Þjóðviljinn - 03.01.1952, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 03.01.1952, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 3. janúar 1952 — ÞJÖÐVILJINN — (3 Eggjaði skýin öfund svört, upp rann morgunstjarna. Byrgið hana, hún er of björt, helvítið að tarna. Þa'ð hefur margt skeð á þessu iandi, allt frá sárustu þjáningum og dýpstu niðurlæg- ingu til björtustu afreka mannsandans. En það hefur aldrei skeð eins skrýtið og nú. Hér hefur um áratug verið velsæld, séð frá sjónarmiði þess vestræna, hvað alþýðu snertir. Valdhafarnir höfðu gegn vilja sínum verið neyddir til að kaupa vélar og skip, og út- flutnings- og sölumöguleikar voru svo miklir að ekki var hægt að fullnægja eftirspurn- inni. Þa'ð skrýtna sem skeði var það, að þrír flokkar í þessu landi sórust í fóstbræðraiag um það að hefta þessa þróun, því þjóðinni gæti aldrei vegnað vel nema við notasælt atvinnu- leysi og nauðþurftir af skorn- Veitmgar Þ]óð- leikhússins Þegar vitneskja barst út sl. sumar um, að stjórn Þjóðleik- hússins ætlaði að hætta við að hsfa sjálft veitingastarfsemi í húsinu, en leigja veitingaað- stöðuna með öllum áhöldum, er á staðnum voru fyrir kr. 10. 000,00 á mánuði, þá varð ég -þess vör, að mönnum, sem ekki voru kunnugir málum, þótti sennilegt, að leikhúsið hefði haft minni tekjur af reikG<trinum, meðan ég hafði á hendi forstöðu veitinganna fyr- ir þjóðleikhússtjórnina, heldur en hægt væri að fá með um- ræddum leigukjörum. Til að fyrirbyggja frekari misskilning í þessu efni, leyfi ég mér hér með að birta fnð- urstöðutölur um rekstraraf- komu af veitingastarfsemi leik- hússins eftir 12 mánuði eða frá 20. apríl 1950 til 7. júlí 1951 að frá dregnu 2ja mán- aða sumarleyfi 1950, þegar engin leikstarfsemi eða veit- ingar voru í húsinu. Netto tekjur Þjóðleikhúss- ins af rekstri veitinganna eft- ir þessa 12 mánuði urðu kr. 16fj.945.84 eða til jafnaðar kr. 13.912,15 á mánuði, að frá- dregnum veitingaskatti. 1 tæplega 11 mánuði af starfstíma mínum var húsið ekki svo fullbúið, að leyfileg væri önnur sala en á gosdrykkj um og sælgæti, en síðustu 5 vikurnar af þessum umrædda tíma eða nánar tiltekið frá 1. júní til 7. júlí var hægt að koma við kaffiveitingum til leikhúsgesta. Þann tíma var netto hagnaður kr. 34.367,50 eða vikulega kr. 6.873,50. Vegna þess, að ekki var full- gengið frá útidyrum leikhús- kjallarans og aðstöðu til hrein- lætis í sambandi við eldhús og geymslur, leyfði borgarlæknir ekki, alla þá stund, sem rg hafði á hendi forstöðu veiting- anna, að matarveitingar færu þar fram, en nú mun ætlast til, að húsið verði fullgert bráð- lega, svo að leigutaki geti haft þar matarveitingar, fyrir sinn reikning, Er svo ráð fyrir gert, að 250 til 300 manns geti setið þar til borðs í einu, og er allur borð- búnaður miðaður við þá gesta- tölu. Vænti ég, að þe'~sar skýring- ar nægi til að sýna, svo að elglíi verði um deilt, að skipu- lagsbreytingin á rekstrj veit- inga Þjóðleikhússins, sem þjóð- leíkhússtjórnin mim hafa kom- iðfsér saman um áð gera í júlí- mánuði, liéfní 'e'itki verið ákveð in> af því að reksturinn væri ó- hagkvæmur fyrfr'leikhúsið. Kristín Jóhanns. Ha&ldór Péturssön: um skammti. Þessi öfugþróun hófst með stjórn Stefáns Jó- hann og hefur haldið linnu- laust áfram síðan. Á Stefáns- vaktinni var gengislækkuninrii raunverulega komið á, þó hún væri lögfest síðar. Þá byrjaði frystingin á fé bankanna, sem nú er að koma atvinnuvegunum í þrot og þá var þjóðin hneppt í hina bandarísku herkví. Alþýðuflokkurinn eða A-li B- aba, þykist nú vera á móti gengislækkun og atvinnuleysi, en enginn tekur á því mark, þar sem svo virðist sem Vil- hjálmur Þór hafi eftir einhverj um dularfullum lögmálum tek- ið flokkinn upp á hinn íslenzk- bandaríska eyk og gert hann að sínum náunga, líkt og Guð- mundur ríki gerði við Rindil forðum. Blaðið hefur líka í launaskyni tekið ofan höfuðið eins og draugarnir gerðu hér áður og veifar þvi í ákafa Sjálfstæðisflokkurinn hefur auðvitað alltaf samkvæmt eðli sínu viljað éta sjálfstæði ann- arra í allar máltíðir og ekki hefur skort hjálp hjá Fram- sókn að vera þar bitabam. Her- mann og Eysteinn ætluðu að gera sig stóra með því a'ð rísa á móti „skapara" sínum, en fór eins og flestum litlum. hugs uðum, að þeir gleymdu hinni gullnu arfsögn um „gýgjarsyn- iná“, þótt þeim tækist áð láta „nátttröilið" daga uppi. Það virtist í byrjun að þjóð- in ætlaði að trúa á hina nýju hungurvöku, en taflið er nú að snúast við. Menn geta í blindni afneitað sannfæringu sinni, en þa'ð gengur ver með sjálf líf- færin, því enn er ekki svo mikið benjamín í blekkingunni. Sósíalistaflokkurinn hefur opnað augu þjóðarinnar fyrir því að velsældin bíður við bæj- ardyrnar, ef við höfum mann- skap til að reka höfuðið út úr dyrunum. Við eigum nú um tvennt að velja, að fullnýta atvinnutaéki okkar og leyfa frjálsa sölu á' afurðunum, e'ða hverfa áratugi aftur í tímann með lifnaðarhætti okkar. Sumir segja, við eigmn nú volduga andstæðinga að etja, en þetta er bara oftrú. Takist fólkinu að koma auga á að sameinast um það eitt að nýta atvinnu- tækin, geta hinir ekkert gert. Þeirra einasta. von er að koma okkur á kné með sultin- um. Einhuga þjóð getur enginn heft eða svelt. Sá múr sem vi'ð þurfum fyrst að brjóta er láns- fjárkreppan, annað skæðasta vopn andstæðingsins. Hún er þannig til búin að okkur er sagt að það sé ekkert fé til. Lánsfjárkreppan er heim- alningur stjórnarinnar og hvert barn getur skilið hvernig hún er til orðin. Þegar gengisfell- ingin fór fram var krónan fell'd yfir 70% gagnvart dollar. Það þarf ekki neinn speking til að sjá áð eftir þessa ráðstöfun þurftu atvinnuvegimir stórum meira fé til þess að framleiðsl- an gæti haldist í eðlilegum gangi. Auk þess höfum við í gegnum hinn bandaríska Kið- hús, fest um 400 millj. í mót- virðissjóði. Þessa peninga meg- um við ekki hreyfa nema með leyfi stjúpforeldranna, en ann- ars hefðu þeir haldist áfram í rekstrinum. Finnst mönnum nú undur þó skorti lánsfé þar sem ekkért hefur komið á móti; þetta skilja allir nema stjórnin og Benjamín. Vegna lánsfjárkreppunnar hafa skipin okkar orðið að sigla út með fiskinn óverkaðan. Þetta er ekki af illmennsku hjá atvinnurekendum, heldur hinu, að þeir fá ekki fé ,til að greiða kostnað við aflann þar til hann er söluhæfur í öðrum og dýrara farmi. Árangurinn af þessu verður auðvitað sá, að frysti- hús og verksmiðjur hafa ekk- ert til að vinna úr og fólkið gengur atvinnulaust. Hvað væri nú sagt um bónda sem skæri lömbin sín á vori og fullyrti a'ð það borgaði sig ekki að láta þau stækka, en þetta er nákvæmlega sama ,,ídean“. En hversvegna má þá ekki gefa út nýja seðla til að bæta úr þessu ástandi. IJt á hvað á að gefa seðla, ef ekki framleiðslu, sem er fyrir hendi og markað- ur er fyrir. Er kannske gull bak við seðlana okkar. Spyrjið fólkið, sem átti fé á sparisjóði þegar gengið var fellt, hvort það hafi fengið gullkrónur á eftir. Svo dirfast þessi dusulmenni að koma í útvarpið og hvetja fólk til að spara og leggja á banka, svo hægt sé að stela því á næsta næturfundi Alþing- is, með gengisfellingu. Þrátt fyrir allt benjamínsatið og annan áróður, er fólkið að vakna og sjá hvað að því snýr, jafnvel langt inn í raðir borgar anna er hrópað niður með stjórnarstefnuna. Stjórnarliðið hefur ekki tekið það með í relkninginn, að þeirra menn vilja rétt til at- hafna, aðeins lítill hluti getur grætt á algerðu hruni. Sá gróði er auðvitað stór, enda fast sótt. Það sem fólki'ð sér er þetta. Fyrir farm af saltfiski sem togari siglir út með óverkaðan. fær hann um 300.000 krónur og við göngum atvinnu- laus. Sé fiskurinn verkaður í landinu er hægt að selja þenn- án farm á 12 hundruð þúsund krónur og við höfum atvinnu. Togari sigiir með ísfisk og selur hann á 750 þúsund, en væri hann unnirm hér i landi. væri vrrðmæti hans 11—12 hundruð þúsund krónur. Togarafarmur af karfa er seld ur óunninn á 325 þúsund kr. en ef við breytum honum í lýsi og mjöl fæst fyrir hann 1112 þúsundir króna. Bæði samband ísl. útvegs- manna og hraðfrystihúsin vi'ð- urkenna að hægt sé að selja mikið meira magn af fiski, ef hægt sé að fá hann veiddan. Á sama tíma eru tveir bátar að skrölta fyrir Norðurlandi, tveir eða þrír í Reykjavík að halda við soðningu. Fólkið veit að stjómin og bankarnir banna þessum bát- um áð stunda veiðar, í gegnum lánsfjárkreppuna. Á Vestfjörðum þar sem beztu fiskimið heimsins blasa við augum, má segja að ríki alger neyð, vegna. þessarar stjórnar- stefnu. Fólkið má bara horfa á togarana laumast þarna fram hjá á útleið, með fiskinn. Mikið er langlundargeð ís- lenzkrar alþýðu og fyrir hvern er hún að svelta? Nokkrir tog- arafarmar á hverjum stað gætu leyst allt atvinnulíf úr læ'ðingi. Norðfjörður' er glæsi- legasta dæmið hvað hægt er að gera, þrátt fyrir lánsfjár- kreppu. Þar liefur fólkið án pólitískra skoðana tekið forustuna og -hagnýtt framleiðslutækin í sína þágu, svo sem auðið er í okkar þjóðfélagi og tekist að halda uppi atvinnu fyrir þorpsbúa. Ánnað dæmi er Húsavík. Þar voru fyrir ári síðan steinrunn- in öfl, sem voru búin að drepa allt atvinnulíf í dróma. Það sem gerðist þar var það, að fóikið sá að sér, skipti um for- ustu í lireppsnefnd og verka- lýðsfélaginu. Nefnd var síðan kosin og send á fund ríkis- stjórnarinnar og bankanna, sem átti að koma því í fram- kvæmd að fullgert yrði frysti- hús er þar var á staðnum. — Nefndinni fylgdu til skips hæðn ishlátrar heldri manna, en þrátt fyrir það lagði nefndin þau spil á borðið fyrir máttarvöldin hér syðra að þau urðu að láta und- an. Frystihúsið var fullgert og þar er nú næg atvinna. Fyrir nokkru voru þar 70 manns í vinnu eitt kvöld, i ekki stærra þorpi. Þetta er leiðin sem fara skal. Undir forustu Dagsbrúnar hafa þessi sömu máttarvöld nú neyðzt til að lofa því að tog- ararnir skuli leggja hér upp eitthvað af afla sínum. Aðrir munu á eftir koma og ég trúi því ekki að Vestfirð- ingum hnjósi ekki hugur við því til lengdar, áð svelta börn sín í þágu íslenzkra og erlendra auðmanna. Sumir sem kannske hafa ekki kynnt sér þessi mál í kjöl ofan munu hrópa': Þú lýgur þessu öllu, valdamenn þjóðar- innar geta ekki verið þessi ill- menni að þjóna þeim sjónar- miðum, sem hér hefur verið lýst. Trúið ekki mér, en athug- ið söguna, hún lýgur aldrei. Lesið Sturlungu. Voru lands- sölumenn þeirra tíma eitthvert úrkast þjó&arinnar. Nei það voru einnig nýríkir og valda- gráðugir menn, sem vildu verða stórmenni á kostnað þjó'ðarinn- ar. Alveg sama verður uppi með innlenda höfðingja meðan við háðum stríð okkar við Dani. Hvernig voru konung kjörnu þingmennirnir. Stjórnin hefur lagt spilin á borðið og það. er okkar að þekkja þau. Benjamín segir í sínu áliti. „Iðnaðurinn á að fara í rúst og má deyja.“ Þetta er nú a’ð komast í framkvæmd. Ekkert kemur í staðinn, sem þetta fólk getur fengið atvinnu við. Hvað kemur honum við þó þúsundir verði atvinnulausar og svelti, ef lians keypta sjónar- mið, nýlendustigið, verður of- aná. Gegnum allt braskið með sjálfstæði þjó'ðarinnar, hafa nú- verandi þríflokkar undirgengist það að koma þjóðinni á ný- lendustigið gegn því að þeirra menn fái fullsælu og fríðindi. Annað en þetta getið þið ekki fengið út úr sögunni ef þið lesið hana áfram: Hversvegna haldið þið að Stefán Jóhann hafi verið hafð- ur á oddinum þegar rætt var um viðbótarbandalagið í þing- inu núna, og hann í stjórnar- andstöðu. Var það kannske þetta: Ef þú gengur nú ekki fram fyrir skjöldu nú, verður flokkurinn sviftur framlaginu. Við verðum að vita alveg hvernig málin standa til þess að geta rétt vígstöðu okkar. Og við látum ekki hrekja. okkur lengra. Fet fyrir fet sækj um vi'ð fram og gerum aðstöðu okkar betri með því, með því einu, sem gagnar: að breyta hverjum sigri á vettvangi verka lýðsfélaganna i pólitískan sigur. Hvað gagnar okkur í raun og veru kauphækkun, ef þeir sem á þingi sitja geta stolið henni á eínum næturfundi á Al- þdngi. Þetta er leiðin út úr öng- þveitinu, önnur leið er ekki til. Halldór Pétursson. 32 IsSendingar fórust í sjóslysum 1951 Á árinu 1951 fórust 32 Is- lendingar af völdum sjóslysa eða drukknuðu við land, eftir því sem skrifstofu Slysavarna- félags Islands er kunnugt, þessi skip hafa verið flokkuð þannig: A. manntjón: Með skipum, sem fórust 3 menn. Féllu útbyrðis vegna brotsjóa 11 menn. Dóu af slys- förum 3 menn. Drukknuðu við land 15 menn, samtals 32 menn. Frá stofnun Slysavarnafélags íslands og til ársloka 1951 hafa 35 menn fallið fyrir horð af togurum og drukkriað. Af þeim 11 mönnum, er féllu útbyrðis 1951 eða urðu fyrir brotsjóum, voru 7 skipverjar af togurum og 4 á smærri vélbát- um. I desembermánuði einum drukknu'ðu þannig 4 skipverjar af fjórum togurum. Af þeim 15 mönnum, sem drukknuðu við land voru 5 sjómenn, hitt voru börn eða menn újf landi. • • «• ■ B. skipatjón. M.b. Vísir RE 225 sökk 4 sjómílur út af Staðarbergi, 13 smál. M.b. Björn Jörimdsson EA 626 sökk við Snæfellsnes, 26 smál. M.b. Ásbjörg HV 5 strandaði í óveðri á innanverðri Skagaströnd, en náðist á flot seinna. 26 smál. M-b. Sigurfari VE 138 sökk við Vestmannaeyj ar, 24 smál. M.b. Keflvíkingur KE 44 brann og sökk 80 sjóm. n.v. af Garðskaga, 64 smál. M. b. Svanhólm RE 232 fórst útaf Hornströndum, 15 smál. — Sam tals 168 smálestir. Hér eru aðeins talin þau skip, er hafa eyðilagst eða þau, er áhafnir hafa bjargast úr í aug- ljósum háska. Mörg önnur skip og bátar hafa orðið fyrir meira og minna tjóni, en sem hér er ekki meðtalið, því engin manns- líf voru talin þar í hættu, og tjónin ,í flestum tilfellum verið bætt. C. erlend skip: B.v. Karlsburg Dahn strand- aði og sökk við Reykjanes, ca. 300 smál. M.s. Island siglt nið1- ur af brezkum togara við Vest- mannaeyjar, 150 smál. M.s. Al- vin færeyskt fiskiskip, fórst í ofviðri útaf Dyrhólaey, 50 smá- lestir. — Samtals'500 smálest- ir. Er hér um mun minna tjón að ræða á erlendum skipum hér við land en um mörg undanfar- in ár. I fyrra hefur tjón á er- lendum skipum hér við land orðið einna mest: 12.575 smá- lestir. Björgun mannslífa hefur eins og oft áður orðið mikil og giftudrjúg á síðast liðnu ári. Eftir fví sem Slysavarnafélagi Islands er kunnugt, þá hefur samtals 88 manns verið veitt mikilsverð björgunaraðstoð á árinu; þar af 29 fyrir atbeina Slysavarnafélags Islands og björgunarsveita þess. EJr þó ó- talin sú mikla aðstoð, sem björgunarskipin og varðskipin veita sjófarendum við að draga vélbilaða báta að landi oft í verstu veðrum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.