Þjóðviljinn - 20.11.1951, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.11.1951, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 20. nóvember 1951 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Sjómenn leggja fram lista sinn til stjórnarkjörs í Sjómannafélagi Reykjavíkur Kosningarnar hefjast 25. nóvember n. k. og standa yfir til janúarloka Karl G. Sigurbergsson formaSur GuSni Slgurðsson varaformaður líreggviður Daníelsson ritari Bjarni Bjarnason féhlrðir Ólafur Sigurðsson varaféhirðlr Guðm. Elías Símonarson meðstj. Jón IíaUdórsson meðstjórnandi Oddur Stefán Ólafsson Sigurður Magnússon _ Hólmar Magnússon Þriðjudaginn 6. nóv. lögðu sjómenn fram eft- irfarandi lista við stjórnarkjör í Sjómannafélagi Reykjavíkur, er hefst 25. nóv. n.k. Aðalstjórn: Karl G. Sigurbergss. form. Guðni Sigurðsson varaform. Hreggviður Daníelsson ritari. Bjarni Bjarnason féhirðir. Ólafur Sigurðsson varaféh. Guðmundur Elías Símonar- son meðstjórnandi. Jón Halldórsson meðstj. Varastjórn: Oddur Stefán Ólafsson. Sigurður Magnússon. Hólmar Magnússon. Listi þessi er skipaður starf- andi sjóntönnum úr öllum starfsgreinum og borin fram af þeim. Listinn er fram kom- inn vegna vaxandi óánægju sjómanna með stefnu og starf núverandi stjómar í kjara- og liagsmunamálum sjómanna. Sú óánægja hefur stöðugt aukizt í félaginu ekki einungis hjá einni starfsgrein heldur öllum. Núverandi stjóm hefur eýnt það á ótvíræðan hátt, að hún er þess ekki umkomin að fram- fyígja þeim fánýtu samningum sem hún hefur gert, heldur er hún þess vanmegnug að leiða þau baráttumál sjómanna, sem enn eru óleyst í svo ríkum mæli á flestum sviðum, farsællega til lykta. 1 baráttumálum tog- arasjómanna hefur hún þrá- faldiega unnið í algjörri and- stöðu við vilja mikils meiri- hluta starfandi sjómanna og rneð allskyns brögðum tekizt að liiunnfæra þá í samningum, svo sem gerðist í siðustu samning- um. Eftir 4 mánaða verkfall þá hjá togarasjómönnum tókst stjórninni að svíkja inn á tog- arasjómenn samninga þá, er nú gilda, þrátt fyrir eindregin mótmæii þeirra og hafði þá í allri deilunni haft algera and- stöðu við sjómennina um alla lausn hennar og kröfúr. Sjó- menn bentu þá á ýmis atriði er nauðsynlegt væri að fá inn í samningana. ef þeir ættu að vera viðunandi, og fullir mögu- leikar voru að ná fram, hefði forusta S. R. staðið með þeim i að koma þeim fram, en stjóru- in kaus að standa á móti sjó- mönnum. Síðan er nú liðið eitt ár. Reynslan hefur sýnt að sjó- menn höfðu algerlega rétt fyrir sér. Stjórn S. R. hefnr orðið að láta undan þunga sjómanna og viðurkenna réttmæti gagnrýni þeirra síðastliðið haust og sjó- menn hafa nú samþykkt ein- róma að segja upp samningum. Sjómenn geta þó engan veginn treyst núverandi stjórn að fara með þau mál fyrir sig; þeir verða að kjósa sér eigin for- ustu í þeirri deilu og það gera þeir með því að kjósa þann lista sem þeir hafa nú lagf fram. I baráttumálum farmanna hefur stjórn S.R. farið mjög líkt að: samningum þeirra var sagt upp síðastliðið sumar, enda almennt litið þannig á að þeir væru mjög svo úreltir orðnir á mörgum sviðum. Sam- ræming krafna meðal sjómanna fór fram og hafði stjórn S. R. þar gott veganesti til að styðj- ast við. Hins vegar kaus hún þrátt fyrir mjög almennan vilja sjómanna því í mót, að leysa deiluna, án þess að hafa um það nokkurt samráð við farmenn sjálfa. Síðan eru liðn- ir um 4 mánuðir. Á þeim stutta tíma hefur það komið berlega í ljós, hversu samningur þessi er gallaður. í mörgum tilfell- um eru algjörlega óieyst þau vandamál er lengi eru búin að vera og beinlínis voru forsend- ur fyrir uppsögn samninganna; að öðru leyti eru hin nýju atriði samninganna að ’mörgu leyti mjög vafasöm fyrir farmenn sem kjarabætur. Fyrirsjáanlegt er því að innan mjög stutts tíma hlýtur áð koma til þess að farmenn krefjist nýrra kjarabóta og er þá mikils virði fyrir farmenn að forusta þeirra sé ’ í h'öndum þeirra manna, er þeir geta treyst og vinna í nánu samstarfi við þá um vandamáT þeirra. Kjör bátasjómanna eru að mörgu leyti þó þau kjör sem stjórn S. R. hefur að mestu látið kyrr liggja, þrátt fyrir það þó breytingar á framfærslu- kostnaði þeirra manna er þetta starf stunda hafa vaxið stór- kostlega, síðan samningar voru gerðir um þau, en þeir munu flestir vera frá árunum 1947. 1948 og 1949 ef undan er skil- ið samningar um vísitölu- greiðslu á grunnkaup á grund- velli samkomulagsins frá mai s. 1. milli verkalýðsfélaganna og atvinnurekenda, og svo að í upphafi ársins voru til samn- ingar á lúðuveiðum þótt lélegir væru, en nú engir. Ofan á þessi lélegu kjör bátasjómanna hér í Reykjavík, bætist það að samn ingar þessir eru í mörgum til- fellum með þeim endemum að í mýmörgum tilfellum hefur orðið að skera úr vafasömum atriðum þeirra með dómi, að ekki sé talað um hina miklu erfiðleika bátasjómanna að ná inn þvi kaupi, sem þeir hafa unnið fyrir. Úr þessu afskipta- leysi stjórnar S. R. verður að bæta. Stjórn S.R. hefur því hvar sem á er litið sýnt getuleysi sitt í stefnu og starfi, krafa sjó- manna um nýja stjórn fer því vaxandi. Sjómenn hafa nú með því að leggja sinn lista fram við væntanlegt stjómarkjör hugsað sér að leysa þennan vanda sjálfir. Allir þeir menn, sem á honum eru hafa stundað sjómennsku um lengri eða skemmri tima og staðið framar- lega í baráttumálum sjómanna. Þeir eru úr hcpi starfandi sjó- manna sjálfra.Þeir eru fulltrúar þeirra. Sjómenn munu einnig sjá svo um að þeim verði falin forusta fyrir næsta starfsári. Til þess þurfa sjómenn að vera samhentir og leggja sig alla fram. Þeirra er valið og þeirra er hagurinn. Aukið orðaforðami ji| Ráðningar I. drómi: D) fjötur, einn af • • fjötrum þeim, er æsir|j! lögðu á Fenrisúlf. s svás: A) blíður. Faðir Sum- ; n ars hét Svásuður, og af ; hans heiti er það kallað J; J sváslegt, sem blitt er. 1; Jj nár: C) lik, sbr. nákaldur, ! I; kaldur sem lik. <1 !j skör: C) karlmannshár, eig- ■! !! inlega skorið hár. ; haddur: B) kvenhár. ;> ;! blóðughadda: A) alda, eig- J; i! inlega lýsandi kenning, ]; ý þegar sóiin er niðri und- !| '! ir haffleti, verða öldu- !j ;! faldarnir blóðrauðir, öld- '! urnar fá blóðugt hár. J' hlminglæva: C) alda, sú |> 1; sem glóir við himin, stór J' !j alda. !; !; skelkur: D) ótti, sbr. að !; !; skjóta e-m skelk i bringu. !; !; húfur: C) skip, sbr. orðtök- !; !! in að koma heill á húfi, l! að eiga mikið í húfi. '! Húfur, undirhúfur og ]; yfirhúfur, er eiginlega ;> ]; heiti á 3. og 4. borði ;> !; skipssíðunnar talið frá ]; !; kíii. ]; !! brimiH: C) karlse’.ur, rót- !| '! skylt brim, breima og !! • ! brími. Orðin tákna i !! senn hátt og ástríðu- '! þrungið hljóð. AðaUundur Próttar Aðalfundur Knattspyrnuía- lagsins Þróttur var haldinn mánudaginn 22. okt. s. 1. í Ungmennafélagshúsinu á Gríms staðaholti. Formaður félagsins, Halldór Sigurðsson, gaf skýrslu stjórn- arinnar yfir starfsemi félagsins s. 1. starfsár. Þróttur tók þátt í öllum knattspymumótum, setn háð voru I Reykjavík á sunir- Framha’d á 7. siðu. i; JAFNIR FYRIR LÖGUNUM | !; A þessu herrans ári þegar túgmilljónum er varið til þess !; að tlrepa ísl. iðuað og þar með skorið á lífæð eins aðalat- > !; vinnuvegs landsmanna, til að framfylgja sjónarmiðum rík- ; ;! isstjórnarinnar og Co., vakna ýmsar spurningar í sambandi j! við þá framkvæmtl. * Bíkisstjórnin hcfur hampað því sjónarmiði að iðnrek- !; endur eigi í frjálsri samkeppni að keppa við innfluttu vör- !; !; una, en hvernig stendur þá á því að þetta gengur ekki J; !; jafnt yfir alla iðnrekendur? !; j; Ilér skal nefnt eitt dæmi. Hvernig stendur á því að ekki ;j j! er flutt inr. ltex? Er það fyrir það að EGGERT KRISTJ- ;! j! ÁNSSON framleiði bezta og ódýrasta kex í heimi, eða eru j! !; það önnur sjónarmið sem þarna ráða? j ! j Sé ríkisstjórninni alvara með það sjónarmið, að innflutn- ! ;j ing'ur fullunnir.nar iðnaðarvöru tryggi þjóðinni betri og ó- ! j dýrari varning, er það skýlaus krafa landsmanna að öllum ; j iðnrekendum sé gert jafnt undir höfði í þessari samkeppni. ; Sumir séu ekki lögverndaðir gegn innflutningi og geti í j! !| skjóli þess ráðið verðinu. X

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.