Þjóðviljinn - 03.01.1952, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 3. janúar 1952 — ÞJÓÐVILJINN — (5
GIJÐRClV PÉTUKSDÓTTIR
FÆDD 7. MAÍ 1910 — DAlN 22. DESEMBER 1951
Halldór
JForsaeti fjiðarjíingsins í Stoklíhólnii. Einn forseti var frá hverju Norðuriandanna og var
Kiljan Laxness fuiltrúi Isiands.
EINAR BRAGI SIGURÐSSON:
ÞANKAR UM FRIÐINN
— Frá norræna friðarþinginu í Stokkhólmi —
Ðagana 30. nóvember — 2.
desember s.l. var norrænt frio-
arþing háð í Stokuthólmi. Þing-
ið sátu 617 kjörnir fulltrúar
frá ýmsum friðarsinnuðum fé-
lagssamtökum, einkum verka-
lýðsfélögum á öllum Norður-
löndum. Auk kjörinna full-
trúa mættu á þinginu margir
aðrir norrænir friðarvinir og
gestir frá öðrum löndum. Alls
munu því hafa verið hér hátt í
700 manns. Þessir Islendingar
eátu þingið: Drífa Viðar Thor-
oddsen, Kristín Jónsdóttir,
Halldór Kiljan Laxness, Björn
Franzson og undirritaður. Auk
þess var íslenzk kona, Krist-
björg Ólafsdóttir Selnes, mætt
sem fulltrúi friðarvina í Þránd
iheimi.
Það er mikil mannleg gæfa
að hafa fengið tækifæri til að
sitja. svona friðarþing. Ég held
að á þessum þremur dögum
hafi ég heyrt fleiri göfugar
hugsanir lyfta sér á flug en á
allri ævinni áður, og þó hef
ég alla tíð umgengizt fólk, sem
er nægilega fátækt til að hafa
efni á að taka fagrar hugsjón-
ir fram yfir baunadisk.
Við verður að þola það sem
óumflýjanlegt böl, að blöð,
tímarit, bækur, kvikmyndir,
útvarp og illgjarnir orðhákar
ausi yfir okkur sýknt og heil-
agt hatri, tortryggni, stríðsæs-
ingum og ósannindum. Flestir
þekkja eflaust af eigin raun,
hve erfitt er að halda sér hrein-
um í þessum eiturflaumi. Þess
vegna er það eins og þrifabað
fyrir sálina að koma allt í
einu á þing, ,þar sem allir tala
um frið, þar sem yfir sex
hundruð fulltrúar fjölmennra
félagssamtaka í fimm þjóðlönd
um mætast til að sverja friðn-
um hollustu, skiptast á upplýs-
ingum og ráðum, eggja hver
annan lögeggjan að leggja
fram lið sjtt til að varðveita
frið í heiminum. Maður leysist
úr álögum við svo fagnaðar-
ríka staðfestingu þess, að und-
ir óhreinu hrönglinu, sem hæst
ber, er fljótið á hreyfingu,
tært og djúpt og öflugt. Mað-
ur sannfærist um, að þetta
fallþunga fljót mun óhjákvæmi-
lega hryðja hrönglinu á haf út
— og því fyrr sem við skiljum
betur okkar vitjunartíma. Frið-
arhreyfingin er óumdeilanlega
orðin sterkasta afl heimsins.
Hvernig höfum við Islend-
ingar þá rækt skyldur okkar
við friðinn?
Maður verður dálítið sneypt-
ur, þegar erlendir friðarvinir
spyrja: Hvað líður friðarbar-
áttunni á íslandi? Maður verð
ur sneyptur yfir að geta ekki
svarað slíkri spumingu í eitt
skipti fyrir öll á sama hátt og
Halldór Kiljan Laxness í við-
tali við Vlaðamenn hér: að ís-
lenzka þjóðin sé ein allsherjar
friðarfylking, að hún elski all-
ar þjóðir og unni þeim allrar
blessunar.
Það er napurt að þurfa að
færa öðrum þjóðum frekari
sannanir fyrir friðarvilja Is-
lendinga en þær, að við höf-
um aldrei í sögu okkar flekkað
skjöld Islands blóði annarra
þjóða. En samt er það nauð-
Jsynlegt. ^
I Þeir Jslenzku ólánsmenn,
sem hafa dregið ísland inn í
stríðsfélög og selt land okkar
undir árásarstöðvar, hafa kom
á íslenzku þjóðina óorði, sem
hún verður að hrinda af sér.
Það stoðar ekkj lengur að-geta
sannað með tilvísun til sögunn-
ar, að við höfum aldrei sýnt
öðrum þjóðum áreitni, þegar
allur heimurinn veit, að Island
er opinber aðilj að hernaðar-
bandalagi, sem meira en helm-
ingur mannkynsins telur bein-
an arftaka hins andkommún-
istíska morðbandalags möndul-
veldanna. Við getum ekki
hreinsað mannorð okkar með
því að skýra frá, að morð sé
nær óþekktur glæpur á Islandi,
þegar allt mannkynið veit, að
meðal annars í nafni íslenzku
þjóðarinnar liafa verið myrtir
í Kóreu 30 sinnum fleiri mann-
eskjur en búa á íslandi.
Aðeins með því að taka virk-
an þátt í baráttu mannkyns-
ins fyrir friði í heiminum get-
um við sannað öðrum þjóðum,
að við elskum þær og unnum
þeim friðar og hamingju. Með
engu móti öðru getum við
þvegið mannorð okkar í aug-
um grannþjóðanna, sem telja,
„að Norðurlönd séu stödd í
stórauknum voðá, síðan Island
var hernumið af erlendu her-
liði,“ eins og segir í einni af
samþykktum þingsins. Og við
eigum enga aðra leið um að
velja til að bægja frá okkar
eigin dyrum þeirri tortíming-
arhættu, eem íslenzku þjóðinni
er búin, síðan land okkar var
gert að herstöð.
Það þurfti aðeins fámennan
hóp til að farga heiðri Islands.
En það er ekki á valdi tak-
markaðs fjölda að bjarga hon-
um á ný. Það verður að vera
verk allra íslenzkra manna
sem vilja frið — hvaða skoð-
anir sem þeir hafa um orsak-
ir þess, hve ófriðlega horfir í
heiminum, hverjum augum sem
iþeir líta á islenzk innanlands-
mál, hvort sem þeir eru trú-
aðir eða trúlausir. Varðveizla
friðarins er sameiginlegt hags-
munamál manna af öllum þjóð-
um, öllum stéttum og stigum,
og norræna friðarþingið er ó-
yggjandi sönnun þess, að þeir
geta með prýði starfað saman
í bróðerni að framgangi þessa
höfuðsmáls, livað sem annars
ber á milli.
Ég nefni aðeins sem dæmi, að
einn norsku fulltrúanna bar
fram tillögu um, að jóladag-
urinn, sem í hönd fer, yrði
gerður að almennum bænadegi
fyrir friði á jörðu og heitið
yrði á alla presta á Norður-
löndum að tala við söfnuði
sína um frið og vináttu þjóða í
milli í jólaprédikunum sínum.
Ég get ímyndað mér, að margir
hinna iviðstöddu hafi haft litla
trú á mætti bæna. En engum
datt í hug að gera lítið úr þess
ari tillögu fyrir því. Við vorum
ekki samankomin til að gagn-
rýna viðhorf hvert annars til
stjórn- eða trúmála, heldur til
að styrkja hvert annað í bar-
áttu fyrir sameiginlegum mál-
stað. Tillagan var samþykkt
einróma einfaldlega vegna þess,
að öllum var ljóst að hún var
flutt í góðri meiningu, sprott-
in af þeirri trú flutningsmanns
og skoðanasystkina hans, að
með þessu móti væri hægt að
vinna málstað friðarins mikið
gagn.
Það kom ótvírætt fram í um-
ræðum, að sumir álitu vestur-
Framhald á 7. síðu.
„Svala ljóð þau
hverri hjartans und“.
Dauðinn, tryggastur allra
förunauta, sótti hana heim síð-
astliðna Þorláksmessu —- allt
var þá að verða svo jólalegt á
heimilinu. Búið var að setja
upp ný gluggatjöld og vegg-
fóðra stofuna, síðast þegar ég
kom var hún að tala um
hvað hún hlakkaði til að fá
þetta í lag. Heimilið í Efsta-
sundi átti alltaf aðdráttarafl,
þar var söngur, skáldskapur
og pólitík oft umræðuefni, þar
var lifað með í þjóðlífinu af
lífi og sál. Um 30 árum eftir að
við Guðrún nutum lífsins í
þess eiginlegustu merkingu sem
litlar telpur í Fljótunum í gós-
inlandi æSku minnar, þar sem
óskasteinarnir í fjöruborðinu
eru óteljandi og óravídd hafs-
ins heillar endalaust, og nátt-
úrufjölbreytnin er svo mikil að
manni leiðist aldrei, hversu
langur sem dagurinn er; eftir
öll þessi ár þá kom hún og
sagði eitthvað uppörfandi við
mig út af kvenréttindamálum
og valdi mig ennþá einu sinni
að vinkonu.
Hún sagði einu sinni við
mig: „Það er ég sem vel mér
vini“, ég undraðist hvað mann-
eskjan var gallhörð, en vissi
þó að það var satt.
Þó hún hefði reynt þá mestu
sorg strax átta ára gömul sem
til er, að missa móður sína,
var hún þó lánsöm þrátt fyrir
allt, hún valdi sér oft svo
góða vini, að þeir úrðú henni
eins og í ævintýrinu, hjálpar-
hella, og hún þurfti ekki ann-
að en nefna þá á nafn, þá
komu þeir og björguðu henni
í raunum hennar og vanda, og
sérstaklega var þar einn vinur
öðrum fremri og minntist hún
oft á hann með sérstöku þakk-
læti og ef vinátta manna má
sín nokkurs þá er það sú vin-
átta sem hún bár til hans,
og hún nær vissuléga út yfir
gröf ög dauða.
Hún kunni vel að koma orð-
um að hugsun sinni og var
raunsæ í bezta skilningi r>g kom
það henni oft vel í lífsbarátt-
unni. Fjörugt ímyndunarafl
gerði það að verkum, að vinum
hennar leiddist hún aldrei, allt-
af var eitthvað nýtt að gerast.
Ef ég á að lýsa lyndisein-
kúnnum Guðrúnar eins og þær
komu mér fyrir sjónir, þá er
það hreinskilni hennar við
menn og málefni, hún hvikaði
ekki frá þvi sem hún taldi rétt.
Slík hreinskilni virðist stund-
um ekki vera vel þegih af sam-
ferðamönnum nema fylgi
henni gott hjartalag og skiln-
ingur á hinum mannlegu
breyskleikum. Hún fylgdi þeim
fast að málurp, sem henni
fannst verðá undir í lífsbarátt-
unni, og hvarflaði þá hvergi frá
því marki sem hún hafði sett
sér.
Á heimili sínu var Guðrún
góð húsmóðir og þar var hugur
hennar fyrst og fremst, en
þegar hún taldi sig þurfa að
rétta við hlut þess út á við,
brast hún heldur ekki, og
sjaldgæft er það með konur
að þurfa að standa í málaþrasi
sem endaði í hæstarétti, og
halda á með festu og dugnaði
eins og henni var svo lagið.
Eins og svo margir foreldr-
ar sem sjálf áttu lítillar mennt-
unar völ í æsku var það heit-
asta ósk Guðrúnar að búa börn
sin sem beztum andlegum vopn
um og þreyttist hún aldrei á
að brýna fyrir þeim hve mikils
vert það væri að afla sér
sem lialdbeztrar menntunar í
æsku, og hún var svo lánsöm
að eiga góð og mannvænleg
börn, þau eru vís til að láta
allar óskir og vonir móður
sinnar rætast. Megi heimiiið í
Efstasundi sameinast sem bezt
um það.
Ragnheiður Möller
og fleiri vinir.
•
Það er ósk vandamanna, að
þeir sem vildu minnast Guðrún-
ar Pétursdóttur, láti Menningar-
og minningarsjóð kvenna njóta
þess. Minningarspjöld sjóðsins fást
í ísafoldarbókabúðum, hjá Braga
Brynjólfssyni og bókabúð Máls og
menningar.
AukiS
orðaforðann
fRáðningar á getraun-
um í nýársblaði:
vífinn: C) Ástleitinn, vif =
kona.
veigur: B) kraftur, kk. no.,
sbr. kvk. no. veig = sterkur
drylckur.
bergja: B) bragða á, liklega
sliylt bjarga.
vareygð: A) gætni, síðari hluti
orðsins er skylt aUga.
kapall: A) hryssa, sbr. lat.
caballus = hestur, sbr. kavaler
= herra (riddari).
<kör: C) sæng (Heljar). Til
Heljar fóru allir, sem létust á
sóttarsæng.
aðsjáli: C) nízkur.
andspilli: B) samtal, and- er
forskeyti, sbr. andsvar. Síðari
hluti orðsins er skylt so. að
spjalla.
11 skíðamenn fara á Olympíuleikana
Ákveðið hefur nú verið hvaða sltíðamenn keppi af íslands
hálfu á Vetrar Olympíuleikunum 1952 í Osló. I skíðagöngu
yerður keppt í 17 km og 50 km og 4x10 km boðgöngu. 6
keppa í göngu, 1 í stökki og 4 í svigi, bruni og stórsvigi.
Þessir göngumenn hafa ver-
ið valdir1? Ebenezer Þórarinsson
úr Ármanni, Skutulsf.; Gunn-
ar Pétursson, sama félagi; Ivar
Stefánsson, UMF Mývetningur;
Jón Kristjánsson sama félagi;
Matthías Kristjánsson sama fé-
lagi; Oddur Pétursson Ármanni
Skutulsfirði.
Verður nánar skýrt frá því'
síðar, í hvaða göngukeppni
hver þessara manna keppir.
I skíðastökki keppir einn
Islendingur, Ari Guðmundsson,
Skíðafélagi Siglufjarðar.
I svigi, bruni og stórsvigi
keppa þessir menn: Haukur Ö.
Frnmbald á. 6. SÍðtH