Þjóðviljinn - 20.11.1951, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 20.11.1951, Blaðsíða 8
 IIvaðaBi liafði Jón Axel'upplýsingar sínar? Er afsfaéa lians afsfaða Aljsýðtiflokksins? Akranesstogarinn Bjarni Ólafsson hefur alltaf undanfarið lagt afla sinn á Iand á Akranesi til vinnslu þar. Á Akranesi hefur ekkert atvinnuleysi verið hjá verka- fólki á þessu hausti. Hér í Reykjavík eru hundruð manna atvinnulausir. Togarar Bæjarútgerðar Reykjavíkur sigla allir með afla sinn og flytja saltfisk til Danmerkur, Danir senda ís- Ienzka saltfiskinn síðan til Ítalíu! Hér er það notað sem röksemd að togaramir tapi á að leggja upp aflann hér. Á Akranesi hefur enn ekki komið til þe(3is að bæjarsjóður þyrfti að greiða neinn halla á rekstri togarans vegna þess að hann Ieggur aflann upp þar, að því er framkvæmdastjóri bæjarútgerðarinnar á Akranesi tjáði Þjóðviljanum í gær. Fyrir bráðum þrem vikum flutti Hannes Stephensen þá kröfu Dagsbrúnar á bæjar- stjórnarfundi að togararnir væru látnir leggja afla sinn upp til vinnslu hér, og þar með sköpuð atvinna fyrir þá sem nú hafa verið hraktir út í sultartilveru atvinnuleysisins. Eorgarstjórinn, Gunnar Thor- oddsen, lát vísa tillögu Hannes- ar frá, á. þeim grundvelli að hún væri óþörf og ástæðulaus, þar sem verið væri að semja um það að togararnir gætu landað hér — án þess að vera reknir með tapi. Gurnar var að „semja“ Það leið hálfur mánuður án iþess að nokkuð fréttist af „samningum" Gunnars Thor- oddsen. Á síðasta bæjarstjórn- arfundi flutti Hannes tillögu Niðursett weri á aðgöngumiðum að Sirkus Zoo Athygl ska] vakin á því, að í dag er allra síðasti sýning- ardagur Slrkus Zoo og verða þá tvær sýningar, kl. 5 og kl. 9, með niðursettu verði, kr. 10 fyrir fullorðna og kr. 5 fyrir börn. Er þetta tilvalið tækifæri fyr- ir þá, sem hefur þótt verð að- göngumiða að -sirkussnum of hátt til að sjá hann tvisvar. — Urn frekari framlengingu á sýn- ingum getur ekki orðið að ræða. I gær voru 36 þúsund manns búin að sjá sirkusinn, þar af voru 8 þúsund utanbæjarfólk. Haustmótið: Lárus efsfur 7. umferð á haustmóti Tafl- félags Reykjavíkur var tefld á föstudagskvöldið og standa nú leikar þannig að Dárus John- Framha’d á 7. siðu. um að togarar Bæjarútgerðar Reykjavíkur legðu upp afla sinn hér. I umræðunum kom það í Ijós að „samningum" Framhald á 7. síðu. Krefst imiflutn- ings nanðsynlegra varahluta „15. þing FFSÍ skorar á rík- isstjórnina að skipa 3ja manna nefnd til að semja reglugerð um skyldur vélaumboða til að hafa jafnan fyrirliggjandi nauðsyn- legar birgðir varahluta í þær vélar er þau selja, enda sé þeim ávallt séð fyrir nægum gjaldeyri til þeirra h'.uta. Fram kvæmd reglugerðarinnar verði falin Fiskifélagi Isiands“. F.Ll. og LJ. vilja fá iðnbanka Laugardaginn 17. þ. m. var sameiginlegur fundur haldinn með stjórn Landssambands iðnaðarmanna og Félags ísl. iðn- rekenda. — Rætt var þar um nýtt og aukið samstarf iðnaðar- manna og iðnrekenda um hagsmunamál iðnaðarins, einkum stofnun Iðnaðarbankans og lánsfjárútvegun. til iðnaðarins. Var það einróma álit fund- arins, að stofnun bankans mætti eigi dragast lengur, enda nokk- urnveginn sýnt að meirihluti Alþingismanna myndi vera mál- inu vinveittur, þrátt fyrir harða andúð nokkurra þingmanna. Fundurinn taldi að umræður á Alþingi um ráðstöfun á fé mótvirðissjóðs til landbúnaðar- Bílsiys á Mikladalsvegi S. I. laugardagskvöld valt jeppabifreið með tveimur mönn- um út af Mikladalsvegi milli Tálknafjarðar og Patrek^fjarð- ar. Meiddist annar maðurinn taisvert, en hinn slapp lítið eða ekkert meiddur. Mennirnir voru Ólafur Árna- son og Jón Sveinsson, báðir af Patreksfirði. Hálka var á veg- inum og fór annað framhjól bifreiðarinnar út af. Ólafur sat við stýrið og greip til þess ráðs að snúa beint undan brekk- unni til að forðast veltu, en bifreiðin hófst á loft og kom niður á hjólin. Stórgrýtt er þarna og bratti mikill. Þykir furðulegt að ekki skyldi verffa þarna stórslys. Ólafur hand- leggsbrotnaði, meiddist á hné og skrámaðist víða, en Jón sakaði lítið. Vörubifreið frá Tálknafirffi bar þarna að og flutti hún mennina til Patreks- fiarðar. Liggur Ólafur nú í sjúkrahúsinu þar. ins gæfu enn ríkara tilefni til þess en áður a]3 iðnaðurinn gerði kröfu til þess að hluta sjóðsins yrði vari'ð til þess að greiða úr lánsfjárþörf iðnaðar- ins, og samþykkti fundurinn að beina áskorun um það til þeirra Alþingismanna, sem vitað er að eru hlynntir iffnaði í landinu, að þeir vinni að því að Al- þingi láti fylgjast áð sam- þykkt um ráðstöfun á fé mót- virðissjóðs að jöfnu til land- búnaðar og iðnaðar, enda hafi nýa-fstaðinn landsfundur eins stærsta stjórnmálaflokks í landinu lýst yfir eindregnu fylgi sínu við því, að bætt yr-ffi úr lánsfjárþörf iðnaffarins eftir þessum leiðum. Akureyri. Frá fréttaritara Þjóð-viljar.s. Eftirfarandi tillögur voru samþykktar á fundi í Verkamanna- félagi Akureyrarkaupstaðar í fyrradag: „Fundurinn fagnar því að fram er komin í bæjarstjórn tillaga um byggingu hraðfrysti- húss hér í bænum. Telur fund- urinn að stofnun slíks at- vinnufyrirtækis geti haft úr- slitaþýðíngu um afkomu verka- fólks hér á Akureyri og skor- ar því á bæjarstjórn að hraða svo sem unnt er undirbúningi þessa mikla nauðsynjamáls“. Þá samþykkti fundurinn enn- fremur: „Fundurinn skorar á hið háa Alþingi að samþykkja þingsá- lykthnartillögu Jónasar Kafn- ars um tunnuverksmiðju rík- isins“. Truxa-hjónin KOMA EFTIR ÁRAMÖT Það cr nú fullráðið að Truxa- hjónin komi hingað eftir ára- mótin og haldi hér sýningar á vegum sjómannadagsráðsins til ágóða fyrir dvalarheimili aldraðra sjómanna. iíefur ver- ið gengið frá öllum nauðsynleg- um leyfum í því sambandi. — Verða um 30 skemmtiatriði á þessum sýningum Truxa-hjón- anna og aðstoðarfólks þeirra. Böðvar Steinþórsson, fram- kvæmdastjóri sjómannadags- riðs, fékk nýlega bréf frá Truxa þar sem hann færir ráð- inu beztu þakkir fvrif síðast og biður að heilsa kunningjunum hér. Sýningar sjómannadagskab- arettsins hafa orfiið ýmsum minnisstæðar og þó einkum yngstu sýningargestunum. Hef- ur sjómannadagsráði nýlega borizt teikning frá átta ára dreng og er hún af Austurrík- ismönnunum tveimur þar sem annar stendur á höfði á flösk- um er hinn ber á höfðinu. — Drengurinn, sem gerði teikn- inguna heitir Guðbergur Au-3- unsson og er sonur Auðuns Hermannssonar, formanns skip- stjóra- og stýrimannafélagsins Gróttu. þióÐviumM Þriðjudagur 20. nóvcmber 1951 — 16. árgangur — 260. tölublað 3. þing AlþýSusambands NoíöuiTands: Á 3. þingi Alþýðusambands Norðurlands var eftirfarandi á- lyktun samþykkt: „Með tilliti til þess geigvænTega ástands sem nú ríkir ír.cðal liins vinnandi fólks á Islandi, vegna margendurfekÍTina árása ríkisvaldsins, sem meðal annars koma fram í gcngislækkunum, sívaxandi sköttum og tollum, óbærilegri dýrtíð, auk stöðvunar heilla atvinnugreina, svo sem byggingariðnaðarins og stórfelld- um samdrætti og atvinnuleysi í f'jcstum öðrum atvinnugreinum, ályktar 3. þing A.N. haldið á Akureyri 28. og 29. október 1951, að Iaunastéttum landsins sé nú meiri þörf en nokkru sinni fyrr öflugrar og óskiptrar pólitískrar forustu á vettvangi þjóðmál- anna, þar sem um baráttu gegn afturhaldin'u og einokunarklík- um þess er að ræða. Fyrir því skorar þingið á miðstjórnir Sameiningarflokks al- þýðu — Sósíalistaflokksins og AJþýðuflokksins, að hefja strax \ iðræður sín á milli um það, hvort ekki sé finnanlegur grund- völlur fyrir samstarfi milli þessara flokka um brýnustu hags- rnunamál Iiins vinnandi fólks. Þingið Iítur svo á, að ein höfuð orsök þess, að afturlialdinu í landinu hefur tekizt að rýra lífs- afkomu fólksins, eins og raun ber vitni, sé sú, að forusta verkalýðsins er klofin í tvo floklva sem ekki hafa getað unnið saman að hagsmunamálum hans, heldur staðið á öndverðum mciði. Þingið telur að eir.ing alþýðunnar, jafnt í pólitískum sem faglegum efnum, sé það reginafl, sem fyrr en varir leysir hana úr viðjum auðvalds og afturhalds, og muni gera Iiana frjá'Jsa." 1 sambandi við þessa athygl- isverðu ályktun Alþýðusam- bands Norðurlands skal á það bent að Sósíalistaflokkurinn hefur æ ofan í æ lýst yfir þeim vilja sínum að vinna með Alþýðuflokknum að hagsmuna- málum . íslenzkrar aíþýðu og oftar en einu slnni snúið sér formlega til Alþýðuflokkslns með tillögur úm slíkt samstarf á undanförnum árum. Ennþá oftar hafa þó forsprakkar Al- þýðuflokksfns lýst yfir því að slíkt samstarf kæmi ekki til greina, og heldur formaður Al- þýðuflokksins, Stefán Jóhann Stefánsson, t. d. aldrei ræffu, svo að hann Icggi ekki megin- áherzlu á það atriði. Er fátt elng lærdómsríkt um hlutvcrk Alþýðuflokkssbroddanna og ein- mitt sú síaðreynd. F.F.S.l. viil fá rnaim i síjórn „15. þing FFSÍ endurtckur fyrri áskoranir sínar til Al- þingis, um a'3 stjórn Síldar- verksmiðja ríkisins verði skip- uð þannig, að FFSl skipi einn mann í stjómina. Lítur þingið svo á, að ekki geti vanzalaust talizt, að þessu stóra fyrirtæki sjávarútvegsins verði framveg- is stjórnað eingöngu af full- trúum hinna pólitísku flokka, on þeir aðilar sem raunveru- lega bera fyrirtækið uppi fái bar cngu um að ráffa. Jafn- framt verði hrásíidarver'ðið á- kveðið framvegis í fullu sam- ráði við verðlagsráð sjávarút- vegsins eins og undanfarið hef- ur átt sér staff hjá Síldarút- vegsnefnd. Þá skorar bingið á stjórn Síldarverksmiðja ríkisins og affra stjómendur síldarvérk- smiðja í landinu, að sjá svo um a'ð öll síld verði framvegis veg- in upp úr skipi, en ekki mæ!d“. Smáþjófar athafnasamir um helgsna Smáþjófarnir voru með iðn- asía móti um helgina, mörg innbrot og þjóínaðir voru ]iá framdir. Á laugardaginn tapaði kona nokkur veski með 13—1400 krónum í. Yar hún að skoða kápu í Feldinum og hafði lagt veskið frá sér á meffan. 1 fyrra- kvöld var farið um borð í vélbátinn Þorstein og stolið þar miklu af fatnaði, ennfrém- ur var þá stolið frakka úr bif- reiðinni R-5270. I fyrrinótt var brotizt inn í afgrei'ðslu Lax- foss í Tryggvagötu 10 og leit- að að peningum, en sú leit bar engan árangur. Bifreiðinni R- 556 var stolið þar sem hún stóð við liúsiff Öldugata 3. og ekið eitthvað um bæinn. Enn- fremur var gerð tilraun til að stela tveimur bifreiðum. Stóð önnur þeirra læst í Naustagötu og voru snúnir af lienni allir liurðarhúnar, en hin stó'ð við Stýrimannastíg. Lögreglan hef- ur handtekið 15 ára pilt, sem viðurkennir að hafa reynt að stcla bifreiðunum tveimur og var hann þá drúkkinn. s- mótið liefst í kvölc! ■ Kandknattleiksmót Reykja- víkur fyrir meistará og II. fl. kvenna, 1„ 2. og 3. fl. karla hefst að Hálogalandi í kvöld. Rlótið stendur yfir til mánu- dagsins 26. þ. m., með ]ieirri undantekningu, að ekki verður lcikið Iangardaginn 24. ]). m. Alls taka 23 íþróttaflokkar frá 7 félögum bæjarins bátt í mótinu og verða samtals Framhald á 6. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.