Þjóðviljinn - 21.03.1952, Síða 8

Þjóðviljinn - 21.03.1952, Síða 8
DIÓÐVILIINM Föstudagur 21. marz 1952 — 17. árgangur — 67. tölublað Málverkasýningu Snorra Arinbjarnar í Listamannaskálanum Iýkur í kvöld. Þetta er mynd af einu málverki hans á sýning- unni, og heitir Jónsmessunótt 1945. ,Sameinuð Evrópa4 til tJral markmið A.-bandalagsins segir „uianríkisEéðheria" Vestur-Þýzkalands Æ'ðsti utanríkismálaráðunautur vesturþýzku ríkis- stjórnarinnar telur það verkefni A-bandalagsins að „sam- eina Evrópu“ allt austur til Úralfjalla. Prófessor Hallstein, sem er óopinber utanríkisráðherra Vestur-Þýzkalands þótt Aden- auer forsætisráðherra beri ut- anrikisráðherratitilinn, komst svo að orði á ferðalagi í Banda ríkjunum, að „frjáls og samein- uð Evrópa til tjralfjalla“ væri markmið A-bandalagsstefnunn- ar. Blaðaþjónusta kristilegra demókrata, flokks Adenauers, leggur blessun sína yfir stríðs- stefnu Hallsteins í grein sem heitir: „Til Úral!“ og þar sem segir: „Þetta er áætlun, sem er eins víðtæk og frelcast verð- ur óskað. Eðlilegir áfangar á leiðinni að þessu takmarki eru sameining Vestur-Evrópu, þýzk sameiuing, endurskipun Iiinnar frjálsu Evrópu og loks samein- ing hennar og Austur-Evrópu, sem frelsuð hefur verið uudan hinu bolsévistiska oki“. Þingflokkur sósíaldemókrata í Vestur-Þýzkalandi hefur kraf- izt þess, að Adenauer víki Hall- stein úr embætti fyrir þessi ummæli. Eins og kunnugt er lýsti Hitler yfir, að tilgangurinn ineð árásarstyrjöldum hans væri að „koma á nýrri skipan í Evrópu“ og nú hefur verið opinberlega staðfest i Bonn, að Hallstein hefur fyllt utanríkis- ráðuneyti Vestur-Þýzkalands af aðstoðarmönnum hans við fram- kvæmd þeirra fyrirætlana. Þing nefnd sem rannsakað hefur á- sakanir um að fyrrverandi naz- istar séu fjölmennir í utanríkis- ráðuneytinu lýsti yfir í gær, að bær hefðu við rök að styðjast. Þegar nefndin spurði yfirmenn ráðuneytisins, hverju þetta sætti, var henni svarað, að reynsla þeirra, sem störfuðu í ut&nríkisráðuneyti nazista væri ómissandi. Goðanes selnr Togarinn Goðanes frá Norð- firði seldi í fvrradag afla sinn í Grimsby 3822 kit fyrir 10158 sterlingspund. Iðnnemasamtökm 25 ára I kvöld niinnist Félag járn- iðnaðarnema 25 ára afmælis síns með hófi í Tjarnarkaffi, en það er elzta iðnnemafé- iagið sem stofnað var hér á landi og starfað hefur til þessa dags. Skemmtunin hefst með sam- eiginlegri kaffidrykkju. Ketill Jensson syngur einsöng. Bryn- jólfur Jóhannesson leikari fer með gamansögur. Ingþór Har- aldsson leikur á munnhörpu (með gítarundirleik) og Hjálm- ar Gíslason skemmtir með eft- irhermum. Að lokum verður dansað. Sjúkrahúsinu á Húsavík berst gj©f Nýlega barst sjúkrahúsinu á Húsavík 3000 króna gjöf til minningar um hjónin Guðnýju Friðbjarnardóttur og Pál Jóns- son. Gefendur eru þrjú börn þeirra hjóna. Fylgir gjöfinni ósk um að upphæðinni verði varið til kaupa á lækningatækj- um fyrir sjúkrahúsið. Vilja samning um lóðarréttindi Húseigendur í smáhúsahverf- inu við Suðurlandsbraut hafa skrifað bæjarráði bréf og far- ið þess á leit áð fá 15 ára lóð- arréttindi fyrir hús sín. Bréfið til bæjarráðs var undirritað af 65 húseigendum. Var samþykkt að visa því til samvinnunefndar bæjarins um skipulagsmál. Ferðaleyfi fyrir Kristján Alberts- son skilyrði fyrir samningnm Uppkast að svari Vesturveld- anna við orðsendingu Sovétríkj anna um friðarsamnkig við Þýzkaland var i gær sent Ache son, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, til endanlegrar sam- þykktar. Fréttaritarar segja, að í svar inu sé það skilyrðd sett fyrir viðræðum við sovétstjórnina að nefnd SÞ, sem Kristján Al- bertsson er formaður fyrir, verði veitt ferðafrelsi um Aust- ur-Þýzkaland. Útför Péturs Lárussonar Útför Péturs Lárussonar, fulltrúa í skrifstofu alþingis, fór fram frá Fríkirkjunni í gær að viðstöddu miklu fjölmenni. Séra Friðrik Friðriksson flutti húskveðju í heimahúsum, en séra Þorsteinn Björnsson flutti ræðu í kirkjunni og jarðsöng. Félagar úr Prentarafélagi ís- lands báru í kirkju, en starfs- menn alþingis úr kirkju. Genglð frá ákipiiagi Bæjarráð samþykkti á fundi sínum s.l. þriðjudag skipulags- uppdrátt af svæðinu milli Miklu brautar, Hlíðargerðis, Bústaða- vegar, Hálsgerðis og Breiðholts vegar. Hér er verið að útskýra véí og gang hennar fyrir nemendum véivirkjadeiidarinnar. — (Ljósm. Vignir). Ila es darik|a imk» n vilja ráéa kosiiingalögum Grikfelands íhlutun Bandaríkjamanna um innanlandsmál Grikk- lands gengur nú svo Iangt, að þeir vilja fá að ráða þar kosningafyrirkomulaginu. 1 næstu viku hefjast nám- skeið í trésmíði og meðferð bif- véla. Eru þau á vegum verk- námsskólans. Námskeiðið í meðferð bifvéla verður á þriðjudögum og föstu- dögum frá kl. 8—10 síðdegis, alls 8 klst. Verður þar kennd meðferð á benzín- og rafmagns kerfum bifreiða svo og ýmsar viðger'ðir sem auðvelt er að framkvæma á vegum úti. Kennslugjald er 50 krónur. Trésmíðanámskeið hefst einnig á föstudaginn kemur og verður á föstudags- og þriðju- dagskvöldum kl. 8-10. Kennslu-. gjald er 75 krónur og leggja nemendur til efni sjálfir. Umsóknir um námskeiðin þarf að senda fyrir n.k. þriðju- dag til Jónasar B. Jónssonar fræðslufulltrúa, Iiafnarstræti 20. Mundhnutt- leihsmótið Á Handknattleiksmótinu að Háiogalandi urðu úrslit í gær- kvöldi þessi: Meistarafl. kvenna, Ármann Valur, 9:0. 2. fl. kvenna, Þróttur Fram, 3:0. 1. fl. karla, Fram Valur, 5:3. 2. fl. karla, Víkingur Þróttur, 9:2; og Ármann iR 6:5. 3. fl. karla, Valur FH, 6 : 4. Mótið heldur áfram í kvöld. In.nanríkisráðherra Grikk- lands tilkynnti fyrir viku síð- an, að fyrirhugað væri að taka upp hlutfallskosningar á ný vegna þess að hætta væri á að kosningar í einmennings- kjördæmum leiddu til einræðis. Orð hefur leikið á því, að Bandaríkjamenn vildu gera Papagos hershöfðingja, for- ingja stjórnarandstöðunnar og helzta talsmann einmennings- kjördæmakosninga, að einræð- isherra í Grikklandi. John Peurifoy, sendiherra Bandaríkjanna í Aþenu, brá við eftir tilkynningn innanríkis- ráðlierrans cg lýsti yfir, að ef hreinar hlutfallskosningar Framhald á 7. síðu. Ií\ikmy iidaliús í Langholti Á fundi bæjarráðs 18. þ. m. voru lagðar fram nokkrar um- sóknir um ]óð fyrir kvikmynda- hús í Langholtsbyggð. Bæjar- ráð samþykkti að ætla kvik- myndahúsi fyrir hverfi'ð stað við gatnamót austan Langholts vegar og sunnan Drekavogs. Skóliitit síarfar i 5 deiMaiit í fræðslulögunum nýju var svo ráð fyrir gert að á gagn- . fræðaskólastiginu gætu nemendur valið millj verklegs náms og hóklegs, verknámsdeildar og bóknámsdeildar. í fyrsta sinn í vetur hefur verið starfandi hér slíkur verk- námsskólí fyrir 3. bekk gagnfræðastigsins og er hann í 5 deildum: sauma- og vefnaðardeild, hússtjórnardeild, sjóvinnu- deild, trésmíðadeild og járnsmíðadeild. Eru nemendur verk- námsskólans samtals 110. í>á hefur enníremur verið ákveðið að hafa námskeið í tré- smíði og meðferð bifvéla, fyrir pnglinga sem eru utan skól- ans, og hefst það á föstudaginn kemur. Námskeið í tré- smíði og meðferð biffvéla Sauma- og vefnaðardeild. Sauma- og vefnaðardeildin er Skólastjóri verknámsskólans er Magnús Jónsson og ásamt Jónasi B. Jónssyni fræðslufull- trúa skýrði hann blaðamönnum í gær frá starfsemi skólans. Trésmíðadeild. Trésmíðadeildin er uppi á lofti á Hringbraut 121. Þar eru 15 nemendur. Hver nemandi hefur þar sinn verkfæraskáp og ber ábyrgð á sínum verk- færum. Efni legg-ja þeir til sjálfir og eiga smíðisgripi sína. Ennfremur er þarna rennibekk- ur, þvinga o. fl. vélar til sam- eiginlegra nota. Kennari þess- arar deildar er Marteinn Sí- vertsen. Málmsmíða- og vélvirkjadeild. Málmsmíðadeildin er. á sama stað og hin fyrrnefnda. Nem- endur eru þar 24. Þarna eru smíðaðir meitlar, bréfahaldar- ar, verkfærakassar, öskubakkar o. fl. Hamingjusamastir munu þó vélvirkjadeildarnemarnir vera yfir vél sem þeim er kennt á: þegar þeir hafa skilið gang vélarinnar er hún aflöguð og þeir látnir spreyta sig á að koma henni í lag aftur. Kenn- ari þessarar deildar er Jón G. Hinriksson. •— Þeir sem stunda nám i þessari deild geta feng- ið stytt nám sitt í Iðnskóla, ef þeir hverfa að slíku námi. á efsta lofti Austurbæjarskól- ans. Þar eru nemendur 48. Vefstólar eru 10 og vefa stúlk- urnar dregia og púða, en í saumadeildinni læra þær að sauma vinnuföt á börn, kjóla o. fl„ ennfremur pils og blússur á sjálfar sig. Hafa þær vinnu- bækur þar sem þær hefta inn snið o. fl. Efni leggja nemend- ur til sjálfir. Kennarar deildar- innar eru Svanhvít Friðriks- dóttir og Hólmfriður Kristins- dóttir. Sjóvinnudeildin. 1 sjóvinnudeildinni eru fimm reglulegir nemendur og auk þess þrír. Læra þeir að hnýta net og hefur hver þeirra hnýtt sem svarar bálki í botnvörpu. Kennari er Guðmundur Þor- bjarnarson. Bóknámsdeildin. í bóknámsdeildinni var Rút- ur Halldórsson að kenna ensku í gærmorgun. Bóknámsgreinar þær sem kenndar eru í verknámsskólan- um eru: íslenzka, stærðfræði, félagsfræði og eðlisfræði í iðn- námsdeildunum. Ennfremur eitt eða fleiri erlend mál. Kröfur og kennsla í þessum greinum Framhald á 7. síðu. ■

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.