Þjóðviljinn - 04.12.1951, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 04.12.1951, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 4. desember 1951 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Smána samtök verkafýðsins AB“klíkan og sendimenn atvinniirekenda láta Fnlltma- ráð verkalýðsfélaganna leggja Messun sína yfir atvinnukiigun íhaldsins Liðskortur AB-klikunnar og hinir opinberu sendimenn at- vinnurekenda í Fulltrúaráði verkalýðsfélaganna sameinuðust um það á síðasta fulltrúaráðsfundi, að vísa frá tillögu Eðvarðs Sig- urðssonar, ritara Dagsbrúnar, þar sem mótmælt var atvinnu- ofsóknum íhaldsins gegn strætisvagnastjórunum sjö, og stjórn fulltrúaráðsins falið að beita sér fyrir því að rétta hlut þeirra með aðstoð Alþýðusambandsins og verkalýðsfélaganna. Með þessari afstöðu hefur AB-klíkin gert ofsóknir íhaldsins gegn stéttvísum meðlimum verkalýðssamtakanna að sínum málstað. Er þessi afstaða í fullu samræmi við þá afstöðu sem bæjarfulltrúar AB-klíkunnar tóku til málsins í bæjarstjórn. Tillaga Eðvarðs var svo- hljóðandi: „Fundur í Fulltrúaráði verkalýðsfélaganna í Keykja vík, haldinn 27. nóv. 1951, mótmælir eindregið þeirri ráðstöfun forráðamanna Strætisvagna Reykjavíkur, að víkja að tilefnislausu 7 vagnstjórum úr starfi og krefst þess að þeir verði ráðnir að nýju í sín fyrri störf. Fundurinn fordæmir þá menn, sem í sambandi við uppsögn vagnstjóranna tóku að sér njósnir um vinnufé- laga sína fvrir atvinnurek- andann, og hvetur öll verka- lýðsfélög að Vera vel á verði gegn slíkum starfsað- ferðum. Þar sem fundurinn telur brottvikningu vagnstjóranna ekki þeirra einkamál eða saintaka þeirra, heldur varði það verkalýðsstéttina alla og samtök hennar, þá felur fundurinn stjórn Fulltrúa- ráðsins að beita sér fyrir því að vagnstjórarnir nái rétti sínum og leita til þess samstarfs við stjórn Al- þýðusambnndsins og einstök verkalýðsfélög, ef hún telur þess þörf“. Mál allrar verkalýðsstéttar- innar og samtakanna Eðvarð rakti í stuttu en skýru máli það sem gerzt hafði í málinu frá byrjun. Hér væri óumdeilanlega um atvinnuof- sókn að ræða gegn mönnum, sem staðið hefcu framarlega í síðustu kjaradeilu vagnstjór- anna við bæinn. Engin fækkun hefði átt sér stað hjá strætis- vögnunum, nýir menn hefðu verið ráðnir ,í stað þeirra brottreknu. Sérstakir trúnað- armenn atvinnurekandans hefðu verið ráðnir til að njósna um vinnufélaga sína og á fram- burði þeirra væri síðan lireins- u-nin byggð. Þétta mál gæti ekki verið einkamál vagnstjór- anna sjö, þáð væri mál ailrar verkalýðsstéttarinnar og bæri henni skjdda til að beita öllum áhrifum sínum til að rétta hlut þeirra sem ofsóttir væru og sviptir atvinnu og iífsmöguleik- um vegna starfa sinna í þágu samtakanna. Allt annað væri óviðunandi og samtökunum ó- samboðið. Enginn vissi hvar næst yrði borið niður með póli- tískar hreinsanir, ef slíkt yrði liðið án alvarlegra afskipta af hálfu verkaíýðssamtakanna. — Eðvarð sagði að sér virtist að stjórn Hrevfils hefði brugðizt hlutverki sínu og skyldum gagn vart hinum ofsóttu stétt.ar- bræðrum. og væri það enn víta- verðara þar sem almennur fund ur í féiaginu hefði falið stjórn- inni að beita öilum tiltækum ráðum til að rétta hlut vagn- stjóranna. og konm þeim aft.ur í sín fyrri störf. Hér yrði því að koma til sameiginlegra að- gerða af hálfu verkalýðsfé- laganna, fulltrúaráðsins og Al- þýðusambandsins og kveða at- vinnuofsóknirnar niður í fæð- ingunni. Vasaklútur Ihaldsins Sæmundur Ólafsson kexverk- smiðjuforstjóri, sem nú gegnir formannsstörfum í fulltrúaráð- inu fyrir náð íhaldsins, sagði stjórn fulltrúaráðsins hafa skrifað bréf til Hreyfils og spurzt fyrir um málið, en ekkert svar fengið frá stjórn- inni! Þá taldi hann að stjórn sín hefði einnig skrifað for- stjóra strætisvagnanna og beð- Ið hann um skýrslu, en hann engu svarað. Þorsteinn Péturs- son, starfsmaður fulltrúaráðs- stjórnarinnar var ekki alveg viss um að þetta væri rétt hjá formanninum. Hann myndi ekki hvort forstjóranum hefði verið skrifað, en hélt þó helzt ekki! — Taldi Sæmundur enga ástæðu til aðgerða af hálfu fulltrúaráðsins í málinu og ekk- ert óvenjulegt við það þótt menn væru reknir úr vinnu. (Hafði hann kannski Esju í huga). „Ég kenni í brjósti ifm mannagreyin“ sagði at- vinnurekandinn Sæmundur Öl- afsson, ,,og vorkenni þeim hve mikið hefur verið um þá talað í bænum. En ég vil enga til- lögu láta samþykkja, sem kom- múnistar nota svo eftir á til að skamma fulltrúaráðsstjórn- ina fyrir að hafa ekki hrundið í framkvæmd. Ég sé ekki annað en bærinn hafi verið í sínum fulla rétti þegar hann sagði mönnur.um upp og hafi gert það með löglegum fyrirvara", sagði kexverksmiðjuforstjórinn, með merkissvip atvinnurelcand- ans á ásjónunni. Betur gat Sæmundur Ólafs- son ekki sannað að íhaldið notar hann sem ómerkilegan vasaklút til þess að þurrka á óþverra sínum. ..Sá úrskurðaði" og Ingimundur Á eftir Sæmundi töluðu tveir opinberir sendimenn íhaldsins í verkalýðshreyfingunni, Frið- leifur Friðleifsson, hinn úr- skurðaði formaður Þróttar og Ingimundur Gestsson, einn að- aleigandi Landleiða h. f. Taldi Friðleifur atvinnuofsóknir í- hatdsins svo sjálfsagðar og eðiilegar sem hugsazt gæti. At- vinnurekendur ættu að ráða því sjálfir hverja þeir hefðu í vinnu og hver.ja ekki, það væri alveg óviðkomandi verkalýðs- samtökunum og móðgandi við atvinnurekendur að liafa af- skipti af slíku. — Það væri beirra mál og sá réttur vernd- aður í stjórnarskránni! Flutti bessi yfirlýsti atvinnurekenda- Vjónn frávísunartillögu á til- lögu Eðvarðs. — Ræða Ingi- mundar Gestssonar mátti heita óskiljanleg. Þó komust menn lielzt að þeirri niðurstöðu, að meining Ingimundar væri, að allur vandinn í sambandi við málið stafaði af því að „viss öfl og viss óviðkomandi blöð“ hefðu gert málstað vagnstjór- anna að sínum og tekið svari þeirra og deilt á atvinnuofsókn- irnar!! Sagði Ingimundur að af þessu stafaði hve málið væri flókið og erfitt viðfangs! Taldi þessi „vitringur“ íhaldsins að hugsanlegt væri að húsbænd- ur sínir hefðu hætt við að flæma menniha úr starfi, ef ekki hefði verið gerður hávaði út af uppsögnunum. Þessvegna væri nú eina ráðið að reyna að skapa logn og rólegheit um málið og sjá svo hvort nokk- uð væri hægt að gera. Eðvarð hrakti allar staðleys- ur Sæmundar, Friðleifs og Ingimundar og gerði Sæmundi það tilboð að fara sjálfur með stjórn fulltrúaráðsins í máljð, þannig að þær árásir sem hann virtist óttast á stjóm fulltrúa- ráðsins ef engu fengist áorkað hittu þá fleiri en hana. En allt kom fyrir ekki. Afturhaldið sló allt sameiginlega skjaldborg um málstað atvinnukúgaranna og fékk frávísunartillögu Frið- leifs samþykkta með eins at- kvæðis mun, 28:27 atkv., þegar klukkan var orðin 12 á mið- nætti og margir fulltrúar, sem hefja vinnu að morgni voru farnir af fundi. — Það voru fulltrúar afturhaldsins í Hreyfli sem réðu úrslitum í atkvæða- greiðslunni! Smánarblettur settur á fulltrúaráðið Með þessari afgreiðslu vagn- stjóramálsins í fulltrúaráði verkalýðsfélaganna hefur hin svarta isamfyjking gengið jí samábyrgð fyrir atvinnuofsókn- um íhaldsins^ Hún hefur lagt blessun sína yfir það, að með- limir verkalýðsfélaganna séu flæmdir úr störfum algjörlega að tilefnislausu, og fyrir það eitt að reynast hinum sameig- inlega málstað stéttar sinnar trúir í harðvítugri vinnudeilu við bæjarstjórnaríhaldið. — Hvernig lýst heiðarlegum verk- lýðssinnum, sem hingað til hafa fylgt Alþýðuflokknum að mál- um í góðri trú og af gamalli tryggð, á slíka samfylkingu sæmundanna með svartasta í- haldinu? Er hægt að sökkva dýpra en að leggja blessun sína yfir atvinnukúgun og of- sóknir gegn atvinnuréttindum meðlima stéttarfélaganna ? — Flestir munu sammála um að með þessari afstöðu AB-klík- unnar hafi hún runnið skeiðið á enda í samvinnu við aftur- haldið og atvinnurekendur. Hún kaupir þátttökuna í stjóm full- trúaráðs verkalýðsfélaganna og Alþýðusambandsins með íhald- inu því verði að gerast samsek um hvert óhæfuverkið öðru verra og hefur nú síðast átt sinn þátt í því að setja slíkan smánai’blett á fulltrúaráð verkalýðsfélaganna, sem seint verður af því þveginn. Fyrir þá frammistöðu mun AB-klíkan hljóta verðskuldaða fyrirlitn- ingu verkalýðsins almennt og samtaka hans. Haiidaríkin geta hafið árásarstríð frá ís- landi þvert ofan í vilja þjððíiriniiar Hætta á að stórfelldir hernaðarskattar verði lagðir á Islendinga Hér fer á eftir nýr Kafli úr hinni stórmerku greiriargerð Einars Olgeirssonar um lier- námssamning ríkisstjórnar- innar við Bandaríkin. I nefndinni fékkst samning- urinn ekki lesinn yfir grein fyrir grein og athugaður þannig. Ég mun nú hér ræða í stuttu máli forsendur samningsins og nokkur atriði hans. 1. Ástæður til þess, að Island sé gert að herstöð, eru taldar þessar: a. „tslendingar geta ekki sjálfir varið land sitt.“ Það liggur í augum uppi, að Is- lendingar geta ekki varið land sitt fyrir hernaðarárás stór- veldis eins og t.d. Bandaríkj- anna. Ef þetta er ástæðan til að biðja um her hingað, þá er þar með sagt, að alltaf verði að vera lier á tslandi, meðan hernaður sé hafður um hönd á jörðunni.. Með þessum forsend- um er beinlínis neitað rétti vor íslendinga ti! að vera lausir við erlendan her og ráða. einir landi voru. b. „Tvísýnt er um alþjóða- mál“ —: er önnur höfnðágtæð- an, sem færð er fram fyrir nauðsyn á hernáminu i upphafi samningsins. Það hefur verið tvísýnt um alþjóðamál síðustu aldirnar. Það er líklegt, að talið verði tvísýnt um alþjóðamál, meðan undirokaðar nýlendu- þjóðir eru að varpa af sér oki þeirra þjóða, sem arðrænt hafa þær síðustu áratugi og aldir. Sé því tvísýni í alþjóðamálum næg ástæða til hernáms Islands, þá mun langt þar til Banda- ríkjastjórn finnst ekki nógu tvísýnt í alþjóðamálum til að viðhalda hernámi á íslandi. Leiðir þá af forsendum samn- ingsins, að þeir, sem liann gera, hugsn. hann til langframa. 2. í 1. gr. er ákveðið. að ts- land láti í té aðstöðu í landinv með „varnir" fyrir augum. Það' er í sífellu talað um varnir í bessum samningi, en ekkert á- kvæði til í honum, sem leggi viðurlög, ef Bandarikin nota aðstöðuna, sem þeim er látin í té, til árásarstríðs. Ríkisstjórn íslands áskilur sér engan rétt til ráðstafana, ef Bandaríkin misnota aðstöðu sína, ekkert vald til að koma í veg fyrir slíka misbeitingu. En það þýð- ir, að ríkisstjói’n Islands tekur á sig gagnvart öðrum ríkjum ábyrgðina af því að láta Banda- ríkjunum í té hernaðaraðstöðu á tslandi, sem þau síðan geta notað til árása á önnur lönd, ef þeim býður svo við að horfa. Þetta er stórhættulegt atriði, sem jafnvel þeir, sem fylgjandi væru samningnum, ættu að vera reiðubúnir til að lagfæra, ef þeir gera samninginn „bona fide“, þ. e. í trú á yfirlýstan tilgang hans, en ekki beinlínis til að tryggja Bandaríkjunum yfirráð á íslandi, eins og Banda- ríkjastjórn og erindrekar henn- ar á íslandi stefna að. 3. I 2. gr. er ákveðið, að ís- lenzka ríkið skuli láta Banda- ríkjunum í té landsvæði hér á iandi, án þess að Bandaríkjun- um beri skylda til að greiða fyrir það. Mun tilætlunin, að íslenzka ríkið greiði þær fjár- fúlgur, sem hér kann að verða um að ræða. Með þessari grein samningsins er því verið að leggja hernaðarútgjöld á herð- ar íslenzka ríkisins og þó reynt að dvlja það fyrir almenningi eins og hægt er. Þessi útgjalda- liður getur orðið gífurlega þungur og bætist ofan á þær drepandi siiatta- og tollabirð- ar, sem þegar eru ’að sliga al- menning. 4. t 7. gr. er bætt inn hættu- legu álcvæði, sem getur orðið Bandaríkjunum átylla til her- setú hér á landi, þótt samningi þessum væri sagt upp. Þar seg- ir, að þótt þessum samningi væri sagt upp, þá „skal sú að- staða, sem veitt er með samn- ingi þessum, látin í té á samr hátt“, hvenær sem atburðh verða, sem 5. og 6. gr. Norður- Atlanzhafssamningsins tekur til. Samkvæmt 5. og 6. gr nefnds samnings er ísland að- eins skyldugt til þáttt. í hern- áðaraðgerðum, ef ráðizt hefur verið á "eitt land bandalagsins að dómi íslenzkra stjórnar- valda. Samkvæmt þeim samn- ingi er ísland laust allra mála. ef stjórnarvöld þess álíta t. d. viðkomandi lönd Atlanzhafs- bandalagsins vera árásaraðil- ann. — En setjum nú svo, að Banda- ríkin fremji slíka árás, — eftir að þau væru farin hóðan út af uppsögn þessa samnings, — en litu sjálf svo á, að á þau væri ráðizt, og gerðu þá kröfu til hernaðaraðstöðu hér, þótt ís- lenzk ríkisstjórn væri ,á annarri skoðun um upptök styrjaldar- innar. Þá stendur í þessari grein, að aðstaðan skuli látia í té, og Bandaríkin munu þá standa fast á sínum skilningi, eins og þau gerðu, er Island deildi við þau um skilning samningsins frá 1941. Með þessu orðalagi er beinlínis verið að gefa Bandaríkjunum slíka átyllu. Til hins sama bendir síðasta málsgreinin í 7. gr., um viðhald mannvirkjanna, ef samningurinn félli úr gildi. Vit- að er, að ísland gæti vart né vildi undir slíkum kringumstæð- um viðhalda hernaðarmann- virkjunum, — og þá skal Bandaríkjunum heimilað að annast viðhald iþeirra. Með öðr- um orðum: Þessi samningur skuldbindur Island, jafnvel þótt honum væri sagt upp strax, til að lofa Bandarikjunum að við- halda flugvöllum, herskipa- höfnum og öðrum hemaðar- mannvirkjum á íslandi um lengri tíma og nota þau í stríði, jafnvel þótt íslenzk ríkisstjórn áliti Bandaríkin hefja árááar- stríð. Öll ákvæði þessa „samnings" miðast því við að tryggja Bandaríkjunum langvarandi hersetu í landinu og að gefa þeim átyllu til áframhaldandi hersetu eða nptkunar herstöðva hér í sína þágu, jafnvel þótt ísienzk stjórnarvöld álitu Banda rikin hef ja árásarstríð eða vildu vera laus við allar erlendar herstöðvar í landinu. Með sam- bykkt svona samnings er því verið að binda liendur kjós- enda landsins og komandi stjórnarvalda þess og gefa erlendu herveldi aðstöðu, sem bað samkvæmt þessum samn- ingi mundi nota í andstöðu við vilja meiri hluta þjóðarinnar og íslenzkra stjórnarvalda, ef þess- ir aðilar væru annars sinnis en Bandaríkjastjórn um hernaðar- aðgerðir. Þessi ákvæði eru eins lymskuleg og þau eru hættu- leg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.