Þjóðviljinn - 18.03.1952, Page 1
Þriðjudagur 18-. marz 1952
17. árgangur
64. tölublaö
Aðgöiígumiðar að fundinum,
sem verða áfiti í Austurbæjar-
bíói s.l. sunnudag, verða end-
urgreiddir í skrifstofú Sósíal-
istafélags Keykjavíkur.
Hvalfjörður gerður flotastöð?
llva^a lyrtrinælum íók Bjarni Ben. við
hjá McCormick llotaforingja?
Petnr Eggerz ,5sambandsliðsforingi “stjórnarimiar
McCormick yfirmaður Iierskipafiota Atlanzhafsbanda-
lagsins kom til Keflavíkur í fyrradag og fyrir hádegi í
gær sat hann fund í stjórnarráðinu með Bandaríkja-
þjónunum Bjarna Ben. og Steingrími Steinþórssyni.
Vafalaust kemur McCormick flotaforingi hingað til
þéss að undirbúa hér nýjar herstöðvar og gefa ríkisstjórn-
inni ný fyrinnæli þ\i ekki mun hann hafa komið alla
leið hlingað til þess einis að sjá smettið á Bjama Ben. Má
því vænta þess að bandaríska hernámsliðið leggi bráðJega
einnig undir sig Hvalfjörð. En um þau fyrirmæli sem rík-
isstjórnin hefur fengið er þjóðinnli ekkert sagt.
Þegar McCormick yfirflota-
foringi kom til Kefiavíkur tóku
á móti honum Bjarni Ben.
dómsmálaráðherra, McGaw
hershöfðingi og Lawson, sendi-
herra Bandaríkjanna hér. 1
fylgd með McCormick er að-
sto'ðarflotafox’ingi hans, Sir
Sharl Andrews.
Yfirflotaforinginn ræddi við
Bjarna Benediktsson dómsmála
ráðherra og Steingrím Stein-
þórsson forsætisráðherra í
Stjórnarráðinu í gær fyrir há-
degi. Að iþví loknu ræddi yfir-
flotaíoringinn við blaðamenn.
Kvaðst hann vera i heimsókn-
arferð til allra þátttökuríkja í
Atianzhafsbandalaginu, nema
Luxemburg, Italíu, Grikklands
og Tyrklands en ekkert þessara
ríkja á land að Atlanzhafi).
Til að ræða við stjórnarvöld
og kynnast vandamálum.
Fagurt skal mæ!» . . .
Yfirflotaforinginn kvaðst
bera mikla virðingu fyrir ís-
lenzku þjóðinni sem hefði varð-
veitt sjálfstæði sitt (!!) og
lýðræðislegt stjórnarform, á-
samt menningu, sem aðrar þjóð
ir gætu lært af. íslendingar
hafa sýnt hvernig þjóð getur
lifað í friði við allar þjóðir
heims.
Hvernig á a'ð heimfæra þessi
orð yfirflotaforingjans við þann
verknað að undirbúa að drita
niður • herstöðvum um landið
eins og pestarkýlum mun flest-
um íslendingum ofvaxið að
skilja.
Þrátt fyrir friðsemd íslendinga.
Þrátt fyrir ummælin um frið-
semd Islendinga var hafður
strangur lögregluvörður um
Stjórnarráðið meðan yfirflota-
foringinn dvaldist þar og enn-
fremur bústað bandarísku sendi
sveitarinnar. Viðbrögð Bjarna
Ben. voru þó ekki eins fárán-
leg nú hvað lögregluvörð snerti
og þegar Eisenhower kom sæll-
ar minningar.
Yfirflotaforinginn var vænt-
anlegur brott af landinu ásamt
fylgdarliði sinu s.l. nótt.
Nazlstar erra liðsterkari i rat-
aiiríkisþ|ónusÉu Adeuaraers
era Adolís Ilitlers
Ríkisútvarp Bajern birtir niðurstöður rannsóknar
Rannsókn hefur verið framkvæmd á fortíð þeirra
manna, sem valizt hafa í utanríkisþjónustu Vestur-Þýzka-
lands.
Yfirfiotaforinginn kvaðst
hingað kominn til að ræða við
stjórnarvöld landsins og kynna
sér vandamál í sambandi við
hervarnir þess. Undanfarna
mánuði kvaðst hann hafa notið
mjög ánægjulegra samskipta
við Pétur Eggerz, sendiráðs-
fulltrúa í Washington, sem
gerður hefur verið fulltrúi Is-
lands gagnvart flota Atlanz-
hafsbandalagsins (Liasion offi-
cier).
FuIIIjóst mikilvægi Islands.
Yfirfiotaforinginn kvað sér
fullljóst hve mikilvægt Island
væri og myndi hann því leggja
allt kapp á að hervarnir þess
væru sem öflugastar, og myndu
íslendingar ekki þurfa að kvíða,
cf Atlanzhafsbandalaginu tæk-
ist að rækja ætlunarverk sitt.
Fréttamenn frá ríkisútvarp-
inu í Bajern, einu af fylkjum
Vestur-Þýzkalands, hafa fram-
kvæmt rannsókn og útvarpið
birti niðurstöður þeirra í gær.
Útvarpsmennirnir komust að
raun um að hvorki meira né
minna en 85% af starfsmönn-
um utanríkisrá'ðuneytis Vestur-
Þýzkalands voru á sínum tíma
meðlimir í nazistaflokknum.
Konrad Adenauer, forsætisráð-
herra veitii utanríkisráðuneyt-
inu persónulega forstöðu.
Otvarpið í Bajern benti á,
að meðal starfsmanna utanrík-
isráðuneytis Adenauers er
hundraðstala fyrrverandi naz-
istar hærri en flokksbundinna
nazista í utanríkisráðuneyti
þei"ra Hitlers og Ribbentropfs.
Talsmaður utanrikisráðuneyt
isins í Bonn fékkst ekki til að
Bevan skorar á krafa að kasta
bandariska kíafanum
segja neitt í gær um uppljóstr-
anir útvarpsins. Útvarpinu í
Bajern stjórnar ráð skipað full-
trúum kirkju, verkalýðshreyf-
ingar, stjórnmálaflokka og ann-
arra fjöldasamtaka.
Fangelsi fyrir að
móðga Farúk
Ahmen Hussein, formaður
e g y p z k s
stjórnmála-
flokks, sem
kallar sig
þjóðernis'íinn-
aða sósíalista,
var í gær
dæmdur í 18
mánaða fang-
elsi fyrir að
birta greinar,
þar sem Far- — . — ----------
úk konungur
var gagnrýndur. Áður höfðu
þrjú blöð flokksins verið bönn-
uð fyrir sömu sakir.
Aneurin Bevan, foringi upp-
reisnarmanna í Verkamanna-
flokknum brezka, sýndi það í
fyrradag, að hann álítur sig
kjörinn til forystu fyrir sósíal-
demókrötum hvaiwetna í Vest-
ur-Evrópu.
I ræðu í Norður-Englandi
'hét Bevan á sósíaldemókrata í
Vestur-Evrópu að taka sjálf-
stæðari stefnu gagnvart Banda-
ríkjunum en þeir hafa gert til
þessa. Þa'ð væri mikil skyssa
að láta andlega og siðferðilega
fcrystu fyrir hinum vestræna
heimi komast í hendur Banda-
rikjamanna, sem hefðu engan
þroska til að takast á hendur
það heimsforystuhlutverk, sem
þeir teldu sér bera.
Bevan skoraði á sósíaldemó-
krata að hefja upp raust sína
svo að fleira heyrðist í heimin-
um en rödd bandarískra auð-
kýfinga og görótt rödd Rúss-
lands. Hann kva'ð æðisgengna
hervæðingu Bandaríkjamanna
ógna friðnum og vera vel á veg
komna með að sliga.þær þjóðir.
sem fylgja Bandaríkjunum að
málum.
Vilja fá Eisenhower heim
sem fyrst
Paul Hoffman, sem var yfir-
stjórnandi Marshalláætlunar-
innar og nú er einn af þeim,
sem harðast berjast fyrir for-
setaframboði Eisenhowers hers-
höfðingja, hefur lýst yfir, að
hershöfðinginn verði að Ikoma
iheim og skýra frá stjórnmála-
stefnu sinni ef hann eigi að
hafa nokkra möguleika á að
verða valinn frambjóðandi
republikana við forsetakosning-
amar í haust.
Bjarni Benediktsson ásamt yfirboðurum sínum. Sir William
Andrews til vinstri, en McCormick og bandaríski sendiherran t.h.
„Préf. Kristjén Aiberfsson"
miðdepill heimsfrétfanna
Ummæli „prófessors Kristjáns Albertssonar“ voru aðal-
frétt flestra vestrænna útvarpsstööva í gær.
„Prófessor Kristján", sem
þennan mánuð er formaður
nefndar þeirrar, sem þing SÞ
kaus að undirlagi Vesturveld-
anna til að kynna sér ástandið
í Þýzkalandi, ræddi við blaða
menn í Bonn í gær.
I fréttum af viðtalinu var
hann hvarvetna titlaður prófess
or.
„Prófessorinn“ skýrði frá
því, að erindi nefndarinnar til
Þýzkalands í þetta skipti væri
að kynna sér, hvaða starfsskil-
yrði henni yrðu búin þar. Hún
biði enn svars við málaleitunum
til stjórnar Austur-Þýzkalands
og Sjúikoff Ihershöfðingja, her-
námsstjóra Sovétríkjanna, ó-
víst væri, hve lengi hún myndi
bíða eftir því en það yrði ekki
lengi.
Undir forystu „prófessor
Kristjáns“ ræddu nefndar-
menn í gær við Adenauer, for-
sætisráðherra Vestur-Þýzka-
Iands, og hernámsstjóra Vest-
urveldanna.
Reutersfréttastofan ' skýrði
frá því í gær að Eden utanríkis-
ráðherra og sendiherrar Banda-
ríkjanna og Frakklands í
London ynnu nú að því áð
semja svar við orðsendingu
Sovétríkjanna um friðarsamn-
inga við Þýzkaland. Endan-
lega verður gengið frá svarinu
í París nú í vikunni er Eden
hittir starfsbræður sína frá
Frakklandi og Vestur-Þýzka-
landi á fundi ráðherranefndar
Evrópuráðsins. Reuter segir, að
Vesturveldin muni taka það
skýrt fram að þau vilja sam-
Réðstefna um
‘aukna verziun
í Evrópu
Efnahagsnefnd SÞ fyrir Evr-
ópu samþykkti einróma í Genf
í gær að fela aðalritara sínum,
Svíanum Gunnar Myrdal, að
grennslast eftir því hjá stjórn-
um Evrópulanda, hver tök eru
á að auka viðskipti milli Aust-
u.r- og Vestur-Evrópu. Ef Myr-
dal finnst ástæða til á hann
að kalla saman ráðstefnu sér-
fræðinga um málið í haust og
ef viðræður þeirra ganga að
óskum skal kveðja til fulltrúa
frá ríkisstjómum.
einingu Þýzkalands en telja
það prófraun á einlægrii sovét-
stjórnarinnar hverja afstöðu
hún tekur til nefndar „prófessor
Kristjáns Albcrtssonar“.
Stálverkfall vofir
yfir
Bandaríkjunum
Verkfall stáliðnaðarmanna í
Bandaríkjunum vofir yfir um
næstu helgi. Á fimmtudag kem-
ur fulltrúaráð sambands stál-
iðnaðarmanna saman á fund til
að ákveða endanlega hvort
boða skuli ti] verkfalls. Stál-
framleiðendur eru þegar farnir
að gera ráðstafanir til að stál-
bræðsluofnarnir verði tómir um
helgina ef af verkfallinu skyldi
verða.
Síitnað upp ú r
samningum í
Teheran
Tilkynnt var í Teheran í gær,
að slitnað væri upp úr samning
um Iransstjórnar og hins banda
ríska Alþjóðabanka um að
bankinn leggi fram fé til að
hefja á ný olíuvinnslu í Iran.
Stranda'ði á því að bankinn
krafðist algerra yfirráða yfir
olíuiðnaðinum og að flytja á
ný til Irans brezka olíuvinnslu-
sérfræðinga.
Námumenn neita
aukavinnu
Fulltrúar kolanámumanna í
Skotlandi ákvá'ðu í gær með
120 atkv. gegn 10 að leggjast
gegn því að endurnýjaður verði
til eíns árs samningur námu-
manna um að vinna aukavakt
á laugardögum. Moffat, formað
ur skozka námumannasam-
bandsins, kvað þá ekki sjá
neina ástæðu til að afsala sér
réttinum til fimm daga vinnu-
viku ti] að höggva kol, sem
fara myndu til brjálæðiskenndr
ar hervæðingar.