Þjóðviljinn - 03.01.1952, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 3. janúar 1952
T
pmmmumM
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokkurinn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson.
X'réttaritstjöri: Jón Bj,arnason.
B’.aðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Guðm. Vigfússon.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg
19. — Sími 7500 (3 línur).
Áskriftarverð kr. 16 á mánuði. — Lausasöluverð 75 aur. eint.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
Yfirbét Óiafs Thors
Forráðamenn íhalds og AB-flokksins ei’U fyrir löngu
búnir að lýsa yfir því í verki að nýsköpunin hafi verið
knúin fram að þeim nauðugum af Sósíalistaflokknum,
sem hafði að baki sér sterk og stórhuga alþýöusamtök.
Leiðtogar þessara flokka hafa sannað þetta meö verk-
um sínum eftir 1946, sem fyrst og fremst hafa hnigiö að
því að brjóta niður nýsköpunarstefnuna og beina at-
liöfnum þess opinbera í alveg þveröfugan farveg, og flest-
ir þeirra hafa einnig í ræðu og riti hafnað nýsköpunar-
tímabilinu afdráttarlaust. Á þessu eru þó nokkrar und-
antekningar. Óafur Thors hefur t.d. ævinlega lýst ný-
sköpunartímabilinu sem einhverju glæsilegasta framfara-
skeiði í sögu þjóðarinnar og viljað eigna Sjálfstæöisflokkn
um sómann. Verk þessa sama Ólafs Thors hafa hins
vegar sannaö að þessar yfirlýsingar hafa aðeins verið
orðin tóm, fram settar vegna þess eins að Ólafur Thors
vissi að meginhluti þjóðarinnar minntist nýsköpunar-
tímabilsins með ánægju og eftirsjá.
En um þessi áramót geröist atburður sem vert er að
vekja athygli á. Ólafur Thors birti áramótagrein í Morg-
unblaðinu og lýsti yfir því 1 fyrsta sinn að nýsköpunar-
stefnan hafi verið röng. Hann komst þannig að orði:
,JÉg vil í þessu sambandi enn einu sinni árétta
það, sem mér löngu er orðið Ijóst, að við vorum á
villigötum í efnahagsmálum lengst af frá ófrið-
• arbyrjun og fram til ársbyrjunar 1950 sem og hitt,
að hin nýja leið, sem við þá lögðum inn á, var
rétt, þá er mér einnig Ijóst, að enn er ekki útséð
um, hvar við Iendum.“
Þarna er kveðið skýrt og greinilega að orði. Með ný-
sköpunarstefnunni sem fylgt var á árunum 1944—1947
vorum við íslendingar á „villigötum í efnahagsmálum."
Það var villa aö nota stríðsgróðann til að endurnýja
og endurskapa framleiðslukerfi þjóðarinnar.
Þaö var villa að kaupa hinn glæsilega togaraflota,
endurnýja bátaflotann, koma upp stórvirkum og fjöl-
breyttum fiskiðnaði, búa neyzluvöruiðnaðinn nýjum,
vönduðum tækjum, hefja vélþróun landbúnaðarins.
Það voru villigötur að byggja meira en nokkru sinni
hefur verið byggt á íslandi fyrr og síöar. Það var regin-
villa að halda uppi fullri atvinnu og gefa millistéttum
og alþýðufólki tækifæri til að safna eignum, eignast
föt, húsmuni, íbúðir. Það var kórvilla í efnahagsmálum
að stórbæta svo lífskjörin að hér bjó allur almenningur
við bejtri kost en 1 nokkru öðru landi heims.
Það er þetta sem felst í hinni nýju yfirlýsingu Ólafs
Thors.
Og hún er þeim mun athyglisverðari sem hún brýtur
þverlega í bága við allt sem Ólafur hefur áður sagt. Hann
kemur nú fram í gervi hins iðrandi syndara, sem játar
misgerðir sínar frammi fyrir öllum. Hvatir þessara snögg-
iegu sinnaskipta eru einníg augljósar. Þaö er ekki sam-
rýmanlegt að vera helzti framkvæmdastjóri marsjall-
stefnunnar á íslandi og þykjast þó einnig — í orði — dá
rýsköpunarstefnuna. Allar ræður Qlafs Thors undanfar-
in ár um stefnu nýsköpunarstjórnarinnar hafa að sjálf-
sögðu verið lítt dulbúin árás á þá síefnu skipulagðrar
fátæktar og stöðvunar, sem nú drottnar, og í hæsta
máta óamerískt framferði.
Meö þessari nýju yfirlýsingu vill Ólafur Thors þannig
endanlega sanna aö hann sé trúr hinni bandarísku
stefnu, hann hefur að fullu og öllu gengið undir okið.
En niðurlag yfirlýsingarinnar sýnir aö hann gerir það
ekki fagnandi. Eftir að hafa veriö á villigötum frá því
í stríðsbyrjun segist hann nú hafa fundið hina réttu leið,
en sé þó „einnig ljóst, aö enn er eltki útséð um hvar við
lendum.“
Það hefur yfirleitt veriö talið einkenni á villigötum aö
þeir sem á þeim ferðast vita ekki gerla hvert þeir lenda.
Nú er það hins vegar orðið einkenni hinnar réttu leiðar
í munni hins iðrandi thórsara. Ekki lýsir það mikilli trú
á gagnsemi bandarísku stefnunnar, og hætt er við að
hinir erlendu yfirboðarar, sem syndajátningarinnar
kröfðust, heimti enn nýja yfirbót. En hún kemur þá um
jnæstu áramót, ef ekki fyrr.
Tilbreyting á óskum.
AB-blaðið rann skeið síðasta
árs á enda með því að stinga
upp á því að í framtðinni yrði
„harðsoðnum moskóvítum" ekki
óskað gleðilegra jóla heldur
„gleðilegs afmælis Stalíns“. AB
ræður að sjálfsögðu orðum sín-
um sjálft, og vissulega mun
þetta þykja merk tillaga á skrif
stofum annarra borgarablaða á
íslandi. „Moskóvítar“ eins og
t.d. Bæjarpósturinn munu senni
lega láta sér þessar væntan-
legu nýungar í íslenzkum ósk-
um í léttu rúmi liggja. Þó er
ekki að vita nema þeir tækju
sjálfir upp þennan sið, einhvern
tíma síðar og í launaskyni. T.
d. mætti segja við Stefán Pét-
ursson: Ég óska þér og þínum
gleðilegs afmælis Búkaríns. Og
við Valtý Stefánsson: Hugheil-
ar óskir um gleðilegt afmæli
Göbbels. Og við Stefán Jóhann:
Innilegar hamingjuóskir um
afmæli Trotskís. Þetta mundi
skapa mikla tiibreytingu i ósk-.
um vorum. AB hefur fengið
ídeu.
Sannleikur í Tímanum.
Loksins kom að því: Timinn
er farinn að segja satt. Hanu
byrjar að vísu í smáum stíl,
eins og skynsamlegt er þegar
brotið er upp á nýungum.
Varfærni er alltaf heppilegur
förunautur athafnaseminuar.
Þess vegna er það að þótt Tím-
inn sé fjörutíu dálkar á dag
ver hann ekki nema kafla úr
dálki stöku sinnum til að seg.ia
„sannleikann sjálfan" svona
sérstaklega. En auðvitað er
ekki brennt fyrir það einstaka
sannleikskorn kunni að slæðast
af misgáningi hér og þar inn i
hina dálkana, t.d. í innlendum
fréttum. Tíminn hefur sem sagt
nú í samtals sex skipti freistað
þess að segja sannleikann um
nokkur tiltekin mál, og tekur
það fram í svolátandi fyrir-
sögH: Sannleikurinn sjálfur.
Þannig skýrir Tíminn í síðasta
blaði fyrra árs frá „sannleikan-
um sjálfum" um gamalt frum-
varp um ríkisframlög til jarð-
ræktar. Við hliðdna á þessu
dálkbroti stendur skrifað niður-
lagið á áramótagrein Hermanns
Jónassonar, og ber þetta vist
svo að skilja að ekki sé nauð-
synlegt að taka skrif formanns-
ins of hátíðlega. Þvert á móti:
sannleikann sjálfan er áð finna
í klausunni um ríkisframlög til
jarðræktar. Vér fögnum bess-
ari nýju tilraun Tímans, og
flytjum honum.þá nýársósk að
sannleikurinn sjálfur megi færa
út kvíarnar í dálkum hans á
hinu nýbyrjaða ári. Næsta
sannleikskornið verður hið sjö-
unda í röðinni.
Um tónlist útvarpsins.
Heimilisfaðir skrifar: „Góði
Bæjarpóstur. Mig langar til að
senda þér fáeinar línur varð-
andi tónlist Útvarpsins o. fl.
í sambandi við dagskrá þess.
Bæði ég og aðrir eru orðnir
dauðleiðir á þessu sífellda sin-
fóníngargi. Hversvegna dauf-
hevrast forráðamenn Útvarps-
ins sífellt við óskum hlustenda
í þessum efnum? Vita þeir eklu
að hlustendur vilja íslenzk lög
leikin og sungin og harmoníku-
dansmúsik. Kveðskapur, drauga
sögur og annar þjóðlegur fróð-
leikur væri vel þeginn af öll-
um almenningi og þá sérstak-
lega væri kveðið og lesið upp af
til þess vel hæfum mönnum
eins og t.d. Brodda Jóhannes-
syni. Lestur útvarpssögu er vel
séður liður í dagskrá Otvarps-
ins. sé vel vandað til sögu og
upplesara. Ber þar Helgi Hjör-
var höfuð hæst af öllum, sam
það hlutverk hefur annazt, a'ð
öðrum ólöstuðum. Lestur Krist-
manns Guðmundssonar er t. d.
með prýði.
Öslt um skoðana-
könnun. •
Gott er að fá að hevra sam-
töl við menn t. d. utan af landi,
en þá væri æskilegt að sá' hatt-
ur yrðj hafður á, að sá, sem
segja á frá kæmist a'ð með
það, sem hann vill segja, fyrir
þeim, sem spyr, en á því hefur
stundum viljað vera misbrestur.
Þátt.urinn „Sitt af hverju tagi“
er ágætur hjá Pétri Péturssyni
og mætti vera oftar.
Þá vil ég að lokum beina
þeirri ósk til háttvirts Útvarps-
ráðs, að það láti fara fram
skoðanakönnun meðal almenn-
ings um dagskrárefni Útvarps-
ins á komandi tímum.
Svo óska ég Útvarpsráði góðs
komandi árs með ósk um batn-
andi músik og betri dagskrá á
nýja árinu.
Yðar einlægur,
Heimilisfaðir“.
Skátaheimilinu og víðar eftir á-
stæðum. Félögin munu gera allt
sem hægt er til að greiða fyrir
skíðafólki, veita því leiðsögn og
skíðaltennslu. iþróttafélögin vænta
þess að allt íþróttafólk noti sér
ferðir ■ þessar. — Skíöadeild Ár-
manns, Skiðad. l.R. Skíðadeild
K.R. Skíðafélag Reykjavíkur og
Skíðasveit Skáta.
MIR. Næstkomandi laugardag,
5. janúar, verður mjög góð barna-
skemmtun á vegum MIR (hús-
mæðradeildar) í Goodtemplarahús
inu. Þar skemmta m.a.: Barnaleilc
fiokkur, rússneskar konur syngja
og dansa, margir , jólasveinar
koma fram, og 12 ára telpa les
ævintýri.
Og svo var
það Stefán
■Jóhann sem
sagði £ Veðr-
um ölium vá-
lyndum (við
íramót) „..
baráttan í
innanlandsniálum stendur í órofa
samhengi við stefnuna í utanrík-
ismálum“. Svo er hann á móti
ríkisstjórninni í innanlandsmálum
en með hennl í utanríkismálum.
Vili nú ekld einhver koma þessu
Iieim og santan fyrir mig?
Ríkisskip
Hekla er -á Austfjörðum á
Suðurleið. Esja er í Álaborg.
Herðubreið fer frá Reykjavík á
morgun tii Breiðafjarðarhafna.
Skjaldbreið er í Reykjavík. Þyrill
fór frá Reykjavík í gær vestur og
norður. Ármann er í Reykjavík.
Sltipadeíld SIS
Hvassafell er í Helsingfors.
Arnarfell er á leiðinni til Aabo
í Finnlandi, frá Gautaborg. Jökul-
fell fer væntanlega frá Reykjavík
í kvöld til Patreksfjarðar.
Loftleiðir h.f.
1 dag verður fiogið til Akureyr-
ar og Vestmannaeyja. Á morgun
er áætlað að fljúga til Akureyrar,
Hellissands, Sauðárkróks, Siglu-
fjarðar og Ve'stmannaeyja.
VÍðförli,tímarit um
guðfræði og kirkju
mál, 3.—4. hefti
þessa árgangs, er
kominn út. Efni
ritsins er þetta:
Áramót, grein eftir ritstjórann,
séra Sigurbjörn Einarsson próf.
—- Voryrkja, erindi eftir Helga
Tryggvason cand. theol. — Nú-
tímáviðhorf í guðfræði, eftir rit-
stjórann. — Á slóð postulans,
ferðaþáttur eftir Sigurð Magnús-
son. — Skólarnir og þjóðin, er-
indi eftir ritstjórann. — Sigurbj.
Einarsson, Þórir Baldvinsson og
Magnús Már Lárusson skrifa uni
Skálholtsdómkirkju. — Vottar Je-
hóva, eftir ritstjórann. — Enn-
fremur eru margar bókafregnir í
ritinu. Með þessu hefti er lokið
5. árgangi Víðförla.
Nýtt fyrirkomulag á skíðaferðum.
Skiðafélögin sameinast um
skíðaferðir. Samkomulag hefur
orðið á milli allra félaga sem
halda uppi skíðaferðum um sam-
eiginlega afgreiðslu á skíðaferði-
um að Lögbergi, Jósepsdai, Kolvið
arhól, í Hveradali og á Skálafell.
Hinn þaulvani bifreiðarstjóri Guð-
mundur Jónasson hefur tekið að
sér aksturinn og verður ferðum
haldið uppi eins og hægt cr og
verða fyrst um sinn á föstudögum
kl. 8 e.h., laugardöguni kl. 2, 6 og
8 e.h. og á sunnudögum kl. 10 f.
h. Auk þess verða farnar kvöld-
ferðir eftir ástæðum og verða all-
ar auglýstar ferðir farnar. Burt-
fararstaðir verða úr Lækjargötu,
Fastir liðir eins
og venjulega. Kl.
19.25 Þingfréttir.
Tónleikar. 20.20 Is-
lenzkt mál (Björn
Sigfússori háskóia-
bókavörður). 20.35 Jólatónleikar:
Árni Kristjánsso'n leikur píanósón-
ötu i c-moll op. 111 eftir Beet-
hoven. 21.00 Nýárshugleiðingar eft-
ir Stefán Hannesson kennara i
Litla-Hvammi (Andrés Björns-
son). 21.20 Útvarpskórinn syngur;
Róbert Abraham Ottósson stjórn-
ar (plötur). 21.35' Vettvangur
kvenna. Minningar um Selmu
Lagerlöf (Þórunn Elfa Magnús-
dóttir rithöfundur). 22.10 Sinfón-
ískir tónleikar (pl.): a) Concerto
grosso (Jólakonsertinn) eftir Cor-
elli (Sinfóníuhljómsveitin í Lond-
on; Bruno Walter stjórnar). b)
Sinfónia nr. 41 í O-dúr (Júpíter-
sinfónían) eftir Mozart (Philhár-
moníska hljómsveitin í Vínarborg
leikur; Bruno Walter stjórnar).
23.00 Dagskrárlok.
Árshátíð Þingeyingafélagsins verð-
ur á þrettándanum í Breiðfirð-
ingabúð.
Rafmagnstakmörkunin í dag
Vesturbærinn frá Aðalstræti,
Tjarnargötu og Bjarkargötu. Mel-
arnir, Grímsstaðaholtið með flug-
vallarsvæðinu, Vesturhöfnin með
Örfirisey, Kaplaskjól og Seltjarn-
arnes fram eftir.
. «
Á gamlársdag. op-
inberuðu trúlofun
sína ungfrú Anna
Margrét Jafetsdótt
ir, stud. med.,
Framnesvegi 55, og
Hálfdán Guðmundsson, stud. oe-
con., frá Hvammstanga. —
Á aðfangadag opinberuðu trú-
lofun sína ungfrú Fjóla Eiðsdóttir,
Hverfisgötu 80 Reykjavik og Ingi
Ármann Árnason, Teigi Grindavík.
Happdrætti Starfsmannafélags
Reykja vík u rbæ ja r
Dráttur fór fram hjá fulltrúa.
borgarfógeta, 23. des. s. 1. Þessi
númer hl.utu vinning: 7528
(þvottavél), 12830 (ísskápur), 20798
(ryksuga), 10906 (hrærivél), 11239
(strauvél), 11446 (bónvél). Virfn-
inganna ber að vitja til Magnúsar
Þorsteinssonar, bæjarskrifstofunni.
Hafnarstræti 20.
Forseti tslands hefur í dag sæmt
þessa menn riddarakrossi fálka-
orðunnar: Hendrik Sv. Björnsson,
sendiráðunaut, Paris. Ingimar
Jónsson, sliólastjóra, Reykjavík.
Síra Jóhann Kr. Briem, sóknar-
prest að Melstað. Jón Gíslason,
bónda, Ey, Vestur-Landeyjum. Frú
Kristínu Jónsdóttur, listmálara,
Reykjavik. Síra Sigtrýgg Guð-
laugsson, Núpi í Dýráfirði. Val-
geir Björnsson, hafnarstj., Reykja.
vík. — Forsetaritari, 1. jan. 1952.
Húsmæðrafélag Reykjavíkur byrj-
ar aftur, fimmtudaginn 10. janúar,
kvöldnámsskeið í matreiðslu, og
stendur námsskeiðið í einn mánuð.
Ungar konur og stúlkur sem taka
vilja þátt i því gefi sig fram nú
þegar í síma 5236. j. , •;