Þjóðviljinn - 04.12.1951, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.12.1951, Blaðsíða 6
6) - - ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 4. dcsember 1951 52. DAGUR ast hana, þegar íg get það ekki. Ég verð einhvcrs staðar að ná í peninga — að minnsta kosti fimmtíu dollara. Gætir þú ekki hjálpað mér til þess? Fengið lán hjá einhverjum vina þinna í nokkrar vikur? Þú gætir borgað það aftur mjög bráð-. lega. Þú þyrftir ekki að borga mér neitt fyrir uppihald á meðan.“ „Hún horfði á Clyde svo eldheitum bænaraugum, að hann varð innilega snortinn. Og áður en hann gat komið með svar, eem yrði aðeins til að gera svip hennar enn dapurlegri, bætti hún við: „hinir peningarnir voru lianda henni, eins og þú sjálfsagt veizt, til þess að hún gæti komizt hingað eftir að — að“ — hún hikaði við en sagði loks — „eftir að maðurinn hennar skildi liana eftir í Pittsburgh. Ég býst við að hún hafi sagt þér frá þvi.“ „Já, hún gerði það,“ svaraði Clyde dapur í bragði. Því að óneitanlega var Esta illa á vegi stödd og verr en hann hafði gert sér ljóst. „Ó, mamma,“ sagði hann með miklar áhyggjur jdir fimmtíu dollurunum sem lágu í vasa hans og hann hafði ætlað sér að nota til annars — einmitt sú upphæð sem móðir hans bað um. „Ég veit ekki hvort ég get gert það eða ekki. Ég þekki strákana tæplega nógu vel til þess. Og þeir hafa ekkert betri peningaráð en ég. Ég gæti ef til vill fengið smálán, en það liti ekki vel út.“ Hann hixtaði á orðunum og kyngdi munn- vatni, því að hann átti ekki auðvelt með að ljúga svona að móður sinni. Hann hafði aldrei fyrr þurft að ljúga á svona auðvirðilegan hátt. Hann var með fimmtíu dollara í vasa sínum á þessari stundu, og annars vegar var Hortense og rnóð- ir hans og systir hins vegar, og peningamir kæmu móður hans að enn betri notum en Hortense. En hvað það var hræði- legt að geta ekki hjálpað henni. Hvemig gæti hann neitað henni um það? Hann sleikti varimar og þurrkaði sér um ennið, því að sviti spratt út um andlit hans. Honum fannst hann auð- virðilegur og lítilsigldur þessa stundina. „Og þú ert ekki með neitt á þér, sem þú gætir látið mig hafa?“ sárbændj móðir hans. Því að það var ýmislegt smávegis i sambandi við kringumstæður Estu sem þurfti að kaupa og hún hafði ekkert handa á milli. „Nei, mamma,“ sagði hann og horfði skömmustulega á móð- ur sína og flýtti sér síðan að líta undan, og ef hún hefði ekki verið svona örvílnuð og viðutan hefði hún séð lygina í svip hans. Hann þjáðist af sjálfsmeðaumkun og sjálfsfyrirlitningu sem blandaðist sorginni yfir örvæntingu móðurinnar. En hann gat ekki afborið að missa Hortense. Hann varð að eignast hana. Og samt var móðir hans svo einmana og ráðþrota. Það var skammarlegt. Það var svívirðilegt, reglulega auðvirðilegt. Einhvern tíma seinna hlyti hann refsingu fyrir þetta. Hann reyndi að hugsa upp önnur ráð — einhverja aðferð til að komast yfir meiri peninga. Ef hann hefði bara lengri tíma til stefnu — nokkrar vikur í viðbót. Ef Hortense hefði ekki einmitt viljað eignast iþennan pels núna... „Eitt get ég gert,“ hélt hann áfram aulalegur á svip, meðan móðir hans hélt áfram að skella í góm í örvæntingu. „Er nokk- ur hjálp í fimm dollurum?“ „Það er að minnsta kosti betra en ekki,“ svaraði hún. „Ég get notað þá.“ „Ég get látið þig hafa þá,“ svaraði hann og ákvað að bæta 'þá upp með þjórfé sínu í næstu viku og vona hið bezta. „Og í næstu viku skal ég reyna það sem ég get. Ef til vill get ég látið þig hafa tíu dollara þá. Ég varð að fá lánað til að láta þig fá peningana um daginn, og ég er ek"k; búinn að borga það til fulls, og ef ég fer fram á meira núna, þá halda þeir — já, þú veizt hvernig það er.“ Móðir hans andvarpaði og var að hugsa um hvað það væri óþægilegt að þurfa að leita til sonar síns í nauðum sínum. Og einmitt þegar hann var að byrja að ná fótfestu. Hvemig mundi hann líta á allt þetta síðar meir? Hvað mundi hann 'lialda um hana —- um Estu — um alla fjölskylduna ? Þótt Clyde væri metnaðargjarn, hugrakkur og vildi gjarnan verða sjálfstæður, þá hafði hún aldrei álitið hann líkamlcga, siðferði- lega eða andlega sterkan. Hina viðkvæmu lund virtist hann hafa fengið að erfðum frá föðurnum. Það var yfirleitt auðvelt að æsa hann upp — koma honum út úr jafnvægi — og þrek hans og þolgæði voru víst. af skomum skammti. Og nú þurfti hún, vegna ógæfu Estu, dugleysis manns síns, að varpa stærri og stærri byrðum á liann. „Jæja, ef þú getur það ekki, þá nær það ekki lengra,“ sagði hún. „Ég verð að hafa einhver önnur ráð.“ En hún sá engin sköpuð ráð í svipinn. SAUTJÁNDI KAFLI Ökuferðin, sem Hegglund og vinur hans bflstjórinn höfðu á- kveðið og skipulagt næstkomandi sunnudag, var ekki farin þá Bíllinn — sem var glæsilegur Packard — var ófáanlegur þann dag, heldur þurfti að nota hann á fimmtudag eða föstudag í síðasta lagi. Því að — eins og þátttakendum hafði verið til- kynnt, þótt sannleikanum hefði ekki verið fylgt til fulls — bíllinn var í eigu herra Kimbark, roskins og vellauðugs manns, sem var á ferðalagi í Asíu. Og það var ekki sannleikanum samkvæmt, að ungi maðurinn væri bílstjóri lijá herra Kimbark, heldur var hann sonur umsjónarmanns á einu fjárbúi herra Kimbarks, léttúðugur og fífldjarfur. Og þessi sonur vildi gjara an láta líta svo út að hann væri annað og meira en sonur —oOo--oOo— —oOo— —oOo— —oOo-oOo— —oOo— BARHASAGAN Sagan af Finnu forvitru 3. DAGUR Aðíanaadagskvöld jóla vildi Finna láta þvo Geir um höfuðið; var hans þá leitað, og fannst hann hvergi. Finna spurði fóstru Geirs, sem þar var og, hvort það væri vandi hans; hún sagði, að langan tíma hefði hann engin jól heima verið, og grét þá stórum. Finna hað fólk hams eigi leita og sagði hann mundi skila sér sjálfur, þá hans tími væri kominn. Hún bjó til veizlu eftir vanda og lét ekk- ert á sér festa um buriveru Geirs. Þá er lokið var veizlunni og fólk var allt til svefns gengið, stóð Finna upp cg tók Sigurð bróður sinn með sér; þau gengu til sjávar og hrundu fram bát og reru til einnar eyjar ekki langt frá. Finna bað Sigurð gæta skipsins, meðan hún gengi á land, og gjörði hann það. Síðan gekk Finna á land og þar til hún kom að einu litlu húsi, þó vel bvggðu; þar stóð hurð á hálfa gátt, ljós brann í húsinu, og rekkja var þar vel búin. Þar sá hún Geir bónda sinn liggja í rekkíunni og hafa honu í faðmi. Finna setti sig á gólfið fyrir neðan rúmstokkinn og kvað vísu: [Sá ég suöur til eyja, sá eg þar ljós á lampa, Ijúfan mann á leiki í Hnskyrtu hvítri; haföi hár fyrir augum, hvern annan vænleik msiri; þeim einum mundi ég manni mín til í huga segja. Sjómannafélagið Framhald af 3. síðu. voru. Reynslan hefur fært far- mönnum heim sanninn urn að þessir samningar eru á engan veg svo sem þeir höfðu gert kröfur um. Farmenn hafa misst allt traust á þessum mönnum og þeir munu sýna það vi’ð stjómarkjör það, sem stendur yfir, og kjósa nýja forustu í félagið, lista starfandi sjó- manna, B-listann. Þannig er um þessa forustu S.R. í einu og öilu, sem Sæ- mundur telur að öldur aftur- halds og ofstækis hafi brotn- að á í um hálfan fjórða tug ára. Þeir hafa reynzt vika- liprir í þjónustu sinni við at- vinnurekendur og munu reyn- ast það enn, enda studdir af atvinnurekendum, svo sem Sæ- mundi sjálfum, margföldum forstjóra, Friðsteini, forstjóra Vega, Jóni Axel Péturssyni, for stjóra Bæjarútgerðar Reykja- víkur, Oddi Jónassyni, forstj. Glæsis, Þórði, hreppstjóra á Sæbóli, Brynjólfi, forstjóra Ti-yggvaskála o. fl. atvinnu- rekendum. Hjá þeim geta sjó- menn ekki vænzt neiimar að- stoðar í kjaramálum sínum. Nú kjósa þeir því B-listann, lista starfandi sjómanna. Kosið er í dag frá kl. 10—11,30 f. h. og 3—6 e. h. á skrifstofu fé- lagsins, Hverfisgötu 8—10, (Al- þýðuhúsinu). Kjósið XB-lista.. Sjúkrahús Framhald af 8. síðu.' lagi rikisstjóðs, sem er 40% Heillaskeyti bárust frá Lúð- vík Jósepssyni og frú í tilefni þess áfanga sem nú hefur verið náð í þessu miki'sverða máli bæjarins og raunar alls Aust- urlands. — Fréttaritari. BÆJARPÓSTUR Framhald af 4. síðu. þá bera litlir drengir skíði á borð. En það er aldrei vetur innan Hringbrautar. og þess vegna slettu bílamir þar for- inni hver á annnn í fullkomnu virðingarleysi við hið göfuga efni, snjóinn. Framan við Mar- tein Einarsson var snöggklædd- ur maður méð-reku og skaraði krapinu út af gangstéttinni. Og bað féll snjóflyksa fram af húsi við K’apparstíginn, og breyt.tist í aurlefju. Til athugunar: Hvaða skáld hefur ort kvæcið um snjóinn hvíta sem breytist í aur á gangstígum manna.nna ? rSIXtXMIU N er opinn daglega kl. 1—7 og á sunnudögum 1—10. SÖFNIN: Landsbókasafnlð er opið kl. 10— 12, 1—7 og 8—10 alla virka daga nema laugardaga kl.10—12 og 1—7. Þjóðskjalasaínið er opið ki. 10—12 og 2—7 alla virka daga nema laug- ardaga yfir sumarmánuðína kl. 10—12. — Þjóðminjasafnið er lok- að um óákveðinn tíma. — Idsta- safn Einars Jónssonar er opið kl. 1,30—3,30 á sunnudögum. — Bæj- arbókasafnið er opið kl. 10—10 alla virka daga nema laugardaga kl. 1—4. — Náttúrugripasafnlð er opið lcl. 10—1Ö á sunnudögum kl. ITngbarnavernd Líknar Templara sundi 3. Opið þriðjudaga 3,16—4 og fimmtudaga 1,30—2,30. GENGISSKBÁNING. 1 £ kr. 46.70 1 $ USA kr. 16.32 100 danskar kr. kr. 236,30 100 norskar kr. kr. 228.60 100 sænskar kr. kr. 315.50 100 finnsk mörk kr. .7.00 100 belsk. frankar . kr. 32.67 1000 fr. frankar kr 46:63 100 svissn.fr. kr. 373.70 100 tékkn. kr. kr. 32.64 100 gyllini kr. 429.90

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.