Þjóðviljinn - 20.11.1951, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 20. nóvember 1951 — ÞJÓÐVILJINN — (3
ÍÞRÓT
RITSTJÖRl: FRlMANN HELGASON
TIR
Sundmó! Ámanns:
Nýtt iiel í 500 m brifigysy^di
Knattspyrnu-
fréttir
Sem lieild var mótið fremur
dauft og leiðinlegt þrátt fyrir
nokkra ljósa punkta. Hin
gamla kempa Sig. Jónsson K.
R. sigraði með yfirburðum í
500 m bringusundi í fjarveru
nafna síns og tókst nú loksins
að hnekkja meti Inga Sveins-
sonar Æ., sem var orðið nokk-
uð við aldur. Sig. Þorkelsson
Æ cg Sverrir Jónsson Leiftur
(Ólafsfirði) vöktu einnig at-
hygli fyrir góðan árangur, er.
Sverrir sem var 3. var dæmd-
ur úr leik af eiuhverjum ástæð
um.
Yfirleitt virtíst taisvert af efni-
legum bringusm. í uppsiglingu.
Pétur Kristjánisson hinn ungi
og efnilegi Ármenningur sigr-
aði í 200 m skrs. og 50 m bak-
sundi, og synti á ágætum tíma
50 m skr. í boðsundssveit
Ármanns en sveitin sigraði auð
veldlega i 4X50 m.
Gylfi Gunnarsson I.R. vann
Þór Þorsteinsson Á. óvænt í
100 m skrs. drengja en báðir
virðast búa yfir ótvíræðum
hæfileikum.
Sig. Eyjólfsson Keflavík
vann 100 m brs. drengja en
þar var Sverrir Þorsteinsson úr
TJMFÖ 3. mjög efnilegur dreng-
ur. Vonandi halda utanbæjar-
menn áfram að senda þátttak-
endur á mót hér, þegar því
verður komið við. Annars
vakti það athygli hve þátt-
taka var léleg frá Rvíkurfélög-
unum að Ármanni undanskild-
um, 7 frá Ægi eg 5 frá K. R.
hefði einhverntíma ekki þótt
mikið, En vonandi eru þessi
félög ekki eins illa á vegi
stödd eins og tala keppenda
þeirra gæti gefið í skyn. Á-
horfendur voru fáir en leik-
stjórn gekk greiðlega, stund-
um var leikatriðum næstum
hraðað um of.
200 m skríðsund karla:
1. Pétur Kristjánsson Á. 2:
30,8.
Á sunnudagskvöld lauk
Reykjavíkurmótinu í hand-
knattleik inni í Meistaraflokki.
Fóru leikar svo að Ármann
vann mótið, fékk 6 stig. Áður
en leikir kvöldsins hófust voru
þrjú féiögin ■ sem kepptu jöfn
að st. eða Árrnann, KR og Val-
ur. Fyrri leikur kvöldsins sem
var milli KR og Ármanns var
skemmtilegur og oft vel leik-
inn. KR-ingar byrjuðu vel, bæði
með leik og settu tvö fyrstu
mörkin, en er á leið yfirtóku
.Ármenningar forustuna og
. stóðu leikar um hríð 8:3 sem
■ var þó fullmikill munur. Loka-
; úrslit urðu þó 10:7 f.yrir Ár-
mann (5 '3 og 5:4). Leikur Ár-
manns var ákveðnari og leik-
menn öruggir, og skotvissir
sérstaklega var Jón Erlendsson
skotharður og setti hann 4 af
þessum 10 mörkum. KR-ingar
fengu 2 vitaköst en ekki tókst
þeim að gera mörk úr þeim.
KR-liðið er ungt og lofar vissu-
2. Theódór Diðriksson, Á. 2:
34,8.
3. Magnús Guðmundsson Æ.
2:46,7.
4. Guðbr. Guðjónsson Á. 2:
50,7.
500 m bringusund karla:
1. Sig. Jónsson K. R. 8:02,8
met.
2. Sig. Þorkelsson Æ. 8:20,5.
3. Sverrir Jónsson Leiftur 8:
26, (ógilt).
4. Helgi Björgvinsson Á. 8:30,
n
í.
50 m baksund:
1. Pétur Kristjánsson Á 34,4
sek.
2. Ólafur Guðmnndsson l.R. 35
sek.
3. Þórir Arinbjamarson Æ.
36,1 sek.
4. Gu^jón Þórarinsson Á. 36,1
sek.
100 m skriðsund drengja:
1. Gyifi Guðmundsson Í.R. 1:
10,3.
2. Þór Þorsteinss'on Á. 1:10,6.
3. Gunnar Júlíusson Æ 1:12,1.
4. Þorgeir Ölafsson Á. 1:12,8.
Framhald á 6. síðu.
Allir að háita!
Oft hefur verið orð á því
gert hvað Danir séu þægilega
fyndnir. I norsku íþróttablaði
er þessi stutta saga: Kvöldið
fyrir landsleikinn í knattspyrnu
hafði danska landsliðið og far-
arstjórar setið og skemmt sér
á Chat Noir. — Klukkan var
orðin 11 og þeir komnir heim
að gistihúsinu. töluðu þar og
mösuðu og virtust ekki ákafir
í að fara inn. Keppendurnir
fengu annað að hugsa er einn
af fararstjórunum bindur endi
á umræðurnar og segir: Jæja,
nú hafa allir sitt fulla frelsi.
Þeir sem vilja hátta fari upp i
rúm og þeir sem. heldur vilja
fara út og dansa eða líta á
stúlkur, fari lika að hátta!
lega góðu, enda kom það þegar
fram í fyrra.
Síðari leikurinn var mun
lakari en sá fvrri. Sérstaklega
voru Valsmenn slappari en bú-
ast hefði mátt við. Misheppnað-
ist fiest það er þeir .reyndu, og
vantar skipulag og aS bíða eft-
ir skotaugnablikum. Auk þess
var vörnin oft allopin sem opn-
aði Fram möguleika til skota,
sem sérstaklega til að byrja
með var ekki þeirra sterka
hlið. Markverðir beggja liða
voru þeirra beztu menn, og
varði markmaður Fram oft vel
svo ungur sem hann er.
Fram setur 3 fyrstu mörkin
en Valur næstu 3. I hálfleik er
markstaðan 4:4. Lokaúrslit
urðu 7:6 fyrir Fram.
Stig félaganna urðu: 1. Ár-
mann 6 stig, 2. KR 4 stig, 3.
Valur 4 stig, 4. , Víkingur 4
stig, 5. Fram 2 stig.
ÍR tefldi ekki fram sveit til
keppni að þessu sinni.
Svíþióð — ítalía 1 : 1
Þessi landskeppni fór fram
í Firenze á ttalíu og horfðu 80
þúsund manns á hana. Svíar
settu fyrsta markið eftir 6 mín.
og setti það ítala nokkuð útaf
laginu sem fyrirfram höfðu
gert ráð fyrir fremur auðunn-
um sigri. ítalir jafna svo eftir
að 11 mín. voru liðnar af síð-
ari hálfleik úr vítaspyrnu. Úr
því lögðust Svíar í vörn og
hugðust láta sér lynda að gera
jafntefli, og það tókst. Italskir
knattspyrnusérfr. telja þetta
einn lélegasta leikinn sem
ítalskt lið hefur sýnt á heima-
vglli og blöðin láta í Ijós von-
brigði sín með stórum orðum.
Tyrkland — Svíbjóð
1 : 0
Frá Itálíu hélt sænska liðið
svo til Tyrklands og keppti þar
og fór leikurinn fram í Istam-
bul. Þar hóf sænska liðið þeg-
ar í leikbyrjun ofsalega sókn
með það fyrir augum að ná
strax yfirhöndinni í leiknum og
þeir áttu góð skot á mark en
tyrkneski markmaðurinn varði
mjög vel. Smátt og smátt jafn-
aðist leikurinn og liðin skipt-
ust á áhlaupum. Það var ekki
fyrr en 15 mín. voru af síðari
hálfleik að þetta eina mark
kom. Þá færðist mikil harka
í leikinn og nokkrir hinna tyrk-
nesku leikmanna meiddust
meira og minna, en Tyrkir lögð-
ust í vörn og héldu markinu
hreinu það sem eftir var. —
Áhorfendur voru 30 þúsund.
Wales — Skotland 1:0
Þessi leikur fór fram í Glas-
govv, og er í annað skiptið sem
Skotar tapa fyrir Irum á s. 1.
5 árurn. Skotar áttu mest af
leiknum en voru sérstaklega
óheppnir. T. d. skutu þeir víti-
spyrnu í stöng. Sigur Wales var
fyrst og fremst vörninni að
þakka, sem aldrei gaf sig og
lék ágætan leik. Hvað eftir
annað byggðu Skotar upp á-
hlaup en komust aldrei í gegn
eða skotin fóru framhjá þegar
sóknarlíua Wales náði knettin-
um sóttu þeir ákaft og það
verða þeir, tveim mín. fyrir
leikslok, sem gera mark, og
það eina sem sett var i leikn-
um. Leikurinn var nokkuð harð
ur á köfium.
Danska keppnin 1 deiid
A.B. er stöðugt efst, hafði um
fyrri helgi 13 stig. Næst koma
Köge með 11 stig, Ö.B. 10 st.
Frem og Skogshoved með 7 st.
hvort, A.G.F. og 1909 með 6
stig hvort, Esbjerg 5 stig og
B-93 og 1903 sem eru neðst er
þegar farið að ræða þánn mögu-
leika að þessi tv'ö ,,grann“-fé-
lög I. deild elti K.B. niðúr í II.
deild og þykir saga til næsta
bæjar.
England — írland 2 : 0
I síðustu viku kepptu írlánd
og Epgland, og fór sá, leikur
fram í Birmingham að viðstödd
um 70 .þúsund áhprfendum. I
Framhald. á 6. síðu-
Ármann varð Reykjavíkurmeistari
í liandknattleik
YFIRKLOR BERGSTEINS
Hlutverk Bergsteins Gúðjóns-
sonar og þjónusta hans við sína
pólitísku yfirboðara er að verða
svo augljós, að hann fer áð
reyna að afsaka þá frammi-
stöðu sína í Morgunblaðinu 16.
þ.m. Hann byrjar að ræða mál
hinna sjö brottviknu strætis-
vagnstjóra og verður tíðrædd-
ast hvað Ihaldið hafi farið ná-
kvæmlega hárrétt og löglega
að því að reka þá úr starfi.
Niðurstaða hans verður svo sú
að það sé aiit í lagi með póli-
tískar atvinnuofsóknir, bara að
þær séu „iögiega framkvæmd-
ar.“ Ilinu sleppir hann alveg,
áð um leið og þessum mönnum
er sagt upp starfi þá fá þe:r
á sig órökstuddan sleggjudóm
um að þeir séu þriðja flokks
menn og því ekki hæfir til starf-
ans og urn leið er þeim aug-
ljóslega gert erfiðara fyrir um
atvinnuleit annarstaðar með
slíkan dóm á bakinu. Ennfrem-
ur segir Bergsteinn frá því, að
á félagsfundi í Flreyfli, 7. nóv.
1951 hafi verið samþykkt til-
laga þar sem stjórninni var
falið að gera allt sem tiltæki-
legt væri til þess að hinir brott
reknu menn væru teknir aftur
í starf. En við sem tillögu þess^
fluttum ekki bent á neina leið
til að ná því marki. Bergsteinn
veit vel að eina ráðið sem dug-
ar er að stöðva strætisvagnana
þar til sjömenningarnir hafa
verið teknir aftur og þannig^
fengið þá einu leiðréttingu sinna
mála, sem þeir, stéttarfélag
þeirra og verkalýðshreyfingin í
heild gætu unað við. Eða að
öðrum kosti að forráðamenn
S.V.R. hafa lagt fram rökstudd-
ar sannanir fyrir óhæfni þess-
ara sjö manna til starfa fram
yfir þá sem endurráðnir voru.
Ef stéttvísir og heiðarlegir
menn væru í- stjóm Hreyfils
hefði enginn vagn verið hrevfð-
ur daginn eftir að umræddir
menn v-erið reknir. Nú hefur
samningaleiðin verið reynd og
engan árangur borið, að sögn
Bergsteins. En af hve miklum
heilindum hann liefur unnið að
þeim málum má greinilega lesa
út úr Morgunblaðsgrein lians
þar sem hann túlkar einungis
sjónarmið atvinnurebendans,
svo vel að Valtýr Stefánsson
eða borgarstjóri hefðu tæpast
gert það betur, eða hafa þeir
kannske haft hönd í bagga með
samningu greinarinnar ? Svo
virðist sem Fulltrúaráð verka-
lýðsfélaganna sé reiðubúið að
veita aðstoð sína, svo nú er
það hlutverk strætisvagnadeild-
arinnar að skipuleggja frekari
aðgerðir. Allir stéttvísir al-
þýðumenn, hvar í flokki sem
þeir standa fordæma verknað
þeirra manna sem létu hafa
sig til að flokka vinnufélaga
sína. Það var þessi fordæming
sem félagsfundurinn í Hreyfli
var að undirstrika með sam-
þykkt tillögunnar um að víkja
þeim mönnum úr félaginu.
Hinsvegar er það a^gerlega á
ábyrgð Bergsteins að reka þá
úr starfi, því slíkt fólst ekki
á neinn hátt í tillögunni, enda
lcom það glöggt fram í fram-
söguræðu minni fyrir tillögunni
á fundinum, að samþykkt henn-
ar þýddi ekki það, að umrædd-
um mönnum væri bannað að
vinna á félagssvæðinu eða und-
ir samningum þess, lieldur væri
slíkt algerlega sérmál strætis-
vagnadeildarinnar.
Benda mætti Bergsteini á í
bessu sambandi, að fyrir um
það bil tveim árum var einum
vagnstjóra hjá S.V.R. neitað
um inngöngu í Hreyfil, en eng-
urn datt í hug að hrekja hann
úr starfi. Auk þess ætluðum
við sem tillöguna fluttum Berg-
stein ekki það fáfróðan í sögu
verkalýðshreyfingarinnar, að
hann vissi ekki að brottrekstur
úr stéttarfélögum hefur ekki
alltaf þýtt að þeim brottreknu
væri bannað að vinna á félags-
svæði eða eftir samningum við-
komandi félags.
Það er bréflega staðfest af
forstjóra S.V.R. að umræddir
menn séu verkstjórar hver á
sinni vakt og á hærri launum.
Af því leiðir að þeir þurfa ekki
nauðsynlega að vera í Hreyfli
fremur en aðrir eftirlitsmenn
eða verkstjórar hjá S.V.R. Það
er staðreynd, að um árabil hafa
þeir Ragnar Þorgrímsson og
Haraldur Stefánsson ekið með
farþega, svo sem Lögbergsferð-
ir. án þess að hafa verið í
Hreyfli og algerlega óátalið af
stéttarféiaginu. Það er því
skrítln afstaða Bergsteins að
banna tveirn mönnum af fjór-
um ófélagsbundnum að vinna
samskonar störf, svo sem ak3t-
ur með farþega.
Hitt er svo annað mál, a’ð
menn þessir hafa meir en unn-
ið til þess að strætisvagnstjór-
ar neiti að vinna með þeim,
en til þess þarf sérstaka sam-
þykkt af þeirra hálfu. Það er
því ekki af neinni virðingu fyr-
ir samningum félagsins, að
Bergsteinn rýkur til og heimtar
þá rekna úr starfi er vikið var
úr bílstjórafélaginu. Heidur er
hann þarna vitandi vits að
setja félagið í erfiða aðstöðu í
því augnamiði einu að ná, sér
niðri á andstæðingum sínum,
með því að kenna þeim um ef
félagið bíður ósigur í þessu
máli, eins og hann sjálfur hélt
fram. í umræðum um það.
Bergsteini væri nær að vinna
heill að því að knýja fram
leiðréttingu á málum sjömenn-
inganna, heldur en þyrla upp
ryki um þau og gera auka-
atriði að aðalatriðum til að
hylja sína eigin skömm. Það
atriði, að sjömenningarnir hafi
beðið tjón af því að dagblöð
tóku upp þeirra málstað eins
og Þjóðviljinn og Tíminn hafa
gert, er svo fráleitt að ekki er
svaravert, enda fengið að láni,
og vel þegið, hjá Ingimunöi
Gestssyni og honum einum
samboðið.
Steíán O. Magnússon.
NÝTT HEFTI ÁF
MELK0RKU
tímariti kvsnna
Melkorlia, tímarit kvenna, er
nýkomið út, fjölbreytt að efni
og hið vandaðasía að frágangi
öllum. Er þetta 2. hefti Mel-
korku á þessu ári.
I þessu hefti er viðtal vi’ð
fyrsta faglærða kvengullsmið-
inn á Islandi, frú Ásdísi Sveins-
dóttur Thoroddsen, þrjár ungar
stúlkur segja frá alþjóðaæsku-
lýðsmóti í Berlín, Nanna Ólafs-
dóttir birtir grein er hún nefn-
ir: „Stríðið gegn skynseminni11,
Arnfríður Jónsdóttir kennari
segir frá norræna kvennamót-
inu á Islandi í sumar, birt er
viðtal við unga listakonu, Erlu
Isleifsdóttur, myndhöggvara og
sagan Ást eftir Bo Bergman.
I þessu hefti Melkorku hefst
greinaflokkur eftir Svein Kjar-
val húsgagnaarkitekt um sögu
húsgagna og notagildi þeirra.
Var greinaflokkur þessi fluttur
sem erindi á vegum Mæðrafé-
lags Reykjavíkur og vakti
mikla athygli. — Enn fleira er í
hefti þessu, m. a. Kvöldvísur
eftir norðlenzka skáldkonu
Hólmfríði Jónasdóttur, og mynd
af veggteppi með myndum úr
Sturlungu eftir Sigrúnu Ólafs-
dóttur.