Þjóðviljinn - 03.01.1952, Blaðsíða 8
ararmr
ir 1951
lill. kr.
Geir hæstur, seldi í 12 söluferðum fyrir 5,1 millj. kr.
Á árinu sem leið fbru íslenzku togararnir 232 sölu-
íerSir, og seldu 50650 lestir fyrir 2 millj. 274 þús 470 £
eöa 103,6 millj. kr.
31 söluferð var farin til Þýzkalands ,en 201 til Bret-
ands. Ellefu söluferðir voru farnar af Grænlandsmiðum.
Söluhæsta skipið á árinu va^ togarinn Geir sem fór
12 ferðir með samtals 2310 lestir og seldi fyrir samtals
112 666 £. Aannar varð Jón forseti sem fór 13 ferðir
xneð samtals 2582 lestir og seldi fyrir samtals 110 þús
■660 £. Karlsefni varð þriðji í rööinni, fór 13 söluferðir
rneð samtals 2209 lestir og iseldi fyrir 105 275 £.
*• Skip Söluferðir Heildarafli tonn Heildarsala kr.
Akurey 3 716,5 1.340.474
Askur 7 1.597,1 .3.402.877
Austfirðingur 2 424,3 803.593
Bjarnarey 7 1.362,1 2.607.435
Bjarni Ólafsson 2 402,2 735.450
Bjarni Riddari 6 1.467,1 2.997.144
Egill Rauði 3 597,4 1.061.101
Egill Skallagrímsson 7 1.485.8 2.968.468
Elliðaey 15 1.990,8 4.017.919
Elliði 6 1.346,6 2.985.905
Fylkir 7 1.688,0 3.707.132
Geir 2.309,6 5.131.936
Goðanes 8 1.708,9 3.346.148
Hafliði 3 709,3 1.335.092
Hallveig Fróðadóttir 8 1.683,5 3.232.041
Harðbakur 8 1.827,4 3.959.114
Helgafell 6 1.230,4 2.653.182
Hvalfell 7 1.491,8 3.204.442
Ingólfur Arnarson 6 1.295,5 2.792.579
ísborg 4 802,3 1.491.723
ísólfur 4 723,9 1.453.090
Jón Baldvinsson ... 2 427,1 801.998
Jón Forseti . . . 13 2.582,2 5.040.571
Jón Þorláksson 6 1.240,3 2.689.590
Júlí 831,9 1.645.402
Júní 414,1 872.100
Jörundur 6 1.199,9 2.455.372
Kaldbakur 6 1.439,2 2.S03.394
Karlsefni 2.208,8 4.795.246
Keflvíkingur 7 1.614,8 2.888.023
Maí 689.7 1.309.19S
Marz 1.642,5 3.224.029
Neptúnus 4 1.031,1 2.120.033
Ólafur Jóliannesson . 1 165,7 431.085
Pétur Halldórsson 2 411,7 947.S95
Röðull 1.980,7 3.946.138
Skúli Magnússon ... 8 1.735,4 3.450.047
Sólborg 238,8 631.505
Surprise 1.635,6 3.348.69S
Svalbakur 1.900,3 4.342.053
Úranus 254,6 188.394
Þorsteinn Ingólfsson . 1 163,8 451.764
Ein ánæg julegustu áramót
r
1
segir Erlingur Pálsson yíirlögreglut>jónn
„Áramótin voru ein hin ánægjulegustu sem verið hafa í
Reykjavík,“ sagði Erlingur Pálsson, yfirlögregluþjónn í viðtali
við Þjóðviljann í gær. „Margt var í miðbænum af glöðu og
ánægðu fólki, eins og vera ber og sem var hið pruðasta.“
Þó urðu þessi áramót ekki
án misfella. Allmargt af ærsla-
seggjum, 12—17 ára söfnuðust
að lögreglustöðinni og brutu
þar rúður með snjókasti og dá-
litlu var kastað af hættulegum
sprengjum. Lenti ein þeirra í
fæti lögregluþjóns og særðdst
hann svo að flytja varð hann
í sjúkrahús, en meiðslin voru
þó ekki talin hættuleg. Þá var
frakki manns sem varð fyrir
slíkri sprengju brenndur. —
Nokkrir ærslastrákar voru sett-
ir í kjallarann og fluttir heim
til sín síðar um nóttiha, og 14
Framhald á 6. síðu.
T ogararnir
Þorsteinn Ingólfsson seldi
afla sinn í Bi;etlandi í gær, 2862
kit fyrir 8862 sterlingspund.
Pétur Halldórsson kom inn
í gær með 40 tonn af karfa
og Neptúnus einnig í gær með
230 tonn af karfa. Afli beggja
var lagður upp hér.
Elliðaey er væntanleg til
Vestmannaeyja í dag af veið-
um, og Bjarnarey er á heim-
leið úr söluferð.
Stjórn Jötuns
®'ifi ••• •
sjaltkjorm
Sjómannafélagið Jötunn í
Vestmannaeyjum hélt aðalfund
sinn rétt fyrir hátíðarnar. Að-
eins einn listi kom frara.
Formaður er Sigurður Ste-
fánsson, ritari: Guðmundur Jó-
elsson, gjaldkeri: Þórður Sveins
son, varaform.: Ögmundur Sig-
urðsson og varagjaldk.: Her-
mann Jónsson, er var áður
varaform., en baðst undan end-
urkosningu. I varastjórn eru:
Ólafur Bjarnason, Hermann
Pálsson og Marinó Jóhannsson.
Aðalfundur
Verkalýðs- og sjómanna-
íélagsins í Garði
Á aðalfundi Verkalýðs- og
sjómannafélags Gerðahrepps
voru þessir kosnir í stjóm:
Formaður: Guðmundur Eiríks-
son, Garðhúsum; ritari: Pétur
Ásmundsson, Höfn; gjaldkeri:
Páll Sigurðsson, Akurhúsum og
meðstjórnendui'? Guðmundur
Einarsson og Gúðm. Gests-
son, Melbæ.
Fimmtudagur 3. janúar 1952 — 17. árgangur — 1. tölublað
Sjúkrasamiagsgjöldin
í 25 kr.
Ein fyrsta „viðreisnar“ráðstöfun stjórnarvaldanna um
þessi áramót var að liækka sjúkrasamlagsgjöldin um 3 kr.
á mánuði, úr kr. 22,00 í 25,00.
Með hinum síendurteknu hækkunum á sjúkrasamlags-
gjöldum eru gjöid þessi orðin tilfinnanleg, eða 600 kr. á
ári fyrir hjón. Er auðsætt að afturha'.dsflokkarnir stefna
markvisst að því að eyðileggja tryggingarlögin.
Þingmenn sósíalista lögðu til á Alþingi a& sjúkrasam-
lögin yrðu tekin inn í almannatryggingarnar, eins og
upphaflega var ráð fyrir gert þegar lögin vorti sett, og
ennfremur að ríkið borgaði tryggingagjöldin af tekjuaf-
gangi s.l. árs, en stjórnarflokkarnir komu í veg fyrir það.
Úlfssíaðir í Hálsa-
sveit brenna
Bærinn á Élfsstööum í Hálsa-
sveit brann í fyrradag. Var það
steinhús, ein hæð og ris.
Eldsing varð vart milli kl.
5 og 6 síðdegis og kom hann
upp í skáp sem var áfastur við
reykháfinn. Bóndinn á bænum,
Þorsteinn Jónsson, brenndist á
höfði er hann reyndi að bjarga
peningum og öðrum værðmæt-
um. varð sú tilraun hans ár-
angurslaus. Kona hans brennd-
ist einnig nokkuð. Dóttir hjón-
anna hringdi til nágrannanna
til að fá aðstoð við að slökkva
eldinn og varð hún síðan að
fara út um glugga og skarst við
það á fæti. Fólkið dvelur nú í
Reykholti.
Bærinn var vátryggður fyrir
30 þús. kr.
SlökkviliðsSaust í Hafnarfirði
Hve dýrt á einræSisbrölt og þjösnaskapur Emils
Jónssonar að verða fíainfirðingum?
Allir slökkviliðsmennirnir 19 í Hafnarfirði, er áður höfðu
tilkynnt uppsögn sína, skiluðu af sér störfum um miðnætti á
nýársnótt og er Hafnarfjarðarbær því slökkv'iliðslaus.
Eins og Þjóðviljinn hefur
áður skýrt frá sögðu slökkvi-
liðsmennirnir í Hafnarfirði upp
starfi sínu vegna ofsókna Emils
Jónssonar gegn slökkviliðsstjór
anum, Haraldi Kristjánssyni.
Emil reýndi síðan ýmist að
3925
Vitjið vinningsins í happ
drætti Æskulýðsfylk-
ingarinnar
Enginn hefur enn gefið sig
fram sem eigandi vinningsmið-
ans í Happdrætti Æskulýðs-
fylkingarinnar þótt töluvert sé
nú liðið síðan dregið var, en
það var á Þorláksmessu.
Vinningurinn kom, eins og
áður hefur verið tilkynnt á
númer 3925.
Handhafi miðans nr. 3925 er
vinsamlega beðinn að vitja
vinningsins í skrifstofu Æsku-
lýðsfylkingarinnar að Þórsg. 1.
Álfadans og brenna á þrettándannm
sem Ármann, K.R. og Í.R. gangast fyrir
íþróttafolögin Ármann, l.R. og K.R. gangast fyrir Álfadansi
og brennu á íþróttavellinum n.k. sunnudag, en það er þrett-
ándinn. -— Mjög verður til brennunnar vandað og verður sýn-
ingarsvæðið, þar sem álfarnir dansa, m. a. upplýst með margs-
konar lituðum Ijóskösturum.
Álfakóngur verður Ólafur
Magnússon frá Mosfelli, en
auk þess verður álfadrottning,
ásamt 80 álfum og álfameyjum,
púkum og fleiri skrýtnum ver-
um, að ógléymdri Grýlu og
Framha1 d á 7. sírtu
Þrettándafago-
aðor í skíða-
skála Æ.F.
Skíðafélag Æ.F. heldur
þrettándafagnað í skálannm
á laugardaginn kemur. Menn
eru beðnir að taka með sér
skíði og gott skap. Dans o.
11. verður til skemmtunar.
Væntanlegir þátttakendur
þuri'a að slirifa sig á lista í
skrifstofu Æskulýðsfylking-
arinnar, Þórsgötu 1. Farið
verður frá Þórsgötu 1 kl. 4
síðdegis á laugardag.
lokka þá eða kúga einn og einn
til þess að halda áfram störf-
um, en þeir neituðu allir.
Framhald á 6. síðu.
Fimmr Jónssois
látinn
Finnur Jónsson alþingismað-
ur lézt að heimili sínu hér í
Reykjavík 30. des. 57 ára að
aldri. Hafði hann átt við langa
vanheilsu að stríða áður en
hann lézt.
732 hafa kosið í
Sjómannaíélaginu
Stjórnarkjör í Sjómannafé-
lagi Reykjavíkur stendur yfir
daglega. Kosið er frá kl. 10
til 11,30 f. h. og 3 til 6 e. h.
í skrifstofu félagsins í Alþýðu-
húsinu. 1 kjöri eru A-listi, listi
Sæmundar Ólafssonar & Co og
B-listi, listi starfandi sjómanna
skipaður eftirtöldum mönnum:
Karl G. Sig'urbergsson,
formaður,
Guðni Sigurðsson, varafor-
maður,
Hreggviður Daníelsson ritari,
Bjarni Bjarnasan féhirðir,
Ólafur Sigurðsson varafé-
Iiirðir,
Guðmundur Elías Símonar-
son, Jón HaUdórsson með-
stjórnendur,
Stefán Oddur Ölafsson, Sig-
urður MagnúSson, Hólm-
ar Magnússon í varastjórn.
Kjósið sem íyrst —
Kjósið B-listann.
Almennt atvimmleysi ríkj-
andi á Akureyri
Akureyri. Frá
fréttaritara Þjóðviljans.
Tvö skip voru inni á Akur-
eyri á gamiársdag og mætti
nokkuð á annað hundrað manns
um morguninn í vinnuleit. Þótt
fullskipað væri til vinnunnax
varð fjöldi frá að hverfa, og
er þetta gott dæmi um atvinnu-
ástandið á Akureyri.
Verkamannafélag Akureyrar-
kaupstaðar kaus nokkru fyrir
áramótin nefnd til að fjalla um
atvinnuleysismálin og má vænta
álits hennar bráðlega.
Aðalfundur Verkamannafé-
lags Akureyrarkaupstaðar verð
ur á sunnudaginn kemur.