Þjóðviljinn - 21.03.1952, Qupperneq 6
6)
ÞJÓÐVILJINN
Föstudagur 21. marz 1952
Atlmgsiseiiid
Rvík 20. marz 1952.
Út af forustugrein yðar í Þjóð-
viljanum í gær vildi ég ,raega biðja
yður fyrir eftirfarandi leiðrétt-
ingu:
1 greininni er fyllilega gefið í
ekyn að Ivristján Albertsson hafi
verið nazisti: ,,Á velmaktardögum
nazista var hann lektor þeirra í
íslenzku við háskólann í Berlín
-og undi hag sínum hið bezta við
það stjórnarfar“. Sannleikurinn er
sá, að K. A. var sendikennari við
háskólann í Berlín, rétt eins og
-erlendir sendikennarar við háskólh
ann hér, og fá laun greidd frá
heimalandinu, en að nokkru leyti
frá háskóianum sem þeir starfa
við.
Það er algerlega rangt, að K. A.
hafi verið hlynntur nazistisku
stjórnarfyrirkomulagi. Þvert á
móti var hann því mjög andvíg-
ur, því að hann sá glöggt galla
þess og hvernig það var fjötur
um fót fyrir frelsi hvers einstak-
lings. 1 hvert skifti sem ég hitti
hann á þeim árum lét hann i ljósi
andúð sina á stjórnarfyrirkomu-
laginu. Þó að einhver maður lifi
undir tilteknu stjórnarfyrirkomu-
Ingi, þýðir það ekki að hann sé
ánægður með það, og býst ég
naumast við að þér og samstarfs-
menn yðar geti -talist fylgismenn
ríkjandi stjórnarfyr-irkomulags á
Islandj, þótt þér búið við það.
Þá er alrangt, að Kristján Al-
bertsson hafi nokkurn tíma talað
í „áróðursútvarp þýzku nazistanna
til Islands á styrjaldarárunum".
Hann gerði það aldrei og neitaði
því af fullri einbeittni er hann
fékk tilnræli um að tala til fs-
lands, og það þótt honum væri
lofað fuliu frelsi um máiflutning.
Hann viidi ekki með neinu móti
vera bendlaður við neinn áróður
fyrir þýzku stjórnina.
Allar ásakanir um að Kristján
Albertssön hafi verið nazisti, eru
,andstæöar sannleikanum, hvort
heldur þær eru bornar fram í
blaði yðar eða í Moskvu.
Ég treysti því að þér birtið
þessa leiðréttingu, svo framar-
lega sem blað yðar hirðir um
að hafa heldur það er sannara
reynist.
Níels Bungal.
Þjóðviljinn birtir fúslega þessa
athugasemd Nielsar Dungals pró-
fessors, þótt i henni felist blekk-
ing en ekki þekking. Væri ekki
ráð að Níels Dungal birti einhver
ummæli Kristjáns Albertssonar,
jafn ágætlega ritfærs manns og
hann er, um þýzka nazismann, til
að sýna andúð hans. Og hvers
vegna valdi Kristján sér það starf
að setjast að í Þýzkaiandi á vei-
maktardögum nazismans og undi
sér þar i bezta yfirlæti við traust
vaidhafanna; enginn nauður rak
hann til þess. — Þótt Dungal
Framhald á 7. síðu.
Krossgáta
54.
Lárétt: 1 rúllar — 7 ógna — 8
foenda — 9 fors. — 11 þrír eins —
12 trilla — 15 tveggja — 17 á
stundinni — 18 leikslok — 20 mel-
hryggur.
Lóðrótt: 1 sæti — 2 ílát — 3
bræður — 4 bendingar — 5 egndi
— 6 farir rétt — 10 súnda — 13
illa —7- 15 blása — 16 und. — 12
tveir samhliða — 19 á fæti.
í.ausn 53. krossgátu.
Lárétt: 1 klump — 4 nú — 5 át
— 7 stó — 9 dok — 10 sel — 11
ota — 13 al — 15 áa — 16 arfur.
I/óðrétt: 1 kú — 2 urt — 3 pá
— 4 nudda — 6 tolla — 7 sko —
8 ósa — 12 töf — 14 la — 15 ár.
130. DAGUR
ley. Hverjir heldurðu að hafi verið þar, Scott. Van Peterson og
Rhoda Hull. Þau komu bara í skyndiheimsókn.“
„Er það mögu!egt,“ hrópaði Scott Nicholson, öruggur og rögg-
samur ungur maður. Clyde var hrifinn af sjálfsöryggi og rósemi
allra viðstaddra. „Hvers vegna lcomstu ekki með þau? Mér þætti
gaman að hitta Rhodu aftur, og Van líka.“
„Ég gat það ekki. Þau verða að fara snemma til baka. Þau
Ifta ef til vill inn seinna. Hvað er þetta, er maturinn eklki til?
Ég bjóst við að geta sezt beint að borðinu."
„Já, þessir lögfræðingar. Þeir borða svo sjaldan eins og þið
vitið,“ sagði Frank Harriet, sem var lágvaxinn en þrekinn, bros-
leitur ungur maður, mjög vingjarnlegur, fríður og með jafnar,
hvítar tennur. Clyde féll vel við hann.
„Hvort sem þeir gera það eða ekki, þá vil ég fá mat, annars
íer ég. Vitið þið hver á að stýra í kappróðrarflokknum á Com-
ell næsta ár?“ Þetta háskólarabb um Comell háskólann, sem
Harriet, Cranston og fleiri tóku þátt í, gat Clyde ekki slkilið.
Hann hafði varla heyrt minnzt á hina ýmsu háskóla, sem allt
þetta fólk virtist nauðþekkja. En hann gerði sér vel ljÓ3a þessa
vöntun sína og hafði vit á að koma sér undan öllum spurningmn
og samtölum í sambandi við þetta. En vegna þess ama fannst
honum hann strax utanveltu. Þetta fólk var menntaðra en hann
-— hafði gengið á háskóla. Ef til vill ætti hann að segja, að
hann hefði gengið í einhvern skóla. I Kansas City hafði hann
heyrt talað um Ríkisháskólann í Kansas — s&ammt þaðan. Og
sömuleiðis um háskólann í Misscuri. Og í Chicago hafðl hann
heyrt minnzt á Chicago háskólann. Gæti hann sagt að hann
hefði gengið í einhvern þessara skóla — til dæmis Kansas
skólann — að minhsta kosti um tíma? Og hann ákvað að segja
j'að, ef hann yrði spurður, og fletta síðan upp í alfræðibók því
sem hann þyrfti að vita — til dæmis hvað hann hefði lært.
Einhvern tíma hafði hann lieyrt minnzt á stærðfræði. Því ekki
stærðfræði?
Ea hann sá brátt, að þetta fóik hafði of miikinn áhuga á
sjálfu sér til þess að veita honum neina athygli. Að vísu var
hann af Griffithsættinni og þýðingarmikil persóna í augum
rr.argra, en ekki hér — hér skipti það litlu máli. Og af því að
Tracy Trumbull var þessa stundina að segja eitthvað við Wyn-
ette Biant, fannst honum hann einmana og hjálparvana. En þá
kom litla dökkhærða stúlkan, Gertrude, til hans.
„Fólkið er dálítið lengi að tínast hingað. Svona er það alltaf.
Ef við segjum klukltan átta, þá kemur enginn fyrr en hálfníu
eða níu. Er það ekki alltaf eins?“
„Jú, það er nú liklega," sagði Glyde þakklátur, og reyndi að
sýnast glaðlegur og öruggur.
„Ég er Gertrude Trumbull,“ endurtók hún. „Systir hinnar
fögru Jill,“ og glaðlegt og dálítið háðslegt bros lék um varir
hennar og augu. „Þér heilsuðuð mér, en þér þekktuð mig eíkki.
En það gerir ekkert til, því- að við höfum heyrt ýmislegt um
yður.“ Hún gerði tilraun til að stríða Clyde lítið eitt. „Hinn
dularfulli Griffiths í Lycurgus, sem fenginn virðist hafa hitt.
Ég sá y’ður samt einu sinni á Central Avenue. Þér voruð á leið
inn í Rich sælgætisverzlunina. En þér sáuð mig ekki. Fiunst
yður gott sælgæti?“
„Já, já, mér'finnst sælgæti gott. Af hverju spyrjið þér að
því?“ spurði Clyde, sem var strax á verði, af því að hann
hafði keypt sælgætið handa Róibertu. En ósjálfrátt varð hana
rólegri og eðlilegri í návist þessarar stúlku en sumra annarra,
því að 'þótt hún væri hæðin og ekki mjög glæsileg, þá var
hún alúðleg og birtist honum nú eins og frelsandi engill.
„Þetta er víst e!kki satt,“ sagði hún með stríðnisglampa í
i.ugum. „Auðvitað hafið þér verið að kaupa sælgætið -handa
einhverri stúlku. Eigið þér ekki einhverja vlnkonu?“
„Hvers vegna —“ Clyde þagnaði andartak, því að um leið
og hún spurði datt honum Róberta í hug og hann fór að velta
því fyrir sér, hvort nokkur hefði séð hann með Ró.bertu. En
um leið fannst honum stúlkan fjörleg, greind og skemmtileg
og ólík öðrum stúlkum, sem hann hafði kynnzt fram að þessu.
Og hann flýtti sér að bæta við: „Nei, ég á enga vinkonu. Hvers
uegna spyrjið þér að því?“
Um leið og hann sagði þetta, datt honum í hug, hvað Ró-
fcerta héldi, ef hún heyrði til hans. „Já, en sú spuming,“ hélt
hann áfram, dáiítið taugaóstyrkur. „Þér eruð stríðin, er það
ekki?“
„Hver ég? Nei, nei. Það er svo fjarri því. En ég er viss um
að þér eigið vinkonu. Mér finnst stundum gaman að koma með
spurningar til þess að vita hverju fólk svarar, þegar það vill
ekki koma .upp um hugsanir sínar.“ Hún 'horfði glettnislega
beint í augu Clydes. „En ég veít samt að þér eigið vioJtonu.
Allir glæsilegir ungir mena eiga viakonur." .
„Er ég nú glæsilegur?" sagði hann glaðnr, en dálítið vand-
læðalegur. „Hver segir það?“
„Þykizt þér ekki vita það? Jæja, það segja það margir. Til
dæmis ég. Og Sondru Finchley finnst þér lika laglegur. Hún
lítur ekki á nema fallega menn. Og sama er að segja um Jill
systur mína. Hún vill ekki sjá nema fríða menn. Ég er öðru
visi, af því að ég er ekkert lagleg sjálf.“ Hún deplaði augunum
glettnisiega framani hann, og hann varð vandræðalegur og
fannst hann ekki hafa roð við þessari stúlku, en um leið var
honum mjög skemmt. „En finnst yður ekki sjáifum, að þér
í éuð iagiegri en fræhdi yðar?“ hélt hún áfram í hvössum og
næstum skipandi rómi. „Sumum finnst það.“
Þótt hann væri hikandi og um leið hrifinn af þessari spurn-
ingu, sem innihélt eimhitt það, sem hann hefði gjarnan viljað
trúa og hann væri auk þess upp með sér af þeirri athygli, sem
þessi stúlka sýndi honum, hefði Clyde samt aidrei dottið í hug
að svara þessu játandi jafnvel þótt honum hefði fundizt það.
Hann sá fyrir sér einbeitt og festulegt, jafnvel hatursf-ullt
andlit Gilberts, — og hann myndi ekki hika við að hefna sín á
honum, ef hann kæmist að þessu.
„Nei, það hefur mér aldrei dottið í hug,“ sagði hann hlæj-
andi. „Svei mér þá. Auðvitað finnst mér það ekki.“
„Jæja, það getur vel verið, en þér eruð það samt. En það
kemur yður að litlu haldi ef þér eigið enga peninga — ef þér
viljið umgangast peningafólk.“ Hún leit beint framan í ha.nn
og bætti við mjög vingjarnlega: „Fól!k.i geðjast betur að pen-
ingum en .fallegu útliti.“
En hvað þetta var glcggskyggn stúl'ka, hugsaði hann, og
þetta voru kaldranaleg orð. Þau særðu hann djúpt, þótt hún
hefði alls ekki ætlazt til þess.
En rétt í þessu kom Sondra inn í fylgd með ungum manni,
sem Clyde þekkti ekki — hávöxnum, renglulegum en vel .klædd-
um náunga. Og á -ihæla þeirra komu Bertína og Stuart Finchley
ásamt fleirum.
—oOo— —oOo— —oOo— —oOo— —oOo— —oOo— —oOo—«
BARNASAGAN
N. N0SS0W: ;
K á t i r p / / t o r
BÓSI -
11. DAGUR
Veiztu það að ég er orðinn þiófur?
Hvernig þá? spurði ég.
Ég hef tekið tcsku ókunnugs manns. £g tók vit-
lausa tösku.
En þú tókst hana bara í misgripum.
Allir þjófar segja einmitt þetta: að þeir hafi tekið
það í misgripum.
Það segir ekki nokkur maður að þú sért þjófur.
Já, en sérðu ekki sjálfur hvað þetía er hryllilegt.
Ef til vill þarf maðurinn nauðsynlega að nota
töskuna. Ég verð að skila henni alveg skilyrðis-
laust.
En hvernig ætlarðu að fara að því?
Ég fæ mér bara blöð og skrifa á þau að ég hafi
fundið tösku, og svo lýsi ég heiini nánar. Svo
lími ég miðana upp út um allan bæ. Og svo þegar
eigandinn les auglýsinguna, þá kemur hann og
sækir töskuna.
Stórfínt, kallaði ég upp yfir mig, en þá er hezt
að byrja strax á þessu.
Við fengum lánaðan pappír, skárum haun niður
í ótal smásnepla, og skrifuðum á þá:
Við hófum fundið tösku á járnbrautarstöðinni.
Sækist til Mikaels Ágústssonar, Sandskeiði' 8.
Þegar við höfðum skrifað um það bil 20 miða,
kom mér nýtt í hug:
Heyrðu mig, sagði ég. Nú skrifum við aðra
auglýsingu og segjum að við höfum tapað Bósa,
og við viljum fá hann aftur. Kannski hefur ein-
hver tekið okkar tösku eins og við tókum þessa.
Alveg áreiðanlega, og það meira að segja mað-
urínn sem var með okkur í lestinni. }