Þjóðviljinn - 17.02.1952, Síða 3

Þjóðviljinn - 17.02.1952, Síða 3
Stmnudagur 17. febrúar 1952 — ÞJÓÐVTLJrNN — (3 Þar stendur alSt í blóma Othlutunin til myndlistanuanna of Jón Rafnsson segir frá dvöl í Ráðstjórnarríkjunum Frá síðustu áramótum hafa um 400 bílar tekið þátt í á- rekstrum hér í bænum. Sjaldan liafa ýmsir endar vitað jafnoft upp á Reykvíkingum og und- anfarnar vikur. Tugir manna fá heilahristing daglega; og glæsilegir bílar sem montuðu sig upp um allar sveitir í §um- ar komast nú ekki lengur út úr hjólförum sém jeppar og trukkar leggja þeim, auk þess sem þeir eru beyglaðir bæði að aftan og- framan og byrjaðir að ryðga. Lögreglan kveður liáikuna til sakar. ísalögin á götum höfuðborgarinnar eru vá fyrir dyrum fólksins — ein af mörgum. Hún ógnaði líka okkur Jóni Rafnssyni á þriðju- dagsmorguainn er við af tilvilj- un urðum samferða niður í bæ. Utan til á Lækjartorgi sá- um við fjóra menn í klaka- höggi. Tæknin hefur sem kunn- ugt er haidið innreið sína í landið, enda höfðu þessir menn hina ágætustu haka í höndunum og reiddu þá bæði ótt og ’ títt að götuísum borg- arinnar. Þetta var daginn eftir heimkomu Jóns úr dvöl hans í Ráðstjórnarríkjunum, og hann gat ekki orða bundizt: Þetta þætti nú léleg tækni í Rúslandi. Hvernig fara þeir áð þar? spurði ég. Jón svaraði: Þar sést yfir- leitt ekki snjór né ís á götun- um. Hann er hreinsaður brott á næturþeli jafnskjótt og hann fellur. Til þess eru notuð full- komnustu tæki, og það er frá- leitt að snjóruðningsmenn þar eystra þurfi að standa í þvi að berja upp svell með hökum eða rekum einum saman. Við snjóhreinsun vinna sérstakir menn, sem ekki gera annað. Hvað gera þeir á sumrin? Þá njóta þeir veðurbliðunar úti í sveit: áiistur í Úralfjöll- um, suður á Krím, eða Káka- sus, dvelja á sumarsetrum verkamanna, synda, tefla, lesa, eiga náðuga daga, eða vinna utan starfsgreinar sinnar eftir geíþótta. Áður en við skildum hét Jón Rafnsson því að líta inn á Þjóðviljann og segja lesendum Ihans brot úr ferðasögunni. Því miður var tími okkar beggja í naumara lagi er hann barði að ■dyrum á miðvikudagskvöldið, en hér eru höfuðdrættimir úr frásögn hans. Ég var alls um sjö mánuði í ferðalaginu, fór héðan í júlí- mánuði, lagði leið mína um Kaupmannahöfn, Stokkhólm, Helsingfors, Leníngrað til Moskvu. Þar dvaldist ég fram undir lok júlímánaðar, er ég fór suður tii Krím og vistað- ist á heilsuhæli í Mishgor við 'Svartáhafið, undir tindinum fræga Æ-Petrí. Þar dvaldist sér til heilsubótar fólk frá flesttim 'þjóðum innan Ráðstjórnarlýð- velöanna, vestan frá Lettum austur til Mongóia, norðan frá Arkangelsk súður til Georgíu. Þarna var aðbúnaður, þægindi og tækni allt með sérstökum fyrirmyndarbrag. og er þeim sem reynt hafa erfitt að gera sér í hugariund að betur verði að sjúklingum búið en í Mish- gor. Viltu segja svolítið nánar frá þessum stað? Mishgor er nafn á héraði sunnan Krímfjalla, þar er æva- forn Tatarabyggð; til dæmis er þar mörg hundrúð ára gamall Tatarabær sem heitir eins og París nema þar er k í staðinn fyrir p: Karis. Mishgor er ekki foær, en í þes3U héraði er mik- ill fjöldi heilsuhæla, þar á með- al þetta þar sem ég var. Þar er fjöídi frægra hressingarhæla á víð og dreif um sveitina, og má geta þess að Sigfús Sigur- hjartarson dvaldist um skeið á öðru hæli ekki langt frá mér. Hvað sástu merkast í Mish- gor? Tvímælalaust „grasgarðinn" fræga í grennd við Jalta. Þar kváðu vera samankomnar flest- ar trjátegundir heimsins. Allt skipulag garðsins er með þeim hætti að maður hlýtur að hafa orðið listaverk um það. Þetta er gamall garður, stofnaður snemrna á 19. öld, en að sjáif- sögðu hefur honum fyrst verið sýnd full rækt síðustu þrjátíu árin. I sambandi við garðinn er heil vísindastofnun sem hef- ur með höndum tiiraunir í skóg rækt, o. fl. þar að lútandi, og er garðurinn og stofnunin nú orðin kunn um alian heim. Ég var heilan dag í grasgarði þess- um, og þó hásumar væri reynd- ist garðurinn ofviða deginum: mér fannst ég eiga flest ó- skoðað þegár ég fór. Fjölskrúði hans verður ekki með orðum lýst. Þeir Mitsjúrín og Lýsen- kó hafa báðir átt drjúgan þátt í að gera garðínn frægan. Þú munt hafa komið áður á þessar slóðir? Já, árið 1933 var ég um hríð í þorpinu Símíís, á Sanatorí Lenína. Það hæli hlaut þau ör- lög síðar að verða einn seinasti varnarstaður nazistahersins á þessum slóðum er hann fíýði heimleiðis vestur. Var það lagt í rúst í átökunum, eitt af til- tölulega fáum hæium sem beið þau örlög. Hverju sætti það? Mér skildist á þeim sem ég talaði við að sókn Rauða hers- ins hafi verið. svo hröð og q- vænt vestur með Asovshafi að Þjóðverjum hafi ekki unnizt tími til að eyðileggja nema hlutfallslega lítið af mannvirkj- um á þessum slóðurn. Nú er verið að endurreisa Lenínheilsu- hælið. Er ég kom þama suður eftir lét ég ekki lengi bíða að vitja fornra kynna, og þá voru þeir að keppast við smíði nýju byggingarinnar. Þeir byrj- uðu í vor, og verkamenn sem unnu þama sögðu mér að þeir ætluðu að ljúka smíðinni fyr- ir 1. desember, samkvæmt per- sónulegum tilmælum Stalíns. Það verður framkvæmt. Þetta verður gífurlega mikil bygging og fögur. Ég saknaði úr umhverfinu fjöida listaverka sem nazistar höfðu skeytt skapi sínu á, skot- ið niður eða rænt í heilu líki. Víða sáust brotnir fótstallar undan ýmsum listaverkum úr heimi höggmyndaana. í Rús- Alka sá ég til dæmis mjög öm- urleg verksummerki nazískrar IslasdssýnliigÍD í Bnissel fúlmennsku í garð listaverka. Mér .var tjáð að reynt yrði eft- ir föngum að bæta skaðann, meðaf annars með því að gera nýjar höggmyndir eftir ljós- myndum. Sáust ekki víðar merki styrj- aldarinnar ? Búið er að endurreisa flestar þyggingar sem urðu hart úti, og jarðvegur færður í samt horf: skotgrafir fylltar og svo framvegis. Krím er mikið gósenland? Segja má að landið sunnan Krímfjalla sé einn óslitinn ald- ingarfur, baðaður daglangri sól. Þar eru miklir skógar, með óteljandi trjátegundum. Við ströndina eru miklir baðstaðir og kunnir eftir því. Að sumar- lagi er sjórinn þar þetta 20-24 stiga heitur. Ég sakna þessarar stóru, heitu laugar. — Hvert lagðirðu leið þína frá Krím? Aftur norður til Moskvu. Þar hitti ég séndinefnd MlR, og líklega eru þeir búnir að segja flest af því sem ég vildi sagt hafa. Annars kynnti ég mér sérstaklega kjör sjómanna í Ráðstjórnarríkjunum. Er hvorki tími né tækifæri til að skýra þau mál nú, enda hef ég í hyggju að gera það síðar á öðrum vettvangi. Og nú verð ég að fara. Viltu ekki gefa okkur fyrst ofurlítið yfirlit yfir það sem þú sást og heyrðir í Austur- vegi ? Það er mjög greinilegt ein- kenni á rússneskum bæjum að þar eru allar búðir fullar af tvennu: vöru'm og kaupendum. í Kaupmannahöfn, til dæmis, Framhald af 6. síðu. Það starf mun cfundarlaust af allra hendi, sem árlega er falið nokkrum mönnum: að meta og vega íslenzka list til peninga. Grundvöllur }>essa mats hefur löngum verið næsta óljós. Stundum virðist sem úm viðurkenningu sé að ræða, stundum um fátækrastyrk, en oft er þó hvorugu til að drexfa Iðulega virðist þeirri megin- reglu hafa verið fylgt, að launa mönnum fyrir sæmilegan efna- hag, en refsa öðrum fyrir fð,- tætkt, — bera á þá gull, sem minnst hafa látið á sér ki-um' en strika hina út, sem hafa haldið sér sæmilega vakandi og þá oft lent í kasti við ríkjandi skoðun. Þannig er það oft hvik- ull barómeter almenningshylli, sem lesjð er á, en ekki raunveru- legt framlag listamanna. Það hlýtur að vera hverjum þeim augljóst, sem nermir að hugleiða það í einlægni, að lista- mannalaun eða styrkur geta því aðeins orðið til verulegs fram- dráttar listar í landinu, að þeirn sé öðru framar beint til þeirra ungu raanna, sem eru að ryðja nýjar brautir, hafa getið sér góðan frama en glima þó enr við kröpp kjör. Þá væri tvennt unnið í senn: eftiahagsleg að- stoð og örfun til freikari starfa. Allt annað er bein ósk um menningarlega kyrrstöðu. Hvað úthlutuninni til ís- lenzkra myndlistarmanna við- víkur, þá mun hún öllu furðan- legri í ár en endranær. Virðist þar aðeins tvennt geta komið til greina, — vísvitandi rangs- leitni listainatsmannanna eða hitt að yfirsýn þeirra um ísl. myndlist er mjög ónóg, og er hvorttveggja jafn illt. Það lof- ar reyndar ekki góðu, að menn- irnir skuli valdir til þessa starfs eftir því, hvaða skoðun þeir hafa á stjómmálum. Mig mundi ekki undra, ,þótt sú ráðstcfun þætti einhverntíma bi'osieg. Það * sem mér þykir helzt keyra um þverbak við þesrsa út- hlutun er, að stór hópur lista- manna,. sern einna helzt hefur markað þáttaskil í íslenzkri myndlist síðustu árin, er með öllu settur hjá. Eru þétta lista- mennirnir Tóve Ólafsson, Nína T ryggyádc tir, Jóhannes Jó- hann-esson, Kjartan Guðjónsson, Valtýr P’éturseon, Kristján Davíðsson og Sverrir Harald3- son, sem þó er þeirra yngstur og óreyndastur, en frábært listamannsefni. Hvað getur vald ið þessarj unaariegu ráðstöfun nefndarinnar? Sé styrktarhug- myndin tekin til álits, þá þarf engum blöðum að fletta. Málar- ar þessir eiga það sammerkt við listamenn allra tíma, eem. fara órudda slóð, að rayndir þeirra fá að minnsta kosti að þorna í næði. Og þótt Tóve Öl- afsson eigi verk sín á nokkram opinberum stöðum, í Iistasafn- inu, anddyri Þjóðleikhússins og garði hvíldarheimilisins að Jaðri, þá heggur engirin gull úr grágrýtinu í Laugarnesi eins og nú horfir. Sé hinsvegar um það spurt, hvort umræddir listamenn hafl Framhald á 7. síðu. m SKAK Ritstjóri: Guðmundur Arnlaugsson ,,Ævinfýri8 um ókunna skákmanninn" Þegar Becker, ritstjóri Wienar Schachzeitung, ritaði i blað sitt um skákþingið í Moskvu 1935, kallaði hann það ævintýrið um hinn ókunna rússneska skák- mann. Svo mjög fannst honum til um þá óþekktu menn, er þar komu fram og stóðu víðkunnum skáksnillingum á sporði. Síðan hafa mörg tafímót farið fram í Sovétríkjunum og mætti nota sama heiti um flest þeirra. Efnilegir nýliðar koma fram í öllum löndum, en hvergi virðist úr meiru að velja en þar eystra. Síðasta skákþing Sovétríkjanna var þarna engin undantekning, grózkuna má bezt marka af því að á „interzonal“-mót það, sem halda á í Stokkhólmi á þessu ári, senda Sovétrlkin sveit, sem að Kotoff undanskildum er skipuð nýjum nöfnum: Petrosjan, Heller, Averbach og Taímanoff. Og á þessu þingi kom fram ungur maður, sem aldrei hefur heyrzt nefndur fyrr, gerði sér lítið fyr- ir og lagði bæði heimsmeistarann og efsta mann mótsins að velli. Þær skákir hefi ég eigi séð, en tæpast munu þær kvikari en sú, sem hér fer á eftir, þar sem sami Kopýloff ornar Petrosjan. Nimzoindversk vörn. Petrosjan. Iiopýloff. 1. d2—d4 Rg8—46 2. c2—c4 e~—eö 3. Kbl—c3 Bf8—b4 4. e2—e3 b'S—b6 5. Kgl—f3 Bc8—b7 6. Bfl—d3 c7—c5 7. o_o 0—0 8. a‘i—a3 c5xd4 9. Bc3—a4 Bb4—e7 10. e3xd4 Dd8—c7 11. b2—b4 Bf6—g4 12. g2—g3 f7—fð 13. Hfl—el Fyrstu tólf leikina er skákin samhljóða fimmtu einvígisskák þeirra Botvinniks og Bronsteins. Hér lék Botvinnik Rc3 og eftir a6, 14. Hel stóð skákin jafnt. 13. . . . f5—<4!? 14. Bclxf4 Hf8xf4 15. g3xf4 Dc7xf4 Fórn svarts er ef til vill ekki rétt frá strangvísindalegu sjónar- miði, en hvítur á erfiða vörn fyr- ir höndum. 16. d4—d5 e6xd5 17. Helxe7 Hér virðist hvítur missa af beztu leiðinni: cxd5. Hann svarar þá Bxd5 með Bxh7t og Dxd5. Ekki er sjánanlegt að svartur eigi þá nokkra leið til þess að jafna metin, því að 17. Rxf2 dug- ir heldur ekki. 17 ..... Bb8—c6 18. He7—el En ekki Hxd7, Rce5 og svartur vinnur. 18 ..... Ha8—fS 19. Bd3—e4 Önnur vörn er varla til gegn Rc6—d4. 19 ..... d5xe4 20. Ddl—d5f Kg8—h8 21. DdS—e4 Df4—f6 22. De4—g4 Bc6—d8 23. Dg4—g3 Bb7xf3 24. Hal—cl Kd8—e6 25. Ra4—c3 Re6—d4 26. Hel—eS Bf3—c6 27. Rc3—d5 Df6—f7! Býr sig undir að grafa ræturn- ar undan riddaranum á d5, og felur þar að auki í sér gildruna 23. He7 Bxd5! 29. Hxf7 (hótar máti!) Re2t 30. Kfl Rxg3t og þv{ næst Hxf7. 28. Ilcl—el. Bezti leikur hvíts er líklega Hdl. Eftir Rf5. 29. Hf3 Rxg3 30. Hxf7 Re2t 31. Kfl Hxf7 32. Kxe2 er jafntefli sennilegasta niðurstaðan. 28. . . . b6—b5! 29. He3—e7 Df7—g8 Því skyldi enginn trúa, er sér þessa taflstöðu, að hvítur tapi í fáum leikjum. 30. Kgl—fl fc5xc4 31. Bd5—eS c4—c3 32. Hel—cl c3—c2 33. Be3xc2 DgS—c4f 34. Kfl—el Bd4—f3f Og nú gerðist það tvennt í senn að hwítur fór yfir tímatakmörkin, og gafst upp. Liðsmunur kemur ekki alltaf að haldi. Skákmenn eru því vanir, a3 lítil þúfa velti stóru hlassi, snú- Frainhald á 6. síðu. • Samkeppnin 8. þraut„ \M 1 -M m ~ i§ í wM m im r . Mí m #;,•? 1 i ; ''m a wm. I m y m & fm ■ ■ ■ ABCDEFGH Staðan er flókin, og ekki bætip það úr, að einu upplýsingarnar, sem þrautinni fylgja eru þær, að hvítur á leik. Leysendur eiga sjálf- ir að komast að raun um, hvort hans bíður vinningur, jafntefli eða tap. En óhætt er að lofa því að margt skemmtilegt leynist í stöðunni, og fyrir rétta lausn eru veitt 5 stig, svo að ef einhver hef- ur leyst ailar þær þrautir rétt, sem komnar eru, er hann kominrt. upp í 25 stig.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.