, ljóðskáldjö Sisgfried Sassoon, og skáldsagnahöfundarnir Compton Mackenzie, Sheila Kay-Smith, L.A.G. Strong, Frank Swinnerton, Naomi Michison og Walter Greenwood. Fundurinn samþykkti að senda ávarp þetta um allan heim til undirskrifta og loks til Sameinuðu þjóðanna. í ávarp- inu er tekið fram að þeir sem að því standa séu elcki á vegmn stjórirmálahreyfinga né trúar- hreyfinga, heldur sé ætlun þeirra ,,sú ein að reyna að hindra nýja styrjö!d.“ Ræðumenii fordæmdu stríðs^ stefnu Bandaríkjanna og þess fólks í Bretlandi sem teldi vörn friðarins Iiggja í napalrn- og útþurrkunarárásum. Uppeldis- fræðingurinn. frú Dora Russell flutti skýrslu um rannsókn á útvarpi brezka útvarpsins til annarra landa, og sagðizt hafa komizt að þeirri niðurstöðu að BBC „ynni að því að glæða hatur og sfríðsæsingar." Hún benti á, að rauði þráður út- varpssendinga BBC væri andúð á Sovétríkjunum og kommún- isma. ,,Ég efa að hægt væri að finna nokkum útvarpstíma sem fæli í sér ádeilu á Bandaríkin“, sagði hún. Bændurnir sigra — á Sikiiey Bændahreyfingin á Italíu vann stórsigur um s. 1. má’i- aðamót er 631 bóndi á Sikiley voru sýknaðir af ákæru um að taka á vald sitt óræktað land og hefja þar ræktun. Var öllum bændunum sleppt því ekki tókst að f'nna nemn lagastaf er réttlætt gæti fang- eisun þeirra. Það voru 18 land- herrar, er samtals „eiga“ 22 þúsund hektara lands á Sikiley, sem heimtuðu fangelsun hinna jarðnæðislausu bænda og hófu sakarnál gegn þeim. Ný skáldsaga efiir Sjolokoff Mikail Sjolokoff, hinn heims- frægi rússneski rithöfundur, skýrði gestum ler komu að heimsækja hann til Donbyggða svo frá að hann væri að leggja síðustu hönd á nýja skáldsögu. Heitir nýja sagan „Þeir börðust fyrir ættjörðina“, og hafa stakir kaflar birzt úr henni í tímaritum. Fyrri sögur Sjolokoffs, „Lygn streymir Don“ og „Nýrækt“, hafa verið þýddar á flest menn- ingarmál og orðið mjög vin- sælar. Fyrri hluti sögupnar „Lygn streymir Don“ hefur verið gefinn út á íslenzku. ii m Píus páfi XII., sem þau hundruð milljóna mairna, sem að- Isyilast rómverskkaþólska trú telja óskeiliulan í siðgæðis- og trúarefnum, hefur -teldð sig til og ítrekað kenningar kirkju sinnar um ailt það, sem æxlun manna varðar. Páfi sagði þingi kaþóiskra fæðingarlækna í Róm um síð- ustu mánaðamót, að hann hefði þungar áhyggjur af úrbreiðslu getnaðarvarna og lausungar yf- irleitt. Ferðasaga fró Litlu Asíu HamarsffarSar árið 300 Fyrir viku gerðist sá fátíði atburður, að frétt, sem ísiand varðar, birtist á forsíðu „Ncw York Times“ mikilvirkasta frétta- blaði Bandaríkjanna. Fréttaritari blaðsins í Toron- to í Kanada hefur átt viðtal við þýzkan prófessor þar í borg, um grein, sem prófessor- inn hefur ritað í brezka forn- fræðitímaritið „Antiquity". I „New York Times“ er það kölluð uppgötvun prófessorsins, Fritz Heichelheim, sem Krist- ján Eidjárn fornmenjavörður sýndi fram á fyrir nokkrum ár- um, að R.ómvehjar munu haf-i komið til Islands um árið 300. Þessi ályktun er dregin af fundi þriggja rómverskra Ppn- inga frá árunum 270 til 305 í Hamarsfirði í Suður-Múlasýslu. Röksemdafærsla Heichelheims fyrir því, að peningarnir muni vera komnir til Islands með Rómverja um sama leyti og þeir voru slegnir, er sú sama og Kristján Eldjárn setti ftam í bók sinni „Gengið á reka“ árið 1948, en í „New York Times“ eru þær kallaðar niður- jnver noao við l al rísa í Sassmtz, Þvzkalandi 150 unglinpar siunda þar sjóvinnunám við góð skilyrði I Sassnstz í Austur-Þýzkalandi er verið að byggja mikil fisk- iðjuver og er gert ráð fyrir að bærinn verði að nokkrum árum liðnum einn mesti útgerðarbær Þýzkalands. Allar aðstæður til móttöku á fiski og vinnslu hafa verið stórbættar enda hefur flotinn sem gerður er út frá Sassnitz aukizt mjög hratt. Hann áminnti kaþólska lækna og ljósmæður, að lcirkjan bann- aði skilyrðisiaust getnaðarvam- ir, fóstureyðingar, jafnt þótt um það sé að ræða að bjarga lífi móðurinnar og undir öðr- um kringumstæðum, vananir og sæðingu. Kaþólsk hjón, sem ekki vilja „syndga“ með því að beita getnaðarvörnum, en kæra sig ekki heldur um alltof tíðar barneignir, hafa reynt að sigla bil beggja með þvi að njótast einungis þá daga hvers mánað- Á þingi brezkra striplinga í London í haust var samþykkt að gera. uppkast að fimm ára áætlun um að breyta sambúð þjóðanna til betri vegar með því að kcnna þeim að umgang- ast hver aðra einsog þœr komu úr móðurlífi. Ræ’ðumenn lýstu því. hvílík eindrægni ríkti með- al Breta, Frakka, Þjóðverja og manna af öðrum þjóðernum þegar þeir væru komnir saman allsnaktir í striplingabúðunum. I Bretlandi eru nú 50.000 fé- lagsbundnh' striplingar. ar, sem líklegast er að kon- an sé ófrjó. En nú hefur Píus páfi lýst því skýlaust yfir, að þau „syndgi“ með slíkri breytni. Að leitast við að njóta unaðar samfaranna en reyna um ]eið að fyrirbyggja getnað segir Hans Heilagleiki vera synd gegn sjálfum kjarna hjónabandsins, sem sé tímgunin. Megi kona ekki eignast barn heilsu sinnar vegna, segir páfi að hún og maður hennar eigi ekki um neitt annað að velja en að neita sér um að njótast. Allt annað væri ,,synd“. Boðskapur páfa hefnr haft þær afle'ðmgar í Bretlandi, að radd'v evu uppi um að ckki sé haégt að iáta kaþólska lækna starrri víð opinber sjúkrahús og ráðherrar hafa verið spurðir að því á þingi, hvað þeir hyggj- ist ger.\ til að auðvelda r’-.Mu að skmta um lækna sína af trúaráí'tfichrn. Fœddi barn sitt sofandi Yvonne Pearce, 23 ára görnul stúlka frá Twickenham í Eng- landi, vaknáði við barnsgrát nóttina eftir að hún hafði lagzt inná fæðingarsjúkrahús til að ala barn. Hljócin voru í frum- burði hennar sjálfrar, sem hun hafði fætt án þess að verðe þess vör. Læknar seg.ia, að slíkt sé fátítt. en gloðja frú Pearce með því, að síðari fæð- ingar hennar muni verða jafn þjáningarlausar. Flotinn telur nú 145 fiski- báta með fimm manna áhöfn. Hafa þeir allir verið byggðir síðastiiðin tvö ár á 17 skipa- smíðastöðvum. Á næstu árum bætast við samkvæmt fimm ára áætluninni 51 bátur, 24 m á lengd, sem ætlað er að sækja á dýpri mið en þeim sem fyrir eru. 1 fiskiðjuverinu sem reist hef- ur verið í Sassnitz eru 150 nemar við sjóvinnunám. Þeir búa í heimavistarskóla, hafa samkomuhús til afnota, bóka- safn og íþróttavöll. Þetta er tveggja ára nám, og eru þeir á sjó tvo þriðju hluta bess tíma. Niðursuðuverksrniðja fisk- iðjuversins er þegar tekin til notkunar,* og era 93% verka- fólksins konur. Við lok 5 ára áætlunarinnar er gert ráð fyrir að við fisk- iðjuverið í Sassnitz vinni 2900 starfsmenn. stöður af rannsóknum Heiehel- heims! Túristar og innfæddir Hinsvegar er rangt skýrt frá flestum staðreyndum í sani- bandi við fund peninganna. I fréttinni í „New York Times“ segir, að peningarnir hafi fund- izt fyrir ,,um fimm árum“ en hið sanna er, að sá fyrsti fannst 1905, annar 1923 og sá þriðji 1933. Blaðið' segir, að „túristar “hafi fundið fyrsta peninginn, en „innfæddir" hina tvo nokkru síðar. Fyrsta og þriðja peninginn fann hins veg- ar Jón Sigfússon bóndi á Bragðavöllum en annan í rö’ð- inni' brezkur ferðamaður. Það sem prófessor Heichel- heim leggur frumlegt til, er skýring á því, hversvegna Róm- verjar hafi skilið peningana eft- ir. Hann segir, að einn þeirra hafi verið sleginn i borginni Cyzicus á strönd Marmara- hafs í Litlu Asíu en hinir tveir í Rómaborg. Af þessu dregur hann þá ályktun, að þeir hafi verið í eigu hermanns, sein hafi farið viða í herþjónustu. verið leystur úr henni og lagt þá í sjóferð, sem hafi borið hann til Islands. Um þetta levti ríktu hinir svonefndu her- mannakeisarar yfir Rómaveldi og her þeirra var mestmegnis germanskt málalið. Úr þeim hóp var hermaðurinn, sem lenti í Hamarsfirði, segir próf. Heichelheim, vegna þess að það var siður germana, er þeir voru í vanda staddir, að graia peninga í jörð. Var það fórn til guðanna, sem vonast var eftir að leystu þá vandkvæðin. Germanski málaliðsmaðurinn, sem lenti skipi sínu í Hamars- firði um ári’ð 300, var siður en svo hrifinn af að ílendast þar, og gróf því peningana sína í jörð í þeirri von, að það yrði til þess að hann kæmist á brott af Islandi. Svona nákvæmlega þykist Heishelheim að minnsta kosti geta lesið hug hans með hjálp peninge.nna þriggja. S K AI ( Ritstjóri: Guðmundur Arnlaugsson 1.3. nóv. 1951. Á hverju þriðjudags- opr föstu- dagskvöldi fer fram umferð i haustmóti Taflfélajrs Reykjavíkur. Þar tefla 26 skákmenn saman í einum flokki og er meirihluti þeirra úr yngri kynslóðinni. 1 hverri umferð er lccppendum rað- að saman eftir þeirri reglu að þeir eigist við, sem jafnir eru að vinn- ingafjöida eða því sem næst, en hafa þó eigi teflt saman áður á mótlnu. Þegar þetta er ritað er sex um- ferðum lokið og standa leikar þannig að efstur er Lát-us .Tohn- sen skákmeistari Islands með 5’í' vinning. Hann hefur unnið 5 skákir en gert jafntefli við Svein Kristinsson. — Annar er Sveinn Kristinsson með 5 vinninga. Síðan koma 4 menn jafnir með 4 vinn- inga hver: Axel Þorkelsson, Ing- var Ásmundsson, Jón Kina.rsson og Þórður Jörundsson. Skákin sem hér fer á eftir var tefld 11. nóv. á mótinu. Spænskur leikur Þ. Jörundsson — L. Lohnsen. 1 e2—el c7—c5 2 Rgl—f3 Rb8—cð 3 Bfl—b5 a7—a6 ð. Bbö—a4 R-8—fG 5 0—0 Bf8—e7 P Hfl—el 1>7—b5 7 Baí—1)3 0—0 8 c2—c3 d7—d.) Þetta bragð .er kennt við Marshall — taflmeistarann en ekki herfor- ingjann og ráðherrann — en hann beitti því fyrstur manna í frægri skák gegn Capablanca 1618. Svart- ur lætur peð en fær .sckn. Þess- um leik hefur verið beitt síðan. en þó eru menn ekki enn á eitt sáttir um gæði hans. 9 elxdö RfGxdð 10 Rf3xe5 Rc6xe5 11 IIelxe.5 Rd5—fG 12 d2—d4 Be"—dO 13 He.T—el Rf8—r4 Nú er kóngsarmur hv’.ts i mikiili hættu, svartur hótar fyrst og fremst Dh4. 14 r2—R'3? ----- Þessi leikur leysir ekki af hendi það hlutverk sem honum er æti- að, en veikir hinsvesar kóngs- stöðu hvíts geigvænlega. 14 ----- Kr4x1i2! 15 Kr1x1i2 — — Betra var að srett.a sig við orð- inn hlut og leika Ðh5. 15 ----- Dd8—h4t 16 Kh2—Rl Bd8xR3! 17 f2xg3 ----- Hvítur hefur sýnilega ráðið það við sig að láta drottninguna. Aðr- ir leikir eru torfimdnir. Mór dett- ur í hug 17. Df3 Dh2f 18. Kfl Bh3t 19. T\e2 Btr4 20. DxgA Dxf2t 21. Kd3 Dxel 22. Bh6 Dflt og Df6. 17 Dli4xR3t 18 KrI—hl Be8—r4 Nú verður hvitur að láta drottn- inauna til þess að forða sér frá máti og er þá ekki að leikslokum að spvrja. 19 Dxr4 Dxr4 20 Bd2 HaeS 21 Ra3 He2 22 Hxe2 22 Hxe2 23 Hdl 24 Rbl 25 Iígl o Dxe2 Dxe2 R5 Df3t He8 hvítur gafst upp. ★ Ef til vill hafa einhverjir lesend- ur skákdálksins gaman af að sjá skák þeirra Cápablar.ca og Mar- shalls til samanburðarl Capaj- blanca hefur hvitt og fyrstu 11 leikirnir eru eins og í skákinni hér á undan. 12 He5—el Be7—d6 13 h2—hl TTfG—g4! Þennan djarfa riddara má ekki drepa (14. hxg4 Dh4 15. Df3 Dh2t 16. Kfl Bxgl! og á að vinna). Tartakower hefur bent á, að þrátt fyrir al!t hefði hin rólega leið 13. . .BV7 14. d4 Dd7 reynzt eins drjúg. 14 Ddl—f3! Dd8—h4 15 d2—d4 ----- Hér má benda á að hvorki He4 né I-IeS! ? duga betur en það verða lesendur að skoða sjá’fir. 15------ Rg4xf 2!! Nú er staðan orðin glæfraleg. Eftir 16. Dxf2 vinnur svartur — en ekki með Bg3 (16. Dxf2 Bg3? 17. Dxf7t!) — he'dur með 16.... Bh2t 17. Kfl Bg3 (Nú strandar Dxf7 á Hxf7 skák!) Hér er held- ur ekki rúm til að rekja hinar flóknu leiðir, enda finnur Capa,- blanca aðra leið út úr ógöngunum, einfalda og snjalla. Framhald á 6. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.