Þjóðviljinn - 20.11.1951, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.11.1951, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 20. nóvember 1951 þlÓÐyiUINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjorar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttaritstjóri. Jón Bjarnason. B'.aðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Guðm. Vigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriítarverð kr. 16 ' á mánuði. — Lausasöluverð 75 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. V________________________________—------------s Öfugmælið m allra stétta ílokkinn Ein þeirra fullyrðinga, er sendar voru út frá hinum nýafstaðna landsfundi Sjálfstæðisflokksins í ályktunar- formi var sú að flokkur sá væri flokkur allra stétta. Hef- ur hún að vísu oft heyrzt áður frá þeim vettvangi, og mun því fáum hafa komið hún á óvart í þetta sinn. En af því að hér er um að ræða eina af meiri háttar fölsunum er þekkjast í íslenzkum stjórmálum er mikil þörf fyrir almenning að gera sér ljóst hvers eðlis hún er. Hið kapítalistíska þjóðskipulag er byggt á þeirri hag- fræðikenningu sem postular þess kalla frjálsa samkeppni. En frjáls samkeppni er þó fyrst og fremst hugsuð ’sem frelsi einstaklingsins til að hrifsa það sem honum tekst innan ramma þeirra laga, er þetta þjóöskipulag hefur sett sér og vægast sagt er mjög rýmilegur fyrir þá sem vilja nota sér þessa heimild til fullnustu. Er sanni næst að lífsskoðun þessi sé einna bezt túlkuð í enska máls- hættinum: „Andskotinn hafi þann aftasta.“ Hin frjálsa samkeppni eins og hún var upphaf- lega hugsuð og ætluð til að vera heilbrigður aflvaki á þróunarbraut borgaralegs þjóðfélags er nú úr sögunni á öllum aðalvígstöðvum þessa skipulags. í stað hennar eru komnir auðhringar og einokunarsamsteypur pen- ingavaldsins, isem lagt hafa undir sig hverja framleiðslu- greinina af annarri, spenna helgreipar sínar yfir heil þjóðlönd og heimsálfur, ráða framleiðslutækjum, pen- ingastofnunum og ríkisstjórnum í heimi kapitalismans og loka dyrum fyrir öllum þeim er kynnu að vilja starfa heiðarlega í framleiðslu, viðskipta- og fjármálalífi á grund velli frjálsrar samkeppni. Ýmsir vilja halda því fram að við íslendingar séum lausir við þetta vald. Því fer svo fjarri, að spurning er hvort það er nokkursstaðar í Evrópu sterkara en hér á íslandi. Hér birtist það í formi stóratvinnurekstursins á sviði framleiðslunnar, (samanber stærstu togarafélögin), stórrekstur á sviði verzlunarinnar (samanb. stærstu verzlunarfyrirtækin), og einnig í formi beinna umboðsleppa erlendra auöhringa, s. s. olíufélögin. Um hagsmuni þessara aðila, stendur Ejálfstæðisflokkurinn sííellt á verði enda beinlínis kost- aður af þeim. Hvenær hefur það komið fyrir. þegar hags- munaátök hafa orðið milli þessara aðila og félagssamtaka almennings s. s. verkamanna, að Sjálfstæðisflokkurinn og blöð hans hafi snúist á sveif með hinum síðar nefndu? Aldrei. Hvenær hefur það skeð að Sjálfstæðisflokkurinn og blöð hans hafi talið hinn almenna vinnandi mann í sveit eða við sjó bera of lítið úr býtum fyrir starf sitt í þágu þjóðarinnar. Aldrei. Hvenær hefur Sjálfstæðis- flokknum þótt of mikið fé safnast á hendur einstakra kaupsýslumanna eða einstakra stóratvinnurekenda? Aldrei. Þannig mætti lengi áfram halda. Það er því íurðuleg ósvífni að ætlast til þess að almenningur tníi þeirri staðleysu að þessi flokkur sé flokkur allra stétta. Hið kapitalistíska þjóðfélag, sem flokkurinn dýrkar hefur fólginn í sjálfu sér þann aflgjafa er skapar stéttaskiptinguna í hverju landi er það ríkir. Það er því beinlínis þjóðskipulag stéttaskiptingarinnar. Og þjóöfélagsleg stéttaskipting verður aldrei til nsma vegna hagsmunalegra andstæðna. Að berjast fyrir viðhaldi kapitaliska þjóöfélagsins er að berjast fyrir viðhaldi stéttarlegra andstæðna, að berjast fyrir misskiptingu efnahags og lífskjara. Sú kenning sem látin er réttlæta þetta, er sú að það séu aðeins |>eir hæfustu og dugleg- ustu sem upp úr standi 'pg kpmist lengra en fjöldinn vegna hæfileika sinnaC Allir vita þó að þetta er rangt. Og meðan eitt þjóðfélag órstéitaþjóðfélag, byggt á því að það sjálft hlýtur að skapa stéttarandstæðumar, get- ur enginn flokkur verið. flokkur allra stétta. Mikið niðri fyrir. Herjólfur skrifar: „Beitarhús- smali sendir mér í bæjarpóst- inum s. 1. föstudag andsvar við greinarstúf, sem ég skrifaði í bæjarpóstinn í haust. Beitarhús- smala er mikið niðri fyrir, og auðséð er, að hin hógværu skrif mín hafa þar hæft í mark, sem hann og viðurkennir, þar sem hann segir, að skrif mín hafi gert „tilætlað gagn“. Tilgangur þeirra var að sjálfsögðu sá, að opna augu manna fyrir aukinni snyrtimennsku, og þótt ég beindi orðum mínum aðallega að bændum að þessu sinni, áttu þau ekki síður við ýmsa bæj- arbúa. Beitarhússmali telur þau hinsvegar skrifuð til að „rægja bændur og níðast þar með á uppruna sínum“, (nákvæmlega sömu orðin og skilningslausar sálir hafa árum saman notað um rit frægasta Islendingsins) og gerir ráð fyrir, að þau séu skrifuð fyrir Moggann eða Al- þýðublaðið. Af þjóðlegum uppruna. Hér er ekki rúm til að leið- rétta allar rangfærslur og mis- skilning Beitarhússmala, og illyrðum hans svara ég engu. Hann segir m. a., að þau tvö býli, sem ég nefndi í grein minni, hafi verið ,,hersetin“ á stríðsárunum og af þeim sök- um sé útlit þeirra slíkt sem það er, en mér er ómögulegt að koma auga á menjar her- námsins á þessmn stöðum og er því miður hræddur um, að óþrifnaðurinn bæði þar og víða annarsstaðar sé af þjóðlegri uppruna. • Ef viíji er fyrir hendi. Beitarhússmali reynir i raun- inni ekki að hrekja með rökum eitt einasta atriði í grein miríni, en gefur í skyn, að alit, sem aflaga fer í sveitum stafi af skorti á vinnuafli og tíma. En sannleikurinn er sá, að með sáralitlum tiikostnaði og tiltölu- lega lítilli fyrirhöfn er hægt að fegra útlit og umhverfi híbýla manna til stórra muna, aðeins ef \nlji er fyrir hendi að við- bættri dálítilli snyrtimennsku. Yrði vel tekið. Halldór skrifar: — „Ég er einn þeirra sem orðinn er fyr- ir löngu dauðleiður á því ame- ríska kvikmyndarusli sem bíóin bjóða almenningi tíðast upp á. Mér finnst þvi full ástæða til að taka undir með „Vandfýsn- um“ sem lét frá sér heyra í bæjarpósti Þjóðviljans á laug- ardaginn og beindi þ-eim tilmæl um til forgöngumanna MlR að gefa fólki kost á að sjá þær sovét-kvikmyndir sem félagið á í fórum sinum eða getur út- vegað hingað til sýninga. Þær kvikmyndir frá sovét sem hér hafa verið sýndar bera af öð- um kvikmyndum eins og gull af eiri. Þær færa manni list- ræna túlkun á lífsbaráttu, starfi og gleði þess fólks sem nú er að byggja upp hinn nýja heim framfara og sósíal- isma og stinga því mjög í stúf við amerísku k.vikmyndimar sem einkennast af væmnum og óeðlilegum ástarævintýium annarsvegar og hryllilegum sí- endurteknum morðum hinsveg- ar. Fólk með sæmilega þrosk- aðan listasmekk er fyrir löngu hætt að sækja þetta ómerki- lega rusl en myndi hinsvegar fagna því að eiga kost á upp- byggjandi og fræðandi kvik- myndum, því bíóin eru odýr- asta skemmtunin sem almenn- ingur á völ á. Ég s'kora á MlR að hefjast handa um sýningar sovétmynda og það sem fyrst. Þeim veríur áreiðanlega vel tekið. — Haildór". Að búa í haginn fyrir morgundaginn. Það krefst t. d. ekki mikiliar innu að tína saman brak og miskönar dót, sem safnast vill eim að húsum manna, ef það r gert nógu oft en ekki látið ggja tímunum saman óhreyft, g það er mun ódýrara að mála úsþök sin með noldcurra ára íillibili en að láta þau ryðga undur, að ég tali nú ekki um ann fegurðarauka, sem af líkum framkvæmdum leiðir. 'g þar er ég einmitt kominn ð þungamiðju málsins. Um- verfið á ríkan þátt í mótun lannsálarinnar, fagurt um- verfi skapar fagra sál, — og c það ekki einmitt það, sem ið sósíalistar erum sífellt að eppa að? Er það ekki tak- íark okkar að fegra og bæta llt líf mannsins og öðlazt skil- rði til að nióta unaðssemda irðarinnar? Ég er alveg sam- lála niðurlagsorðum Beitar- ússmala, mesta ógæfa Islands r sú, að uppbyggingin til sjáv- r og sveita skuli ekki fara ■am á grundvelli sósíalismans. In sú stund mun renna upp og leð því að fegra og bæta það ;m hægt er í dag búum við haginn fyrir morgundaginn. — Herjólfur“. Rikisskip Heklo. er á Vestfjörðum á suð- urleið. Esja er á leið til Gauta- borgar og Álaborgar. Herðubreið ér í Reykjavik og fer þaðan á fimmtudaginn austur um land til Bakkafjarðar. Skjaldbreið er á Húnaflóa. Þyriil var í Hvalfirði i gærkvöld. Ármann fer frá R.vik í kvöld til Vestmannaeyja. Eimsklp Brúarfoss kom til Hofsós í gær- morgun; fer þaðan til Sauðár- króks, Skagastrandar og Vest- fjarða. Dettifoss kom til Ant- werpen 18. þm.; fer þaðan til Hull og Reykjavíkur. Goðafoss fór frá Reykjavík 16. þm. til London, Rotterdam og Hamborgar. Gull- foss kom til Reykjavíkur í gær frá Ifaupmannahöfn og Leith. Lagar- foss kom til New York 8. þm.; fer þaðan 22.-23. þm. til Reykja- víkur. Reykjafoss er í Hamborg. Seifoss fór frá Hull 14. þm.; væntanlegur til Rvíkur í gærkv. Tröliafoss fór frá Reykjavík 9. þm. til New York. Skipadeild SÍS Hvassafell fór frá Vestmanna- eyjum 18. þm. áleiðis til Finn- lands, með síld. Arnarfell fór frá Hafnarfirði 15. þm. áleiðis til Spánar, með saltfisk. Jökulfeli er í Reykjavík. Flugfélag Islands: 1 dagr er áætlað áð fljúga til Akureyrar, Vestmannaeyja Blöndu óss og Sauðárkróks. — Á morgun eru ráðgerðar flugferðir til Akur- eyrar, Vestmannaeyja, Heilissands, Isafjarðar og Hólmavíkur. Loftieiðír h. f. I dag verður flogið til Akur- eyrar og Vestmannaeyja. Á morg-- un er áætiað að fljúga til Ak- ureyrar, Hólmavíkur, Isafjarðar og Vestmannaeyja. Fulltrúaráð sjómannadagsins held- ur fund kl. 8,30 annað kvöld í Grófin 1. 15.30—16.30 Miðdeg isútvarp. — (15.55 Fréttir og veður- fr.). 18.15 Fram- burðarkennsla í es perantó. — 18.25 Veðurfr. 18.30 Dönskukennsla; II. fl. — 19.00 Enskukennsla; I. fl. 19.25 Þingfréttir. — Tónleikar. 20.30 Erindi: Vestur-íslenzkir rit- höfundar í lausu máli; annað er- indi (dr. Stefán Einarsson próf. í Baltimore flytur —■ af segulbandi). 21.00 Tónleikar: Söngvar úr óper- um (plötur). 21.25 Upplestur: „Júlí- nætur“, sögukaflar eftir Ármann Kr. Einarsson (höf. les). 21.45 Frá útlöndum (Þórarinn Þórarinsson ritstjóri). 22.00 Fréttir oo- veður- fregnir. 22.10 Upplestur: „Eins og maðurinn sáir“, sögukafli eftir Kristján Sig. Kristjánsson (Grét- ar Fells rithöf.). 22.30 Tónleikar (plötur): Fiðlusónata nr. 5 x G- dúr eftir Bach (Yehudi Menuhin leikur). 23.00' Dagskrárlok. Samvinnan, nóv- emberheftið 1951, er komið út. Efni: Tveir skólar sam- vinnumanna. Land helgismálið og dóm urinn í Haag. Samvinnuþingið í Kaupmannahöfn. Stolið frá ekkju, smúsaga eftir Árna Óla blaða- mann. Kveðskapur Páls Árdals, eftir Steingrím J. Þorsteinsson prófessor. Grannar vorir Græn- lendingar, teikningar eftir Örlyg Sigurðsson. Harry Ferguson og uppfinningar hans á landbúnaðar- vélum. Hausttízkan í skóm. Tveir nemendur Samvinnuskólans styrkt ir til framhaldsnáms erlendis. Her- foringinn og leikkonan, sem stjórna Argentínu. Alþjóðlegt stúdentaheimili. Leiðrétting. 1 viðtali við Sigríði Björnsdótt'- ur, sem birtist 14. þm. var það rangt að elzta dóttir hennar, Björney, hefði verið 4 ára er húsi fór úr foreldrahúsum. Hún var 6 ára þegar f-aðir hennar dó og 8 ára þegar hún fór frá móður sinni. — Söngæfing í ® ® ® ® kvöld í Edduhús- inu við Lindargötu. Sópran og allt mæti kl. 8, tenór og bassi kl. 8,30. PRENTARAKONUR! Munið fundinn í Kvenfélaginu Eddu í kvöld kl. 8.30 í Aðalstræti 12, uppi. Venjuleg fundarstörf. Lestur nýrrar framhaldssögu. — Stjórnin. Hjónunum Guð- ' finnu Jónsdóttur ocr Hjalta Þórar- j$-‘t V* inssyni, Heiðmörlc S' i við Sogaveg, fædd- ist 16 marka son- ur föstudaginn 16'. nóvember s. 1. Óháði fríkirkjusöfnuðurinn (gjaf- ir og áhelt). Safnaðarsjóður: Áheit frá G.G. kr. 20.00 og gjöf frá Guð- jóni og frú kr. 50.00. Kix-kjubygg- ingarsjóður: Áheit frá N. V. 30.00, E.Þ. 100.00, og frá ekkju 50.00. Gjöf afhent af safnaðarkonu frá J.H. 50.00, Jón í Brún 12.00. Af- hent af presti safnaðarins gjöf frá fermingarstúlku kr. 200.00. — Kær- ar þakkir. Reykjavík, 15. nóvem- ber 1951. Gjaldkerinn. S. 1. laugardag voru gefin sam- an í hjónaþand af sr. Óskari J. Þorlákss. ung- frú Arnfríður lsaksdóttir og Óskar Ólason, mál- ari. Heimili þeirra er að Bjarkar- ási við Blesagróf. — S. 1. laugar- dag voru gefin saman í hjónaband í Vestmannaeyjum ungfrú Margrét Ólafsdóttir, leikkona frá Flötum í Vestmannaeyjum og Steindór Hjörleifsson, leikari, Reykjavílc. Höfðingleg gjöf Frú Elínborg Lárusdóttir rit- höfundur færði Bókasafni sjúk- linga á Vífilsstöðum kr, 5,000 — fimm þúsund krónur að gjöf, daginn fyrir sextugs afmæli sitt. Frú Elinborg hefur sjálf verið Framhald á 6. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.