Þjóðviljinn - 18.11.1951, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 18.11.1951, Blaðsíða 8
Frá Sjómannaráðstefnu Alþýðusambands íslands: — og samþykkja tillögn Steingríms Aðalsteinssonar um réttarraimsókn á aðdraganda sjóslysa Sjómannaráðstefna Alþýðusambands íslands samþyklcti m. a. eítirí'anmdi á fundi sínurn í gær: „1. Káðstefnan skorar á alþingi að samþykkja Iögin 'um 12 stunda hvild háseta á togurum við allar veiðar, þar sem fengin er reynsla fyrir því að lengdur hvíldartími hásetanna kostar útgerðina lítið eía ekkert fé, en er sjálfsagt njenningar- mál og eykur mjög öryggi sjómanna, og Iengir starfsaidur þeirra til hagsældar fyrir þá, útgerðina og þjóðina í heild. Þá bendir ráðstefnan á það að þessi löggjöf mundi draga úr vinnu- deilum og auðvelda kjarasamninga milli sjómanna og útvegs- manna. 15. þing F.F. □ íúngi Farmanna- og fiski- mannasambands fslands lauk í gærkvöld (föstudag). Forseti sambandsins var end- urkjörinn Ásgeir Sig. skipstj. Meðst jórnendur: Hallgrímur Jónsson vélstjóri, Lúther Gríms spn vélstjóri, Sigurjón Einars- son skipstjóri, Guðbjartur Ólafs son hafnsögumaður, Pétur Sig- urðsson sjóliðsforingi og Hall- dór Jónsson loftskeytamaður. Frá samþykktum þingsins verður skýrt síðar. Akureyri. Frá fréttaritara Þjóðviljans. 2. Ráðstefnan skorar á alþingi að samþykkja fram komna tillögu um rétíarrannsókn á aðdraganda og tildrögum að öll- um slysuin, sem verða á sjó og brýnir það fyrir öllum sjó- mönnum að vera vel á verði um rétt sinn og félaga sinna þeg- ar slys ber að höndum.“ Sjómannaráðstefnan .hélt á- fram störfum kl. 1.30 e.h. í gær. Var 'þá tekið fyrir álit bátakjaranefndar og gengið frá ályktun um síldarsamningana. Var samþykkt að fela sam- bandsstjórn að athuga um möguleika á lagfæringu á nú- giidandi samningum, en fáist hún ekki þá að hafa samráð við félögin um hvort segja beri þeim upp. Mikið tjón af brunanum við Hálogaland Fimm bifreiðar og eitt bif- hjól eyðilögðust er bifreiðaverk stæði Péturs Snælands við Há- logaland brann í fyrrakvöld. I öðrum skálanum voru geymdar 3 bifreiðar og eitt bif- hjól, sem lögreglan átti. Tókst lögregluþjónum, sem fyrstir urðu eldsins varir, að bjarga tveimur bifreiðum, en ein stór lögreglubifreið og mótorhjólið brunnu. Á verkstæðinu,'sem var í hinum skálanum, voru fjór- ar bifreiðar og brunnu þær all- ar. Tvær þeirra voru eign Reykjavíkurflugvailar, en tvær átti Pétur Snæland. Eldsupptök eru ókunn og ekki unnt að rannsaka þau vegna þess hve skálarnir eru miki'ð brunnir. Var eldurinn orðinn mjög magnaður þegar að var komið og var þá í suð- urenda vestari skemmunnar. Þarna voru gashylki, sem sprungu, svo og tankur með 400—500 lítrum af hráolíu. Enn fremur var benzín á bifreiðun- um. Vélar, verkfæri, innréttingar og efni var vátryggt fyrir 100 þús. kr., flestar eða allar bif- reiðarnar munu hafa verið óvátryggðar, þ. á. m. bifreiðar Pétun Snælands. Oft hafa komið hópar manna utan af landi til að sjá sýning- ai'nar og í dag kemur t. d. hópur úr Vestmannaeyjum flugleiðis, ennfremur Reyk- Einnig var tekið fyrir álit öryggismálanefndar og það samþykkt. Eru þær tvær til- lögur, sem birtar eru liér að framan úr því nefndaráliti, en síðar verður getið annarra atriða nefndarálitsins. Ráðstefnan samþykkti á fundlnum í gær að skora á alþingi að samþykkja fram- koinna þingsályktunartil- Bögu frá þingmönnum Norð- lendinga um að hafa björg- unar- og eftirlitsskip fyrir Norðurlandi, til aðstoðar við fiskibáta og aukinnar Iandhelgisgæzlu, yfir haust og ve'rarmánuðina. Nefndir ráðstefnunnar voru að störfum síðari hluta dags- ins í gær og verður fundum hennar haldið áfram í dag kl. 2 e.h. Ilinn 15. nóvember s.l. var undirritað í Búdapest samn- komulag um viðskipti milli Is- lands og Óngverjalands. Með samkomulagi þessu er 'viðskiptasamningur sá, er gerð- ur var milli íslands og Ung- verjalands 30. mai 1950, fram- Draumgyðjan mín Þýzka gamanmyndin: Draumgyðjan mín, hefur nú ver ið sýnd í Stjörnubíói 17 sinn- um við ágæta aðsókn, en þó má búast við að sýningum fari að fækka og ættu þeir sem ætla að sjá myndina að athuga það. Draumgyðjan nún er létt gamanmynd, og er aðsóknin að henni gott dæmi um að- sóknina þá sjaldan að Reyk- víkingum gefst færi á að sjá eitthvað annað en ruslið frá Hollvwood. holtsskólinn og hópur austan undan EyjafjöIIum. Það er því eina ráðið fyrir þá sem ætla að sjá sýningarnar að vera fljótir til í dag að ná sér í miða. í fyrrakvöld kl. 20 mín. yfir 9 rákust saman á Öxnadalsveg- inum langferðabifreið og vöru- bifreið og valt langferðabifreið- in út af veginum og meiddust nokkrir sem í henni voru. Áætlunarbifreiðin, R-4715, sem var á vegum Ferðaskrifstof unnar, kom frá Siglufirði með kirkjukór Siglufjarðar, er var að koma á söngmót kirkjukóra í Eyjafirði, sem fram fer á Akureyri. Þegar fólksbifreiðin kom á hæð rétt sunnan við Þverá í Öxnadal sá bilstj. bíl með fullum ljósum rétt fyrir framan sig, mun hann hafa stáðið á veginum. Var það vörubíllinn A-331. Bílstjórinn á fólksbílnum ætlaði að beygja framhjá en hált var á veginum og valt hann útaf, en fór ekki nema eina veltu, vildi það til hve hægt hann ók, því nokkuð bratt er á þessum stað. Einn af farþegum langferða- bílsins fór úr liði, annar við- beinsbrotnaði og nokkrir skár- ust á höndum. Ein kona var flutt í sjúkrahús Akureyrar. lengdur til loka maímánáðar 1952, með þeirri breytingu, að ekki eru tilteknar upphæðir eða tiltekið magn fyrir einstakar vörutegundir. Greiðslur fara fram í sterl- ingspundum á báða bóga. Samn ingamenn af Islands hálfu voru dr. Oddur Guðjónsson og dr. Magnús Z. Sigurðsson. (Frá utanríkisráðuneytinu). „Hótel Viking“ Byggt fyrir olympíugesti í Osló er nú mikiil viðbúnað- ur til þess að taka á móti og greiða fyrir fréttamönnum, er sækja munu Vetrar-Ólympíu- leikana í febrúar 1952. Miðstöð fréttaþjónustunnar mun verða í stærsta gistihúsi borgarinnar „Hotel Víking“, sem nú er ver- ið að fullgera og rúma mun um 500 dvalargesti. Framkvæmdastjóri Vetrar- leikanna hefur ákveðið fyrir nokkru að gefa þrem frétta- mönnum frá Islandi kost á fréttamannaskírteinum og sér- stakri fyrirgreiðsiu á Vetrar- leikunum. Ölympíunefnd til- kynnti útvarpi og fréttablöðum betta. Þnír aðilar ráðgera að hafa fréttamenn á vetrarleikun- um og hefur nefndin úthlutað þeim skírteinum. Það eru: Fréttastofn ríkisútvarpsins, fréttamaður Högni Torfason, ,,Tíminn“ fréttam. Jón He'ga- son, ,,Þjóðviljinn“ fréttamaður Sigurður Blöndal. Síðasti sýningardagur Cirkus Zoo er í dag — 36 500 manns hafa séð sýninguna 1 dag er síðasti sýningardagur Cirkus Zoo, en í gærkvöldi höfðu 36 500 manns séð sýningarnar. Þrjár sýningar eru í dag, kl. 2, kl. 5 og 9 og er þá síðasta tækifærið að sjá þessar óvenjulegu sýningar. Samningar framlengdir við Ungverja Sunnudagur 18. nóv. 1951 -— 16. árgangur — 259. tölublað Sýnd í fimmtugasta sinn í gærkvöldi Anua Guðmundsdóttir og Valur Gíslason sem hjónin í Glóru í gærkvöldi var fimmtugasta sýning á kvikmynd Lofts Guð- mundssonar Niðursetningurinn og höfðu þá séð Iiana 16 þús. manna. — Allmargt af fólki úr nærsveitunum hefnr komið hingað til að sjá myndina og víða utan af landi hafa komið óskir um að myndin yrði sýnd þar. Fer því sennilega að styttast tíminn sem hún verður sýnd hér áður en hún verður send út á Iand — og það getur dregizt að hún korni hingað aft'ur ef dæma á eftir áhuganum sem víða er fyrir henn.i þar. Kaupfé!ag$$t|órinii á nndanhaldi En beitir þó enn öllum ráðum til að hindra réttarrannsókn! Þórður Pálmason kaupfélagsstjóri í Borgarnesi hefur nú lagt niður versta derringinn og cr kominn á undanhald. Tím- inn skýrir frá því í gær að rannsókn verði nú framkvæmd í Borgarnesmálinu, þrátt fyrir þverlega neitun áður, — en hún veríi aðeins framkvæmd af löggiltum endurskoðanda! Auðvitað er slík rannsókn á cngan hátt fullnægjandi; það vantar t.d. ekki að reikningar ýmissa liei’dsala í Reykjavík, sem sekir hafa reynzt um sviksamlegt framferði, hafi verið endurskoðaðir af löggillum endurskoðendum! Réttarrannsókn er eina lausn- in á þessu máli, og hún skal knúin fram, hvernig sem Þórður Pálmason streitist á móti af ástæðum sem hann þekkir bezt sjálfur. Þjóðviljanum hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá Framleiðsluráði landbúnaðar- ins: Herra ritstjóri. í grein sem birtist í blaði yoar í dag undir fyrirsögninni: „Hvers vegna þorir Þórður Pálmason ekki að láta rann- saka mál sitt?“ er tortryggt vottorð það sem ég gaf f. h. Framleiðsluráðs landbúnaðar- im um rýrnun á mótteknu 'kindakjöti hjá Kaupfélagi Borg firðinga 1949 og 1950. Er þar sagt að „að vottorð um hina miklu kjötrýrnun. . . . er aðeins byggt á upplýsingum kaupfé- lagsstjórans siálfs.“ Hc/r gætir þess misskilnings að upplýsingar þær sem ég byggði vottorð mitt á eru sam- kvæmt mánaðarlegum sölu- reikningum og birgðaskýrslum Kaupf. Borgfirðinga sem sendar eru framleiðsluráðinu, ásamt skýrslum Sambands ísl. sam- vinnufélaga yfir móttekið kjöt frá kaupfélögunum. Ölium skýrslum, er ná yfir umrætt tímabil, hefur fylgt bréf sem undirritað er af Stefáni Hall- dórssyni sjálfum, en ekki Þórði Pálmasyni, kaupfélagsstjóra. Er þetta sönnun fyrir því að Stef- án hefur útbúið skýrslurnar ojálfur. Ef hann því tortryggir nú þær skýrslur, sem hann siálfur hefur sent Framleiðslu- ráðinu og vill jafnvel gefa T skyn að þær séu rangar, vil ég benda honum á, að þung reís- ing liggur við því að gefa Fram- leiðsluráðinu rangar upplýsing- ar, en með því að ég er sann- færður um það að skýrslur þessar eru réttar mun ég ekki aðhafast neitt frekar í þá átt. Með þökk fyrir birtinguna Reykjavík, 15. 11. 1951 Sveinn Tryggvason. Ot af þessu hefur Þjóðvilj- inn snúið sér til Stefáns Hall- dórssonar og skýrði hann svo frá að hin óeðlilega rýrnun hafi ekki komið í ljós fyrr en síðasta mánuðinn er sala fór fram. Hann bar þá málið und- ir yfirboðara sína cg Iögðu þcir fyrir hann að gefa skýrsluna þannig að rýrnunin kæmi ekki fram á henni, en kváðust sjáifir myndn gera, Framleiðsluráð- inu grein fyrir henni. Það stendur því enn óhagg- að að vottorð Framleiðsluráðs er byggt á upplýsingum kaup- félagsstjórans sjálfs, og er nú þess að vænta að Framleiðslu- ráðið sjálft taki öfluglcga und- ir kröfuna um rc.ttarrannsókn á bessu kvnlega, má!i. Svar tií Bergsteins Síðdegis í gær barst Þjóðviljan- um grein frá Stefáni O. Magnús- syni sem er svar við grein Berg- steins Guðjónssonar í Morgunblað- inu í fyrradag. Verður hún bírt I þriðjudagsblaðinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.