Þjóðviljinn - 04.12.1951, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.12.1951, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 4. desemebr 1951 Hólmavikur, Isafjarðar og Vest- mannaeyja. ✓---—----------------------------------------- þjófmuiNN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjorar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttaritstjóri. Jón Bjarnason. B'.aðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Guðm. Vigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 16 á mánuði. — Lausasöluverð 75 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Réttum æskunni örfandi hönd Hin skipulagða kreppa sem verið er að leiða yfir íslenzku þjóðina bitnar ef til vill sárast á æskunni. Fyrsta bylgja atvinnuleysisins skall á skólafólkinu, það fékk enga atvinnu á vorin, þegar skólum lauk, varð varla matvinnungar á sumrin, og ófáir eru þeir draumar um nám sem brostið hafa þessi síðustu ár vegna fjárskorts. Eöa hvernig á ungt fólk að fara að því að stofna heimili á þessum tímum verðbólgu, peningaskorts og atvinnu- leysis. Hin andlegu áhrif þessa ástands hljóta einnig að bitna sárast á æskunni, þegar eðlileg bjartsýni og stór- huga framtíðaráætlanir rekast á eymd og volæði hins rúmhelga dags. Þeir árekstrar birtast á ýmsan hátt. Nokkur hluti æskufólksins lokar augunum af alefli, geng ur í Heimdall og skiptir á eðilegum framtíðardraumum sínum og Bandaríkjadýrkun, kenndri við súperman, í sjoppum Silla og Valda eða Holsteini. Annaö æskufólk gengur feti lengra í sömu átt, missir síðustu fótfestuna, leggst í drykkjuskap og tekur upp gripdeildir til að afla sér fjár. En stærstur er þó sá hluti æskunnar sem ekki missir fótanna, heldur reynir að gera sér grein fyrir erfiðleikunum og yfirvinna þá. Kjarni þess æskufólks er hin sósíalistíska æska, sem hefur aflað sér þekkingar á þjóðfélaginu og veit þess vegna hvernig hún á að haga baráttu sinni til þess jöfnum höndum að bæta aöbúnað æskunnar nú þegar og undirbúa þjóðfélag æskunnar,. skipulag sósíalismans. Það er engin tilviljun að starfsemi hinnar sósíal- istísku æsku í Æskulýðsfylkingunni hefur orðiö þrótt- meiri cg markvissari meö hinum skipulögðu árásum aft- urhaldsins á lífskjör almennings, það eru hin eðlilegu viðbrögð heilbrigðrar æsku. „Ekki skal gráta Björn bónda, heldur safna liði.“ Þegar ráöizt er á lífsafkomu og framtíðarmöguleika ungs fólks, þá beygir það auð- vitað ekki af, heldur hópast þéttar saman til að stöðva ránin og hefja nýja sókn til bættra kjara og aukinna möguleika. Og sú barátta gefur einnig tækifæri til heil- brigðra og menntandi verkefna, beinir starfsorkunni inn á eðlilegar bra-utir og er í algerustu andstöðu við sjoppu- líf það sem yfirstéttin reynir að halda að ungu fólki. Foreldrar þurfa ekki að bera kvíðboga fyrir hinni sósial- istísku æsku. En lánsfjárbannið og peningaskorturinn bitna auð- vitað á Æskulýðsfylgingunni af fullum þunga, og til þess að efla og auka starfsemina eins og nauðsynlegt er þarf mikið fé. Því hefur Fylkingin nú ráðizt í skyndi- happdrætti og sett sér það mark aö selja 20.000 happ- drættismiða á þrem vikum. Verkefnið er stórt, en það er einnig gengið að því af fjöri og eldmóði. Þegar að kvöldi fyrsta dags var hver tíundi miði seldur. En til þess að fullur árangur náist, þurfa allir vinir æskunnar að rétta henni örfandi hönd, allir fylgismenn Sósíalista- flokksins verða að taka beinan og óbeinan þátt í þessu átaki. Æskulýðsfylkingin er vaxtarbroddur Sósíalista- flokksins og hinnar rótttæku verkalýðshreyfingar og allt þaö sem henni er unnið er í þágu framtíðarinnar. Kolviðarhóll Mikill vágestur hefur heimsótt Kolviðarhól, eins og skýrt hefur veriö frá í blaðafregnum. Bandarískir her- menn hafa vanið þangað komur sínar með drukkin stúlkubörn í fylgd með sér og gerðu síðast tilraun til aö eiga þar næturgistingu með fylgdarliði sínu. Af þess- um ástæðum hefur komið óorð á Hólinn, og foreldrar eru að vonum uggandi við að æskufólk venji komur sín- ar þangað uppeftir. Þetta er hið mesta vandamál fyrir forráðamenn ÍR, sem á Kolviðarhól, en þeir hafa ekkert um atburðina vit- aö fyrr en eftirá og hafa auðvitað fullan hug á að koma í veg fyrir að slíkir atburðir endurtaki sig. En þegar þeir fóru að starfa að málinu ráku þeir sig á furðulega staðreynd: opinber stjórnarvöld höfðu engan áhuga á að hjálpa þeim. Lögreglustjórinn í Reykjavík kvaðst Troðningur í annatíma. Herjólfur skrifar:: „Bæjarpóstur góður. — Full- orðið fólk hefur oftast svo mikið sjálfsálit, að því dettur ekki annað í hug en að það sé á öllum sviðum til fyrirmynd- ar fyrir börn. En ég komst ný- lega að raun um, að á einu sviði að minnsta kosti væri ó- hætt að snúa þessu við. Flestir kannast við þann troðning, sem oft skapast við strætisvagnana á Lækjartorgi í mesta annatímanum á daginn. Stórir hópar fólks bíða þá eftir vögnunum, og er þeir loks koma á torgið, flýtir sér hver sem mest hann má, og vilja allir verða fyrstir inn í vagn- ana. Af þessu verður oft mikil þröng við dyr vagnanna — til stórbaga fyrir gamalt fólk og konur með börn. m Vandamálið leyst. Þetta vandamál hefur börn- um tekizt að leysa á svo prýði- legan hátt, að mér finnst á- stæða til að geta um það — og kannski getum við eitthvað lært af því. í úthverfum Reykjavíkur getur oft að líta börn, sem standa í skipulegum röðum við veginn. Ég vissi lengivel ekki, hvað þetta ’átti að þýða, þar til ég spurði lítinn frænda minn um það. Þau voru þá að bíða eftir skólabílnum, og hann sagði, að þau fengju ekki að fara upp í bílinn, nema þau skipuðu sér áður í slíkar raðir. Og aldrei hendir það, að neinn reyni að troðasij' fram fyrir annan, enda yrði sá hinn sami brátt illa liðinn í biðröðinni. En nú getur viljað til, að einhver sé dálítið seinn fyrir, en vilji þó gjarna lenda framarlega í röðinni. Þá er ekki annar vand- inn en að snarast út með skóla- töskuna sína og láta hana á sinn stað í röðina. Þá getur maður skorppið inn aftur og lokið við að borða eða búa sig, því enginn vogar sér að hrófla við töskunni. Hún hefur hér sama rétt og eigandinn“. Spurt um verðmismun. Hulda skrifar: ,,Um daginn voru auglýstar hér í blöðunum með töluverð- um fyrirgangi svokallaðar Alad dín-teppanálar, en þær eru m. a. ætlaðar til þess að gera með þeim mott.ur og jafnvel heil gólfteppi. Það var áreiðanlega uppi fótur og fit hjá ýmsum. og ég var ein þeirra sem fór á vettvang í Húsgagnaverzlun Austurbæjar þar sem nálarnar voru auglýstar. Ég keypti mér eina nál, og kostaði hún 85 krónur. Lét ég það gott heita, enda þó mér þætti verðið nokk- uð hátt. En nokkru síðar voru samskonar nálar auglýstar í Gefjun — Iðunn í Kirkjustræti, og kostuðu þar 40 og 45 krón- ur. Nú langar mig til að spyrja: I hverju liggur þessi verðmismunur ? Er eir.hver hér með óhreint mjöl í pokanum?" • Um snjó. Snæöldin er hafin. Hann má frjósa eins og hann vill. Hann má koma svo oft á norðan sem honum þóknast. Það skiptir ekki meginmáli þótt blómanna sjái hvergi stað framar. Sum- arið getur jafnvel enzt miklu lengur en litur þess grænkan. Og við tökum ekki meira mark á Almanakinu en Arnaldur í Kófinu á vökunni. En sem snæ- dúkurinn er breiddur á jarðar- borð, þá er ekki lengur að tvíla það: veturinn er kominn. Og sem Bæjarpósturinn hélt til vinnu sinnar í gærmorgun þá sá hann úr strætisvagninum hvar tveir snáðar leiddu skíðin sín á eftir sér á túninu hjá Undralandi. Því þegar snjórinn hefur verið breiddur á jörðina Framhald á 0. sxðu. Flugfélag Islands í dag er ráðgert að fljúga til Akureyi-ar, Vestm.eyja, Blönduóss og Sauðái'króks. Á morgun eru á- ætlaðar flugferðir til Akureyrar, Vestmannaeyja, I-Iellissands, Isa- fjarðar og Hólmavíkui'. Gullfaxi fór til Prestvikur og Khafnar í morgun. Flugvélin er væntanleg aftur til Rvíkur um kl. 17,30 á morgun. Næturlæknir er í læknavarðstof- unni, Austurbæjarskólanum. — Sími 5030. Næturvörður er í Reykjavíkur- apóteki — Sími 1760. yyr , 15.30—16.30 Miðdeg isútvarp. — (15.55 Fréttir og veður- fr.). 18.15 Fram- burðarkennsla í es perantó. — 18.25 Veðurfr. 18.30 Dönsltukennsla; II. fl. 19.00 Enskukennsla; I. fl. 19.25 Þingfréttir. Tónleikar. 19.45 Aug- lýsingar. 20.20 Fréttir. 20.30 Minnzt níræðisafmælis Hannesar Haf- stein: a) Erindi: Bernharð Ste- fánsson alþm. b) Sönglög við ljóð eftir Hannes Hafstein. c) Upp- lestur: Vilhjálmur Þ. Gíslason skólastjóri. 21.35 Erindi: Uppruni og innflutningur íslenzku flórunn- ar; II. Isaldargróður á Isiandi (Steindór Steindórsson menntask.- kennari). 22.00 Fréttir og veðurfr. 22.10 Upplestur: „Skýjafar", smá- saga eftir Pái H. Jónsson kenn- ara að Laugum (höf. les). 22.30 Kammertónleikar (pl.): Strengja- kvartett nr. 3 í Es-dúr op. 14 eftir Carl Nielsen (Erling Bloch kvartettinn leikur). 23.00. Hjónunum Guð- rúnu Hallgríms- dóttur og Árna ýS. Björnssyni, Fálka- ' götu 8, fæddist 13 Eimsklp Brúax-foss kom til Amsterdam 2. þm.; fer þaðan til Hamborgar. Dettifoss fer frá Rvík í kvöld til Vestmannaeyja og Akureyrar. Goðafoss fór frá Antwerpen 2. þm. til Hull og Rvíkur. Guilfoss fer frá Khöfn í kvöld til Leith og Rvíkur. Lagarfoss fór frá Davis- ville 28. fm. til Rvíkur. Reykja- foss fór frá Hamborg í gær til Gdynia, Gautaborgar, Sarpsborg, Osló og Rvikur. Selfoss fór frá Dalvilc 1. þm. til Rotterdam. Tröllafoss er í New York; fer þaðan væntanlega 6. þm. til Dav- isville og Rvikur. Vatnajökull kom til Rvíkur 2. þm. frá New York. Skipadeild SIS Hvassafell átti að fara frá Stokkhóimi í gærkv. áleiðis til Póllands. Arnarfell er væntanlegt til Genova í dag frá Bilbao. Jök- ulfell fór frá Rvík 1. þm. til New York. Skipaútgerð ríkisins Hekla er i Reykjavík; fer það- an á fimmtudaginn austur um land i hringférð. Esja er í Ála- borg. Herðubi'eið fór frá Rvík kl. 21 í gærkv. austur um Iand til Reyðarfjarðar. Skjaldbreið fór frá Rvík kl. 21 í gærkv. til Breiöa- fjarðar og Vestfjarða. Þyrill var á Vestfiörðum í gærkv. á norð- urleið. Ármann átti að fara frá Rvík í gærkv. til Vestmannaeyja. LoftleiBir h.f. í dag verður flogið til Akureyr- ar og Vestmannaeyia. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar, ekkert geta um það sagt hvort hægt væri að banna her- námsliðinu aðgang að Kolviðarhóli, og sýslumaðurinn í Árnessýslu taldi að hernámsliðið ætti að hafa jafnrétti við íslendinga á öllum sviðum á íslandi! Forráöamenn ÍR, hafa því ekki treyst sér til annan’s og meira en að biðja veitingamanninn á Kolviðarhóli að hleypa ekki inn setuliðsmönnum. Þótt Kolviðarhóll hafi sérstakhga orðið að dæmi um þetta mál, vofir sami ófögnuðurinn yfir öllum greiða- isölustöðum landsins, og víðar má finna dærni hliðstæð þeim sem geröust á Kolviðarhóli. En þennan ófögnuð verður að uppræta. Ef stjórnarvöldin fást ekki til aö skerast í leikinn, verður almsnningur að taka máliö í sín- ar hendur. Þau greiðasöluhús sem halda vilja hylli ís- lendinga verða að banna hernámsliðinu aðgang skilyrðls- laust, og fá til þess brautargengi hjá almsnningsálitinu. yf marka dottir 1 fyrradag, 2. des. Hjónunum Guðrúnu J. Guðgeirs- dóttur og Eyjólfi Jónssyni ]ög- fræðing, Meðalholti 12, fæddist 16 marka sveinbarn í fyrradag, 2. desember. — Silfurbrúðkaup eiga i dag hjón- in Skúlina Haraldsdóttir og Ein- ar Guðbjartsson, Efstasundi 6. 1 fyrradag voru gefin saman í hjónaband af séra Garðari Svavarss. ung- frú Guðríður Guðjónsdóttir og Helgi Gunnarsson, verkamaður. Heimili brúðhjónanna verður að Hraunteig 15. 1. desember opin- beruðu trúlofun sina Ragnhildur Smith, Hringbraut 74, og Stefán Ás- björnsson, Suður- götu 53, Hafnar- firði. — 1. desember opinberuöu trúlofun sína Ásta Eyjólfsdóttir, Veghúsastig 2, og Paul Pampichl- er, hljómsveitarstjóri. Bazar verður hjá Barðstrend- ingafélaginu í dag kl. 2. Margir góðir munir. ^«7* SÖNGÆFING í ® » Mfi®' Edduhúsinu við Lindargötu í kvöld. Tenór og bassi mæti kl. 8; sópran og alt kl. 8.30. — Mætið vel og stund- vislega. -sýningin í Þingholts- stræti 27. Opin frá kl. 16—22 daglega. Teiknimynda- sýning kl. 21.15 í kvöld. Ljósatími bifreiða og annarra öku- tækja er frá kl. 15,20—9,10. Bólusetning gegn barnavelki. Pöntunum veitt móttaka þriðju- dag 4, des. n.k. kl. 10—12 f.h. i sima 2781. Kirkjukvöld í Hallgrímskirkju í kvöld kl. 8.30. Dagskrá: 1. Erindi. Jónas B. Jónsson (fræðslufulltr.). 2. Söngur. Guðrún Á. Símonar. 3. Erindi. Bragi Friðriksson, stud. theol. Foreldrar: Leyfið börnum ykkar að sjá hinar fallegu rússnesku lit- kvikmyndir fyrir börn, sem nú eru sýndar í Austurbæjarbíói dag hvern, kl. 5. Skaftfellingafélagiö heldur aðal- fund sinn í kvöld kl. /8.30 í Tjarn- arcafé. Að loknum aðalfundar- störfum sýnir Vigfús Sigurgeirs- son kvikmyndaþætti úr Skaftafells sýslpm. Að lokum verður dansað.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.