Þjóðviljinn - 03.01.1952, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 3. janúar 1952
áramót
Framha'd af 8. síðu.
menn gistu í kjallaranum vegna
öivunar. Aö öðru leyti var
gamlárskvöld eitt hiö rólegasta
og ánægjulegasta.
Tvær brennur fóru fram á
vegum lögreglunnar og safnað-
ist þangað fjöldi manns og
ökemmti sér hið bezta, enda
Var veður ágætt.
Friðsamt gamlárskvöld á
Akureyri
Gamlárskvöld var með af-
brigðum rólegt á Akureyri, að
iþví er fréttaritari Þjóðviljans
þar segir.
Enginn mun hafa „setið inni“
á Akureyri sökum ölvunar um
áramótin. Veður var hið bezta
og hefur svo verið lengi fyrir
norðan.
Róleg áramót í Vest-
mannaeyjum
Gamiárskvöld var mjög ró-
legt í Vestmannaéyjum, segir
fréttaritari Þjóðviljans í Eyj-
um, enda segir hann að Vest-
mannaeyingar hafi ekki lagt
ólæti og ærsl í vana sinn það
kvöid.
Hins vegar segir hann
það „þjóða.rsið“ eyjabúa að
skemmta sér vel á gamlárs-
kvöid og svo hafi einnig verið
nú.
Fyrir nokkru var stoii® þar
dymamíti frá bænum sem fuii-
víst var talið að srákiingar
myndu hafa stolið í því augna-
mi'ði að nota það á gamlárs-
kvöld en sem betur fer hætt við
það þegar á átti að herða.
Frjáls gjaldeyrir
til íslands
Samkvæmt útvarpsfrétt hef-
ur Bonnstjómin í Þýzkalandi
veitt nær frjálsan gjaldeyri til
Islandsferca á þessu ári.
Má því búast við að óvenju-
margt þýzkra ferðamanna komi
hingáð á árinu, en fyrir sið-
asta stríð var hér ailtaf tölu-
vert af þýzkum ferðamönnum,
eins og flesta mun reka minni
ti).
Slökkviliðslaust
Framhald af 8. síðu.
Nú er Hafnarf jarðarbær þvi
slökkviliðslaus, þótt verið só
að æfa 20 nýliða, þ. á. m.
dælustjórana því allir dælu-
stjórarnir hættu störfum. Flest-
ir ef ekki aliir þessir nýliðar
tciku við starfinu nauðugir.
Það tekur eðlilega langan
tíma að æfa óvana menn svo
í slckkvistarfi að þeir verði
fullkomlega starfi sínu vaxnir
og er því ekki hægt að segja
livað einræðisbrölt og ofsókn-
aræði Emils Jónssonar getur
•kcmið til með að Ikosta Hafn-
firðinga.
Hinsvegar kostar þessi of-
sókn hans á hendur ein^ fyrr-
verandi flokksbróður síns bæ-
inn á annað hundrað þúsund
'krónur í beinum útgjöld.um
vegna æfinga hing óvana
siökkviliðs. símafiutninga o. fl.
Hafnfirðingum þykir þetta
brjálæðiskenndar ráí.stafan-
ir á sama ííma og bæjar-
stjórn Hafnarf jarðar —
Emil og Co. — neitar harð-
lega um nokkurn eyri til að
fjölga í bæjaiainmmni þóft
mjög mikið atvinrnleysi hafi
ve-ið frá því á s.l. háusti.
H skíðamenn
Framhald af 5. síðu.
Sigurðsson, Knattspyrnufélag-
inu Hörður Isafirði; Magnús
Brynjólfsson, Knattspyrnufél.
Akureyrar; Stefán Kristjáns-
son, GlímuféJ. Ármann Rvík;
Ásgeir Eyjólfsson, sama félagi.
65. DAGUR
Rétt i þessu var hún að ganga í gegnum herbergi móðurinnar
og inn í herbergi sitt, og eftir svip hennar að dæma hafði liún
ekki áhuga á neinu. Móðir hennar hafði einmitt vérið að leggja
heilann í bleyti í leit að einhverju, sem gæti vakið áhuga henn-
ar, þegar yngri dóttir henr.ar, Bella, -kom þjótandi heim úr
heimsókn til hinnar auðugu Finclileys fjölskyldu. Hún hafði
litið þangað ínn sem snöggvast á leiðinni heim úr Snedeker
skólanum.
Gagnstætt systur sinni, sem var hávaxin, dökkhærð og fremur
fölleit, var Bella, þótt smávaxin væri, liðug og sterkbyggð. Hún
var með þyikkt 'brúnt, næstum svart hár, gulbrúnan hörundslit
með daufan roða í kinnum, brún og fjörleg augu, sem gneist-
uðu af áhuga og lífsfjöri. Auk hins heilbrigða og liðuga líkama
síns hafði hún til að bera. lífsorku og glaðværð. Útlimir hennar
voru fagurskapaðir og hreyfingarnar mjúkar. Henni geðjaðist
vel að umhverfi sínu — líkaði lífið eins og það var — og
gagnstætt systur sinni var hún aðlaðandi í augum karlmanna,
bæði ungra og gamalla — karlmanna og kvenmanna — og
þetta var foreldrum hennar vel kunnugt um. Það var engin
hætta é að hún pipraði. Móðir hennar leit svo á, að of margir
karlmeun snerust í kringum hana og það færi að verða tíma-
bærf, að velja hæfilegan maka handa henni. Hún átti auðvelt
með að kynnast bæði afkomendum hinna grónu og virðulegu
ættstofna bæjarins cg einnig — og því var móðir hennar ekki
eins hrifin af — sonum og dætrum nýríkra foreldra sem voru
ekki búnir að ná fótfestu í samkvæmislífinu og skorti enn til-
hlýðilega virðingu, enda þótt fjárhagur þeirra værj vel grund-
vallaður.
Frú Griffiths fannet of mikið um dans, skemmtanir og öku-
ferðir á milli borga án eftirlits. En í samanburði við Myru,
systur hennar, var þetta ,þó ekki nema ánægjulegt. Frú
Griffitlis fannst aðeins, að Bella þyrfti að vera undir eítir-
liti. þangað til hún var komin í örugga hcfn, og þess vegna
var hún stundum áhyggjufull, og gerði athugasemdir við
kunningja hennar, ráðagerðir og skemmtanir. Hún vildi vernda
hana.
„Jæja, hvar hefur þú verið?“ spurði hún, þegar dóttirin kom
þjótandi inn í herbergið, fleygði frá sér bckunum og dró stól
að aminum, þar eem eldur logaði glatt.
, Hugsaðu þér, mamma,“ sagði Bella án þess að hirða um
spurningu móðurinnar. „Finchleys fjöiskyldan ætlar að selja
húsið við Greenwoodvatn næsta sumar og fara í staðinn upp
að Tólfta vatni við Pine Pcint. Þar 'ætla þau að byggja nýjan
sumarbústað. Sondra segir að nú eigi að ibyggja hann alveg
út í vatnið — ekki uppi í landi eins og hinn bústaðinn. Og
þau ætla að hafa stcrar svalir með parketgólfi. Og bátaskýlið
á að geta rúmað tíu metra langan, rafknúinn bát, sem herra
Finchley ætlar að kaupa handa Stuart. Er það ekki dásamlegt?
Og hún segir, að ef þú leyfir mér það, þá megi ég vera þar
allt næsta sumar, eða eins lengi og mér sýnist. Og Gil líka, ef
hann vill. Það er alveg hinum megin við vatnið, þú veizt,
beint á móti Smery Lodge og East Gate Hótelinu. Og hús
Phants fjölskyldunnar, þú veizt, Phants fjölskyldunnar frá
Útica, er þaraa rétt hjá. Finnst þér þetta e.k’ri mikill draum-
ur? Verður það ekki dásamlegt? Mikið vildi ég að þið pabbi
gerðuð alvaru úr að byggja þarna uppfrá einhveratíma, mamma.
Mér finnst allir, rem eitthvað er varið í, vcra að flytja þang-
að.“
Hún talaði svo hratt og var á svo miklu iði, horfði ýmist í
eldinn , út um gluggann sem snéri út að garðinum fyrir ffaman
húsið og Wykeagy Avenue, að móðir hennar gat ekki skotið
inn neinni athugasemd fyrr en þetta var um garð gengið. Þá
flýtti hún sér að segja: „Einmitt það? Þó ekki Anthonysfólk-
ið, Nicholsonarnir og Taylor fjölskyldan? Ég hef eklri heyrt að
þau væru á förum frá Greenwood ennþá.“
„Nei; það veit ég vel, ekki þetta fólk. Hverjum dettur í hug
að það færi pig úr stað. Það er alltof gamaldags til þess.
Þess konar fólk flytur ekki. Engum dettur þa.ð í hug. En
Greenwood og Tólfta vatn er tvennt ólíkt. Þú veizt það sjálf.
Allt það fólk sem nokkuð er varið í er á förum þangað. Gran-
ston fjölskyldan fer þangað næsta ár, segir Sondra. Og ég
er viss um að Harriet fólkið fylgir á eftir.“
„Já Granstonarnir, Harriet fjölskyldan, Finchleyarnir og
Sondra,“ sagði móðir hennar dálítið gröm, og um leið var henni
skemmt. „Cranstonamir og þú og Bertína og Sondra —- ég
beyri ekki um annað talað.“ Því að Granston og Finchleys fjöl-
skylduraar tilheyrðu „nýríka“ fólkinu, sem sætti mikilli gagn-
rýni, þrátt fyrir mikla velmegun og velgegni í viðskiptum.
Þetta var aðflutt fólk, sem hafði flutt verksmiðjur sínar, Gran-
ston körfUgerðina frá Albany, og Finchley ryksuguverksmiðj-
una frá Buffaló og by'ggt ■stórar verksmiðjur á suðurbakka
Mohawk árinnar, að ekki só minnzt á hin glæsilegu liús við
Wykeagy Avenue og sumarbústaðina við Greenwood vatn. Þetta
fólk hafði aukið hraðann í samkvæmislífi bæjarins, hinum eldri
og rótgrónai-i fjölskyldum til talsverðrar gremju. Það gekk
klætt eftir nýjustu tízku, keypti nýjustu bílategundir og var
á allan hátt til ama gömlu fjölskyldunum, sem þrátt fyrir
minni peningaráð, álitu þjóðfélagsstöðu sína tryggari og lifn-
aðarháttu réttari og virðulegri. Granston og Finchley fjöl-
skyldurnar voru yfirstéttinni í Lycurgus einkum þyrnir í aug-
:im — þær þóttu berast allof mikið á.
„Hvað er ég oft búinn að segja þér, að ég kæri mig ekki um
að þú sért svona mikið með Bertínu eða þessari Lettu Harriet
og bróður hennar. Þau eru allof frökk. Þau eru á eilífum þeyt-
ingi, tala of mikið og eru alltaf að reyna að láta á sér bera.
Og faðir þinn er alveg sammála mér í þessu. Og ef Sondra
Finchley heldur, að hún geti bæði umgengizt þig og Bertínu,
þá geturðu ekki verið með henni lengur. Auk þess veit ég
ekki nema föður þínum sé illa við að þú flæikist hingað og
þangað án alls eftirlits. Þú ert ekki orðin nógu gömul. Og
hvað það snertir að fara með Finchley fjölskyldunni upp að
Tólfta vatni, þá verður nú ekki af því, nema við förum öll.“
Og frú Griffiths sem tilheyrði rótgróinni, virðulegri fjölskyldu,
horfðj ásökunaraugum á dóttur sína.
En Bella lét ekkert á sig fá. Þvert á móti þekkti hún móður
sina svo vel, að hún vissi að henni þótti mjög vænt um hana;
hún var upp með sér af fegurð dóttur sinnar og velgengni henn-
ar í samkvæmislífinu, og sama máli gegndi um föður hennar,
sem sá ekki sólina fyrir hennj og bráðnaði fyrir brosi henn-
ar, og það kunni hún að færa sér í nyt.
„Ekki nógu gömul, ekki nógu gömul“, endurtók Bella
gremjulega. „Hlustaðu nú á mig. Ég verð átján ára í júlí.
Mér þætti gaman að vita, hvenær ykkur pabba finnst ég verða
nógu gömul til aðfara nokkurn skapaðan hlut án þess að þið
■—oOo— —oOo— —oOo— —oOo— ——oOo— —oOo— —oOo—
BARNASAGAN
SKESSAN Á STEINNÖKIíVANUM
1. DAGUR
Einu sinni var kóngur og drottning í ríki sínu.
Þau áttu son þann, er Sigurður hét. Hann var
snemma frábær, rammur að afli, fimur við allá
leika og fríður sýnum. Þegar faðir hans var farinn
að þyngjast fyrir elli sakir, kom hann að máli við
son sinn og sagði, að honum væri nú orðið mál að
sjá sér fyrir sæmilegu kvonfangi, því ekki væri
víst, hvað sín nyti lengi við úr þessu, en tign hans
bætti sér þá vera með fullum blóma, ef hann
fengi kvonfang samboðið sér. Sigurður tók þessu
ekki fjarri og spurði föður sinn, hvar hann liti helzt
til um konuefnið. Kóngur sagði honum, að úti í
íöndum, þar sem hann tiltók, væri kóngur, sem
ætti dóttur væna og fríða, og ef Sigurður fengi
hennar, þætti sér sá ráðahagur ákjósanlegastur.
Eftir það skildu þeir feðgar, og bjó Sigurður
kóngsson sig til ferðar og fór þangao, sem faðir
hans hafði honum til vísað, gengur svo fvrir kóng
og biður dóttur hans sér til handa. Verður það mál
auðsótt við kóng, en þó með því skilyroi, að Sig-
urður dvelji þar svo lengi sem hann má, því kóng-
ur var mjög vanheill og lítt fær til að síjórna ríki
sínu. Sigurður gekk að þessum kostum, en tilskildi
þó, að hann fengi fararleyfi heim í ríki sitt, þegar
sér kæmi fregn um lát íöður síns, er hann kvað
vera kominn að fótum fram. Eftir þetta drakk Sig-
urður brúðkaup sitt til kóngsdótt.ur og tók til rík-
isstjórnar með kónginum tengdaföður sínum. Sigurð
ur og kona hans unnu hvort öðru hugástum, oq því
alúðlegri urðu samfarir þeirra, er hún að ári Ííoiíu
fæddi honum son, fríðan og fagran. Eftir það liðu
fram tímar, unz drengur sá var kominn á arinað ár;
korriu þá Sigurði þau orð, að faðir hans vaeri dá-
inn. Bjó Sigurður sig nú til burtferðar með konu
sinni og syni og fór á einu skipi.